Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Meirapróf 8. febrúar 2013 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 HARPA 09.02.13 HOF 16.03.13 HEIÐURS TÓNLEIKAR Miðasala á midi.is, harpa.is og menningarhus.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikið aflamark til leigu á kvótaþingi, aukin völd ráðherra, skerðingar afla- heimilda í öllum tegundum og óljós framtíðarsýn „þar sem framtíðin er sett í nefnd“. Þetta eru meðal þeirra gagnrýnisradda sem komið hafa fram á nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, sem atvinnuvegaráðherra lagði fram á Alþingi í fyrradag. Vægi kvótaþings er aukið í frum- varpinu, en gert er ráð fyrir verulegu aflamarki í kvótaþing til útleigu á veg- um ríkisins. Í kvótaþing eiga að fara tæplega 19 þúsund þorskígildistonn á næsta fiskveiðiári og tæp 33 þúsund tonn fiskveiðiárið 2015/16. Megnið er aflamark sem fengið er með varan- legri tilfærslu frá aflahlutdeildarhöf- um. Í raun er um mun fleiri tonn af fiski að ræða, því miðað er við verð- mæti þorsks í þessum viðmiðunum. Aukið framboð til leigu Í umsögn fjárlagaskrifstofu segir meðal annars: „Í kjölfar þeirra miklu breytinga sem frumvarpið felur í sér og aukins framboðs á leigumarkaði má reikna með að leiguverð á aflamarki muni lækka frá því sem nú er. Einnig er óvissa um þróun afurðaverðs á mörkuðum m.a. vegna aukins fram- boðs á þorski úr Barentshafi og efna- hagskreppu í Evrópu sem aftur hefur áhrif á leiguverð aflamarks. Gróflega áætlað er þó talið að tekjur ríkissjóðs af leigu aflamarks úr flokki 2 geti orðið á bilinu 2,3-2,7 mia.kr. á fiskveiðiárinu 2013/2014, 3,6-4,4 mia.kr. á fiskveiði- árinu 2014/2015 og 4,5-5,5 mia.kr. á fiskveiðiárinu 2015/2016.“ Ríkið á að fá 40% tekna, sveitar- félög 40% og markaðs- og þróunar- sjóður tengdur sjávarútvegi 20%. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að ráðstafa hluta af þessum tekjum rík- isins til að fjármagna kaup á aflahlut- deildum á grundvelli byggðasjónar- miða eða til að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi og til að efla kvótaþing. Í bráðabirgðaákvæði er mælt fyrir um að ráðherra skuli setja á fót nefnd með aðild samtaka sveitarfélaga og hagsmunaaðila í sjávarútvegi sem geri tillögur að reglum um ráðstöfun teknanna. Nefnd skipuð í haust Í frumvarpinu er mælt fyrir um 20 ára úthlutun aflahlutdeilda. Jafnframt er kveðið á um að ráðherra skuli, eigi síðar en í desember 2016, leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lög- unum þar sem mælt verði fyrir um ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlut- deilda að liðnum 20 ára úthlutunar- tíma. Skipa á nefnd eigi síðar en 1. september í haust sem vinni tillögur og nauðsynlega stefnumótun til und- irbúnings því frumvarpi. Í greinargerð kemur fram að fram- setningu á reglum um framsal afla- hlutdeilda er breytt og þær nú tengd- ar beint við gildistíma nýtingarleyfa en sett í hendur löggjafans og framtíð- arinnar að ákveða með framhaldið, eins og segir í greinargerðinni. Allar tegundir skertar Aflahlutdeildir fiskiskips skerðast frá upphafi næsta fiskveiðiárs um 9,5% af þorski, 6,9% af ýsu, 7,2% af ufsa og 9,8% af steinbít. Aflahlutdeild fiskiskipa í öllum öðrum tegundum þar sem aflahlutdeild hefur verið út- hlutað skerðist um 5,3% fiskveiðiárið 2013/2014, um 6,5% fiskveiðiárið 2014/ 2015 og um 7,0% fiskveiðiárið 2015/ 2016. Auknar skerðingar og mikið á kvótaþing Styr um stjórn fiskveiða Maí 2009 Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og VG er kveðið á um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða í heild. Júlí 2009 Jón Bjarnason þáverandi sjávarút- vegsráðherra skipar 19 manna starfshóp undir forystu Guðbjarts Hannessonar, sem átti að skila af sér fyrir 1. nóvember 2009. September 2010 Sáttanefndin svokallaða skilaði af sér. Júní 2011 Mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um stjórn fiskveiða. Sex stjórnarþingmenn komu mjög að gerð frumvarpsins, auk fjögurra ráðherra á seinni stigum. Sumar 2011 Fjölmargar umsagnir bárust og margvísleg gagnrýni kom fram á sum veigamestu ákvæði frumvarpsins. Nóvember 2011 Sjávarútvegsráðherra setti haustið 2011 á fót starfshóp fjögurra manna sem semja skyldi frumvarp til laga. Frumvarp starfshópsins, svonefnt vinnuskjal, var kynnt á vef ráðuneytisins í nóvember 2011, en ekki varð samstaða um það. Nóvember 2011 Að tillögu forsætisráð- herra var samþykkt á ríkisstjórnarfundi 25. nóvember að skipa Guðbjart Hannesson og Katrínu Jakobsdóttur í sérstaka ráðherranefnd, sem færi yfir skýrslu sáttanefndar, frumvarps- drög og vinnuskjöl. Janúar 2012 Jón Bjarnason hættir í ríkisstjórn og Steingrímur J. Sigfússon verður sjávarútvegsráðherra. Mars 2012 Mælt fyrir nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða 28. mars. Samhliða frumvarpinu var mælt fyrir sérstöku frumvarpi um veiðigjöld. Júní 2012 Veiðigjaldalögin samþykkt á þingi, þar sem kveðið er á um tvenns konar gjald, annars vegar grunnveiðigjald eða almenna veiðigjaldið og hins vegar sérstakt afkomutengt auðlindagjald eða sérstaka veiðigjaldið. September 2012 Trúnaðarmanna- hópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna skilaði greinargerð. Samkomulag náðist um ákveðin atriði, en er háð fyrirvörum í allmörgum tilvikum um heildarniðurstöðuna. Janúar 2013 Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða lagt fram á Alþingi 31. janúar. Í 1. grein frumvarpsins segir að markmið laganna sé meðal ann- ars að stuðla að verndun og sjálf- bærri nýtingu fiskstofna við Ís- land, stuðla að farsælli sam- félagsþróun með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi, að treysta atvinnu og byggð í landinu og auka vægi jafnræð- issjónarmiða við ráðstöfun afla- heimilda. Einnig segir þar að markmiðið sé að hámarka þjóð- hagslegan ávinning af sjávar- auðlindinni og tryggja þjóðinni eðlilega auðlindarentu, að sjávar- útvegurinn sé arðsamur og búi við hagstætt og stöðugt rekstr- arumhverfi. Í annarri málsgreininni segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameiginleg og ævarandi eign ís- lensku þjóðarinnar.“ Og enn- fremur: „Slík veiting eða ráð- stöfun myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir þeim.“ Að hámarka ávinning ÆVARANDI EIGN ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR  Tekjur ríkissjóðs af leigu um fimm milljarðar 2015/2016 „[Það] er búið að mæta okkar sjónarmiðum í ákveðnum atriðum frá því að það kom fram fyrst. Það er lögð ríkari áhersla á jafnræðiskröfuna. Hún er komin inn í mark- miðssetningu frumvarpsins. Það er mætt betur atvinnu- frelsissjónarmiðum, sem skipta okkur miklu máli. Leigu- potturinn er tryggari núna en hann hefur verið í fyrri gerðum frumvarpsins,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, um kvótafrumvarpið sem lagt var fram á þingi í vikunni. „Leigupotturinn er hinn eini opni frjálsi markaður með aflaheimildir þar sem kvóta- lausar og kvótalitlar útgerðir geta á grundvelli verð- tilboða sótt aflaheimildir og eru ekki háðar núverandi kvótahöfum,“ segir Ólína og að hann sé nú nálægt 20 þúsund tonnum og eigi góða vaxtarmöguleika. Ólína segir fulla sátt milli stjórnarflokkanna um málið nú og er bjartsýn á að það nái fram að ganga í þinginu. ipg@mbl.is Segir leigupottinn tryggari nú en í fyrri frumvörpum Ólína Þorvarðardóttir „Þetta er í öllum meginatriðum líkt frumvarpinu sem lagt var fram í vor, með þeim kostum og ágöllum sem þar voru,“ sagði Jón Bjarnason, alþingismaður og fyrr- verandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Meginágallinn á þessu og fyrra frumvarpi er að að- skilja lög um veiðigjald og almenna stjórn fiskveiða. Það á að vera óaðskiljanlegt. Veiðigjaldstakan kemur harð- ast niður á minni bolfiskútgerðum, sem eru aðalútgerðir á landsbyggðinni. Byggðatengingar og forgangsréttur sjávarbyggðanna er veiktur í frumvarpinu. Nú verða þær að keppa um aflaheimildir á markaði kvótaþings. Það er gert á kostnað byggðakvóta, línuívilnunar og annarra byggðatengdra aðgerða. Mín stefna var að styrkja byggðateng- ingar aflaheimilda. Þá er ekki sett takmörkun á samþjöppun útgerða sem ég hefði viljað sjá. Það er ekki í samræmi þá stefnu sem ég rak.“ Forgangur sjávarbyggða veiktur í frumvarpinu Jón Bjarnason „Mér líst ekkert á þetta. Þarna dúkka upp sömu góð- kunningjar og gömlu draugarnir sem m.a. samráðs- nefnd stjórnmálaflokkanna var búin að kveða niður í vor,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður Framsóknarflokks, um nýtt frumvarp um stjórn fisk- veiða. Hann sat í samráðsnefnd stjórnmálaflokkanna vegna fyrra frumvarps um sama efni í fyrra. „Svo virðist sem Steingrímur J. Sigfússon sé aðallega að leggja þetta fram til að trufla umræðuna um Icesave og stöðu ríkisstjórnarinnar og að leggja fram kosninga- plagg Vinstri-grænna. Tíminn á þingi er orðinn knapp- ur. Hafi hann ætlað sér að ljúka þessu máli hefði hann komið fram með það fyrr. Það eru skildir eftir lausir endar. Ég hef enga trú á að þetta verði afgreitt frá Alþingi.“ gudni@mbl.is Segir fiskveiðifrumvarpið vera kosningaplagg VG Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.