Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Hundruð þúsunda Kambódíumanna söfnuðust saman á götum Phnom Penh í gær til að fylgjast með því þegar lík Norodoms Sihanouks, fyrrv. konungs Kambódíu, var flutt frá konungshöll- inni í líkbrennsluhús í borginni. Líkinu er hér komið fyrir í vagni sem notaður var til að flytja það. Sihanouk lést í Peking í október, 89 ára að aldri. Hann var krýndur konungur árið 1941 en Rauðu khmerarnir neyddu hann til að segja af sér og settu hann í stofufangelsi árið 1976 þótt hann hefði stutt þá þegar hann komst til valda. Hann fór í útlegð til Kína árið 1979 og varð aftur konungur árið 1993. Hann afsal- aði sér völdum ellefu árum síðar. Þrátt fyrir stuðning Sihanouks við Rauðu khmerana naut hann mikilla vinsælda í Kambódíu. Áætlað er að a.m.k. 1,5 milljónir manna hafi verið drepnar eða dáið úr hungri og illri meðferð á valdatíma Rauðu khmeranna. AFP Hundruð þúsunda Kambódíumanna kveðja Sihanouk Yfirvöld í rúss- nesku borginni Volgograd hafa samþykkt að hún fái sitt gamla nafn, Stalíngrad, sex daga ársins þegar minnst er orrust- unnar um borgina í seinni heimsstyrj- öldinni. Orrustan var með afdrifa- ríkari atburðum styrjaldarinnar og stöðvaði framsókn þýskra hersveita á austur- vígstöðvunum. Í dag er þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að hermenn, undir forystu þýska herforingjans Frie- drichs von Paulus, gáfust upp fyrir sovéskum hersveitum sem vörðu borgina. Borgin var skírð eftir Stalín árið 1925 en fékk nafnið Volgograd 1961 eftir að Níkíta Khrústsjov afhjúpaði ógnarstjórn hans. Borgarstjórnin hefur nú samþykkt að nota eigi heitið „hetjuborgin Stalíngrad“ 2. febrúar ár hvert og fimm aðra daga þegar stríðsins er minnst, meðal annars „sigurdaginn“ 9. maí. Flokkurinn Sameinað Rússland, sem er stærstur á þingi landsins, er með meirihluta í borgarstjórninni. Fulltrúar hans segja að nafnbreytingin hafi verið sam- þykkt vegna „fjölda áskorana“ frá gömlum hermönnum. Andstæðingar flokksins segja að markmiðið með breyt- ingunni sé að auka fylgi hans fyrir kosningar sem fram fara í september. Þeir segja breytinguna lið í tilraunum Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta og bandamanna hans til að hampa Stalín sem miklum stríðsleiðtoga. „Það er svívirðilegt að endurskíra þessa miklu borg eftir blóð- þyrstum harðstjóra sem drap milljónir manna og olli rúss- nesku þjóðinni óbætanlegu tjóni,“ sagði Níkolaj Levítsjev, einn af þingmönnum rússnesku stjórnarandstöðunnar. Kommúnistar segja að 35.000 manns hafi skrifað undir áskorun um að borgin verði endurskírð Stalíngrad til frambúðar. bogi@mbl.is Orrustunnar minnst Stríðs- minjasafn skoðað í Volgograd. AFP Heitir Stalín- grad í sex daga Dermicore® - einstakar lífrænar brokkolí serum-húðvörur Bylting í vörn gegn öldrun húðarinnar! Sulforaphane, sérvirka efnið úr brokkolí, kann að vera lykillinn að heimsins áhrifaríkustu vörn gegn hrörnun húðfruma og ótímabærri öldrun húðarinnar! Virkjar eigin andoxunarframleiðslu húðfrumanna! Dermicore inniheldur sulforaphane úr lífrænt rækt- uðum brokkolí-spírum sem virkjar húðfrumurnar til að auka framleiðslu eigin andoxunarefna - það er ein áhrifamesta og langvirkasta leiðin til að verjast ótímabærri öldrun húðarinnar og stuðla að endurnýjun hennar. Heiðar Jónsson snyrtir „Brokkolí áhrifin virka eins og náttúruleg fegrunaraðgerð á húðina“ Heiðar verður á staðnum og veitir viðskiptavinum sérfræðiráðgjöf: Laugardaginn 2. febrúar kl. 10-14 Mánudaginn 4. febrúar kl. 15-18 Kynningar- tilboð 25% afsláttur Dermicore® - brokkolí húðvörudagar 1.-9. febrúar í Heilsuveri og Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22 www.brokkoli.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.