Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Ástandið á Landspítalanum þykir nú viðráðanlegt. Viðbragðsstjórn spít- alans ákvað á fundi sínum í gær að aflétta óvissustigi. Flensan er nú í hámarki samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni. Minni aðsókn hefur verið að spít- alanum undanfarna daga en vant er. Fleiri rúm eru opin og víða hefur mönnun verið aukin. Áfram er þó mikið að gera og voru 28 sjúklingar í einangrun í gær. Enn er mælst til þess að aðstandendur takmarki heimsóknir á spítalann á meðan flensan er í hámarki. „Enginn fundur er boðaður í við- bragðsstjórn en hún verður kölluð saman ef ástæða þykir til. Viðbragðsstjórn þakkar öllu starfsfólki Landspítala fyrir sitt framlag sem hefur gert það mögu- legt að halda starfseminni gangandi við þessar erfiðu aðstæður,“ segir í tilkynningu frá viðbragðsstjórn. Landspítali hefur aflétt óvissustigi  28 sjúklingar voru í einangrun í gær Landspítali Flensan er nú í hámarki Hæstiréttur hefur mildað refsingu karlmanns sem sakfelldur var fyrir þrjár líkamsárásir á fyrrverandi eig- inkonu sína. Sjö ára sonur þeirra var viðstaddur tvær árásanna. Mað- urinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í sex mán- aða fangelsi, en bundið þrjá mánuði skilorði. Ástæða þess að dómurinn er mildaður er sú, að Hæstiréttur taldi eina árásina ekki stórfellda þar sem vafi var um hvort konan hefði rifbeinsbrotnað eða marist. Sökum þess var um að ræða þrjár minni- háttar líkamsárásir en ekki tvær minniháttar og eina stórfellda. Við ákvörðun refsingar leit rétt- urinn til þess að brotin beindust gegn fyrrverandi eiginkonu og að þau voru framin í viðurvist ungs barns þeirra. Refsidómur mildaður Kjólar í úrvali 50-60% afsláttur Vertu vinur okkar á facebook Engjateigur 5• Sími 581 2141• www.hjahrafnhildi.is• Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 St. 36-52 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Nýtt nýtt Kakíjakkar frá 2-BIZ Verðhrun á útsölu Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Lokað www.rita.is Litir: Bleikt, grænt. Str. S-XXL Útsalan á fullu Allt að 70% afsláttur Mörkinni 6 - sími 588 5518 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 www.topphusid.is NÆG BÍLASTÆÐI TOPPV ÖRUR - TOPPÞJ ÓNUST A Evonia stuðlar að auknum hárvexti með því að færa hárrótunum styrk til vaxtar. Evonia er þrungið bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Evonia www.birkiaska.is NÝJAR SENDINGAR FRÁ GERRY WEBER OG TAIFUN skoðaðu laxdal.is/montevideo og berlin ÚTSÖLUVÖRUR Á 50-60% AFSLÆTTI VERTU VINUR Á FACEBOOK Laugavegi 63 • S: 551 4422 Reykjavík Hótel Natura (Loftleiðir), þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00. Akureyri Golfskálinn Jaðri, föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00. Opnir fundir með úti- vistarfólki Samtök útivistarfélaga, SAMÚT, efna til opinna funda með útivistarfólki til að ræða mál sem efst eru á baugi þessa stundina, m.a. frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Á fundunum munu fulltrúar stjórnmála- flokkanna m.a. svara þessum spurningum: » Er það stefna flokksins að náttúruverndar- lögin verði samþykkt án þess að tekið hafi verið tillit til athugsemda frá útivistar- félögum? » Er það stefna flokksins að tryggja rétt alls almennings til að ferðast um þjóðgarða og þjóðlendur óháð ferðamáta? » Er það stefna flokksins að samþykkja lokað einkaðgengi að náttúruperlum eða þjóðlendum? Umræður og spurningar úr sal. Allir velkomnir!Samtök útivistarfélaga - SAMÚT mbl.is alltaf - allstaðar Jónas Hvannberg bæklunarskurðlæknir lést fimmtudaginn 31. janúar sl. á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi, 35 ára að aldri. Jónas fæddist í Reykjavík 5. janúar 1978. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1998, kandídats- prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og sérfræðinámi í bækl- unarskurðlækningum árið 2012. Hann stundaði doktorsnám við Háskólann í Gautaborg frá árinu 2011. Jónas starfaði lengst af á Landspít- alanum, en einnig á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Auk þess sem hann starf- aði víðs vegar um landið sem afleys- ingalæknir. Haustið 2009 hélt Jónas til Gautaborgar í Sví- þjóð og starfaði á Sahlgrenska sjúkra- húsinu þar til hann lést. Eiginkona Jónasar er Annika Wiel Hvannberg. Foreldrar Jón- asar eru Þorbjörg Guðmunds- dóttir og Jónas Hvannberg. Bróð- ir hans er Bjarki Hvannberg. Andlát Jónas Hvannberg bæklunarskurðlæknir mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.