Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 ✝ Petrea GuðnýPálsdóttir var fædd þann 14.1. 1927 á Kvíabryggju í Eyrarsveit. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands á Akranesi þann 26.1. 2013. Foreldrar henn- ar voru Þorkatla Bjarnadóttir og Páll Guðfinnur Runólfsson. Systkini hennar sammæðra eru Sigríður Inga, Ragnheiður Salbjörg d. 2011, f. 1948, gift Árna Eiríkssyni, Petrína Guðný f. 1950, gift Ólafi Ægi Jónssyni, Páll Guðfinnur f. 1955, d. 2007, Margrét f. 1956, gift Þorkeli Pétri Ólafssyni, Elín Katla f. 1958, gift Steinari Helgasyni, Sigmundur Magnús f. 1959, hann fórst með togaranum Krossnesi þann 23.2. 1992, sam- býliskona hans var Eva Margrét Jónsdóttir, Finnbogi f. 1960, kvæntur Sigurlaugu Björns- dóttur, Kjartan f. 1962, kvæntur Svanhvíti Guðmundsdóttur. Barnabörnin eru sextán, lang- ömmubörnin eru átján og langa- langömmubörnin eru tvö. Petrea og Elías bjuggu allan sinn búskap í Grundarfirði. Útför Petreu fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laug- ardaginn 2. febrúar 2013 og hefst athöfnin kl 14. Ólafur Björn d. 1979, Þorbjörg Stefanía d: 2000, Bjarni Hinrik, Erla, Helga og Ragnar. Petrea giftist Elíasi Magnúsi Finn- bogasyni þann 12.4. 1947. Elías var fæddur 10.10. 1923, sonur hjónanna Margrétar Sig- mundsdóttur og Finnboga Sigurðssonar frá Bol- ungarvík, hann lést þann 30.6. 1996. Börn þeirra eru Steinbjörg Elsku móðir mín hefur kvatt þennan heim eftir stutt en erfið veikindi. Ég minnist hennar með hlýju og söknuði og er þakklát fyrir að hafa átt hana að svo lengi. Minningarnar eru bæði ljúfar og góðar enda var mamma mín einstök kona sem nú hefur hafið nýtt ferðalag á góðum stað. Mamma mín ólst upp í stórum systkinahóp og voru þau systk- inin alltaf mjög náin. Það var oft gestkvæmt á heimili foreldra minna og vel tekið á móti öllum. Henni var alltaf efst í huga fólkið sitt og fylgdist vel með öllum í stórfjölskyldunni. Mamma var í Húsmæðraskólanum að Staðar- felli og talaði oft um hvað það hefði verið skemmtilegur tími og hún lært margt nytlegt. Hún var afkastamikil við prjónaskap og útsaum á dúkum og vöggusett- um sem kom sér vel því afkom- endum fjölgaði ört. Foreldrar mínir urðu fyrir mikilli sorg er þau misstu son sinn Sigmund sem fórst með Krossnesinu 23.2. 1992, hann lét eftir sig sambýliskonu og þrjú ung börn. Árið 2007 lést Páll sonur þeirra snögglega. Þessi áföll gengu mjög nærri móður minni. Mamma og pabbi voru mjög hamingjusöm og fólk hafði oft orð á því að þau væru alltaf eins og nýtrúlofuð. Mamma saknaði pabba mikið þegar hann lést árið 2006. Það er erfið til- hugsun að vita til þess að mamma verði ekki til staðar næst þegar við fjölskyldan kom- um til Grundarfjarðar. Hinn 26. janúar var ferðalagi hennar hér lokið og hún hélt á nýjan stað þar sem ástvinir taka vel á móti henni og bíða okkar þegar okkar ferð er lokið. Að lokum vil ég þakka móður minni allar þær stundir sem við áttum saman og kveð hana með þessum ljóðlínum. Nú er ljósið dagsins dvín, þótt dauðinn okkur skilji, mér finnst sem hlýja höndin þín hjarta mínu ylji. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson.) Hvíldu í friði, elsku mamma, Þín dóttir, Margrét Elíasdóttir. Elsku mamma, það er með mikilli sorg í hjarta sem ég kveð þig. Þú varst mér svo kær og svo erfitt að hugsa til þess að þú komir ekki heim aftur. Þegar ég minnist æskuáranna sé ég þig fyrir mér við heimilisstörf, hann- yrðir og prjónaskap því þú þurft- ir alltaf að vera með eitthvað í höndunum. Vinnan á heimilinu var mikil með átta börn og var mikið álag á þér, en þú áttir góð- an mann og mömmu sem hjálp- uðu mikið. Ég er þakklát fyrir að hafa náð að vera hjá þér síðasta sólar- hringinn og kveð þig með sökn- uði og ótal minningum sem ég ætla að geyma í hjarta mínu, elsku mamma. Ég bið góðan Guð að vaka yfir þér, pabba, Palla og Sigmundi. Þín dóttir Elín Katla. Elsku amma Peta. Nú er kallið komið og leiðir skiljast að sinni. Ég kveð ömmu mína, Petreu Pálsdóttur, með tárum sorgar og gleði í senn; sorgar að hafa hana ekki lengur hjá mér, gleði yfir að nú líður henni vel. Þú verður ávallt í minningum mínum, og okkar síðasti fundur var ómetanlegur Takk, amma Peta, fyrir allt Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Villist ég vinum frá vegmóður einn, köld nóttin kringum mig, koddi minn steinn, heilög skal heimvon mín. Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Árla ég aftur rís ungur af beð. Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð. Hver og ein hörmung mín hefur mig, Guð, til þín, hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Matthías Jochumsson.) Elsku amma Peta, ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér og þið eruð aftur saman. Þakka þér fyrir allt. Arinbjörn Árnason. Elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund sem er alltaf erf- ið þó að við vissum að hverju stefndi. Söknuðurinn er sár og ósjálfrátt reikar hugurinn aftur og minningarnar hrannast upp. Alltaf var gaman að koma og heimsækja þig í fallega Grund- arfjörðinn, þar tókst þú vel á móti okkur með bros á vör og barmaðir þér aldrei þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf leikið við þig. Ég efast ekki um að afi, Simbi og Palli hafa tekið vel á móti þér. Afi sem alltaf dáði þig og var alltaf að knúsa þig og kyssa fram á síðasta dag, alltaf eins og nýtrúlofuð. Ég sagði einu sinni við Kalla minn að svona vildi ég að mitt hjónaband yrði, alltaf ást og umhyggja. Það var mikill missir þegar afi lést eftir erfið veikindi árið 1996. Ég man að þá hafði ég mestar áhyggjur af því hver ætti að flóa mjólkina og færa þér í rúmið þegar þú gætir ekki sofnað á kvöldin. Þú varst nú ekkert að flýta þér að sofna á kvöldin og naust þess svo að sofa út, við kölluðum þig stundum Þyrnirós, enda ekki algengt að eldra fólk sofi svona fram eftir öllu. Ég er svo þakklát fyrir dásamlega stund sem við áttum með þér síð- astliðið sumar þegar við komum í heimsókn til þín og tókum þig á rúntinn með okkur. Við keyrðum að Kirkjufellsfossinum í dásam- legu veðri og gáfum okkur góðan tíma þar. Þar sast þú á kælibox- inu og fylgdist með krökkunum mínum að vaða og við úðuðum í okkur súkkulaði og þú brostir allan hringinn. Með þessum fal- legu minningum og kvöldbæn sem þú fórst oft með, með mér, þegar ég var lítil, kveð ég þig, elsku amma mín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Elín Halldórsdóttir. Nú hefur okkar yndislega amma kvatt þennan heim og er komin á góðan stað. Við munum alltaf eftir því hversu trúrækin amma okkar var í gegnum tíðina. Hún signdi okkur eftir baðferðir og við máttum ekki fara að hátta án þess að fara með bænir þegar við gistum hjá henni og afa í Grundarfirði. Hún gekk ávallt með kross um hálsinn og fór oft í messu á sunnudögum. Amma var mjög gestrisin manneskja. Þegar við komum í heimsókn frá Reykjavík sáum við hana oft í stofuglugganum bíða eftir okkur. Í eldhúsinu biðu okkar nýbakaðar kleinur ásamt fleiri kræsingum. Hjá ömmu og afa fengum við að smakka mat sem ekki var að finna í bænum, eins og ábrystir með heimatilbú- inni saft og heitan búðing. Við þekktum ömmu sem ljúfa og væna manneskju sem talaði aldrei illa um aðra. Hún vildi halda góðum tengslum við vini og ættingja og þegar hún gisti hjá foreldrum okkar í Reykjavík skutluðum við henni út um allt með glöðu geði. Þú munt ávallt verða í hjarta okkar, elsku amma. Helena Dagmar Stein- arsdóttir, Herdís Stein- arsdóttir, Helgi Heiðar Steinarsson. Petrea Guðný Pálsdóttir Sunnudagurinn 20. janúar breyttist gjörsamlega því ég fékk þær fréttir að þú værir far- inn. Ég var ekki að trúa þessu og er ekki enn að trúa þessu að þú sért farinn frá mér og okkur öllum. Þú stóðst þig með stæl gagnvart hestamennsku og allt, þú varst frábær, elsku kallinn minn. Þú gerðir ekki flugu mein og sýndir bara góðvild þína til þeirra sem þú elskaðir. Ég fór á Nýárstölt og þar kom vígaleg meri inn sem átti ættir sínar að Kjartan Árni Björnsson ✝ Kjartan ÁrniBjörnsson fæddist á Krit- hóli í Skagafirði 7. október 1932. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks 20. janúar síðastliðinn. Útför Kjartans var gerð frá Víði- mýrarkirkju 29. janúar 2013. rekja til Krithóls í Skagafirði, ég tók myndband og ætl- aði að koma til þín sem fyrst en það var of seint. Ég mun minnast þín sem hetju lífs míns, ég skal lofa þér því að hugsa vel um ömmu. Ég hlakka til að sjá þig aftur á ný, elsku afi, ég er stolt af því að vera barna- barn þitt. Eins og ég segi þá varstu bestur og verður það allt- af. En hér kemur okkar hinsta kveðja, ég var að vonast til að hún kæmi ekki strax en vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, elsku hjartans afi minn. Ég mun ávallt minnast þín með stolti og sem hetju. Nærvera þín er allt sem ég óska mér. Þín afastelpa, Valgerður. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru SVANLAUGAR SIGURJÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fá Karlakórinn Fóstbræður, Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, Rúna Þráins- dóttir, Ísak Ríkharðsson og Kári Allansson fyrir fallega tónlist við útförina, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Ragnar Gunnarsson fyrir alla aðstoð og fallega athöfn. Einnig fær Útfararstofa Íslands og starfsfólk Eirar á 4. hæð þakkir fyrir einstaka hlýju. Sigurjón Heiðarsson, Kristín Tryggvadóttir, Ólöf Inga Heiðarsdóttir, Magnús Jón Smith, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýnt hafa okkur samúð, hlýhug og kærleika vegna fráfalls okkar ástkæra BJÖRNS KOLBEINSSONAR lögfræðings hjá EFTA. Sérstaklega viljum við þakka prestinum okkar, séra Eðvarði Ingólfssyni, fyrir stuðning og styrk svo og öðrum sem heiðrað hafa minningu hans á svo margvíslegan hátt. Kolbeinn Sigurðsson, Aðalheiður Ingvadóttir, Sigurður Kolbeinsson, Jóhannes Ingi Kolbeinsson, Andrea Kristín Jónsdóttir, Friðdóra Dís Kolbeinsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir, Pétur Jónsson, Elías Þórhallsson, Berglind Inga Árnadóttir, Hrafnhildur Þórhallsdóttir. Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is ✝ Þökkum kærlega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU SVEINBJARNARDÓTTUR, til heimilis að Flyðrugranda 4. Sérstakar þakkir viljum við færa dr. Guðmundi Rúnarssyni og hjúkrunarfólki á deildum 11 B og G á Landspítalanum við Hringbraut. Hróðný Garðarsdóttir, Ásta Friðriksdóttir, Þórhildur Garðarsdóttir, Björgvin Þórðarson, Páll Garðarsson, Erna Signý Jónsdóttir, Garðar, María og Dúna. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, MAGNÚSAR GUNNARS ERLENDSSONAR frá Vatnsleysu í Biskupstungum, Baugakór 1, Kópavogi. Einnig viljum við þakka starfsfólki á deild A-6 og L-2 á Landspítalanum og á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi fyrir góða umönnun og hlýhug. Þóra Katrín Kolbeins, Erlendur Björn Magnússon, Sigrún Káradóttir, Hilmar Magnússon, Randí Þórunn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Magnússon, Elena Kristín Pétursdóttir, Magnús Gunnar Erlendsson, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR JÓNÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Hemru í Skaftártungu, síðast til heimilis í Brákarhlíð í Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalar- heimilis í Borgarnesi, fyrir nærgætni og góða umönnun. Brynrún Bára Guðjónsdóttir, Katrín Sigrún Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson, Þórir Páll Guðjónsson, Helga Karlsdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.