Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Að minnsta kosti átta biðu bana og þrettán slösuðust þegar brú hraðbrautar nálægt borginni Sanmenxia í miðhluta Kína hrundi í gær. Fréttir af slysinu voru mjög óljósar, en kínversk sjónvarpsstöð sagði að minnst 25 bílar hefðu eyðilagst. Sprenging varð í flutn- ingabíl, sem var hlaðinn flugeldum, og minnst tveir aðrir flutningabílar eyðilögðust. Brúin var 30 metra há og á lengsta þjóðvegi Kína. Nokkrar brýr hafa hrunið á síðustu árum í Kína vegna of mikils álags eða byggingargalla. AFP Brú hraðbrautar hrundi Forstjóri olíufyrirtækisins Pemex í Mexíkó sagði í gær að 32 hefðu beðið bana í sprengingu sem varð í höfuð- stöðvum fyrirtækisins í Mexíkóborg í fyrradag. Um 120 manns slösuðust í sprengingunni og þar af voru 52 enn á sjúkrahúsi í gær. Talið var að fólk væri enn á lífi í rústunum og um 500 björgunarmenn leituðu þess. Orsök ókunn Ekki var vitað hvað olli sprenging- unni. Byggingin er 54 hæðir og fólk, sem lifði sprenginguna af, sagði að hún hefði skekist til og frá eins og jarðskjálfti hefði riðið yfir. Innanríkisráðherra landsins sagði að erlendir og innlendir sérfræðingar yrðu skipaðir í nefnd sem ætti að rannsaka hvað olli sprengingunni. Emilio Loyoza, forstjóri Pemex, sagði að rannsókn málsins væri „flókin“ en taldi að ekki væri hægt að útiloka að sprengjuárás hefði verið gerð á bygginguna. Að sögn fréttavefjar BBC er þetta mannskæðasta sprenging sem orðið hefur í Mexíkóborg. Leitað að fólki í rústunum  Tugir fórust í sprengingu í höfuð- stöðvum olíufyrirtækis í Mexíkóborg AFP Björgunarstarf Her-, lögreglu- og slökkviliðsmenn að störfum við rústir höfuðstöðva ríkisrekna olíufyrirtækisins Pemex í Mexíkóborg. Stjórn Bandaríkjanna fordæmdi í gær sprengjuárás sem gerð var á sendiráð landsins í Ankara, höfuð- borg Tyrklands. Árásarmaðurinn og tyrkneskur öryggisvörður biðu bana í sprengingunni og nokkrir særðust. Talið er að tilræðismaðurinn hafi verið í marxistahreyfingu sem hef- ur gert nokkrar sprengjuárásir í Tyrklandi á síðustu áratugum. AFP Tilræði Særður maður fluttur í sjúkra- bíl eftir sprenginguna í Ankara. Sprengjuárás á sendiráð fordæmd TYRKLAND Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandarísku dagblöðin The Wall Street Journal og The New York Tim- es hafa sakað kínverska hakkara um að hafa brotist inn í tölvukerfi þeirra, að því er virðist til að njósna um blaða- menn sem fjalla um Kína. Sérfræðing- ar telja að tölvuárásum frá Kína hafi fjölgað á síðustu árum og þær beinist einkum að stofnunum, fyrirtækjum og kínverskum andófsmönnum. Þeir segja að á þriðja fjórðungi liðins árs hafi um það bil þriðja hver tölvuárás, sem vitað er um, verið gerð frá Kína, að því er fram kemur á fréttavef CNN. Lykilorðum stolið The Wall Street Journal skýrði frá því á fimmtudag að brotist hefði verið inn í tölvukerfi blaðsins, „að því er virðist í þeim tilgangi að hafa eftirlit með umfjöllun blaðsins um Kína“. Blaðið sakaði Kínverja um víðtækar njósnir um fjölmiðla í Bandaríkjun- um. Áður hafði The New York Times greint frá því að hakkarar, hugsan- lega á vegum kínverska hersins, hefðu brotist inn í tölvukerfi blaðsins eftir að það skýrði frá gífurlegri auð- söfnun fjölskyldu Wen Jiabao, for- sætisráðherra Kína. Hakkararnir hefðu meðal annars stolið lykilorðum 53 starfsmanna blaðsins á síðustu fjórum mánuðum. Árásirnar beindust meðal annars að fréttariturum blaðs- ins í Peking og Sjanghæ. Blaðið sagði að sérfræðingar teldu að árásirnar hefðu verið gerðar úr sömu tölvum og áður hefðu verið not- aðar í árásum á verktaka bandaríska hersins. Kínverska varnarmálaráðuneytið hafnaði ásökunum blaðanna. „Kín- verski herinn hefur aldrei stutt nein- ar tölvuárásir,“ sagði ráðuneytið. The New York Times sagði að kín- verskir hakkarar hefðu einnig brotist inn í tölvukerfi fréttastofunnar Bloomberg eftir að hún birti frétt um auðsöfnun fjölskyldu Xi Jinping, sem varð leiðtogi kínverska kommúnista- flokksins í nóvember. Fréttaritari kanadíska blaðsins Globe and Mail sagði að brotist hefði verið inn í tölvu hans árið 2011 til að skoða skjöl um kínversk málefni. Saka Kína um víð- tækar tölvunjósnir  Kínverjar sagðir hafa brotist inn í tölvukerfi fjölmiðla Árásunum hefur fjölgað » Hillary Clinton utanríkis- ráðherra segir að tölvuárásum á stofnanir og fyrirtæki í Bandaríkjunum hafi fjölgað. » Bandaríkjastjórn þurfi að gera Kína og fleiri ríkjum grein fyrir því að hún líti árásirnar al- varlegum augum og sé stað- ráðin í að stöðva þær. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Heyrirðu fuglana syngja? eða ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnarfræðingi Hugsaðu þér að þú getir auðveldlega fylgst með sérhverju samtali, skynjað á réttan hátt hljóðin í kring um þig og getir án óþæginda verið í mjög mismunandi hávaða. Eða með öðrum orðum getir á eðlilegan hátt hlustað á það sem þú vilt heyra. Þetta er allt mögulegt með Verso, sem eru nýjustu og fullkomnustu heyrnartækin frá ReSound. fáanleg á ný! www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.