Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími 586 8080, fax 586 8081 www.fastmos.is Stórikriki 10 - 270 Mosfellsbær OP IÐ HÚ S Glæsilegt 225,6 m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Stórakrika 10 í Mosfellsbæ. Eignin er mjög vel skipulögð með fallegri innfelldri lýsingu og mikilli lofthæð, glæsilegar innréttingar og falleg gólfefni. V. 62,9 m. Opið hús sunnudag frá kl. 13:00 til 14:00 Mér ofbýður. Ég byrja á afætunum sem hafa fimmföld árslaun margra, bara fyrir setu í Hörpunefndunum, og telja það rétt sinn því að þær séu svo frábærar. Sama elítan og maður hefur séð í gegnum árin og hún er ennþá að, siðlaust og hroka- fullt. Ég mótmæli listamannalaun- um til þeirra, sem eru þegar í laun- uðum störfum. Voru þessi laun ekki ætluð þeim sem eingöngu störf- uðu að list sinni? Heildarupphæð 1600 störf. Væri ekki ráð að setja helming þjóðarinnar á þessi laun? Við erum jú öll svo flott listafólk. Já, það er auðvelt að sýsla með annarra fé. Búið að skipta þjóðfélag- inu í „þið og við“ og það af sjálfum jafnaðarmönnunum, en þeir kunna jú best að „jafna“ sín á milli. Engin rík- isstjórn sem þessi hefur steypt svo hratt og viljandi undan sér grunn- stoðum lífsins, atvinnunnar og fólks- ins. En ESB á víst að sjá um okkur. Össur lýsti svo vel í Kastljósi á dög- unum dásemdum ESB, og þar með vangetu ykkar til að stjórna. Takk fyrir þá staðfestingu. Gott væri nú að fá upplýsingar um heildarkostnað ráðherra og þingsporslur. Gefið okk- ur upp líka kostnaðinn við ESB og stjórnlagabreytingarnar, og þá sjáum við hvort ekki hefði verið hægt að kaupa tæki á sjúkrahúsin. Því voru þjóðin og stofnanirnar ekki byggðar upp í staðinn fyrir hræ- gamma og höggorma (peningaelít- una)? Af hverju virka ekki ríkiskerfin og af hverju er alltaf allt í athugun? Það vantar aga og ábyrgð eða eruð þið öll gjörsneydd þeim vitsmunum sem þarf til þess að gegna þeim störfum sem þið fáið góð laun fyrir, ég bara spyr? Barna- og dýraníð fljóta bara eins og önnur erfið mál, en svo gapið þið öll er opnast á umræðu. Það er ekki tekið á neinu nema með enda- lausu tali. Kerfið virkar ekki. Ég hef ekki trú á dómskerfinu, auðvitað biðu þeir eftir fyrningu á olíumálinu, ég sagði það strax og það gekk eftir. Í dómskerfinu situr að ætla mætti svo fátækt fólk að væntanlega þarf það laun til æviloka. Þar og hjá stjórn- málafólki er mikilmennskan á svo háu stigi að það gefur út bækur um sjálft sig þó engin afrek séu að baki til lands og þjóðar, önnur en að taka há laun. Nei, þessi sjálfhverfa er ekki til góðs. Dóms-, kirkju- og stjórn- málabáknið er orðið of stórt ofan á grunnstoðirnar. Þið getið ekki öll verið á jötunni. Takið ykkur á svo hægt verði fyrir okkur hin að lifa í þessu fallega landi okkar. Látið af frumhvötunum um græðgi og völd. Athuga þarf sveitarfélögin sem öll eru á hausnum, launagreiðslur, síma, bifreiðar og fleira. Þau eiga ekki að vera skemmtikraftur við að hafa ofan af fyrir fólki frá vöggu til grafar. Hvað er málið með þessa hjarð- hegðun? Því er RÚV-gjaldið svona hátt, þar sem of mikið er um end- urtekningar og matreiðsluþætti. Að lokum þakkir til forseta lands- ins og þjóðarinnar fyrir að hafna ICESAVE. Þið Össur, Svavar Gests- son og jafnaðarfólk, þetta er ekki ykkar sigur, – og Jóhanna Sigurð- ardóttir, ef ég man rétt stóðst þú ekki með þjóð þinni og tókst ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, því að þér þótti hún of lítilsigld. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Til þeirra er völdin hafa Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir Árni Matthíasson, sem oft skrifar ágæta pistla í Morgunblaðið, fer svolítið yfir strikið í pistli sem birt- ist 30. janúar. Hann hefur búið til mælikvarða á pólitík sem er þannig: Hægri- menn eru þeir sem afneita hnatthlýnun af mannavöldum og vinstrisinnað fólk er á móti erfða- breyttum mat- vælum. Þessi kvarði er ekki út í hött en of ónákvæmur. Samkvæmt honum væri undirritaður, og marg- ir aðrir, vinstrisinnaður þegar kem- ur að loftslagsmálum og hægrisinn- aður þegar talið berst að genafræðunum. Það sem ræður a.m.k. eins miklu um þessar skoð- anir fólks og pólitíkin er þekking- arstigið. Þeir sem hafa litla þekk- ingu geta einfaldlega sagt það sem þeim finnst. Tilfinningaþættir, t.d. „ógeðsfaktorinn“ (The Yuk Factor), geta haft áhrif á það sem fólki „finnst“ um erfðabreytt matvæli. Og það virðist vera auðvelt að móta almenningsáhrif með óvönduðum rannsóknum. Dæmi er rannsóknir prófessors Gilles-Eric Séralini frá því í fyrra á rottum sem virtust sýna að dýr sem innbyrða erfðabreyttan mat fengju krabbamein. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið hraktar en það virðist litlu breyta. Vitleysur sem einu sinni eru komnar í umferð haldast þar býsna lengi. Fólk sem ræðst með oddi og egg gegn erfða- tækni og erfðabreyttum matvælum beitir hvers kyns gervirökum og út- úrsnúningum og endurtekur þetta í sífellu. Þessi áróðursaðferð virkar alltaf jafnvel. Þessir andstæðingar erfðatækninnar hafa náð ótrúlegum árangri í að móta almenningsálitið, og hefur jafnvel tekist að smeygja sér inn í ráðgjafarnefndir og áhrif á mótun reglugerða og laga sem snerta þennan málaflokk. Þetta er ójafn leikur. Annars vegar vísindamenn sem ekki vilja setja frá sér efni nema það sé allt vandlega undirbyggt, og hins vegar lýðskrumarar sem fullyrða hvað sem er út í loftið og skrifa jafnvel heilu bækurnar af undraverðu þekkingarleysi í gríð og ergi. Þann- ig láta þeir fólkið sem hefur þekk- inguna um að mótmæla vitleysunni, en það hefur náttúrulega aldrei undan (smörklípuaðferðin). Jafnvel Matvælaöryggisstofnun Evrópu hefur ekki undan að fletta ofan af óvönduðum vinnubrögðum á þessu sviði. Staðreyndin er sú að andstæð- ingar erfðabreyttra matvæla og erfðatækni eru almennt undursam- lega lausir við þekkingu á því sem þeir eru að fjalla um. En þeir kom- ast upp með þetta vegna þess að fólk er almennt varnarlaust vegna þekkingarskorts. Dæmi um erlend- an áróðursmeistara af þessu tagi er jógaiðkandinn Jeffrey Smith sem skrifar metsölubækur um gena- fræði sem hann er enginn sérfræð- ingur í. Við höfum líka þokkalegan hóp af svona fólki hér á landi sem skrifar greinar gegn erfðabreyttum matvælum af óhemju dugnaði og vanþekkingu. Og svo að því sé til skila haldið: Erfðaefni sem við inn- byrðum með mat er hlutað í sundur í meltingarveginum. Það kemst ekki inn í frumurnar í okkur! Ég hef fært nokkur rök fyrir því að sjónarmið „genabreytinga- andstæðinga“ mótist nokkuð af van- þekkingu, og það sama mun vera uppi á teningnum varðandi „hnatt- hlýnunarafneitara“. Og nú bendi ég Árna á að bæta fleiri breytum inn í pólitíska tommustokkinn. ÓLAFUR HALLDÓRSSON, B.S. í líffræði. Nýr tommustokkur til að mæla pólitík Frá Ólafi Halldórssyni Ólafur Halldórsson Frá stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs hafa kristallast ákveðin átök. Þar sem ann- arsvegar hafa staðið útivistarfólk og nátt- úruunnendur en hins- vegar friðunarsinnar og forræðishyggja. Umræðan hefur oft á tíðum verið forvitnileg og fróðleg en lengst af samt full af upphróp- unum. Í Vonarskarði, Bárðargata, Vatnajökulsleið, er ein elsta þjóðleið á Íslandi. Hennar er fyrst getið í Landnámu er Bárður flutti suður yf- ir með allan sinn bústofn. Síðan hef- ur hún sjálfsagt verið oft farin, og ratar inn á kort frá 1650, undir nafn- inu Vatnajökulsleið. Fljótlega í upp- hafi bílaaldar var farið að skrönglast hestaleiðirnar þarna rétt eins og á Sprengisandi og Kjalvegi. Nú bar svo við að við stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs var ákveðið að loka liðalega 70 leiðum. Sátt var um flest- ar, eftir standa um 8 leiðir sem deilt er um. 5 á Tungáröræfum, flestar smálegar, til dæmis tenging við Sylgjujökul, aðkoma stangveiði- manna að Þórisvatni, hringleið um Sáttmálsörkina, upp að Kerlingu. Aðrar leiðir eru stubbur að Svartá, Vikrafellsleið (Leið norðan Öskju) og Vonarskarð. Ekkert af þessum leiðum kallar á mikið breytta jeppa. Í raun eiga allar þessar leiðir það sameiginlegt að mér er óskiljanlegt hvers vegna þeim er lokað. Ef við veltum fyrir okkur Vonarskarðinu þá er lokað rétt um 10 km bút af Bárðargötunni milli Svarthöfða og Gjóstu. Á þessari leið liggur leiðin um eyðisanda, enda er ekki verið að vernda gróður. Hann er einfaldlega ekki til staðar. Ekki er verið að búa til víðerni. Til þess er stubburinn sem lokað er of stuttur eða rétt um 10 km og liggur þar að auki með gömlum varnargarði. Ekki er verið að koma í veg fyrir truflun mismun- andi fararmáta, gönguleiðin og akst- ursleiðin liggja ekki saman nema að örstuttum spotta sem mætti jafnvel breyta og ekki truflar vélarhljóð í september göngumann í júlí. Ekki er verið að vernda dýralíf og ekki Snapa- dal þar sem aksturs- leiðin ólíkt gönguleið- inni liggur ekki um hverasvæðin. Í raun skil ég ekki tilganginn með þessu banni, nema þá helst að slíta í sund- ur skemmtilega hring- leið. Útivistarfélögin komu sameiginlega með málamiðlunartillögu um að heimila akstur eftir 1. sept. en leyfa gönguumferð allt árið. Gönguumferð er að mestu horfin af svæðinu eftir verslunarmannahelgina. En þeir sem vildu ganga við trúss gætu þá farið seinnihlutann. Ég hefði helst viljað nota dagsetninguna 15. ágúst svo foreldrar ættu kost á að fara með skólabörn. Fjölmennur fundur um samgöngumál í Vjþ, sem haldinn var í Nauthólsvík vildi halda leið- unum opnun, rétt eins og meirihluti svæðisráðanna. Ráðherra skipaði nefnd til að fara ofan í samgöngumál Vjþ. Það fór hinsvegar svo að nefnd- in klofnaði í afstöðu sinni. Helming- urinn fylgdi málamiðluninni með þeim fyrirvara þó að samhliða opnun yrði farið í skoðun á áhrifum um- ferðar á svæðið. Hinn hlutinn vildi bann við allri umferð. Báðir hóp- arnir vildu láta rannsaka, fylgjast með áhrifum umferðar á svæðinu enda njóti náttúran alltaf vafans. Ég skil hinsvegar ekki hvernig hægt er að rannsaka áhrif umferðar þegar búið er að banna alla umferð. Engin umferð eftir til að rannsaka. Fyrir utan að ef öll umferð er bönnuð þá á það auðvitað líka um gangandi og ríðandi umferð. Hvernig er þá hægt að rannsaka? Hitt er aftur annað mál, að að sumu leyti skil ég bann við allri umferð betur en aksturs- bannið, því ef hugmyndin er að minnka álag á Snapadal og hvera- svæðin þar þá stafar þeim meiri hætta af göngufólki þar sem göngu- leiðin liggur um dalinn en umferð um slóðann sem liggur mikið austar, austan Svarthöfða. Stjórn Vjþ tók hinsvegar þriðja kostinn. Lokaði Vonarskarði fyrir akandi og ríðandi umferð en leyfði göngu og sagðist ætla að fara í rannsókn á áhrifum umferðar þar sem öll umferð hafði verið bönnuð. Í stað þeirrar rann- sóknar sem auðvitað var ógerlegt að gera var farið í megindlegar og eig- inlegar rannsóknir á viðhorfi fólks til annarsvegar Vonarskarðs-leiðar milli Gjóstu og Svarthöfða og hins- vegar á Vikrafellsleið. Ég hef trú á því fólki sem er að vinna þær rann- sóknir en auðvitað eru þær ekki mat á áhrifum umferðar. Hvaða vafa náttúran eigi að njóta eftir slíka rannsókn er erfitt að sjá. Svona rétt eins og með nýjasta útspil forstjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Núna er ver- ið að stækka þjóðgarðinn. Drög þess efnis liggja fyrir og í þetta sinn er al- menn og góð sátt. Þá kemur að vísu eitt sérálit frá stjórnarformanni Vatnajökulsþjóðgarðs um bann við akstri í vatni án þess að það fari í rannsókn á umhverfisáhrifum fyrst! Tilgangurinn að loka 3 áhugaverðum leiðum. Á samt í alvöru að fara að banna akstur yfir vatn. Á þá t.d. að loka Þórsmörk með sömu rökum? Núna þegar endurskoðun stjórn- unar- og verndaráætlunarinnar stendur yfir þarf að láta skynsemina ráða. Ekki þá sem alltaf velja ófrið frekar en frið sé hvors tveggja kost- ur. Snúa sér að því að byggja brýr aftur yfir til íslensks útivistarfólks, náttúruunnenda, opna þessar 8 leið- ir, lagfæra ákvæði um veiðar, reið- mennsku og tjöldun svo garðurinn geti orðið sú perla sem við svo mörg höfðum væntingar og loforð um. Vonarskarð, tákngervingur frjálsrar ferðamennsku Eftir Einar Kristján Haraldsson »Núna þegar endur- skoðun stjórnunar- og verndaráætlunar- innar stendur yfir þarf að láta skynsemina ráða. Ekki þá sem alltaf velja ófrið frekar en frið sé hvors tveggja kostur. Einar Kristján Haraldsson Höfundur er tæknifræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.