Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 ✝ Karólína Frið-rika Hall- grímsdóttir fædd- ist 26. júlí 1921 á Akureyri. Hún lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 23. janúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Ragnheið- ur M. Söebech, kaupkona, f. 10.3. 1894 í Reykjafirði í Árneshreppi, d. 22.7. 1977 og Hallgrímur Þorvaldsson, öku- maður, f. 27.9. 1894 á Akureyri, d. 8.12. 1925. Fósturforeldrar Karólínu voru Ólöf Jónsdóttir, f. 16.5. 1900 á Rifkelsstöðum í Eyjafirði, d. 13.2. 1984 og Ey- þór J. Hallsson, skipstjóri, f. 4.8. 1903 á Hofsósi, d .4.2. 1988. Systur Karólínu eru Sigríður jánssyni og eiga þau þrjú börn, Helgu Maríu, Kristján Benóný og Brynhildi, og Karólína, f. 1977. 3) Ragnheiður f. 6.12. 1956, sonur hennar og Guð- mundar Þorsteinssonar, f. 1954 er Árni Þór, f. 1975 en hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa. 4) Árni f. 11.1. 1959, kvæntur Ragnheiði Árnadóttur, f. 1963, þeirra börn eru Selma, f. 1994 og Andri f. 1998. 5) Eyþór f. 29.6. 1960. Karólína fluttist með fósturforeldrum til Siglu- fjarðar 1930. Hún lauk gagn- fræðaprófi 1938 og verzl- unarprófi frá VÍ 1942. Hún starfaði við Apótek Siglufjarðar 1938-42, vann á skrifstofu Síld- arverksmiðja ríkisins 1942-1946 og seinna meir á skrifstofu Skeljungs. Karólína var skáti á Siglufirði allt frá því í tíð Hrefnu Tynes og starfaði heil- mikið í Slysavarnafélaginu Vörn. Karólína verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag, 2. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Ingibjörg, f. 14.5. 1920, d. 15.1. 2008 og Halla Kristjana, f. 1.5. 1925. Karól- ína giftist 28.10. 1944 Haraldi Árna- syni, umboðsmanni Skeljungs, f. 4.5. 1922, d. 29.12. 2009. Foreldrar hans voru Guð- björg Krist- insdóttir, ljós- móðir, f. 3.10. 1898 og Árni Kristjánsson, skipstjóri, f. 29.9. 1891, d. 10.11. 1969. Börn Kar- ólínu og Haralds eru: 1) Ólöf Þórey, f. 21.6. 1943, sambýlis- maður Ásgeir Sigurðsson f. 1937, 2) Helga, f. 12.4. 1951, gift Erlingi Björnssyni, f. 1944. Þeirra dætur eru Íris Rut, f. 1972, gift Kristjáni Fr. Krist- Mig langar að minnast með nokkrum orðum tengdamóður minnar, Karólínu Friðriku Hall- grímsdóttur, sem lést á 92. ald- ursári 23. janúar sl. eftir stutt veikindi. Kynni okkar hófust þegar við Árni sonur hennar felldum hugi saman. Þá voru Karólína og Haraldur tengdafaðir minn heit- inn komin á efri ár. Mér var tekið opnum örmum af þeim báðum og á þeim tuttugu árum sem liðin eru höfum við Árni, ásamt börnum okkar, þeim Selmu og Andra, átt góðar og eftirminnilegar stundir með þeim hjónum, hvort heldur var á Siglufirði þar sem þau bjuggu eða í heimsóknum þeirra hingað suður. Karólína var húsmóðir af gamla skólanum eins og við nú- tímakonurnar segjum gjarnan. Hún sinnti heimilinu af miklum myndarskap og hafði mikinn áhuga á allri matargerð sem við nutum góðs af. Mér hefur stund- um orðið hugsað til þess hvernig hún fór að í litla eldhúsinu á Laugaveginum með barnahóp- inn sér við hlið. Við fjölskyldan komum þar heldur ekki að tóm- um kofunum. Þar var hugsað fyrir öllu. Fyrir brottför suður í Kópavoginn hlóð hún á okkur ýmsu góðgæti, sem okkur var ætlað að hafa meðferðis á heim- leið. Enginn átti að verða svang- ur á leiðinni. Karólína hafði gaman af því að rifja upp liðna tíð, enda var minni hennar var ótrúlegt. Hún rifjaði t.d. gjarnan upp ferð okk- ar tveggja í Bláa lónið sem við fórum í fyrir mörgum árum. Sú ferð var henni ætíð í fersku minni enda áttum við góða stund saman í því ferðalagi. Fyrir utan matargerð og góð- ar sögur hafði tengdamóðir mín gaman af að horfa á knatt- spyrnu. Oftar en ekki sagði hún mér frá því að hún hefði verið að fylgjast með leikjum í sjón- varpinu. Í síðustu heimsókn okkar fjölskyldunnar til hennar lá bók um knattspyrnugoðið Ro- naldo á náttborðinu. Góður smekkur þar á ferð! Þar sem Karólína bjó á Siglu- firði, en við fjölskyldan hér fyrir sunnan átti hún færri samveru- stundir með okkur en ella. Hug- ur hennar var samt hjá afkom- endum sínum fyrir sunnan, enda prýddu myndir sem við sendum borð og veggi á Laugaveginum og síðar herbergi hennar á öldr- unardeildinni. Við tengdamóðir mín sendum líka hvor annarri stöku sinnum bréf eða kort og í síðasta korti hennar til mín bað hún fyrir kæra kveðju til „krakka og karls“. Í einu bréfanna rifjar hún líka upp í gamansömum tón, að hún hafi eitt sinn sagt við bóndann að hún væri farin að skrifa svo illa og hann hafi svarað að bragði að það hafi hún reyndar alltaf gert. Hún hefði þá sagt við hann, að ef svo hefði verið þá væri hann nú ekki á lífi, þar sem þá hefði hún ekki getað lesið eigin skrift í matreiðslubókun- um sínum frá Húsmæðraskól- anum í Eyjafirði, svo notuð séu hennar eigin orð. Nú á tímum netsamskipta, sem eiga sér stuttan líftíma, finnur maður hvað það er dýr- mætt að eiga þessi samskipti á milli okkar Karólínu vandlega geymd í minningarkassanum. En nú er lífshlaupi Karólínu lokið. Amma á Sigló, eins og barnabörnin hennar, Selma og Andri nefndu hana gjarnan, mun lifa áfram í minningum okkar. Ragnheiður Árnadóttir. Atvikin höguðu því svo til að ég fór til frændfólks míns á Siglufirði, þegar ég var 15 ára og var tvo vetur í Gagnfræða- skólanum þar. Í skólanum kynntist ég m.a. stelpu, sem varð ein mín besta og tryggasta vinkona. Á heimili foreldra hennar, Karólínu Hallgrímsdóttur og Haraldar Árnasonar, var mér tekið sem aufúsugesti. Mér fannst mikið til þeirra og barna þeirra koma. Þau voru líka öll svo góð og falleg – einstök fjöl- skylda. Seinna áttaði ég mig á sorg- inni, sem bjó undir niðri og mót- aði heimilislífið. Karólína, Kalla, sem var glæsileg, gáfuð kona, veiktist af þeim sjúkdómi, sem er e.t.v. hvað erfiðast að bera og erfiðastur er í meðförum og engin vissa um endanlegan bata. Ekki óraði mig fyrir að hið sama myndi sækja mig heim og Köllu. Óskaði þess bara að ég mundi verða fær um að standa nokkurn veginn upprétt eins og hún gerði. Hún hefur verið fyrirmynd mín í því eins og svo mörgu öðru. Í mínum huga verður skarð Karólínu Hallgrímsdóttur, vin- konu minnar, ekki fyllt. Hún verður borin til grafar frá Siglufjarðarkirkju í dag. Góða ferð, elsku Kalla. Fjölskylda mín sendir börn- um hennar og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Sigrún (Bista.) Þeir sem taka ókunnugum sem berja að dyrum hjá þeim opnum örmum, gefa svöngum að borða og leyfa þreyttum ferða- löngum að hvíla lúin bein eru að sönnu göfugar manneskjur. Fyrr á öldum gat það orðið spurning um líf eða dauða að mæta slíkum höfðingsskap, þeg- ar verulega reyndi á. „Vertu gestrisinn, jafnvel við óvini þína,“ segir ein af aðalpersónum skáldsögunnar Vesalingarnir eftir Victor Hugo og gestrisni var löngum talin með æðstu dyggðum. Sannur höfðingsskap- ur og gestrisni við ókunnugar manneskjur er sannur kærleik- ur. Karólína Hallgrímsdóttir átti til að bera þennan dýrmæta eig- inleika og það get ég vitnað um, því að ég barði sjálf að dyrum hjá henni, alls ókunnug henni, einn sumardag fyrir margt löngu. Við vorum þá á ferðalagi um Norðurland, fjölskyldan, í gamalli Volkswagenbjöllu og vorum vegmóð og þreytt þegar við komumst loks yfir hið hrika- lega Siglufjarðarskarð niður í bæinn. Við Karólína höfðum aldrei hist en þar sem Ólöf dótt- ir hennar var vinkona systur minnar fannst mér rétt að heilsa upp á hana og Harald. Ég hélt að ég myndi stansa á tröppunum hjá henni í fimm mínútur eða svo en Karólína tók okkur eins og við værum börnin hennar og það var rétt eins og hún hefði beðið eftir okkur og vitað að við værum á leiðinni, svo eðlilegar voru þessar hjart- anlegu móttökur. Karólína bauð okkur í kvöldverð en á meðan við biðum eftir honum fór Har- aldur með okkur í jeppanum sínum í kynnisferð um bæinn og nágrennið. Við Karólína sátum svo smá- stund saman í sólbaði úti á tröppum því að það var glamp- andi sólskin og blankalogn þennan dag. Við spjölluðum um heima og geima og þá kynntist ég því hversu góður sögumaður hún var en ekki grunaði mig þá að ég ætti eftir að njóta sér- stæðra frásagna hennar allt til þess að hún var komin á tíræð- isaldur. Í minningunni er ljómi yfir þessum sólríka degi okkar á Siglufirði og ég veit að það er fyrst og fremst þeim öðlingun- um Karólínu og Haraldi að þakka. Þetta voru mín fyrstu kynni af Karólínu Hallgrímsdóttur en á samskipti okkar og samtöl upp frá því og til síðustu stundar bar aldrei hinn minnsta skugga. Öll framkoma hennar og tal ein- kenndist af hljóðlátri tign. Hún hækkaði aldrei róminn, talaði aldrei illa um nokkurn mann svo ég heyrði og varð ekki tíðrætt um sjálfa sig. Þannig eiga sann- ar hefðarkonur að vera. Ég og fjölskylda mín sendum börnum Karólínu og öðrum af- komendum hugheilar samúðar- kveðjur. Guðrún Finnbogadóttir. Það var sumarið 1995, sem ég fór með vinkonu minni Ólöfu norður á Siglufjörð. Sól skein í heiði og það var yndislegt sum- ar. Þarna kynntist ég Karólínu, sem tók á móti okkur með kost- um og kynjum bæði í mat og drykk. Þessi margra barna móð- ir og húsfreyjan að Laugarvegi 33 sá sannarlega um sína. Allt- umvefjandi góð og greiðvikin. Það var gott og eftirminnilegt að koma í heimsókn á Laug- arveg 33 og áttum við marga góðar stundir saman. Öll okkar samskipti upp frá því einkennd- ust af vináttu og væntumþykju. Þegar hún kom í bæinn komu þær mæðgur oft í heimsókn í kaffi og spjall. Við leystum stundum lífsgát- una í gleði og gáska. Nú er góð kona og gegn farin á braut til feðranna –södd ævidaga. Megi Guð blessa hana og taka henni vel fyrir handan. Takk fyrir allt. Samúðarkveðjur sendi ég til ættingja og vina. Greta Freydís Kaldalóns Karólína Friðrika Hallgrímsdóttir Í dag kveð ég Sigríði Ólafs- dóttur, Siggu Ólafs eins og hún var alltaf kölluð, með miklum söknuði í hjarta. Við kynntumst fyrir 40 árum þegar ég hóf störf hjá RARIK. Hún tók mér opnum örmum og við tengd- umst traustum böndum og aldrei bar skugga á vináttu okkar. Ýmislegt gerðum við saman stelpurnar í „Fernunni“. Fór- um í sumarbústaði, ferðuðumst hringinn í kringum landið, allt- af með alklæðnað, þ.e. spariföt sem annan klæðnað. Heimsótt- um samstarfsfólk á landsbyggð- inni, þetta voru dásamlegir tímar hjá okkur stelpunum. Við tókum þátt í byggingarvinnu í sumarhúsum okkar, bárum timbur í heilan pall í Hrífunesi, hlustuðum á kyrrðina, sungum og lékum leikrit. Það sem við fundum ekki upp á og gerðum. Árin liðu en undanfarin ár Sigríður Ólafsdóttir ✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 9. október 1949. Hún andaðist á krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans 22. janúar 2013. Sigríður var jarð- sungin frá Bústaða- kirkju 1. febrúar 2013. höfum við stelp- urnar sem unnið höfðum lengst saman og konur úr RARIK-kórn- um komið saman einu sinni í mán- uði til að viðhalda vináttu okkar. Sigga var einn dyggasti og besti aðdáandi RA- RIK-kórsins meðan hann starfaði og tók þátt í ýmsu með þeim hóp – alltaf hrókur alls fagnaðar. Svo kom Guðmundur inn í líf þitt og þvílík hamingja. Þið eignuðust Kristján Gylfa og stelpurnar hans Guðmundar voru eins og dætur þínar og barnabörnin eins og þín eigin. Samheldni ykkar og hamingja var mikil. En veikindi gera ekki boð á undan sér. Allt virtist ganga vel í nokkur ár, en svo kom áfallið, sjúkdómurinn tók sig upp aftur og hafði betur í baráttunni við lífið. Elsku Sigga mín, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman gegnum tíðina, þær lifa í minningunni. Kæri Guðmundur, Kristján Gylfi, Eyrún, Brynhildur, Borghildur, bræður og öll fjöl- skyldan, megi Guð styrkja ykk- ur og hugga í sorginni. Ásgerður Pálsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUNDA MARÍA DAVIDSEN, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánudaginn 28. janúar. Útför hennar verður frá Landakirkju Vest- mannaeyja laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Sólrún Bergþórsdóttir, Róbert Hugo Blanco, Guðrún S. Bergþórsdóttir, Birgir Rögnvaldsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, sonur, ástvinur, bróðir og mágur, KRISTJÓN ÞORKELSSON pípulagningameistari og sendifulltrúi, sem varð bráðkvaddur sunnudaginn 20. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Rauða krossinn á Íslandi. Halldóra St. Kristjónsdóttir, Ingimar Helgason, Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Ásdís Leifsdóttir, Hallkell Þorkelsson, Vigdís Ársælsdóttir, Kristbjörn Þorkelsson, Guðríður Á. E. Pálsdóttir, Þorkell Þorkelsson. ✝ Elskuleg systir okkar og frænka, GUÐBJÖRT GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR, Gauja, Lómasölum 2, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 23. janúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Hlíf Erlendsdóttir, Guðfinnur Erlendsson, Jóhanna Ellý Sigurðardóttir, Júlíus Sigurðsson, Erlendur Jónsson, Alda Ögmundsdóttir. ✝ JÓNAS HVANNBERG læknir er látinn. Annika Wiel Hvannberg, Jónas Hvannberg, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Bjarki Hvannberg, Guðrún Eva Níelsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR, Elsa, Álfalandi 12, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 31. janúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 8. febrúar kl. 13.00. Ísidór Hermannsson, Guðmundur Ísidórsson, Hermann Ísidórsson, Edda Bjarnadóttir, Elmar Daði Ísidórsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Ísidór Hinrik Ísidórsson, Antonía Esther Mbang og barnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, ÓLAFUR JÓN MAGNÚSSON frá Bæ í Króksfirði, Hjallavegi 26, lést á heimili sínu þriðjudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Gunnlaugur Magnússon, Arndís K. Magnúsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.