Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 - með morgunkaffinu Í heildstæðri lög- gjöf um málefni aldr- aðra nr. 125/1999 segir um tilgang lagana; Lögin fela í sér þau markmið að gera öldr- uðum fært að lifa eðli- legu heimilislífi eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt. En hvernig er sá raunheimur sem blasir við öldruðum. 55 eldri borg- ara dagar sjúka uppi í rúmum Landspítala? Auðvitað ekki óeðli- legt, þó ráðamenn fárist yfir, því samkvæmt ofangreindum lögum eiga aldraðir að njóta jafnréttis til sjúkrahússvistar, sem hver annar, ef sjúkdómar verða í vegi og minnka lífsþrótt. Þar eiga þeir að fá þjón- ustu og alúð sem þeir þurfa. Hvern- ig stendur þá á væli embættismanna nú vegna þessara sjúku eldri borg- ara sem fá notið sjúkrahúsvistar og þeirrar frábæru ókeypis þjónustu sem Landspítalinn er þekktur fyrir? Emb- ættismanna, sem ann- ars eru svo góðir, gegn- ir og sannfærandi. Það er vegna þess að til eru sérbyggð sjúkrahús fyrir aldraða sem heita hjúkrunarheimili. En samkvæmt nýjasta verklagi vistunarreglna mættu heita „líkn- arhús“, því þangað komast einungis í rými aldraðir eða aðrir fár- sjúkir. Það á auðvitað að hola ofan- greindum Landspítalasjúklingum þar, því þá er hægt að rukka þá um rúmar 300 þúsund krónur og rík- issjóð um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði fyrir rúmið. Stóri vandinn er hins vegar sá að það eru engin pláss á hjúkr- unarheimilum á lausu. Framundan eru 50 rými í Garðabæ, sem verða sjálfsagt nýtt af þeim sem nú dvelja á Vífilsstöðum. Hafnarfjarðarheim- ilið er í óvissu eftir margra ára und- irbúning og Sléttuvegsheimilið var strikað út í nýjustu áætlun. Hvert skal haldið þá, ef ekki er hægt að þjóna þessu sjúka fólki höfuðborg- arsvæðisins með viðunandi hætti? Það virðist engin vita neitt um það, síst af öllu ofangreindir. En forstjóri Landspítala og sjálfur lögverndari velferðar, velferðarráðherrann, sem hafa sameiginlega ábyrgð á lokun margra deilda Landspítala, m.a. líknardeildar aldraðra á Landakoti, og ætlaðri hækkun launa forstjór- ans, bara væla. Þeir eru þar með ráðalausir ef hagsmunir aldraðra eru í þeirra verkferli, sem og bæði núverandi Alþingi og ríkisstjórn sem segist vera velferðarríkisstjórn. Ef menn kynnu að skammast sín, er núna gott tækifæri. Brettið upp ermar og komið ykkur að verki og verið ekki þær mýslur sem raun ber vitni. Einn samferðamaður minn flutti mér þau döpru tíðindi að hann hefði fáar krónur til framfærslu, vegna þess að hann væri að greiða TR til baka vegna konu sinnar, sem þurfti á sjúkrahúsaþjónustu að halda, en var vistuð á hjúkrunarheimilli. Þetta er velferðarstaða mín, sagði hann, sem hef greitt tryggingariðgjald í rúm 60 ár fyrir tryggingabætur ef lent væri í mótvindi. Búum við ekki í samfélagi lýðræðis og réttlætis? spurði þessi vitri samferðamaður mig. Hann bætti við að honum fynd- ist yngra fólkið í stjórnmálum ekki lengur vaxa og dafna frá rót sinni og vera alltof mengað af allskonar al- heimsverkjum og væðingu sem deyfir vitund um hvernig samfélag við vildum búa okkur. Það virðist vera nauðsynlegt, sagði hann, að minna það fólk á sem nú situr að stjórnvaldi, að við sem erum á átt- ræðisaldri höfum greitt trygging- ariðgjald frá 16 ára aldri og mörg okkar hafa greitt skatt af lífeyr- issjóðsiðgjaldi stærsta hluta starfs- ævinar, samt er lífeyrir okkar skatt- lagður að fullu, það er tvískattlagning sagði hann og bætti við að skerðingar á áunnum tryggingabótum væru ekkert annað en tvískattlagning sem væri and- stæð meginreglum og lögum sam- félagsins og yrði ekki skilgreind sem annað en gróf misbeiting valds til eignarnáms, líkt og ítalskar mafí- ur tíðka. Eignaupptaka og tilfærsla fjármuna frá almenningi til að greiða skaðann sem varð er enn lög- málið – hvílík snilld. Við verðum að fá nothæfa Arnarhólsstráka og -stelpur sem láta ekki mata sig á efnahagsfræðum amerískra háskóla – þeirri hörmulegu hagfræði sem margoft hefur verið á leið með sam- félagið lóðbeint i gjaldþrot. Hún verður aldrei í askana látin sú fræði, né nothæf við fram- komnum raunum eins og hag- fræðispekingar hafa margoft stað- fest með öngulinn í bakhlutanum þegar eftirtekjur heimskuverka þeirra voru metnar. Ríkisstjórn sem ekki ber gæfu til að sjá skóginn fyr- ir trjánum í þessum efnum á að hverfa út í hafsauga. Hana nú, sagði hann að lokum, enda orðinn veru- lega heitur, – maður spyr eins og Kötluskáldið spurði í mótlæti for- tíðar: „Er hið sjálfstæða Ísland þá frelsisins friðland, ef fólk sem vill rísa, á þar hvergi griðland.“ Hann stundi og stamaði, – heyrðu annars, hann Ásmundur Stefánsson hag- fræðisnillingur skammaði þig og aðra talsmenn okkar fyrir að gagn- rýna ekki stjórnvöld því útreikn- ingar hans sýndu að við sem nú er- um á ævikvöldi, erum fyrir löngu búin að greiða okkar umsýslukostn- að. Ásmundur hlýtur að vera sterka ljósið í myrkrinu, þrátt fyrir allt og ekki síst fyrir alla þá niðurlægingu sem aldraðir þurfa að þola á sjálfs- mati sínu, og bætti við, já góður Guð, láttu endilega gott á vita. Hörmuleg staða ráðalausra Eftir Erling Garðar Jónasson Erling Garðar Jónasson » „Er hið sjálfstæða Ísland þá frelsisins friðland, ef fólk sem vill rísa, á þar hvergi grið- land.“ Höfundur er tæknifræðingur. Undanfarna daga hefur verið nokkur umræða um fyrirhug- aðar breytingar á verði og afsláttar- kjörum hjá Íslands- pósti vegna dreifingar blaða og tímarita. Nokkurs misskilnings hefur gætt í um- ræðunni og fullt til- efni til að leiðrétta það hér með. Í fyrsta lagi er það ekki hlut- verk Íslandspósts að styrkja út- gáfu eða dreifingu fréttablaða, enda væri fyrirtækinu með öllu óheimilt að mismuna viðskipta- vinum með slíkum hætti. Íslands- póstur er ekki ríkisstyrkt einok- unarfyrirtæki heldur fyrirtæki í opinberri eigu sem hefur einkarétt á dreifingu bréfa upp að 50 g. Öll önnur starfsemi fyrirtækisins, sem stendur undir tveimur þriðju hluta tekna þess, er í samkeppnis- rekstri. Á móti einkarétt- inum hefur fyrirtækið skyldu til að dreifa bréfum og pökkum allt að 20 kg hvert á land sem er 5 daga vikunnar allan ársins hring, og skal verð- lagning þeirrar þjón- ustu vera „sanngjörn og taka mið af eðli- legum kostnaði“ eins og segir í lögum um póstþjónustu. Hver sá, sem hefur aflað til þess tilskilinna leyfa, getur því sinnt dreifingu bréfa, blaða og annarra sendinga,sem eru þyngri en 50 g. Almennt séð falla héraðsfréttablöð undir þenn- an þyngdarflokk, það er að segja í samkeppnishluta starfseminnar, og er hverjum og einum frjálst að dreifa blöðum og tímaritum sem eru yfir 50 g að þyngd hvar sem er á landinu. Raunin er reyndar sú, að sum héraðsfréttablöð leita til annarra um dreifingu í þéttbýli, þar sem hún er jafnan hagkvæm, en láta Póstinum eftir að dreifa í dreifbýli, þar sem kostnaður við dreifingu er til muna meiri en tekjunum nemur af dreifingunni, en það er hluti af alþjónustu- skyldu Íslandspósts. Til þessa hefur vöruflokkurinn „blöð og tímarit“ verið byggður upp á annan máta en almennar þyngri sendingar. Sá munur á rætur að rekja allt fyrir daga Ís- landspósts eða þegar Póstur og sími var rekinn sem eitt fyrirtæki. Þá voru blöð og tímarit í mjög lágum verðflokki, eflaust til að auðvelda útgáfu og dreifingu þeirra vítt um land, og var raunar rekstur pósthluta Pósts og síma niðurgreiddur um tíma af síma- hluta rekstrarins. Við aðskilnað Pósts og síma árið 1998, þegar hlutafélagið Íslands- póstur hf. var stofnað, varð fyrir- tækið að byggja upp rekstur sinn að fullu með tekjum af seldri þjón- ustu og vöru. Þá var verðlagning hinna ýmsu vöruflokka tekin til gagngerrar endurskoðunar með það í huga að verðlagning end- urspeglaði í meginatriðum til- kostnað við dreifingu einstakra vöruflokka. Með verðskrárbreytingu nú fyr- ir vöruflokkinn „blöð og tímarit“, er samræmingu í verðlagningu að mestu náð. Sé breyting á verð- lagningu dreifingar á blöðum og tímaritum skoðuð yfir 15 ára tíma- bil, þá er ljóst að hún hefur orðið mun meiri en verið hefur á mörg- um öðrum vöruflokkum. Skýringin liggur að töluverðu leyti í því, hve verðskrá var langt frá því að standa undir raunkostnaði við dreifingu blaða og tímarita í byrj- un þess tímabils í samanburði við raunverulegan tilkostnað við dreif- ingu annarra vöruflokka. Á síðustu árum hefur Íslands- póstur gert umfangsmiklar breyt- ingar á dreifikerfi einkarétt- arbréfa (bréf undir 50 g) í hagræðingarskyni og því hafa fylgt töluverðar breytingar á upp- byggingu verðskrár sem nær yfir þyngdarflokkinn 0-50 g. Breyting á þeirri verðskrá er háð samþykki Póst- og fjarskiptastofnunar og hefur núgildandi verðskrá verið í gildi í um hálft ár. Samhliða þeirri breytingu á skilmálum, verðskrá og afsláttum sem tók gildi um mitt síðasta ár var þeim tilmælum beint til Íslandspósts að verðskrá þyngri bréfa, 51g-2 kg, sem verðskrá fyrir blöð og tímarit hef- ur fylgt, yrði tekin til endurskoð- unar með það að markmiði að auka gegnsæi og að burðargjald endurspegli raunverulegan kostn- að af þjónustunni. Verðskrár- breytingin nú nær einnig til þess að afsláttarkjör eru samræmd þannig að þau taki mið af póst- lögðu magni. Sú eðlilega krafa er gerð til Ís- landspósts að fyrirtækið skili rekstrarafgangi, ásættanlegri arð- semi og greiði eigendum sínum arð. Skyldur fyrirtækisins eru þannig við eigendur sína, almenn- ing í landinu, og felast þær í því að það sé vel rekið og veiti góða þjónustu. Krafa um niðurgreidda þjónustu Íslandspósts með skír- skotun til þess að fyrirtækið sé einokunarfyrirtæki í eigu ríkisins er í raun krafa um opinberan stuðning. Stjórnendur Íslands- pósts hafa ekki heimild til og er þeim raunar bannað samkvæmt ákvæðum laga um póstþjónustu sem og samkeppnislaga að byggja verðskrá á huglægu eða pólitísku mati. Sé vilji til þess að styrkja útgáfu fréttablaða með ein- hverjum hætti þá þarf að gera það með gegnsæjum hætti með bein- um fjárframlögum. Ákvörðun um slíkt er eins og áður sagði ekki hlutverk Íslandspósts og því ekki á valdsviði stjórnenda fyrirtæk- isins. Verð endurspegli kostnað Eftir Ágústu H. Steinarsdóttur » Skýringin liggur að töluverðu leyti í því, hve verðskrá var langt frá því að standa undir raunkostnaði við dreif- ingu blaða og tímarita Ágústa H. Stein- arsdóttir Höfunur er forstöðumaður markaðs- deildar Íslandspósts. Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.