Alþýðublaðið - 16.05.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1924, Blaðsíða 3
ALÞTBUILA^IB •C Á sumarfflálura. Eftir Jön Pórðarson. Nú enn þá vekur vorið mína önd og vetrarins af henni leysir bönd, og þegar eygló þíðir klakahjarn, — vlð það jeg gleð mlg enn í hug sem barn. Og þegar lít ég blessuð blómin fríð, er bráðum fara’ að skreyta dal og hlíð, ég nýt þat yndis enn þá bezt hjá þeim af öllu, sem á skylt við þennan heim. Ég sé, að guð í blómi hverju býr; þar birtist mér háns ímynd, hetg og dýr, og þegar sólln reiíar rósarblað, hún ritar aílra skýrast tákn um það. á I>ar nem ég heilagt náttúrunaar mál, sem nærir bezc og styrkir íÉtna sái. Þar er mér líka leyft áð skilja’ og sjá, hvar lífið jigr&st dauðans valdi á. Og fyrst þá jurt, sem kól und klaka’ í haust, fram kallar enn til Kfsins hulin raust, hví ®r þá, maðurl völt og veik þín trú, þó vegi drottins ekki skiljir þú? Ei orkar mannleg máht og tignarhrós frá moid að reisa eina minstu rós. * í>eir eru sjálfir veik og viðkvæm strá, er vorsins yiinn hljóta iíka' að þrá. í djúpri lotning lýt ég krafti þeim, ér Ijósa vo;rið færlr til vor heim, sem yfir landið leggur mjúkan arm og lætur v*rmast sórhvern kaldan barm. aprll s. I. rak Max’ne hnéð í, og flísaðist þá út úr því án þess, að hún (yndi nokkuð tii. Það er þeasi flís, sem reyndist steinn við rannsókn og jók á undrun læknanna. (Poi.) Frá Danmörku. (Tilkynning írá sendiherra Dana) Ab því, er segir í símskeyti frá Thorshavn, heflr að eins einn noaður verið boðinn fram til fóikaþingsmanns fyrir Færeyjar, nefnilega Samuelsen, sem verið heflr fólksþingsmaður áður. Er hann þannig sjáifkjörinn. Samuel- sen telst til -lambandBflokksins færeyska og fyliir flokk vinstri- manna í ríkisþh ginu. Heilsufræðing; fund er ákveðib að halda í Kaupmannahöfn í vor og hefst 1. júní og stendur í 6 vikur. Er til fundar þessa stofnað af heilbrigðism alanefnd alþjóða- sambandsins, og taka þátt í honum 27 kunnir fulltrúar frá flestum sambandsríkjum alþjóðasambands- ins og að auki frá Bandaríkjum Norður Ameríku, í'ýzkalandi og Rússlandi. Aðalraálin, sem rædd verða á þessu þingi, eru þau heil- brigðisraái, sem Danir hafa látið sig miklu akifta og látið eitthvað sórstakt eftir sig liggja, nfl. barkla- veikismál, meðferð krabbameins, sárasóttar og barnaveiki, sjúkra- sjóðamál, alþjóða >standardisering< á serum og enn fremur heilhrigð- ismál i skólum og meðal verka- fólks. Edgar Rice Burroughs: Tarzan og gimsteinar Ops r-borgap. Dýrin, sem hann sá fyrir framan si; >•, þekti hann; — það voru karlar og konur og stórt l; ón. Karlarnir og konurnar voru á flótta Ljónið stóð i, skrokki eins, er hafði skort gœfu til undanlcomu. Það var i miðju hofinu. Beínt fram undan Tarzan stóð stúlka bak við stein. Ofan á steininum lá mabur endilangur. Tarzan sá, að Ijónið glápti græðgislega á þessar tvær manneskjur. Ljónið rak upp annað öskur. Stúlkan veinaði og féll i öngviti yfir manninn á steininum. Ljónið stó fram fá fet og bjó sig til stöklcs. Brúskur- inn á skotti þess tifaði ákaft. Það ætlaði að stökkva, en sá þá Tarzan. Werper, sem lá hjálparvana á blótstallinúm, sá ljónið búa sig til stökks; hann sá það alt i einu beina augun* um yfir stallinn á eitthvað handan við hann, sem hann ekki sá! Dýrið reis upp á afturfæturnar. Yera stökk fram hjá Werper; hann sá sterklegan handlegg hefja upp spjót mikið og skjóta þvi á kaf i brjóst ljónsins. Hann sá ljónið glefsa og rífa i spjótið; hann sá, sér til mestu undrunar, nakinn risa stökkva á bak dýrsins með stóran hníf að vopni, Ljónið snóri gegn þessum andstæðingi. Það urraði ákafiega. Maðurinn svarabi i sama tón, og varð Belginn þá enn hissa. Tarzan vék sór snarlega undan k.óm ljónsins, og stökk á bak þess; handlegginum tól. hann um háls þess og beit i bakið; hinn mikli köttur öskraði, stökk, hristi sig og lirauzt um til þess að losns við fjanda þennan, en ekcert dugði, enda sökk hnifurinn hvað eftir annað á kif i síðu þess og dró úr mætti þess. Meðan bardaj inn stóð, raknaði La við; hún stóð sem steini lostin yfi,' fórnarlambi slnu og horiði á aðfarirnar. Það virtist óhugsandi, að mannleg vera gæti i návig-i boöið konungi dýranna birginn með einan hníf að vopni, en þetta sá hún samt gerast. Loksins hitti Tarzan hjarta dýrsins. Ljónið titraði, valt á hliðina og teygði úr sér. Það var dautt. Sigur- vegarinn stökk á fætur, stó fæti á háls ljónsins, leit til himins og rak upp svo ógurlegt öskur, að hrollur fór um bæði Werper og La. Apamaðurinn snóri sér við og Werper sá, að það var sami maðurinn og hann hafði skilið dauðan eftir i fjárhirzlunni. BBmfflaaBaataBfflHBmHEB *Sonir Tarzaas“ kostar 3 kr. á lakari pappír, 4 kr. á betri. DragiÖ el.-ki aö kaupa beztu sögurnar! BBBBB BBBBBBBBBBBBE1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.