Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þau koma í dag blessuðjólin. Kristnir menntaka jólunum fagn- andi, ljóssins hátíð bregður margvíslegri birtu á tilveru þeirra. Það er samkomulag um það að fæðingardag Krists beri upp á þann tíma þegar skammdegið á sinn lokadag og dagsbirtan tekur að braggast. Mestu efasemdarmenn kynnu að benda á að slíkt „samkomulag“ sé í sjálfu sér vitnisburður um að sag- an um Jesúm verði ekki sannreynd. En þó er það svo að með öllu er óþarft að láta sagnfræðina vefjast fyrir sér þegar hugað er að ævi Jesú. Tímabili hins sagn- fræðilega efa, sem einkum stóð á 19. öld, er í raun lokið, eins og hinn kunni sagn- fræðingur Paul Johnson bendir á í bók sinni um um ævi Jesú: „Enginn sagnfræðingur, sem tekinn er alvarlega, er þeirrar skoðunar (að Jesú hafi ekki verið til) enda er sérstakt að slíkri skoðun hafi nokkru sinni verið fleytt þar sem sannanir fyr- ir tilveru Jesú eru svo ríku- legar.“ Johnson bendir á að elstu skriflegu heimildir sem varðveist hafa um ævi Jesú séu frá því um árið 50 eftir Krist, þ.e. aðeins 20 ár- um eftir dauða hans. Og áð- ur en 50 ár voru liðin frá krossfestingunni höfðu fjög- ur rit um ævi hans þegar verið gefin út, og eru öll enn til. Rómverskir sagnfræð- ingar, sem taldir eru næsta óskeikulir um aðra hluti, ef- uðust ekki um tilveru Jesú og þannig megi lengi telja. Ef spurningin snerist að- eins um það hvort maðurinn Jesús hefði verið til eða ekki má fullyrða að spurningin hefði ekki mikla þýðingu. Orð hans og kenningar eru þó meitluð í margan stein án þess að menn sjái hvaðan þau eru runnin. Lögbækur, og skráðar sem óskráðar siðareglur, hafa fleytt orð- um hans inn í hvern kima. Nei, það er hin spurningin sem er hin stóra spurning. Svarið, sem svo margir hafa gefið við henni, varð til að við höldum kristin jól. Jesús var til, en var hann sonur Guðs? Maður og guð í senn. Heimildin fyrir því að svo sé er býsna góð. Það er Jesús sjálfur. Og það er María móðir hans, í samtölum við Lúkas guðspjallamann. Í dómsmálum að fornu og nýju veltur oft á framburði vitna. Og þau eru misjöfn. Því er byrjað á að meta trú- verðugleika vitnanna áður en vitnisburðurinn er tekinn gildur. María sagði Lúkasi hvað Gabríel engill hefði sagt við sig og sú frásögn hefur verið skriflega til í tæp tvö þús- und ár. Auðvelt er að gera lítið úr slíkri frásögn. En hitt er vitað að vitnisburð- urinn er gefinn þegar Krist- ur hefur verið krossfestur, og hinn fámenni hópur fylgjenda er tvístraður á flótta, enda liggur líf þeirra við. María sagði að engillinn hefði sagt sér að skíra son sinn Jesúm. Og að hennar sögn myndi hinn ófæddi sonur setjast í hásæti Dav- íðs og „konungsríki hans engan endi taka“. Konungsríki hvers? Hins hædda og smáða og kross- festa manns með örfáa hrædda fylgismenn sem keisaraveldið rómverska elti? En samt er það svo að nú tæpum 2.000 árum síðar eru kristnir menn taldir vera tæpur einn og hálfur milljarður manna og kirkjur þeirra og kapellur fleiri en ein milljón um heim allan. Öflug konungsríki, heims- veldi og keisaradæmi eru úr sögunni, en það sem átti jarðneskan uppruna í gripa- húsi eða helli í Betlehem og enda er þyrnikórónu krýnd- ur kóngur þess hengdi höf- uð á krossi sínum er enn í vexti og virðist „engan endi taka“. Í lok sinnar læsilegu ævi- sögu lausnarans segir Paul Johnson: „Jesús lifði í grimmlyndri hugsana- snauðri veröld, og líf hans og dauði var leiftrandi and- staða við hana. Hann bauð upp á annan kost. Sá kostur beindist ekki út á við sem bylting eða umbætur. Hann beindist inn á við og vísaði á líf í auðmýkt og ást, veg- lyndi og mildi, fyrirgefningu og von. Við lifum einnig í grimmlyndri veröld, ekki síður hugsanasnauðri, þrátt fyrir gnótt þekkingar, há- skóla, samskiptakosta og sérfræði. Svo kosturinnn sem Jesús bauð er enn í fullu gildi.“ Gleðileg jól. Blessuð jól STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Lúsíukvöld Sænska félagið á Íslandi hélt Lúsíu. Í desembermánuði tíndust jólasveinarnir niður úr fjöllunum einn af öðrum. Þeir komu víða við og bættu og kættu börnin; stór sem smá. Það kemur sér vel að jólasveinarnir eru þrettán talsins og geta því ærslast um borg og bý. Eftirvæntingin eftir jólunum er mikil hjá yngstu kynslóðinni, enda hafa börnin nýtt desembermánuð vel í að syngja jólalög og heilsa upp á sveinka. Börnin í leikskólanum Laufásborg sungu af hjartans lyst gömul og ný jólalög og dönsuðu í kringum lítið og ljósum prýtt jólatré. Sveinarnir eru hrekkjóttir og fullir af gáska og gleði. Þeir skelltu sér í strætó og höguðu sér ekki ýkja siðsamlega, stóðu í sætum og sveifluðu sér. Börnunum þykir alltaf gaman að uppátækjunum, því þeir fara yfir reglur og mörk samfélagsins en gera það þó á sakleys- islegan hátt. Þrátt fyrir að gáski einkenni hegðun jólasveinanna eru þeir einnig gjafmildir og vilja ólmir láta gott af sér leiða. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms færði Hjálparstarfi kirkjunnar dágóða upphæð svo hún geti haldið áfram að gleðja mannanna börn. Söngur, sveinar og glaðlegur barnaskari Við jólatréð Börnin í leikskólanum Laufásborg dönsuðu af kappi í kringum jólatréð að gömlum og góðum íslenskum sið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.