Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Heill heimur af ævintýrum Gleðileg jól og farsælt komandi ár Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Í nóvember síðast- liðnum vakti skýrsla innanríkisráðherra um stöðu lögregl- unnar þó nokkra at- hygli. Í fjölmiðlum var því slegið upp að þetta væri svört skýrsla um stöðu lög- reglunnar. Talað var um að lögreglan gæti ekki sinnt þeim verk- efnum sem hún þarf að gera lög- um samkvæmt vegna fjárskorts og manneklu. Í inngangi skýrslunnar segir að ástand lögreglunnar sé óásættanlegt og að brýnt sé að fjölga lögreglumönnum og auka fjárveitingar til hennar. Skýrslan er að mörgu leyti ágætis greining á stöðu lögregl- unnar í dag. Niðurstöður hennar koma hins vegar ekki á óvart og má segja að það sé fátt nýtt í henni sem ekki hefur þegar komið fram. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur t.a.m. minnst á flestalla þá þætti sem fjallað er um í skýrslunni, bæði í greinum og viðtölum á undanförnum árum. Auk þess hafa stjórnendur innan lögreglunnar og forsvarsmenn lög- reglufélaga um mestallt land rætt um manneklu, fjárskort, öryggi lögreglumanna og fleira á síðast- liðnum árum. Það sem er nýtt er að stjórnvöld eru með þessari skýrslu að viðurkenna og staðfesta tiltekið ástand innan lögreglunnar sem þau hafa ekki gert áður með viðlíka hætti. Árangur lögreglunnar Staða lögreglunnar í dag kemur ekki á óvart því búið er að skera niður hjá henni, eins og hjá mörg- um öðrum opinberum stofnunum á síðastliðnum árum. Fram kemur í skýrslunni að frá árinu 2008 til ársins 2011 hafa fjárveitingar til lögregluembætta miðað við vísi- tölu í september 2012 lækkað um 2,8 milljarða króna og er þá emb- ætti sérstaks saksóknara ekki meðtalið. Lögreglan hefur því fyllilega staðist væntingar stjórn- valda hvað varðar niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Sá ár- angur, ef svo má kalla, hefur hins veg- ar kostað miklar fórn- ir, t.a.m. hefur dregið verulega úr akstri lögreglubifreiða sem leiðir til minna um- ferðareftirlits auk þess sem lögreglan er orðin minna sýnileg. Lögreglumönnum hef- ur fækkað, m.a. vegna uppsagna, auk þess sem sjaldan er ráðið í stöður sem losna. Fækkunin leiðir til þess að álagið verður meira meðal þeir sem eftir eru, mál kunna að taka lengri tíma í rannsókn, viðbragðstími lögreglu kann að lengjast, hætta er á að menn brenni fyrr út í starfi o.s.frv. Lögreglunni hefur verið gert að forgangsraða verkefnum í ljósi skertra fjárveitinga og hefur hún gert það mjög vel. Það sýna árleg- ar mælingar á trausti til stofnana en lögreglan hefur verið með yfir 80% traust almennings sl. ár. Lög- reglunni hefur tekist hið ómögu- lega, að halda uppi lögum og reglu, sinna grunnþjónustunni og jafnvel gert ívið meira þrátt fyrir skerðingu upp á rúma 2,8 millj- arða kr. Rekstur lögreglunnar Nú er svo komið að 14 lögreglu- embætti af 15 eru með rekstr- arhalla. Rekstrarafgangur sem einhver embætti áttu er uppurinn auk þess sem fjármunir sem tekn- ir voru úr yfirstjórnum embætt- anna til að kosta löggæsluverkefni eru ekki lengur fyrir hendi. Fram kemur í skýrslunni að það vantar rúmar 300 m.kr. til þess að ná jöfnuði í rekstri lögregluembætt- anna. Þessa fjármuni vantar til að viðhalda núverandi ástandi. Það vantar hins vegar mun meiri fjár- muni ef ætlunin er að styrkja lög- regluna og tryggja grunnþjónustu hennar. Ljóst er að ef ekkert er gert, þá mun ástandið versna sbr. niðurstöður skýrslunnar. Alþingi hefur nú samþykkt að veita lögreglunni 200 m.kr. sem tímabundið framlag til að styrkja einstök lögregluembætti. Það er gott að menn séu að átta sig á ástandinu en hafa ber í huga að það var fyrirséð. Hvað halda menn að verði um starfsemi sem skorin er svona mikið niður? Aftur á móti dugar þessi fjárveiting sem Al- þingi hefur samþykkt skammt. Hún er ekki nóg til að ná jöfnuði í núverandi rekstri lögregluembætt- anna, sbr. skýrslu innanrík- isráðherra. Það þýðir að áfram munu einhver embætti verða rekin með halla. Þessi fjárhæð kemur í veg fyrir, tímabundið, frekari fækkun lögreglumanna á ein- hverjum stöðum á landinu en ger- ir ekkert til að bæta núverandi ástand eins og því er lýst í skýrsl- unni. Verja grunnþjónustuna Þó nokkuð var rætt um skil- greiningar á ýmiss konar grunn- þjónustu í þjóðfélaginu í kjölfar hrunsins. Slíkar skilgreiningar voru m.a. taldar nauðsynlegar fyr- ir stjórnvöld svo að þau gætu tek- ið upplýstari ákvarðanir um for- gangsmál og niðurskurð í ríkisrekstrinum. Árið 2009 var unnið að því hjá embætti ríkislög- reglustjóra að skilgreina grunn- þjónustu lögreglunnar að beiðni þáverandi dómsmálaráðherra. Mikilvægt er fyrir stjórnvöld að vinna með skilgreiningu á grunn- þjónustu lögreglunnar ef ætlunin er ekki að auka fjárveitingar til lögreglunnar. Stjórnvöld þurfa að fara yfir verkefni lögreglunnar eins og þau eru sett fram í skýrslu um grunnþjónustuna og taka ákvörðun um framhald þeirra, þ.e. hvað má hætta að gera, hverju má sleppa tímabundið, hvað er hægt að fela öðrum stofnunum o.s.frv. Ef þetta er ekki gert þá mun það koma niður á grunnþjónustu lög- reglunnar til lengri tíma litið. Stöðumat á lögreglunni Eftir Pétur Berg Matthíasson »Hvað halda menn að verði um starfsemi sem skorin er svona mikið niður? Pétur Berg Matthíasson Höfundur er fyrrverandi sérfræð- ingur hjá embætti ríkislögreglustjóra og einn af höfundum skýrslu um grunnþjónustu lögreglunnar. Í brjálaða teboði Lísu í Undralandi er Lísu komið í skilning um „að meina það sem þú segir er ekki hið sama og að segja það sem þú meinar“. Stjórnlagaráði hefði ekki veitt af því að fá sömu lexíu og Lísa, því sumt af því sem fram kemur í til- lögum Stjórnlagaráðs í drögum að nýrri stjórnarskrá ber þess augljós merki að menn geta vart hafa meint það sem þeir segja. Í stjórnarskrá er að finna grunnlög um hvernig ríki skuli stjórnað og hvaða takmarkanir ríkisvaldinu eru settar til að verja rétt borgaranna. Öll önnur lands- lög verða að falla að ákvæðum stjórnarskrár. Það er því mik- ilvægt að vanda til gerðar stjórn- arskrár. Í henni skulu hvorki vera færri né fleiri orð en þörf er á og hvert orð og hver setning þarf að vera vel ígrunduð. Það hefur eng- an veginn tekist í þeim tillögum sem Alþingi er ætlað að taka til afgreiðslu eftir jólafrí. Ég tek hér tvö dæmi þar sem Stjórnlagaráð hefur tæplega meint það sem sagt er: 6. gr. Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannrétt- inda án mismununar, svo sem vegna … aldurs … Það er alveg nýtt í stjórnarskrá að ekki megi mismuna fólki vegna aldurs. Verði stjórnarskrárdrögin samþykkt verður að fella úr gildi öll lög sem fela í sér aldurs- takmarkanir. Þar á meðal má telja lágmarksaldur til þess að stofna til hjónabands, kaupa áfengi, fá réttindi til þess að stýra ökutæki, svo nokkuð sé nefnt. Hið sama á við um hámarksaldur er takmark- ar gildistíma ökuskírteinis, heim- ild til að stunda atvinnuflug- mennsku, o.s.frv. Vissulega mætti áfram gera kröfu um hæfnispróf, en það mætti ekki takmarka rétt- indi við aldur óháð hæfni. 7. gr. Allir hafa meðfæddan rétt til lífs. Það er reyndar erf- itt að skilja hvað þessi setning þýðir ná- kvæmlega, en hún kemst nokkuð nærri því að vera í samræmi við baráttuorð þeirra sem berjast fyrir því í Bandaríkjunum að fóstureyðingar verði bannaðar með öllu (pro-life-ákvæði). Það má finna fjölda annarra dæma um óljós og undarleg ákvæði í stjórnarskrárdrögunum, gefi menn sér tíma til þess að lesa tillögu Stjórnlagaráðs. Nú má vel vera að Stjórnlagaráð hafi í raun ætlað sér að gera ofangreindar breytingar, þó svo að mér finnist það afar ólíklegt. Ofangreind ákvæði, ásamt öllum hinum, hefur Jóhanna Sigurðar- dóttir heimtað að Alþingi sam- þykki óbreytt og helst umræðu- laust. Það kann að vera að það sé vegna þess að hún hafi ekki lesið þessi drög eða a.m.k. ekki skilið hvað hún las, samanber þegar hún krafðist þess að Alþingi samþykkti Icesave I-samninginn ólesinn. Vonandi ber Alþingi gæfu til að leggja þessi drög til hliðar og ein- beita sér þess í stað að breyt- ingum á þeim ákvæðum stjórn- arskrárinnar sem mest þörf er á. Í framhaldi af því geta áhugamenn um afnám allra aldurstakmarkana og þeir sem vilja banna fóstureyð- ingar með öllu gert betur grein fyrir máli sínu, þannig að við hin getum metið hvort ástæða sé til þess að lögleiða (hvað þá í stjórn- arskrá) slík ákvæði. Brjálað teboð Stjórnlagaráðs Eftir Erlend Magnússon Erlendur Magnússon » Vonandi ber Alþingi gæfu til að leggja þessi drög til hliðar og einbeita sér þess í stað að breytingum á þeim ákvæðum stjórnar- skrárinnar sem mest þörf er á. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.