Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Icelandic-vörumerkið í Bandaríkj- unum er sennilega verðmætasta vörumerkið sem íslenskir sjávar- útvegur hefur tekið þátt í að byggja upp,“ sagði Magnús Gústasson, for- stjóri Atlantika Inc. og fyrrverandi forstjóri Coldwater Seafood í Banda- ríkjunum meðal annars í erindi á Sjávarút- vegsráðstefnunni í október 2011. Afnotarétt af vörumerkinu hef- ur kanadíska fyrirtækið High Liner fram til haustsins 2018. Vörumerkið Icelandic var í fréttum í vikunni þegar greint var frá fiski sem viðskiptavinur keypti á veitingahúsi í Bandaríkjunum. Fisk- urinn var merktur Icelandic, en á umbúðunum kom fram að varan væri framleidd í Kína. Fleiri dæmi munu vera um að íslensk vörumerki hafi verið notuð við sölu á fiski sem hefur verið unnin í Kína síðasta ára- tuginn. Besta varan í sínum flokki Benedikt Sveinsson, stjórnarfor- maður Iceland Seafood Inter- national, sagði í samtali við Morg- unblaðið í vikunni að persónulega teldi hann það hálfgert hneyksli „að við skulum ekki lengur eiga alvöru vörumerki til þess að selja íslenskar afurðir úti í Ameríku og þess vegna víðar“. Í fyrrnefndu erindi rakti Magnús upphaf starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum árið 1945. Sérstaða fisksins frá Ís- landi var ferskleiki, gæði og góð þjónusta. Síðan sagði Magnús: „Hugsjónin var það sterk að þegar brautryðjendurnir voru spurðir um kvartanir vegna gæða mundu þeir varla eftir neinum. Icelandic- vörumerkið var orðið til sem besta varan í sínum flokki.“ Skráningin tapar gildi sínu „Vörumerkið Icelandic var skráð/ lögverndað 1973. Margir hafa undr- ast af hverju við fengum skráningu á lýsingarorðinu Icelandic. Skýring- una höldum við vera þá, að fiskur frá Sölumiðstöðinni var nánast eina var- an sem kom frá Íslandi til Bandaríkj- anna á þessum árum. Það var frá- bært að fá Icelandic skrásett, en það hefur ekki verið auðvelt að verja það. Ef aðrir fá frið til að nota Icelandic átölulaust fyrir hliðstæðar vörur tap- ar skráningin gildi sínu.“ Annars staðar í erindi sínu sagði Magnús: „Til marks til um hvað Ice- landic er sterkt var að þegar sölu- menn kynntu sig fyrir viðskiptavin- inum og sögðust vera frá Cold- water … Coldwater hvað? spurði viðskiptavinurinn. Icelandic … Jaá. Þá lá ljóst fyrir hver sölumaðurinn var. Eftir miklar vangaveltur og af mikilli yfirvegun, breyttum við nafni fyrirtækisins úr Coldwater, í Ice- landic USA, sem allir þekktu að góðu einu.“ Afnotaréttur í sjö ár Icelandic Group seldi starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum í nóv- ember 2011 og tengda innkaupa- og framleiðslustarfsemi í Asíu. Kaup- andi var kanadíska sjávarútvegsfyr- irtækið High Liner. Heildarsöluverð nam um 230 milljónum bandaríkja- dollara sem jafngildir hátt í 30 millj- örðum króna að núvirði. Fram kom í frétt fyrirtækisins að Icelandic Group muni áfram eiga vörumerkið Icelandic Seafood en kaupandi hafi rétt til notkunar á því í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó í sjö ár. Þá gerði High Liner lang- tímadreifingarsamning við Icelandic Group um kaup og dreifingu á ís- lenskum sjávarafurðum á þessum mörkuðum til þess að tryggja að markaðsaðgangur íslenskra fram- leiðenda verði sá sami og verið hefur. Framtakssjóður Íslands eignaðist Icelandic Group þegar hann keypti Vestia, eignarhaldsfélag Landsbank- ans, árið 2010. Sjóðurinn greiddi 19,5 milljarða fyrir Vestia en Landsbank- inn eignaðist jafnframt 30% hlut í sjóðnum. Gildi og verðmæti héldust Ekki fengust upplýsingar hjá Framtakssjóðnum um það hvort af- not af vörumerkinu hefðu verið verð- lögð sérstaklega í samningnum við High Liner og hver sú upphæð hefði þá verið. „Gagnvart söluaðila skipti heildarverðið máli og að tryggt væri að gildi og verðmæti vörumerkisins héldist. Það var tryggt í samning- unum,“ segir í svari sjóðsins. Þar segir ennfremur í framhaldi af frétt blaðsins á miðvikudag og orð- um Benedikts: „Við sölu á starfsemi Icelandic Group í USA var í hvívetna gætt hagsmuna íslenskra framleið- anda. Vörumerkið Iceland Seafood var ekki selt með í viðskiptunum. Gerður var leigusamningur um að- gang High Liner Foods að vöru- merkinu til sjö ára. Samningurinn var bundinn ströngum skilyrðum um gæði og uppruna vöru sem seld er undir merkjum Icelandic Seafood. Gerð er krafa um að allar vörur sem seldar eru undir vörumerkinu uppfylli kröf- ur gæðahandbókar Icelandic. Skýrt er tekið fram í samningnum hvaða íslenskir framleiðendur mega selja undir vörumerkinu. Samhliða leigusamningnum var undirritaður þjónustusamningur milli High Liner Foods og Icelandic Group sem býr þannig um hnútana að Icelandic Group sér um þjónustu við vörumerkið Icelandic Seafood. Sá samningur tryggir að vel er fylgst með því að vörumerkið standi hér eftir sem hingað til undir gæðum og orðspori.“ Verðmætasta vörumerkið Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna Frá aukafundi SH í janúar 1972, en erfið- leikar voru þá í frystiiðnaði hérlendis. Eyjólfur Ísfeld Eyjólfsson í ræðustól.  Icelandic skráð vörumerki í Bandaríkjunum 1973  „Í hvívetna gætt hagsmuna íslenskra framleiðanda“ Magnús Gústafsson Breytingar Vörumerkið Icelandic og merking á kínverskum fiski Síðustu tvo áratugi hefur sala íslenskra sjávarafurða til Norður-Ameríku farið minnkandi. Frá sölu Ice- landic Group á starfseminni í Norður-Ameríku til Highli- ner hefur hún hins vegar aukist á ný. Fyrirtækið er sterkt á markaði í Banda- ríkjunum og víðar í Ameríku í sölu á frosnu sjávarfangi, m.a. undir vörumerkjunum High Liner, Fisher Boy, Mira- bel, Sea Cuisine og Royal Sea. Aukin við- skipti á ný MÖRG VÖRUMERKI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Borun vinnsluholu eftir heitu vatni fyrir hitaveitu fyrir Höfn hefur tekið lengri tíma og verið erfiðari en reikn- að var með. Borinn braut fimm eða sex borkrónur úr karbít þegar borað var í hörðum berggangi á rúmlega 1.000 metra dýpi. RARIK og sveitarfélagið Horna- fjörður hafa á undanförnum árum leitað eftir heitu vatni í landi Miðfells og Hoffells. Tilgangurinn er að afla vatns fyrir hitaveitu fyrir Höfn og býlin við væntanlega aðveituæð. RA- RIK ákvað í vetur að láta bora vinnsluholu í landi Hoffells. Í upphafi var ætlunin að bora 1.200 metra djúpa holu en þar sem árangur var ekki full- nægjandi var 200 metrum bætt við. Holan er nú 1.400 metra djúp og sér- fræðingar eru að meta hvað hún gef- ur. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir að samkvæmt grófri áætlun megi búast við að holan gefi nú yfir 20 sekúndulítra af um 75 stiga heitu vatni. Það er minni orka en von- ast var til í upphafi. Tryggvi segir væntingar um að borinn sé nú kominn ofan í heitt svæði og með því að bora 200 metra til viðbótar, niður á rúm- lega 1.600 metra dýpi, fáist meira vatn. Reiknað hefur verið með að bora þurfi fleiri holur til að afla nægjan- legrar orku fyrir hitaveituna en Tryggvi segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhaldið. 4.000 metrar í raun Borunin gekk vel í upphafi en erf- iðleikarnir byrjuðu þegar borinn lenti á hörðu jarðlagi á 1.000 til um 1.150 metra dýpi. Sigurður G. Kristinsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orku- rannsóknum, segir að ennþá sé verið að greina sýni úr borholunni og því ekki vitað hvers vegna fyrirstaðan var. Telur hann líklegast að hún sé í dólerit-berggangi. Þar fyrir neðan lenti borinn í innskoti úr súrri berg- tegund sem heitir granófír. Sigurður segir að frólegt verði að sjá jarðfræðisnið borholunnar. Hann segir slíka bergganga og innskot ekki óalgeng í jarðlögunum. Bendir á að holan sé í næsta nágrenni við meg- ineldstöð, Geitafellseldstöðina, og eft- ir því sem neðar er komið aukist líkur á berggöngum. Ekki megi gleyma því að jöklarnir hafi rofið um 2.500 metra ofan af jarðlagastaflanum þannig að þegar borað er 1.000 til 1.600 metra til viðbótar sé holan í raun komin niður á um 4.000 metra dýpi. Braut fimm borkrónur í hörðum berggangi Ljósmynd/Maríus Sævarsson Hoffell Jarðbor Ræktunarsambands Skeiða og Flóa teygir sig eins langt niður og hann getur. Meira heitt vatn vantar fyrir hitaveitu Hafnarbúa.  Enn dýpkar bor- holan í Hornafirði Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Samkvæmt 32. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón að framansögðu tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 12.00 mánudaginn 4. mars 2013 og ber að skila tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 181 fullgildra félagsmanna Reykjavík 2. febrúar 2013. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.