Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin þarf að gera umhverf- ismat á efnistöku vegna byggingar varnargarða og vegar um Múlakvísl á Mýrdalssandi, þótt megnið af efn- inu verði tekið úr gróðurlausum far- vegi árinnar og hún muni fljótt afmá ummerkin. Skipulagsstofnun telur einnig brýnt að gera grein fyrir sjónrænum áhrifum varnargarð- anna sem einir og sér eru ekki háðir mati á umhverfisáhrifum. Bráðabirgðabrú sem byggð var í flýti sumarið 2011, þegar jökulhlaup tók af brúna á Múlakvísl, er enn í notkun á hringveginum. Vegagerðin hefur hannað nýja brú og mikla varnargarða til að verja landið aust- an Múlakvíslar og beina henni undir brúna. Lengri og öflugri brú Brúin verður 160 metra löng í fjórum höfum, aðeins austan við gamla brúarstæðið. Hún verður steinsteypt og lengri og öflugri en sú gamla. Brúarvinnuflokkur frá Vegagerð- inni hefur frá því í byrjun desember unnið að því að reka niður staura sem brúarstöplarnir verða byggðir á. Búið er að byggja undir fjóra brú- arstöpla og Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, telur að það taki um þrjár vikur að ljúka verkinu. Þá er unnið að mati á umhverfis- áhrifum efnistöku vegna varnar- garðanna. Að því búnu verður brú- arsmíðin og vegirnir að henni boðnir út sem og gerð varnargarðanna. Vonast Svanur til að það verði í apríl eða maí og segir enn stefnt að því að tengja veginn við nýja brú í júní á næsta ári. 360 rúmmetrar af möl Áætlað er að 360 rúmmetrar af möl þurfi til byggingar varnargarða og vegar. Þar af koma 320 þúsund rúmmetrar úr farvegi Múlakvíslar ofan brúar og um 40 þúsund úr nýj- um farvegi um brúna. Þar fyrir utan þarf 45 þúsund rúmmetra af grjóti í vörn garða og vegar. Í varnargarðinn og vegfyllingar að brúnni verða settir veikir staðir sem stýra því hvar rof verður í stórum flóðum og draga þannig úr tjóni á mannvirkjum og landi. Framkvæmdin þarf að fara í um- hverfismat vegna þess mikla efnis sem nota á. Skipulagsstofnun telur nauðsynleg að sýna í frummats- skýrslu hvaða sjónrænu breytingar verði á efnistökusvæðunum í far- vegi Múlakvíslar og jafnframt að sýna á sama hátt hvernig varnar- garðarnir muni líta út að loknum framkvæmdum og hversu áberandi þeir verði. Teikning/Vegagerðin Brú Nýja brúin yfir Múlakvísl, austan við Höfðabrekku, verður lengri og öflugri en sú gamla sem fór í jökulhlaupi. Umhverfismat á aura  Staurar reknir niður við Múlakvísl  Áhrif efnistöku metin  Skipulagsstofnun biður einnig um mat á útliti varnargarða Fyrirhugað efnistökusvæði Ný brú á Múlakvísl Fyrirhugaðir varnargarðar Þjóðvegur 1 Efnistökusvæði Brú á Múlakvísl og varnargarðar Farvegur Múlakvíslar Loftmyndir ehf. „Ég skil vel að ekki sé rétt að beina ýmsu að börnunum sjálfum, svo sem boðun trúar eða tilboðum um tóm- stundastarf sem kostar peninga, þannig að litið sé á þau sem neyt- endur. En brjóstvit mitt segir að ég eigi að geta komið skilaboðum til for- eldra. Sem dæmi má nefna gjöf Kiw- anisklúbbsins sem gefur börnunum hjálma merkta Eimskip. Fyrirtækið á engra hagsmuna að gæta gagnvart börnunum því ekki eru þau neyt- endur á þjónustu umrædds fyr- irtækis. Þetta getur ekki skaðað nokkurn mann en getur á hinn bóg- inn bjargað mannslífi ef á reynir,“ segir Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla. Mentor er upplýsingavefur skól- ans. Ásgeir segir að til séu tilteknar viðmiðunarreglur um hvernig beri að nota Mentor en hann eigi einungis að nýtast í tengslum við nám nemenda. Reglurnar í mótsögn Ásgeir segir vandann vera þann að reglur hafi verið settar sem ætlað er að vernda börn og heimili fyrir áreiti og auglýsingum. Þá eru í gildi reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkur- borgar við trúar- og lífsskoðunar- félög. Ásgeir bendir á að þessar reglur séu í mótsögn við nýja aðalnámskrá grunnskólans, nánar tiltekið lið 7.9, Tengsl skóla og nærsamfélags. Þar stendur m.a.: „Mikilvægt er að skólar byggi upp virk tengsl við nærsam- félag sitt og stuðli þannig að jákvæð- um samskiptum og samstarfi við ein- staklinga, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir.“ Ásgeir setur spurningar- merki við hvernig jákvæð samskipti við „félagasamtök, fyrirtæki og stofn- anir“ eigi að eiga sér stað ef skilaboð frá þeim mega ekki berast til foreldra eða að verulegar hindranir séu á slík- um skilaboðum. „Með reglunum lenda allir úti í kuldanum, sem af góðum vilja og ást á börnum leggja gott eitt til framtíðar þeirra,“ segir Ásgeir ennfremur. Íþróttafélög hverfanna kvarta „Til mín hafa borist kvartanir frá íþróttafélögum sem er meinaður að- gangur að skólunum til að kynna starfsemi sína,“ segir Kjartan Magn- ússon sem situr í skóla- og frí- stundaráði Reykjavíkurborgar. „Mér finnst sjálfsagt að nota Men- tor til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri en það þarf að vera ákveð- in stýring á því eins og öðru. Mér finnst fáránlegt að íþróttafélög í hverfinu og önnur tómstunda- starfsemi fái ekki að koma skila- boðum á framfæri,“ segir Kjartan. Hann vill fara yfir og breyta regl- unum til að sníða af þessa vankanta. thorunn@mbl.is Reglur hindra skóla í upp- lýsingagjöf  Reglur um skólastarf í mótsögn Morgunblaðið/Styrmir Kári Auglýsingar Íþróttafélög mega ekki nota Mentor til að auglýsa. Búið er að koma öllum 12 örygg- ismyndavélunum sem staðsettar eru í miðborg Reykjavíkur í gagnið. Var hluti þeirra bilaður eða úreltur. Uppsetning vélanna var kláruð í nóvember á síðasta ári. Hlutverk öryggismyndavélanna er að taka upp það sem fram fer á ákveðnum svæðum í miðborginni. „Þetta hefur skilað mjög góðum ár- angri. Þetta eru bestu fáanlegu vélar og myndgæðin eru mjög mikil,“ seg- ir Egill Bjarnason, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Myndefnið er geymt í u.þ.b. einn mánuð. „Það er í samræmi við reglur Persónuvernd- ar. Þær upptökur sem náðst hafa í sakamálum hafa reynst góður stuðn- ingur í mörgum rannsóknum,“ segir Egill. Voru farnar að týna tölunni Endurnýjun öryggismyndavéla hófst á síðasta ári. Að sögn Egils var sá búnaður sem var í notkun „barn síns tíma,“ og myndgæðin ekki sam- bærileg því sem þau eru nú. Þá hafi bilanatíðni verið mjög há. „Þessar vélar voru komnar á ann- an áratuginn í aldri. Þær voru farnar að týna tölunni ein af annarri. Sem betur fer horfir þetta til betri vegar núna,“ segir Egill. Nýjar vélar komnar upp Öryggismyndavél Lögreglan nýtur liðsinnis 12 öryggismyndavéla í glæpa- rannsóknum. Nýju vélarnar sýna skýra mynd sem auðveldar rannsókn.  12 nýjar öryggismyndavélar í miðborginni  Úreltum vélum skipt út  Veita góðan stuðning í rannsóknum Í auglýsingu sem birtist um styrkveitingar vegna ársins 2013 urðu þau mistök að síðasti skiladagur umsókna var sagður 15. febrúar 2012 í stað 15. febrúar 2013. Minnum á að umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2013 Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Viðlagatryggingar Íslands, www.vidlagatrygging.is Umsóknir um styrkveitingar 2013 Borgartún 6 • 105 Reykjavík Sími 575 3300 • Bréfsími 575 3303 vidlagatrygging.is Opinn fundur Þriðjudaginn þann 5. febrúar 2013 klukkan 12:00 í Norræna húsinu, mun Heimssýn standa fyrir opnum fundi um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB. Fundarstjóri verður Páll Magnússon útvarpsstjóri. Frummælendur verða: Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar– græns framboðs Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar Heimssýn hvetur fólk til þess að mæta og vonast eftir opinskárri og málefnalegri umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.