Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 ✝ Þóra DóraEinarsdóttir, (Gógó) var fædd í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 3. des- ember 1918 og lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 25. jan- úar sl. Foreldrar henn- ar voru sæmdar- hjónin í Varma- hlíð, Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1895, d. 25. maí 1980 og Einar Sigurðsson, f. 4. apríl 1894, d. 19. júlí 1981. Systkini hennar eru: Bjarni, f. 13. mars 1923, látinn, Hólmfríður, f. 19. sýslumanni í Vík, f. 25. desem- ber 1967. Börn þeirra eru Ein- ar, f. 31. júlí 1995, nemi í kjöt- iðn og Ingveldur Anna, f. 19. janúar 1997, grunnskólanemi. Sigurður eignaðist einnig dótt- urina Guðnýju Lilju, f. 29. júní 1982, d. 30. september 1982, barnsmóðir Helga Hólmsteins- dóttir. Sem ung kona vann Gógó við veitinga- og þjón- ustustörf í Reykjavík og var við nám í Húsmæðraskólanum á Varmalandi veturinn 1946- 47. Árið 1955 fluttist hún heim í Varmahlíð og vann við al- menn landbúnaðar- og heim- ilisstörf, ásamt póst- og síma- þjónustu en póst- og símstöð var rekin í Varmahlíð í ára- tugi. Árið 1973 fluttist hún til Reykjavíkur og vann hjá Pósti og síma til ársins 1993. Útför verður frá Ásólfs- skálakirkju undir Eyjafjöllum laugardaginn 2. febrúar kl. 14. mars 1925, látin, Sigríður Bjarney, f. 7. júní 1927, Einar Ingi, f. 15. desember 1931, látinn og Guðný Svana, f. 31. októ- ber 1934. Gógó eignaðist soninn Sigurð Jakob Jóns- son, f. 30. ágúst 1956, vélvirkja- meistara í Varma- hlíð undir Eyjafjöllum, barns- faðir Jón Magnússon, skrifstofustj. á Hótel Borg, f. 26. júní 1917, d. 15. ágúst 1972. Sigurður er kvæntur Önnu Birnu Þráinsdóttur, Gógó tengdamóðir mín er látin í hárri elli, þreytt að lokinni langri ævi og þegar litið er tilbaka eru sporin mörg og verkin drjúg. Ekki það að tengdamóðir mín hafi sóst eftir vegtyllum eða athygli heldur var hún ein af þeim konum sem vinna sín verk af gleði, skyldu- rækni og trúmennsku, til heilla og með aðra en sjálfar sig í huga, vildi ekkert tilstand í kringum sig held- ur kaus hið einfalda. Gógó var alin upp á menningar- heimilinu Varmahlíð undir Eyja- fjöllum, í þjóðbraut og þangað lögðu leið sína háir jafnt sem lágir og dvöldust um lengri eða skemmri tíma, þingmenn, drykkjuþreyttir, forstjórar, ein- stæðingar o.fl. Stundum var svo gestkvæmt að Gógó svaf á eldhús- gólfinu og Siggi sonur hennar í fatahenginu. Á heimilinu lærði Gógó þær gullvægu lífsreglur að koma jafnt fram við alla og að góð- vild í garð annarra verður ekki endilega greidd um hæl heldur síðar, með einum eða öðrum hætti. Gógó var afar félagslynd og í góðra vina hóp yfir kaffibolla naut hún sín best og þó venjulega færi ekki mikið fyrir henni þá tók hún fullan þátt í samræðum var skoð- anaföst og gat líka hvesst sig, ekki síst þegar kom að því að verja hag lítilmagna. Hún fylgdist alla tíð vel með þjóðmálaumræðu og hafði skoðan- ir á mönnum og málefnum og trúði á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, sá flokkur var hennar tebolli. Á síðari árum áttu barnabörnin hug hennar. Hún vildi hag þeirra sem bestan og hafði metnað fyrir þeirra hönd. Dvaldi hún oft hjá okkur, í Varmahlíð og víðar, þegar leggja þurfti lið í annríki og gætti þá barnanna og sinnti heimilis- störfum fyrir önnum kafna for- eldrana. Blessuð sé minning hennar. Anna Birna Þráinsdóttir. Amma Gógó var yndisleg kona og kom mikið við sögu í lífi mínu á þeim 16 árum sem ég hef lifað, sem er ekki langt miðað við 94 árin hennar. Ég á margar minningar um hana ömmu mína. Sérstaklega þegar við systkinin vorum yngri og amma bjó í Maríubakka, þá spiluðum við ólsen-ólsen löngum stundum. Það var sem sagt amma sem kenndi mér það ágæta spil, eins og ömmur eiga að gera. Hún kom oft og dvaldi hjá okk- ur fjölskyldunni. Minnisstæður er bardaginn um sjónvarpið á milli okkar krakkanna og ömmu þegar fréttirnar byrjuðu, það var heilag- ur tími í augum ömmu. Þá áttum við bara að gjöra svo vel að setjast niður, hafa hljóð og stilla sjón- varpið á fréttastöðina fyrir hana. Stundum gátum við ekki á okkur setið að stríða henni. Oft reyndum við að kenna ömmu á sjónvarps- fjarstýringuna, en það gekk aldrei og sama sagan endurtók sig í hvert sinn. Amma hrósaði svo allt- af happi þegar pabbi eða mamma komu og stilltu sjónvarpið fyrir hana og fréttirnar glumdu við. Amma var hress og kát kona og öllum í kringum hana ömmu líkaði vel við hana. Ég mun sakna henn- ar og megi hún hvíla í friði. Ingveldur Anna Sigurðardóttir. Upphafið að áratuga langri vin- áttu við Gógó í Varmahlíð hófst á hlaðinu í Vestri-Garðsauka fyrir áttatíu árum. Inn snaraðist smá- vaxin og kvik, ljóshærð unglings- stúlka, elegant til fara í fallegum, langerma kjól með hvítum kraga. Hún kynnti sig, bar húsráðendum kveðju foreldra sinna og bað um að fá að vera, á meðan hún gengi til læknis. Þegar það var frá geng- ið, skellti hún sér á ball með sveit- ungum sínum sem hún hafði verið í samfloti með. Vináttan sem teygði langar rætur sínar aftur til forfeðranna festi nýjar rætur hjá börnum og barnabörnum. Þrjár kynslóðir nutu þess að kynnast henni og eiga ljúfar minningar um hugulsemi hennar og væntum- þykju. Gógó hafði stöðu móðursystur í fjölskyldunni. Hún var ómissandi við alla meiriháttar viðburði, af- mæli, skírnir, brúðkaup og annað tilstand. Henni fylgdi glaðvær andi heimsdömunnar og þegar hennar var von fylltist veröldin eftirvæntingu. Inn sveif hún með sinn dillandi hlátur, bakaði mar- ensa með hvíta svuntu og rauðan varalit, sagði sögur og söng. Ung fór Gógó í bæinn að vinna. Í heiminum geisaði stríð og Ísland var hernumið. Það olli eðlilega móður hennar áhyggjum, þótt Gógó væri bæði sjálfstæð og sjálf- bjarga. Hún bað því Stínu vinkonu úr Hvolhreppnum, sem var á leið suður, að kaupa myndina af engl- inum og börnunum á brúnni og færa Gógó, henni til verndar. Upp frá því var þessi mynd fyrir ofan rúmið hennar, hvar sem hún bjó. Ógleymanlegar eru stundirnar þegar hún veitti litríka innsýn í ólgandi tíðaranda stríðsáranna og hvernig það var að vera ung kona sem gekk um beina bæði á Hótel Vík og Café Höll, en líka stelpa austan úr sveitum með báða fætur á jörðinni. Gógó var einstaklega fé- lagslynd og hafði lifandi áhuga á fólki og lífinu á hverjum tíma. Hún tjáði sig með trukki og tilfinningu þegar henni var mikið niðri fyrir, hvort sem um var að ræða pólitík eða Presley. Hún eignaðist vini langt fram á efri ár og ræktaði vináttuna, hlý- leg, gestrisin og rausnarleg eins og hún átti kyn til. Níræð bauð selskapsdaman upp á sérrý, smá- kökur og „eina“ með sögum af ferðunum sem skipsþerna yfir hafið í austur og vestur og því sem þar gerðist, bæði á sjó og landi – og lofað var hátíðlega að nefna ekki í öðrum sóknum. Níutíu og fimm ár er langur tími, næstum heil öld. Gógó okkar í Varmahlíð leitaði ávallt í bjartar hliðar lífsins og kaus að njóta æv- intýrsins með vinum sínum. Þann- ig mun hún lifa með okkur – í orðatiltækjum, sögum og minn- ingum sem eru fullar af sólskini og hlátri. Við þökkum Gógó allt það sem hún var okkur og felum hana í hendur Drottins. Sigga, Önnu Birnu, börnum þeirra og systrun- um frá Varmahlíð vottum við okk- ar dýpstu samúð. Kristín G. Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Hluti lífshamingju liðinnar ævi hjá mér og fjölskyldu minni hvarf með Þóru Dóru Einarsdóttur, eða Gógó eins og okkur var tamast að nefna hana. Minningarnar eigum við eftir. Heimilið í Varmahlíð í skjólsamri brekkunni undir ris- háum Varmahlíðarhömrum ber hátt hjá mér í hillingum horfinna daga. Þar sátu að búi sæmdar- hjónin Einar Sigurðsson og Ingi- björg Bjarnadóttir og gerðu garð sinn frægan í alúð og gestrisni. Þar á bæ þekktist ekki orðið mannamunur hvað við kom við- móti og viðtökum er gesti bar að garði á vel búið heimili. Hlýja og gestgleði húsbóndans fór ekki framhjá neinum og mér fannst Ingibjörg bera af öllum konum byggðarinnar að fegurð og glæsi- brag. Margt bar á góma yfir vel búnu matborði og ekki dró það úr skemmtun er húsbóndinn settist við hljóðfæri sitt og glaðvær söng- ur gesta og heimamanna ómaði innan veggja. Þetta var umhverfið sem Gógó átti í æsku og blæ þess bar hún alla tíð. Einar og faðir minn voru systk- inasynir og uppeldisbræður og móðir mín og Ingibjörg máttu heita uppeldissystur. Að koma til þeirra var fyrir okkur systkinin frá Vallnatúni alltaf eins og að koma í góð foreldrahús og við lit- um á fríða og frjálslega systkina- hópinn í Varmahlíð nánast eins og eigin systkini. Gógó setti þann svip á umhverfi sitt að eigi gleymist, fríð sýnum, upplitsdjörf, lífsglöð. Deyfð og drungi þreifst aldrei í návist henn- ar og hlýja og velvild í garð vina brást ekki. Hún kom víða við í störfum og gerði allt vel. Um mörg ár var aldrei komið svo til Reykjavíkur að Gógó væri ekki sótt heim á fagurt, aðlaðandi heimili hennar. Hvergi var fagnað af meiri innileik. Aldrei sótti Gógó Eyjafjöllin kæru svo heim að ekki væri litið við í Skógum. Eftir að minni tók að þverra hin síðustu ár þá var jafnan munað til frænd- fólks í Skógum og hugsað gott til samfunda. Í nafni látinna foreldra minna og fjölskyldu minnar vil ég nú að leiðarlokum þakka Gógó fyrir allt það sem hún var okkur í góðvild, í gestrisni og þeirri lífsnautn sem lyfti sál og sinni líkt og í hæðir í hvert sinn er fundum bar saman. Hamingja hennar var einkasonur- inn Sigurður Jakob, örugg forsjá hennar í öllu er degi tók að halla. Við sendum systrum hennar, Sig- ríði og Svönu, nánustu ættingjum og Sigurði Jakobi og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Gógó gleymist ekki. Þórður Tómasson Nú þegar elsku Gógó mín hefur kvatt koma margar og góðar minningar upp í hugann, allt frá barnæsku. Alla tíð var mikill samgangur milli Varmahlíðar og Steinabæj- anna og góð vinátta og tryggð við ömmu og afa og þeirra börn og síðar við fjölskyldu mína á Hvassafelli. Gógó og Kata, föður- systir mín, voru jafnöldrur og miklar vinkonur og sagði Gógó mér sögur af því þegar þær fylgdu hvor annarri á milli bæja. Siggi sonur hennar hefur alltaf verið eins og einn af okkur systkinun- um. Jólaheimboðin að Varmahlíð eru eftirminnileg, móttökurnar voru hlýjar og þar ríkti ávallt gleði, það var tekið í spil, símstöð- in var sérstaklega áhugaverð og öll herbergin í húsinu voru nýtt í feluleiki. Aldrei fengum við krakk- arnir að fara þaðan án þess að vera leyst út með einhverju góð- gæti. Í mörg ár var fastur liður á að- fangadag að Gógó og Ingi húsvitj- uðu á Hvassafelli og komu þá fær- andi hendi. Við þessa hátíðlegu stund voru sparistaupin hans pabba tekin fram, sem annars voru bara augnayndi. Þegar ég var komin í fram- haldsskóla útvegaði Gógó mér vinnu í jólafríinu hjá Póstinum, það var gaman að vinna með henni og þar var oft mikið hlegið. Ég var svo heppin að vera ná- granni hennar í nokkur ár á Mar- íubakkanum og kíktum við oft við hvor hjá annarri. Það var alltaf gaman að heimsækja hana þangað og síðar í Seljahlíðina. Aldrei kom annað til greina en að þiggja veit- ingar hjá henni og þegar ég fór heim rétti hún mér alltaf eitthvað til að gefa Bjarna mínum. Það var gaman að spjalla við hana um heima og geima, hún var ótrúlega minnug alla tíð og fylgd- ist vel með þjóðmálunum, hún hafði mjög ákveðnar skoðanir í pólitík og var trú sínum flokki og aldrei missti hún af fréttatíman- um. Elvis Presley var hennar stórstjarna og bar ýmislegt á hennar heimili vott um það. Gógó var einstaklega glaðvær og hlý manneskja með mikla kímnigáfu, hún var trygg og vina- mörg og sérstaklega dugleg að rækta og hafa samskipti við vini sína og frændfólk, jafnt unga sem aldna. Ég er þakklát öllum góðu stundunum með Gógó og sendi Sigga, Önnu Birnu, Einari og Ingveldi og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Elín Pálsdóttir. Þóra Dóra Einarsdóttir Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 - 691 0919 athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraunbæ 48, Reykjavík, lést þriðjudaginn 29. janúar á heimili sínu. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Kristján Zophoníasson, Björk Ólafsdóttir, Viðar Zophoníasson, Hrönn Harðardóttir, Þorsteinn Lýðsson, Erna Harðardóttir, Finnbogi Lýðsson, Vala Brynja Viðarsdóttir, Davíð Þór Björnsson, Ingi Þór Kristjánsson, Arnar Breki Kristjánsson, Hugi Snær Kristjánsson og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, GUÐFINNA LIND HENTZE, Sólvallagötu 40a, Keflavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 30. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Lydía Sigurðardóttir, Natalía Sigurðardóttir, Gerður Hentze Pálsdóttir, Gunnlaug Ruth Guðmundsdóttir, Haukur Snær Guðmundsson, Garðar Már Guðmundsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA EIRÍKSDÓTTIR frá Dröngum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sverrir Þórðarson, Guðný Margrét Magnúsdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Pétursson, Jón Gunnar Magnússon. ✝ Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 40b, Reykjavík, lést að Droplaugarstöðum fimmtudaginn 31. janúar. Gísli Ólafsson, Elísabet Solveig Pétursdóttir, Viðar Ólafsson, Birna Björnsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Sveinn Ingi Ólafsson, Gyða Þórðardóttir, og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar elsku AUÐAR MJALLAR FRIÐGEIRSDÓTTUR. Ísak Örn Arnarsson, Elsabet Jónsdóttir, systkini og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN EGILSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 25. janúar. Jarðsungið verður frá Áskirkju þriðjudaginn 5. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Sigríður Matthíasdóttir, Guðmundur Kristinsson, Helga Matthíasdóttir, Valmundur Gíslason, Erna Matthíasdóttir, Víðir Bergmann Birgisson, Egill Matthíasson, Linda Lek Thieojanthuk, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.