Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Auður Capital og Íslandsbanki hafa komist að samkomulagi um að sameina séreignarsparnaðarvörur sínar, Fram- tíðarAuði og Lífeyrissparnað Íslands- banka, undir heitinu Framtíðarauður VÍB. Sjóðfélagar í Framtíðarauði VÍB verða um 15.800 talsins eftir sameininguna. Sameiningin hefur verið samþykkt af Fjármálaeftirliti og Samkeppniseft- irliti.Vörsluaðili Framtíðarauðs VÍB verð- ur Íslandsbanki sem hefur frá árinu 1990 verið vörsluaðili séreignarsparn- aðar, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Framtíðarauður VÍB ● Breska fjármálaeftirlitið og efna- hagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsaka nú hvort Barclays-bankinn hafi lánað al-Thani-fjölskyldunni í Katar fé sem var nýtt til að fjárfesta í bank- anum í tengslum við fjármálakreppuna árið 2008, samkvæmt fréttum í bresk- um fjölmiðlum í gær. Reynist þetta á rökum reist er um brot á reglum að ræða því ekki var greint frá þessu á sín- um tíma. Máli Barclays svipar til þess þess sem Kaupþing gerði í aðdraganda hrunsins, en þar kom al-Thani- fjölskyldan í Katar einnig við sögu. Rannsaka Barclays vegna lána til al-Thani Tvöfalt fleiri ferðamenn hafa bókað ferðir til Íslands með WOW air en á sama tíma í fyrra, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu félagsins og telja forráðamenn WOW air að þetta staðfesti stórauk- inn áhuga erlendra ferðamanna á Ís- landi. „Ef eftirspurnin er greind sést að það eru Bretar, Þjóðverjar og Frakkar sem sýna landinu mestan áhuga. Frá því í nóvember hafa þrisvar sinnum fleiri útlendingar komið inn á erlenda vefi WOW air. Fjölgunina má rekja til þess að WOW air hefur gert samninga við nokkrar af stærstu ferðaskrifstofum í Evrópu sem selja þúsundum er- lendra ferðamanna ferðir til Íslands. WOW air hefur til að mynda gert samninga við Huwans og 66nord sem er hluti af einni stærstu ferða- skrifstofusamsteypu Frakklands, GEOPHYLE-IRWIGOO,“ segir orð- rétt í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að WOW air muni fljúga næsta sumar til 14 áfangastaða og sætaframboðið verði 550 þúsund flugsæti á árinu 2013. WOW air Bókanir til landsins eru tvöfalt fleiri það sem af er árinu en þær voru á sama tíma í fyrra. 550 flugsæti verða í boði 2013 til 14 áfangastaða. Mikil fjölgun bók- ana hjá WOW air  Fjöldi bókana að utan tvöfaldast FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Frekari inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldmeyrismarkaði til að reyna að sporna við gengisveikingu krónunn- ar eru dæmd til að mistakast. Slíkar aðgerðir gætu ennfremur reynst dýrar í ljósi þess að stærstur hluti gjaldeyrisforðans er skuldsettur. Þetta er mat sérfræðinga á fjár- málamarkaði sem Morgunblaðið leit- aði til. Eftir nánast samfellda geng- isveikingu krónunnar frá áramótum greip Seðlabankinn inn í þróunina á markaði og seldi 12 milljónir evra í fyrradag. Í kjölfarið styrktist gengi krónunnar um ríflega 1,3% gagnvart evru. Þetta var í annað skipti á einum mánuði sem Seðlabankinn greip til þess ráðs að selja gjaldeyri til að bregðast við mikilli gengislækkun – en hinn 31. desember sl. seldi hann 6 milljónir evra. Frekari veiking í vændum? Gengisþróun krónunnar síðustu misseri verður best lýst sem sam- felldri rússíbanareið. Eftir að hafa styrkst umtalsvert síðasta sumar þá hefur gengið verið í nánast frjálsu falli frá því í ágústlok. Gengi krón- unnar gagnvart evru stóð í 147 krón- um hinn 22. ágúst síðastliðinn þegar Peningamál, rit Seðlabankans, var gefið út. Þá var það mat Seðlabank- ans að gengisstyrking krónunnar væri ekki eingöngu tilkomin vegna árstíðarsveiflu og því ekki hægt að fullyrða að gengið myndi taka að veikjast á ný. Frá þeim tíma hefur gengi evrunnar gagnvart krónunni styrkst um meira en 16% og við lok- un markaða í gær var miðgengi evr- unnar 171,5 krónur. Þrátt fyrir inngrip Seðlabankans þá er það mat sérfræðinga að krónan muni að öllum líkindum halda áfram að veikjast á næstu vikum og mán- uðum – að því gefnu að Seðlabankinn standi aðgerðalaus á hliðarlínunni. Sumir viðmælendur Morgunblaðsins benda á að þróunin á umliðnum árum hafi verið með þeim hætti að gengi krónunnar hafi veikst um 5% frá árs- byrjun fram að vori þegar ferða- mannastraumurinn til landsins hefst með tilheyrandi auknu innflæði gjaldeyris. Verði sama uppi á ten- ingnum í þetta sinn sé ekki ólíklegt að gengi krónunnar gagnvart evru fari upp fyrir 180 krónur. Að sögn hagfræðinga má áætla að 5% geng- isveiking þýði um 2% verðbólgu um- fram það sem tólf mánaða verðbólgu- spá Seðlabankans gerir nú ráð fyrir. Aðrir telja þó ekki loku fyrir það skotið að inngrip Seðlabankans sé til marks um að hugsanlega sé tíma- bundnu útflæði í tengslum við af- borganir einkaaðila á erlendum lán- um lokið í bili. Það sem rennir stoðum undir slíka tilgátu er sú stað- reynd að gengið veiktist mun meira á síðustu mánuðum ársins 2012 en á sama tíma árið 2011. Því telja sumir að ekki sé útilokað að gjaldeyrissöfn- un fyrirtækja og sveitarfélaga, til að undirbúa afborganir af erlendum lánum, hafi verið fyrr á ferðinni. Óræð skilaboð Seðlabankans Ekki eru þó allir sannfærðir um að snemmbúin gjaldeyrisforðasöfnun slíkra aðila sé helsta ástæðan fyrir gengisveikingu krónunnar. Á það er bent í markaðspunktum greiningar- deildar Arion banka að Seðlabankinn hafi bestu yfirsýn allra aðila á mark- aði hversu langt einstök fyrirtæki eru komin í því að safna upp í gjald- daga af erlendum lánum sem séu í vændum. Af þeim sökum megi álykta sem svo að þegar Seðlabankinn gríp- ur inn á gjaldeyrismarkaði þá sé hann að senda skilaboð um að tíma- bundnu útflæði sé lokið. Þegar Seðla- bankinn reyndi hins vegar að sporna við gengisveikingu krónunnar í árs- lok 2012 – og gaf þar með í skyn að veiking krónunnar væri vegna tíma- bundinna þátta – þá stóðst það ekki. Skömmu síðar tók gengi krónunnar aftur að síga. Það er því mat sérfræðinga að það sé mjög áhættusamt fyrir Seðla- bankann að halda áfram að leika sama leik með aðeins skuldsettan gjaldeyrisforða að vopni. „Seðla- bankinn er ekki í þeirri stöðu að geta haldið uppi genginu,“ útskýrir einn sérfræðingur á gjaldeyrismarkaði. „Það er ekkert í boði. Að lokum mun allt púðrið klárast.“ Reynir að sporna við óum- flýjanlegri gengisveikingu  Inngrip Seðlabankans talin árangurslítil  Krónan veikst um 16% gegn evru Rússíbanareið krónunnar Heimild: Landsbankinn 240 220 200 180 160 140 120 100 1. apríl 2012 20. ágúst 2012 21. ágúst 2012 1. febrúar 2013 Gengi krónunnar veikist um 16% Gengi krónunnar styrkist um 12% 168,45 228,875 148,25 207,54 172,65 231,495 Þróun gengis- vísitölunnar Gengisþróun evru gagnvart krónu Þung erlend greiðslubyrði í vændum Afborganir af erlendum lánum (annarra en ríkissjóðs) Fjármálastöðugleiki 2012:2, Seðlabankinn Íslands Upphæðir eru í milljörðum króna 140 120 100 80 60 40 20 0 Fyrirtæki með ríkisábyrgð Sveitarfélög og Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Fyrirtæki sveitarfélaga Aðrir aðilar Skuldir innlendra aðila í erlendumgjaldmiðlumvið föllnubankana 2012 2013 2014 2015 2016 Samtals 93 93 84 140 135                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./+ +//.,0 +,-./+ ,1.203 ,1.++ +/./34 +1/.+, +.14-3 +/0.0, +3, +,4.,+ +//.3, +,4.,5 ,1.++0 ,1.+35 ,2.21- +1/.-+ +.14/3 +/- +3,.05 ,1,.45-, +,4.-+ ,22., +,4.4- ,1.+5+ ,1.,04 ,2.2/0 +1/./ +.1313 +/-.-5 +3,./4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Borgartún • Fákafen • Hæðasmári www.lifandimarkadur.is OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta HEILSUSPRENGJA Ofurfæði með 20% afslætti fimmtudag til sunnudags Ofurfæði gefur þér orku og þrek til að takast á við daginn. Lifestream Ofurfæði hefur aldrei verið vinsælla en nú, enda er ofurfæði skilgreind sem fæða með óvenju hátt næringargildi. Kynning á Lifestream frá kl. 11:30 - 14:30. Laugardag í Fákafeni 11. Naturya Bættu einni skeið af ofurfæði í þeytinginn þinn til að breyta honum í næringarbombu. 20% afslátt ur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.