Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Félagslíf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund jóladag kl. 14 og annan í jólum kl. 14. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Snyrting Babaria-snyrtivörur loksins á Íslandi. Babaria er fjölbreytt vörulína sem er unnin úr náttúrulegum hráefnum og hentar þörfum allrar fjölskyldunnar fyrir alla daglega umhirðu húðar. Vörurnar fást í netversluninni www.babaria.is Hljóðfæri Rafmagnsgítarpakki kr. 39.900. Gítar, 10w magnari, poki, ól, snúra, kennsluforrit. Gítarinn ehf, Stórhöfða 27. S.: 552 2125 www.gitarinn.is, gitarinn@gitarinn.is Atvinnuhúsnæði Til leigu 20-60 fm iðnaðarpláss Staðsett 20 mínútur frá Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 894 0431. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Kæli- og frystiklefar - lausfrystar Lausfrystar, kæli- og frystiklefar sem eru auðveldir í uppsetningu. Hægt er að fá klefana með eða án vélakerfis. Íshúsið ehf, www.ishusid.is , s. 566 6000. Síritar - hiti og raki - Íshúsið ehf Úrval af síritum sem geta skráð bæði hita- og rakastig. Einnig fjölbreytt úrval af hita- og rakamælum. Íshúsið ehf, http://www.ishusid.is s. 566 6000. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími: 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin.Ýmislegt Viltu lækka leiguna á verslunar- húsnæðinu? Við erum með net- verslun og okkur vantar afhendingar- stað. Við borgum 20-30 þúsund kr. á mánuði fyrir það að afhenda nokkrar vörur á mánuði. Uppl.: magnval@magnval.is TILBOÐ - TILBOÐ -TILBOÐ Vandaðir leðurskór, skinnfóðraðir, fyrir dömur. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 3.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Bílar Nýr Jeep Grand Cherokee Diesel. Hátt og lágt drif. Stereo með hörðum disk og lita snertiskjá fyrir musik og myndir. Nútíma bíll sem eyðir elds- neyti eins og smábíll. Verð: m/ leðri 10.390 þús. án leðurs 9.690 þús . www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Opið 12-18 virka daga. Hópbílar 50 manna Man-rúta til sölu í mjög góðu ástandi. Nýklædd sæti og WC. Verð 4.000.000 kr., tilboðsverð 2.500.000. Nánari uppl. í síma 695 0495. Bílaþjónusta Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Glæsileg kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Góður í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Á aðfangadag árið 1912 fæddist á Húsavík Solveig Kristbjörg Bene- diktsdóttir, fv. organisti og skóla- stjóri Kvennaskól- ans á Blönduósi. Í dag eru því liðin 100 ár frá fæðingu hennar og langar mig af því tilefni að minnast þessarar heiðurskonu. Solveig var næstelst af börn- um skólastjórahjónanna á Húsavík, þeirra Margrétar Ás- mundsdóttur og Benedikts Björnssonar. Heimilið var mikið menningarheimili og á þeim ár- um sem þau ólu upp börn sín fór alda vakningar um hugi fólks í Þingeyjarsýslum. Solveigu Kristbjörgu voru gefin nöfn mæðra foreldra sinna. Hún ólst upp á Húsavík og lauk þar unglingaskólanum og fór síðan á Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Þá fór hún til Noregs til náms í Húsmæðra- kennaraskólanum í Stabekk. Eftir heimkomuna varð hún skólastjóri Kvennaskólans hér á Blönduósi árin 1937-’47, en árið 1948 varð hún kennari við ungl- ingaskólann á Blönduósi til árs- ins 1953 og síðar kennari við Kvennaskólann um langt árabil þar til hann var lagður niður ár- ið 1978. 5. september árið 1944 giftist Solveig Óskari Sövik rafvirkja- meistara frá Veblungsnesi í Noregi. Tók hún ættarnafn hans og kallaði sig Solveigu Krist- björgu Benediktsdóttur Sövik. Eignuðust þau eina dóttur, Ragnheiði Guðveigu, sem gift er Arnóri Gunnarssyni og eiga þau tvo syni, Óskar og Atla Gunnar. Auk kennslustarfa við skólana á Blönduósi sat Solveig lengi í skólanefndum skólanna, Solveig Kristbjörg Benediktsdóttir Sövik þar af í skólanefnd Kvennaskólans í 26 ár. Þau ár sem hún starfaði við Kvenna- skólann hafði hún djúpstæð áhrif á nemendur sína og lagði grundvöllinn að nýjungum í mat- argerð, geymslu matvæla og meðferð á hráefni. Árið 1954 kom út kennslubók í matreiðslu sem Solveig samdi í samstarfi við Halldóru Eggertsdóttur. Sú bók var um árabil kennslubók við Kvennaskólann og víðar um land, enda kom þar fram ým- islegt nýtt um næringarfræði- rannsóknir síðari ára. Auk þessara starfa kom Sol- veig að stofnun Tónlistarskólans á Blönduósi og starfaði þar í 10 ár, þar af í 7 ár sem skólastjóri. Sjálf kenndi hún á píanó og tók nemendur heim langt fram yfir sjötugt. Þá naut kirkjan þjónustu hennar við orgelið og kórstjórn í gömlu kirkjunni á Blönduósi um áratugaskeið. Auk þess spilaði hún við margar kirkjur í ná- grenninu. Þegar nýja kirkjan á Blönduósi var vígð árið 1993 lék Solveig á orgelið við upphaf vígslunnar. Solveig var þekkt fyrir að leika á hljóðfærið og stjórna kirkjusöng með hóg- værð og mildi. Hún starfaði með Kvenfélag- inu Vöku og var formaður þess um tíma. Hún átti sæti í stjórn Sambands austur-húnverskra kvenna og Sambands norð- lenskra kvenna. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fékk hún hinn 1. jan- úar árið 1973 fyrir störf sín að félags- og kennslumálum. Matargerð og tónlist voru hennar náðargjafir. Heimili hennar á Blönduósi var annálað fyrir einstakan mat, enda var mikill gestagangur þegar ætt- ingjarnir voru á ferð suður eða norður, þá var alltaf komið við á Blönduósi og þegnar veitingar. Við systurnar dvöldum þar oft langdvölum á sumrin og mér er í barnsminni að alltaf var Solveig komin út í matjurtagarðinn sinn áður en við vöknuðum. Hún var mikill brautryðjandi í matjurta- rækt, ræktaði ólýsanlega marg- ar tegundir af grænmeti, kart- öflur, rófur, gulrætur, næpur og hreðkur, hvítkál, grænkál og blómkál og salat auk ýmissa kryddtegunda eins og steinselju og dill. Svo var það rifsið, sól- berin og jarðarberin og meira að segja ræktaði hún um tíma belgjabaunir og stikkilsber. Allri þessari ræktun kynntist hún í Noregi. Hún elskaði garðinn og sum- arið var hennar tími, en á vet- urna var hún útivinnandi við kennslu og organistastörf. Þó Solveig hafi sjálfsagt alla ævi haft mikinn bókmenntáhuga fékk hún ekki næði til að njóta hans fyrr en síðustu árin. Hún las mikið ljóð, ævisögur, heim- speki og skáldsögur bæði á ís- lensku, ensku og norsku. Hún átti alla tíð einlæga trú og bað fyrir ættingjum sínum og fjölskyldu daglega. Solveig lést í hárri elli á Blönduósi hinn 29. júlí 2010. Ég minnist Solveigar föður- systur minnar á þessum tíma- mótum með virðingu og þökk. Einnig stendur kirkjan í þakk- arskuld við hana fyrir áratuga þjónustu við guðsþjónustur á helgum og hátíðum. Guð blessi minningu heiður- skonunnar Solveigar Krist- bjargar Benedikstsdóttur Sö- vik. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum. Snæbjörn Ásgeirsson, föður- bróðir okkar, er látinn, 81 árs að aldri. Hann varð síðastur systkina sinna að kveðja þetta jarðlíf, yngstur barna Ásgeirs Guðnasonar, kaupmanns og út- gerðarmanns á Flateyri við Önundarfjörð, og konu hans Jensínu Hildar Eiríksdóttur. Þau eignuðust ellefu börn og náðu átta þeirra fullorðins- aldri. Snæbjörn varð sá eini þeirra til að ná níræðisaldri. Snæbjörn var svona frændi með stóru F, einhvern veginn nálægt okkur alla tíð. Hér áður fyrr, þegar mæður voru gjarn- an heimavinnandi húsmæður, kom hann stundum við heima og drakk morgunkaffi með móður okkar og vinkonum hennar úr götunni, þá ómaði hláturinn um húsið því alltaf var líflegt þar sem Snæbjörn var. Í seinni tíð var hann orð- inn nokkurs konar upplýsinga- veita um frændgarðinn. Hann var tölvutengdur og í góðu sambandi við vini og ættingja og hafði mikla ánægju af því að miðla fréttum af frændfólki sínu, einkum fréttum af vel- gengni þess eða afrekum. Hann var virkur á fésbókinni og var duglegur að miðla þar myndum og sögum, hvort sem það var „að heiman“ frá Flat- eyri eða af Seltjarnarnesinu þar sem hann bjó alla tíð eftir Snæbjörn Ásgeirsson ✝ Snæbjörn Ás-geirsson fram- kvæmdastjóri fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 27. apríl 1931. Hann andaðist á heimili sínu 9. des- ember 2012. Snæbjörn var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 8. desember 2012. að hann flutti ung- ur suður. Upplýs- ingamiðlunin var hans líf og yndi nú í seinni tíð og veitti honum og þeim sem nutu mikla ánægju. Ekki er hægt að minnast Snæ- björns án þess að minnast konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur eða Gunnu eins og við þekktum hana. Þau voru mjög samrýmd og gjarnan nefnd saman, Gunna og Snæ- björn. Þau byggðu sér hús á Seltjarnarnesi, í hennar heima- högum, sem þau nefndu Ný- lendu og varð síðar að Lind- arbraut númer 29 og bjuggu þar æ síðan. Þar ólu þau upp börn sín þrjú og áttu þau og afkomendur þeirra þar víst skjól. Gunna lést í ársbyrjun 2011 og varð öllum sem hana þekktu harmdauði, ekki síst frænda okkar Snæbirni. En eftir stendur góð minning um þau hjón bæði. Einkum er í fersku minni sérlega vel heppnað niðjamót haldið heima á Flateyri sumarið 2010 og áttu þau hjón þar stóran hlut að máli. Við sendum frændsystkinum okkar, þeim Bryndísi Hildi, Jóni og Ásgeiri og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur Oddur, Hildur, Halldór og Ásgeir Katrínar- og Eiríks- börn og fjölskyldur þeirra. Oddur Eiríksson. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér, elsku Snæbjörn. Ég var ekki há í loftinu þeg- ar ég fór að koma til ykkar Gunnu í Nýlendu með henni Guðrúnu barnabarninu ykkar. Þið voruð náttúrlega með þennan æðislega garð sem á þeim tíma var svo rosalega stór í augum okkar að þetta var eins og risaleikvöllur og ég tala nú ekki um kofann í garð- inum sem við vinkonurnar lék- um okkur í. Einnig er það of- arlega í minningunni, þegar maður fer að rifja upp gamla tíma, þegar við Guðrún fengum að fara í sparistofuna að hlusta á plöturnar sem þið Gunna átt- uð. Það var alveg hreint ynd- islegt að koma til ykkar hjóna og alltaf leið manni vel. Þú hafðir alltaf skemmtilegar sög- ur að segja manni og ekki vantaði húmorinn í þig sem gerði þetta allt saman miklu miklu skemmtilegra. Núna í seinni tíð hitti ég þig alltaf reglulega og alltaf var faðm- lagið þitt jafn notalegt, var líka rosalega gaman að fylgjast með þér á Facebook þar sem þú varst virkur og maður fékk skemmtilegar kveðjur frá þér. Elsku Snæbjörn minn, þín verður sárt saknað en minn- ingin um góðan og yndislegan mann mun lifa með mér og öll- um sem fengu þann heiður að kynnast þér. Ég votta fjölskyldunni þinni mína dýpstu samúð og megi guð veita þeim góðan styrk í gegnum þennan erfiða tíma. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Helga Sólveig Aðalsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.