Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt sjálfsagt sé að taka hlutina alvar- lega er óþarfi að vera svo stífur að geta ekki brosað út í annað, þegar svo ber undir. Ekki hafna hjálp sem þér er boðin. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér er allt mögulegt ef þú hefur brenn- andi áhuga. Leitaðu ráða hjá þér reyndari mönnum, ef einhver efi leynist í brjósti þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver platar tvíburann hugs- anlega í dag. En þú veist hvernig þú ert. Farðu ekki út fyrir þau mörk sem þú settir þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef aðstæður valda þér óþægindum skaltu endilega endurskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynseminni. Ef tiltekin fjár- útlát valda þér hugarangri, er best að láta þau eiga sig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ferðaáætlanir þínar virðast óraunhæfar þar sem þú virðist hreinlega ekki hafa efni á að fara þangað sem þú hafðir hugsað þér. Sýndu mildi og mýkt og gakktu úr skugga um hvað aðrir vilja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur verið ein/n á báti of lengi og ættir að finna þér félagsskap við fyrsta tæki- færi. Notaðu tækifærið til að eignast nýja vini, eða jafnvel nýja elskhuga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ferðaáform sem virtust möguleg fyrir fá- einum dögum virðast núna óframkvæmanleg. Leggðu þig fram um að ná samkomulagi og hafðu forystu þar um, ef með þarf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ýmis tækifæri standa þér opin í fjármálum en farðu gætilega og þú skalt forð- ast alla óþarfa áhættu. Brjóttu odd af oflæti þínu og farðu eftir góðum ráðum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu hreinskilin/n! Ertu enn að bíða eftir einhverjum sem getur ekki skuld- bundið sig. Mundu að útlit þitt sendir ákveðin skilaboð út í umhverfið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er allt í lagi að taka tilfinning- arnar með í reikninginn en útkoman getur reynst afleit ef þær eru einar um hituna. Ein- hver gæti gefið þér gjöf eða gert þér greiða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nánustu sambönd þín ættu að ganga vel. Með því að einbeita þér að því sem mestu máli skiptir öðlast þú auka orku. Gefðu þér tíma til að rækta sjálfa/n þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er góður dagur til viðskipta en þið ættuð þó að gæta þess að ofmeta ekki hæfni ykkar. Leggðu þig allan/n fram og þá mun framlag þitt verða mikils metið. Kátt er á jólunum, koma þau senn, – þá munu upp líta Gilsbakkamenn, upp munu þeir líta og undra það mest, úti sjá þeir stúlku og blesóttan hest. Í tímaritinu Huld, sem út kom á síðasta áratug 19. aldar, segir um kvæði þetta, að úr því kunni margir enn heila kafla, meira og minna, um land allt, og er haft sem vöggu- kvæði, enda segi svo í eptirmála við eina uppskriptina: „Fylgir sá krapt- ur kvæði þessu, að varla er svo rell- ótt barn, að ekki huggist það og hlýði á með mesta athygli, ef það er kveðið við það af sönglærðum manni og eptir rjettum söng- reglum.“ Ég veit dæmi þess, að enn í dag hefur sá siður haldist í fjöl- skyldum að Gilsbakkaþula sé sung- in á jólum, – og er þá áhersla lögð á, að hana verði að syngja undir réttu lagi! Það hafa margir spreytt sig á að yrkja um jólin og sumir hafa fyrir sið að láta nýja vísu fylgja jólakort- um ár hvert. Sigurður Sigurðsson dýralæknir yrkir: Gleðilega og góða tíð gefi oss á jólunum hann sem ávallt ár og síð endaveltir pólunum. Eins og flestir vita er Sigurður mikill kvæðamaður, kann ótal stemmur og kveður þær á góðum stundum. Um fjögurra vetra dótt- urson sinn yrkir hann og fellur línuskipting orðanna vafalaust að hljómfalli og hrynjandi stemm- unnar: Litli Dagur, litli Dagur ljós og fagur logar af kæti, logar af kæti, léttur á fæti sínum, enginn betri, enginn betri er á setrum mínum. Stephan G. Stephansson orti jóla- vísu til föður dáins drengs: Þó að jóla fró og frið fjörs og lífs við höfum þeir munu búa betra við sem blunda niðrí gröfum. Og að síðustu fylgir Jólavísa Jóns Þorsteinssonar á Arnarvatni með jólakveðjum til lesenda Vísnahorns: Nei, hér er þá dálítil hjörð á beit og hjarðsveinn á aldri vænum. – Í hverri einustu Íslands sveit og afkima fram með sænum nú stendur hún jólastundin há með stjörnuna yfir bænum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þá munu upp líta Gilsbakkamenn Í klípu „ÞAÐ GERÐIST SVO HRATT. SEM BETUR FER TÓK EINHVER ÞAÐ UPP OG SETTI Á YOUTUBE.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „PAVEL, „KLESST’ANN“ ER BARA EITTHVAÐ SEM FÓLK SEGIR ÁÐUR EN ÞAÐ HEILSAST MEÐ LOKUÐUM HNEFUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann flýgur til þín yfir hátíðirnar. KOMUFARÞEGAR ÞETTA LYKTAR VEL! HVAÐ ER SVO Í EFTIRRÉTT? ÉG BLANDAÐI EFTIR- RÉTTINUM SAMAN VIÐ AÐALRÉTTINN! ÉG SPARA HELLINGS TÍMA ÞANNIG. Víkverji keypti pylsu úr lúgu á föstu-daginn var. „Góða helgi, og gleði- lega hátíð,“ sagði ungur afgreiðslu- maður hress í bragði og bætti svo við: „Svona ef þú skyldir ekki halda jól.“ Pylsan var góð. Með beikoni. x x x Saga jólanna er mjög áhugaverð.Fornrómverskir heiðingjar héldu Satúrnalíu, einskonar lögleysuhátíð, sem stóð í eina viku og lauk 25. desem- ber. Kristin jól, sem yfirtóku síðar Sat- úrnalíu, geta rakið sögu sína til 4. ald- ar, en tóku ekki að líkjast núverandi jólum fyrr en á 19. öld. Sá siður að gefa gjafir er rakinn til Satúrnalíu en notk- un sígrænna trjáa er að finna í til dæmis þýskri og norrænni heiðni, og er fyrst tengdur kristnum jólum í Þýskalandi á 16. öld. Orðið „jól“ er svo auðvitað gam- algróið nafn á vetrarsólstöðuhátíð ása- trúarfólks sem er oft haldin 21. desem- ber, og úr þeirri hátíð fáum við til dæmis veisluhöldin, góða matinn og söngvana. x x x En það eru fleiri hátíðir í desember.Bodhi-dagur Búddatrúarfólks var 8. þessa mánaðar. Í Bandaríkjunum fagna afkomendur Afríkubúa Kwan- zee-hátíðinni 26. desember til 1. janúar og gyðingar héldu ljósahátíð sína 8.-16. desember. Ramadam múslima var þetta árið í júlí, eftir því sem Víkverji kemst næst, og verður næst um jólaleytið árið 2030. Hins vegar er Zartosht no-diso-dagur zaraþústratrúaðra þann 26. desember. x x x Og svo eru það þeir sem halda enginjól. Á Íslandi eru til dæmis fjöl- margir vottar Jehóva, sem fagna ekki afmælum dauðlegra manna. Þeir benda líka á að nær útilokað sé að Jesú hafi fæðst í desember. Þeir sem iðka svo enga trú líta flest- ir á jólin sem fjölskylduhátíð en þó þekkist að þeir láti þau framhjá sér fara. x x x Í ljósi alls þessa óskar Víkverji þess aðþú, lesandi góður, hafir það náðugt í kvöld, vonandi í faðmi ástvina með góð- an mat á borðum, hvort sem þú heldur hátíð eður ei. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín, þess vegna vona ég á hann. (Harmljóðin 3:24)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.