Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 4. D E S E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  302. tölublað  100. árgangur  ÍSLENSK JÓL HÁTÍÐLEGRI EN BANDARÍSK LAUFABRAUÐIÐ ER LISTSKÖPUN FÁTT SEM MINNIR Á JÓLIN Í KENÝA SKURÐURINN OFT PERSÓNULEGUR 18 SÓL OG SUMARYLUR 22TVEGGJA HEIMA KONA 10 Morgunblaðið/RAX Gleðileg jól Sextán áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu á gamlárs- kvöld, þar af tíu í Reykjavík. Byrjað verður að safna í borg- arbrennurnar fimmtudaginn 27. desember. »24 Hefðbundnar brennur www.jolamjolk.is Á heimili Eiríks Inga Jóhannssonar hefur ver- ið í nógu að snúast á að- ventunni eins og á flest- um öðrum heimilum. Tæpt ár er liðið síðan Eiríkur bjargaðist á ótrúlegan hátt er tog- arinn Hallgrímur SI fórst undan ströndum Noregs, en þrír skips- félagar hans fórust. Framundan segir Ei- ríkur að sé að halda „jól á jákvæðum nótum“ með eiginkonunni og fjórum börnum þeirra. Jólin og samveran með fjölskyldunni hafi alltaf skipt hann miklu máli. Eiríkur segist þakklátur fyrir að vera á lífi „og kannski tek ég aðeins þéttar utan um konuna og börnin á þessum jól- um“. Um mánuðina sem liðnir eru frá slysinu segir hann: „Það hafa ýmsir bardagar verið í þessu, sem maður gat ekki gert sér grein fyrir áður.“ »6 Morgunblaðið/RAX Feðgar Eiríkur Ingi Jóhannsson og Adam Val- geir, sex ára sonur hans, á rölti við Rauðavatn. Á jákvæðum nótum  Segist þakklátur fyrir að vera á lífi „Jólaspáin er góð og í kortunum útlit fyrir ágætt ferðaveður víðast hvar. Einhvers staðar gætu orðið hálku- blettir, svo sem fyrir norðan, og því ætti fólk að fylgjast vel með og vera á bíl með góðum dekkjum,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Um hátíðarnar verður bjartviðri sunnanlands með talsverðu frosti og helst það yfir jóladagana. Fyrir vest- an, norðan og austan gera veður- fræðingar ráð fyrir NA-átt og élja- gangi og á annan í jólum gæti orðið allt að 20 stiga frost í innsveitum nyrðra. Fyrstu tölur um frost fyrir norðan bentu til að gaddur í innsveit- um þar gæti farið í 40 gráður. Að mati kunnugra er slíkt ofmat og litl- ar líkur á að frostið bíti svo hart. Hjá Vegagerðinni er staðin vakt um jólin. Snjómokstursmenn verða að fram til klukkan 15 í dag og fara af stað klukkan 10 á jóladagsmorgun, en þann dag er þjónusta á vegum út frá borginni og suður með sjó, austur í Vík í Mýrdal, vestur á Snæfellsnes og í Dali og norður um til Húsavíkur. Þá verður vegum milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum og Austurlandi haldið opnum. Strætisvagnar aka til kl. 14 Í dag verða verslanir opnar til há- degis en klukkubúðir til klukkan 17. Nánast allt er lokað á jóladag en nokkrar matvöruverslanir verða opnar á öðrum degi jóla. Í Reykjavík aka strætisvagnar fram til klukkan rúmlega 14 í dag. Icelandair flýgur til London nú í morgunsárið og kemur heim síðdeg- is. Lundúnaflugið er eina áætlunar- ferð dagsins. Flugfélag Íslands flýg- ur til helstu áfangastaða og síðasta vél þess kemur í bæinn laust eftir há- degi. Á annan í jólum fer svo allt á flug að nýju. sbs@mbl.is Ágætt jólaveð- ur í kortum  Bjart syðra en él nyrðra  Litlar líkur á 40 gráðu frosti  Vegum haldið opnum MFrostspá fyrir »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.