Morgunblaðið - 21.01.2013, Side 18

Morgunblaðið - 21.01.2013, Side 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013 ✝ Sigrún Stef-ánsdóttir fæddist hinn 11. ágúst 1917 í Ytri- Látravík í Eyr- arsveit, Snæfells- nesi, hún andaðist á Höfða, dvalar- og hjúkrunarheim- ili, 6. janúar 2013. Foreldrar hennar voru Kristín Sig- urðardóttir frá Ytri-Látravík í Eyrarsveit f. 9. október 1894, d. 29. ágúst 1966 og Stefán Ólafur Bach- mann frá Nýlendu í Fróð- árhreppi, f. 16. janúar 1891, d. 20. febrúar 1964. Sigrún átti 10 systkin, þau eru: 1. Karl Bachmann f. 25. nóvember 1918, d. 1. júní 1973, 2. Lúðvík Vilhelm, f. 17. sept- ember 1920, d. 11. september 1940, 3. Unnur, f. 23. júní 1922, d. 14. júlí 2009, 4. Sig- urður, f. 24. desember 1923, d. 16. apríl 1977, 5. Ingveldur, f. 14. október 1925, d. 31. janúar 2002, 6. Jón, f. 10. nóvember 1926, d. 18. ágúst 2010, 7. Laufey, f. 04. janúar 1928, 8. Hallfríður, f. 26. febrúar 1930, d. 1. október 2002, 9. Reimar, A. Sigrún, f. 11. júní 1973, maki Björn Knútsson, börn þeirra eru Eygló María, f. 29. september 1995, Róbert, f. 31. ágúst 2004, og Aldís Anna, f. 2. apríl 2007. B. Sigurþór, f. 7. júlí 1975, maki Júlíana Viðars- dóttir, börn þeirra eru Hrafn- hildur Steinunn, f. 2. nóv- ember 1996, Þorgils, f. 16. júlí 2002, og Viðar, f. 25. júní 2006. C. Anna Þóra, f. 27. maí 1981, maki Andri Lindberg Karvelsson, dætur þeirra eru Íris Embla, f. 18. febrúar 2007, og Aníta Rut, f. 20. október 2010. Foreldrar Sigrúnar bjuggu á Hrísum í Fróðárhreppi og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Sigrún fór að heiman haustið 1936, vann sem kaupakona og fór í vist, eins og ungar stúlkur gerðu á hennar aldri. Til Akraness kom hún 1939, þar kynntist hún eiginmanni sínum. Sigrún og Tómas hófu sinn búskap í Sandvík við Vesturgötu, en byggðu síðar hús við Stillholt 5. Árið 1981 fluttu þau á Garðabraut 10 en í árslok 1999 fluttu þau svo á Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili. Sigrún var einstaklega myndarleg húsmóðir og mjög mikil handavinnukona og liggur eft- ir hana mikið af fallegri handavinnu. Sigrún verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 21. janúar kl. 14. f. 26. febrúar 1932, 10. Erla, f. 10. október 1937. Sigrún giftist 4. apríl 1942 Tómasi Jónssyni, f. 1. apríl 1916 d. 19. nóv- ember 2006 frá Vatnsholti í Stað- arsveit, foreldrar Jón Pétursson og Guðrún Jóhann- esdóttir. Tómas flutti til Akraness ásamt for- eldrum sínum 1920. Dætur Tómasar og Sigrúnar eru: 1. Kristín, f. 17. desember 1941, d. 17. apríl 2006, maki Hallmundur Andrésson, f. 24. apríl 1946, d. 6. janúar 2012. Sonur Kristínar er Tómas Rúnar Andrésson, f. 5. maí 1959. Börn Kristínar og Hall- mundar eru: A. Margrét Hrönn, f. 4. september 1973, maki Guðmundur Birgir Smárason. Börn þeirra eru Tómas Smári, f. 24. apríl 1995, Guðbjartur Daníel, f. 18. sept- ember 1998 og Kristín Ósk, f. 29. apríl 2003 B. Andrés Heið- ar, f. 1. febrúar 1977. 2. Eygló, f. 9. júní 1951, maki Þorgils Sigurþórsson. Börn þeirra eru Elsku mamma mín, nú hefur þú fengið hvíldina og ég veit að pabbi og Dídí systir hafa beðið þín við ströndina hinum megin. Það er erfiðara en orð fá lýst að skrifa minningargrein um þig, elskulega móðir mín. Minn- ingarnar hrannast upp, svo margs er að minnast. Efst í huga mér er hjarta- hlýja þín og þolinmæði. Betri móður og vinkonu er ekki hægt að hugsa sér. Þú kenndir mér það sem mest er um vert í líf- inu. Þú kenndir mér að vera vönd að virðingu minni, vera samviskusöm og standa mig í hvívetna í lífinu. Þú kenndir mér að sauma og prjóna, þú varst mikil handavinnukona og húsmóðir. Þú varst mikil fjölskyldukona og samband ykkar pabba var alveg einstakt, mikil virðing og ástúð ykkar á milli. Ég átti yndisleg uppvaxtarár, þú varst stoð mín og stytta alla tíð og ég gat alltaf leitað til þín, þú varst svo úrræðagóð og gafst mér svo góð ráð ef ég þurfti á að halda. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Að lokum vil ég þakka þér, mamma mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og bið al- góðan góðan Guð að varðveita þig. Hvíl þú í friði. Þín dóttir. Eygló Tómasdóttir. Elsku amma Sigrún er látin 95 ára. Sorg er í hjarta en fyrst og fremst þakklæti fyrir ynd- islega ömmu sem ég fékk að hafa í mínu lífi svona lengi. Minningarnar hafa hellst yfir mig og þær ylja mér um hjarta- ræturnar. Amma var stór per- sóna sem ég leit alla tíð mikið upp til. Hún var hæglát og ljúf en undir niðri var hún staðföst og ákveðin og hún sagði við mig einu sinni: „Þótt ég hafi ekki hátt þá fæ ég mínu framgengt.“ Amma var mikil húsmóðir og hannyrðakona og þegar maður kom upp á Skaga svignuðu borð af kræsingum. Amma ólst upp í stórum hópi systkina þar sem eflaust var ekki mikið að bíta og brenna. Hún talaði oft um það hvað við værum heppin að hafa nóg og það hefur örugglega skýrt þörf hennar á að fæða okkur barnabörnin stöðugt. Amma var líka glæsi- leg kona allt sitt líf, alltaf vel tilhöfð í pilsi og á hælum, dama fram í fingurgóma. Amma vissi alltaf þegar ég var að koma í heimsókn, ég gat aldrei komið henni á óvart. Ég undraðist þetta mikið og að lok- um spurði ég hana hvernig hún vissi þetta alltaf. „Ég bara veit það,“ svaraði amma. Að lokum, eftir ítrekaðar spurningar af minni hálfu um þessa undar- legu hæfileika, sagði hún mér að sig hefði alla tíð dreymt konu sem segði sér ýmislegt og gestakomur voru eitt af því. Annars talaði hún ekki mikið um þetta og ég er viss um að amma vissi ýmislegt sem hún talaði ekki um. Þannig var amma. Amma og afi voru samhent hjón og þau eignuðust tvær dætur, Kristínu, móður mína, og Eygló, auk þess sem þau ólu upp Tómas Rúnar, bróður minn. Það var því mikið áfall fyrir elsku ömmu þegar móðir mín lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og síðar það sama ár lést afi, sem hafði verið henni samferða í lífinu í yfir 70 ár. Eftir að þau létust fannst mér eins og lífsneistinn hefði dofn- að, en við fengum að hafa hana hjá okkur í sjö ár í viðbót. Hinn 6. janúar var ferðalagi hennar hér lokið og hún hélt á nýjan stað. Ég veit að þegar hún vaknaði þar voru afi og mamma hjá henni og það er gott til þess að hugsa að þau eru öll saman og bíða okkar þegar okkar ferð er lokið. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Margrét Hrönn Hallmundsdóttir. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt amma mín. Kveðja, Tómas Rúnar. Elsku langamma mín, nú kveð ég þig með söknuði og varðveiti allar þær yndislegu minningar sem ég á um þig í hjarta mínu. Þú ert komin á betri stað núna. Afi Tommi hefur beðið eftir þér í langan tíma og hefur eflaust tekið fagnandi á móti þér. Ég veit að þú ert ham- ingjusöm þar sem þú ert nið- urkomin og vakir yfir okkur öll- um. Þegar ég hugsa um þig hlýn- ar mér innan frá og brosi út að eyrum. Ég mun aldrei gleyma röddinni þinni og hlýjunni sem streymdi frá þér þegar þú tókst á móti mér og faðmaðir mig þegar ég kom í heimsóknir til ykkar afa á Höfða. Þú tókst alltaf vel á móti mér og bauðst mér inn. Ég settist niður við borðið hjá glugganum, þú tókst upp spilastokkinn og við skemmtum okkur konung- lega. Þá birtist afi með skálina Aðalheiði og leyfði mér að velja sleikipinna og þú brostir til mín. Ég dáðist alltaf að fallega bros- inu þínu og ljómandi bláu aug- unum þínum. Síðustu árin þín voru erfið, þú varst búin að lifa lengi, lík- aminn orðinn þreyttur. En samt kom alltaf ljómi á andlit þitt þegar ég kom til þín. Þá kyssti ég þig og strauk á þér kinnina og þú sagðir þá: „Nei, elskan mín, ert þetta þú.“ Amma, ég fékk að hafa þig lengi hjá mér og er þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast þér. Farðu vel með þig í himna- ríkinu. Ég veit að þegar minn tími er kominn verður þú þar til að taka á móti mér og ég fæ að sjá ljómann af brosi þínu aftur. Ég elska þig, elsku langamma mín. Hvíldu í friði, Guð vaki yfir þér. Hrafnhildur. Á kveðjustundu minnumst við elskulegrar ömmu okkar með mikilli hlýju og þakklæti fyrir allar þær ánægjustundir sem við höfum átt með henni í gegnum tíðina. Söknuðurinn er mikill en eftir sitja margar góð- ar minningar sem munu lifa um ókomna tíð. Amma var einstaklega lagleg kona, með geislandi bros og glampa í augum sem leiddi af sér sanna gleði sem breiddist út til annarra. Hún var alltaf svo fín og snyrtileg til fara, í fal- legum fötum, með langar lakk- aðar neglur og hárið fullkomið. Hún var mikil listakona í hönd- unum og einstaklega myndarleg húsmóðir og eiginkona. Hún lagði mikinn metnað í að halda heimilinu fallegu. Allt var svo tandurhreint og snyrtilega gengið frá öllu. Hún var af- skaplega heimakær og hafði mikla unun af því að aðhafast eitthvað í eldhúsinu eða sitja með handavinnu. Á „Garðó“, eins og við systk- inin kölluðum það, var alltaf svo gott að koma og vera hjá ömmu og afa. Þau voru afar samheldin hjón og virtust lifa hvort fyrir annað. Frá þeim stafaði mikil hlýja og þau höfðu bæði mjög góða nærveru. Við systkinin sóttum mikið í að vera hjá þeim og var ávallt tekið á móti okkur með opnum örmum og brosi á vör. Amma var iðulega búin að elda góðan mat eða baka eitt- hvað gómsætt en eitt af því sem allir muna eftir, og hún gerði svo vel, var heimagerða kæfan ásamt heimabökuðu hveitikök- unum sem klikkuðu aldrei. Amma varð fyrir miklu áfalli þegar móðursystir okkar og afi dóu bæði árið 2006. Árin á eftir reyndust henni erfið, hún hafði misst svo mikið. Smám saman fór bæði andlegri og líkamlegri heilsu hennar að hraka sem tók bæði á hana og okkur ætt- ingjana. Það er ávallt sárt að missa ástvin en þó líður okkur betur að vita af því að nú er hún laus við þá andlegu vanlíð- an og líkamlegu verki sem hafa hrjáð hana síðustu ár. Við trú- um því að nú líði henni betur, sé komin á fallegan stað þar sem afi, Dídí frænka, foreldrar hennar og systkini taka vel á móti henni. Við vitum að þau eiga eftir að vaka yfir okkur og vernda um ókomna tíð. Á end- anum munum við síðan hittast á ný. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth) Guð blessi og varðveiti Sig- rúnu ömmu okkar. Sigrún, Sigurþór og Anna Þóra ömmubörn. Sigrún Stefánsdóttir Nýverið las ég bókina Ís- landsveður eftir Sigurð. Þ. Ragnarsson og Hólmfríði Þór- isdóttur sem kom út hjá Veröld árið 2009. Mig lang- ar að gera smá- athugasemd vegna eftirfar- andi orða á blaðsíðu 272: „Öll vitum við að jörðin snýst og það hefur afdrifarík áhrif á loftið eða vindinn eins og réttara er að kalla það. Þrýstikerfin ná yfir miklu stærra svæði en læk- urinn í landslaginu. Vind- urinn leggur af stað frá hæð- inni í átt að lægðinni en lendir svo í því að jörðin snýst á meðan og þar með er lægðarmiðjan ekki lengur á sama stað og hún var þegar loftið lagði af stað.“ Hér ber þess að geta að vindur merkir hér loft á hreyfingu. Einnig stendur orðrétt: „Vindurinn leggur af stað frá hæðinni í átt að lægð- inni.“ Í reynd er það sjálft loftið sem er að fara frá hæðinni að lægðinni og síðan segir: „… en lendir svo í því að jörðin snýst á meðan og þar með er lægðarmiðjan ekki á sama stað og hún var þegar loftið lagði af stað.“ Hér skiptir öllu máli hvað er átt við með orðinu „stað“ og í því sambandi þarf að út- skýra hugtakið viðmið- unarkerfi. Hvað er hér átt við með orðinu viðmið- unarkerfi? Í mjög stuttu máli merkir viðmiðunarkerfi það hvernig staða, hraði og hröðun eins kerfis er gagn- vart öðrum kerfum. Tökum dæmi af lest sem er á ákveðnum hraða miðað við jörðina. Farþegi sem situr á sama stað í lestinni er á ferð ef miðað er við jörðina og því miðað við hana ætíð á mismunandi stað. Nú tekur maðurinn upp á því að ganga fram eftir lestinni, er þá hraði hans miðað við jörð samanlagður gönguhraði hans í lestinni og hraði lest- arinnar. Hér er lestin eitt viðmiðunarkerfi en jörðin annað. Eitt annað dæmi um viðmiðunarkerfi er jörðin. Jörðin sem snýst einn hring á sólarhring um möndul sinn er eitt viðmiðunarkerfi. Ann- að væri hnöttur alveg eins og jörðin, sem færi eins og jörðin um himingeiminn, nema sá hnöttur snýst ekki um möndul sinn. Þetta við- miðunarkerfi nefnum við geimviðmið. Sem dæmi er staðsetning Reykjavíkur í geimviðmiði á ákveðnum stað kl. 18, 3. janúar 2013 en Reykjavík er 800 kílómetr- um (15 gráður austar eftir 60 gráður norður) kl. 19, 3. janúar 2013, þótt miðað við jörðina sé Reykjavík ætíð á sama stað. Þannig getur lægð verið á sama stað mið- að við jörðina en ómögulega verið á sama stað í geim- viðmiði. Hér skiptir öllu máli hvort viðmiðunarkerfið sem átt er við er jörðin eða geim- urinn. Þegar eitt miðvið- unarkerfi snýst með jöfnum hornhraða (horngráða eða radían á sekúndu) um sjálft sig og einhver hlutur í því við- miðunarkerfi fer á hreyfingu gagnvart því verkar á þann hlut kraftur. Við lítum nú á eitt dæmi þessu til skýringar og tökum dæmi af manni sem stendur á norð- urpól og kastar steini til suðurs eftir 0-lengdarbaugnum. Hann veitir því eftirtekt að steinninn sveigir ferð sína til vesturs, leiðir því fyrir vest- an 0-lengdarbauginn og ályktar sem svo að einhver kraftur hljóti að verka á steininn sem fær hann til að sveigjast á ferð sinn til vest- urs. Viðmiðunarkerfi hans er jörðin. Nú er geimfari um borð í geimskipi í geimnum þannig staðsettur að hann sér vel norðurpólinn og sér þá manninn á norðurpólnum kasta steininum til suðurs og hann tekur eftir því að steinninn sveigir ekkert af leið heldur heldur áfram eft- ir beinni línu miðað við sitt viðmiðunarkerfi (geim- viðmið) en einnig veitir hann því eftirtekt að á meðan steinninn fer eftir beinni línu snýst jörðin rangsælis (til austurs miðað við jörðina) þannig að steinninn lendir vestan við 0-lengdarbauginn. Þessi kraftur nefnist svig- kraftur og krafturinn sem verkar á hverja massaein- ingu samkvæmt öðru lögmáli Newtons sem nefnist svig- hröðun. Svighröðunin veldur því að allt sem hreyfist á norðurhveli jarðar fær hröð- un til hægri miðað við hraða- stefnu þannig að loft sem fer inn að lægð sveigist til hægri og loft snýst þá rangsælis um lægðir en réttsælis um hæðir séð á veðurkortum af norðurhveli jarðar. Önnur rangfærsla er í bókinni, neð- ar á sömu síðu (bls. 272): „Þetta er sama ferlið og við sjáum þegar við hleypum vatni niður um niðurfallið í baðinu og í lokin sjáum við vatnið snúast réttsælis um- hverfis niðurfallið. Þetta stafar af því að baðkarið er á snúningi með jörðinni en vatnið er hins vegar ekki fast á jörðinni heldur „liggur ofan á“ henni.. Ef svighröðun er hér að verki getur snúningur vatns ekki verið réttsælis heldur rangsælis. Þegar vatn eða loft sogast inn að ein- hverjum punkti sveigist það til hægri á norðurhveli jarð- ar þannig að snúningur vatnsins er þá rangsælis um- hverfis niðurfallið í þessu dæmi þegar horft er ofan á niðurfallið í baðinu. Athugasemd við bókina Íslandsveður Eftir Sverri Jensson Sverrir Jensson » Gerð er at- hugasemd við hutakið svighröðun sem er mikilvægur þáttur í straumi lofts umhverfis lægðir og hæðir eins og það er farið með í bókinni Höfundur er veðurfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.