Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29 Fyrir 4 1 msk kókosolía 1 laukur, saxaður gróft 2 hvítlauksgeirar, saxaðir gróft 2 g ferskt engifer, saxað smátt 1/2 msk cumin (ekki kúmen) 1 msk coriander 1 tsk kanill 1 tsk negull 250 g tómatar, saxaðir gróft 450 g sætar kartöflur, saxaðar gróft 1 stór gulrót, söxuð gróft 750 ml vatn 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt) 1 gerlaus grænmetisteningur 20 g cashew hnetur, þurrristaðar á pönnu 1 tsk cayenne pipar (má sleppa) 1 msk hnetusmjör (hreint og án við- bætts sykurs) Nokkur corianderlauf (má sleppa) Aðferð Afhýðið laukinn, hvítlauk- inn, engiferið, gulræturnar og sætu kartöflurnar og saxið allt gróft. Saxið tómatana einnig gróft. Hitið kókosolíuna í stórum potti. Hitið laukinn í um 7 mínútur eða þang- að til hann er orðinn mjúkur. Ef vantar meiri vökva á pönnuna, notið þá svo- lítið vatn. Bætið hvítlauk, engiferi, cumin, coriander, kanil og negul saman við. Bætið tómötunum, sætu kartöflun- um og gulrótinni saman við. Hitið í um 5 mínútur. Hellið 750 ml af vatni út í pottinn ásamt grænmetisteningnum. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í um 30 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt. Takið súpuna af hellunni og látið kólna í nokkrar mínútur. Á meðan skuluð þið hita pönnu (án olíu) og þurrrista hneturnar í um 2 mínútur. Hellið súpunni í matvinnsluvél ásamt þurrristuðu hnetunum og hnetusmjörinu og blandið þangað til allt er orðið vel maukað. Áferðin fer eftir smekk ykkar þ.e. ef þið viljið hafa grænmetisbita í súpunni getið þið blandað hana skemur en maukið leng- ur fyrir mýkri áferð. Einnig má nota töfrasprota eða blandara. Hellið súpunni nú í pottinn og hitið vel. Saltið og piprið eftir smekk. Dreifið nokkrum corianderlaufum yfir súpuna áður en hún er borin fram. Súpan er ennþá betri daginn eftir. Frysta má súpuna og hita upp síðar. Nota má ósaltaðar jarðhnetur í staðinn fyrir cashewhnetur. Ef þið eruð ekki viðkvæm fyrir geri getið þið notað venjulega, lífrænt framleidda grænmetisteninga. Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflum Vilt þú létta á líkamanum eftir jólahátíðina? Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Lifandi markaður, Lyf og heilsa, Lyfja, Apótekið, Apótekarinn, Lyfjaborg, Siglufjarðarapótek, Lyfjaval, Reykjavíkur apótek, Apótek vesturlands, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Árbæjarapótek, Akureyrarapótek, Garðsapótek, Heilsuver, Græni hlekkurinn, Góð heilsa gulli betri, Urðarapótek, Austurbæjar apótek, Rima apótek og Blómaval. Safinn er unninn úr lífrænt ræktuðum birkilaufum: • Losar bjúg úr líkamanum • Léttir á liðamótum • Losar óæskileg efni úr líkamanum • Styrkir neglur, hár og húðina • Gott að blanda safann með vatni, má drekka óblandaðnn • Íslenskar leiðbeiningar Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Þá er holt og gott að drekka Birkisafann frá Weleda facebook.com weleda ísland KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna Gleðilegt nýtt ár Hæfileg hreyfing léttir lífið • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Vetrarstarfsemin hefst miðvikudaginn 9. janúar n.k. Innritun á tölvlupóstfanginu: kraftganga@kraftganga.is og í gsm: 899 8199 Frekari upplýsingar á www.kraftganga.is Kraftganga býður upp á heilbrigðisfræðslu fyrir starfsfólk fyrirtækjum og stofnunum - áhugasömum er góðfúslega bent á að panta þá þjónustu með tölvupósti á: kraftganga@kraftganga.is eða hringja í gsm: 899 8199 Fyrir 2 1 lúka rúsínur 1/2 lúka sveskjur, steinlausar 2 lúkur spínat 4 döðlur, saxaðar gróft 200 ml appelsínusafi (eða meira) 100 ml soja- eða hrísmjólk 2 bananar 2 msk haframjöl (má sleppa) 1 msk quinoa korn 1/2 msk cashewhnetumauk (má sleppa) Nokkrir ísmolar Aðferð: Setjið ísmola út í bland- arann og svolitla slettu af appels- ínusafa. Blandið í nokkrar sekúndur. Saxið sveskjur og döðlur og setjið út í blandarann ásamt rúsínum og spí- nati og öllum vökvanum. Blandið í 10 sekúndur. Bætið banönum, haframjöli, quiona og cashewhnetumauki út í bland- arann og blandið í 20-30 sekúndur eða þangað til drykkurinn er orðinn silkimjúkur og þykkur. Berið fram strax. Nota má hnetusmjör eða sesam- smjör (e. tahini) (enn meira járn!) í staðinn fyrir cashewhnetumauk. Nota má eplasafa í staðinn fyrir appelsínusafa. Haframjölinu má sleppa ef þið eruð með glúteinóþol og eins má sleppa cashewhnetumaukinu ef þið eruð með hnetuofnæmi. Járn í glasi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.