Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 ✝ Auðunn Bragifæddist 26.12. 1923 í Selhaga, Bólstaðarhlíð- arhreppi í Austur- Húnavatnssýslu. Hann lést 2. janúar síðastliðinn, 89 ára að aldri, en hann dvaldi á heimili sínu að Hjarð- arhaga 28 allt að því til síðasta dags. Foreldrar hans voru Elín Guðmundsdóttir húsfreyja og Sveinn Hannesson frá Elivog- um, bóndi og skáld. Hann ólst upp á Sneis og Refsstöðum á Laxárdal í A-Hún. og Vindhæli á Skagaströnd. Auðunn gekk að eiga fyrri konu sína, Guð- laugu Arnórsdóttur, árið 1949. Guðlaug og Auðunn eignuðust lést 2008, þá búsettur í Dan- mörku. Yngstur er Ólafur Þór- ir Auðunsson, fæddur 1960, eiginkona hans er Helena Stef- anía Stefánsdóttir. Börn þeirra eru Stefán Smári Kristinsson og Jóel Daði Ólafsson. Barna- börn Auðuns og Guðlaugar eru níu talsins og barnabarnabörn tíu. Guðlaug lést úr krabba- meini árið 1968, þá einungis fertug. Seinni kona Auðuns var Ulla Nielsen. Hún lést 1988. Hún átti eina dóttur, Melrethe, af fyrra hjónabandi. Auðunn stundaði nám í dönsku, ensku og þjóðfélags- fræði við Kennaraskóla Íslands 1969 til 1970. Sama vetur lauk hann prófi í fyrsta stigi í bóka- safnsfræði við H.Í. 1985 til 1989 nam hann dönsku og norsku við Háskóla Íslands. Sótti bók- menntanámskeið í Svíþjóð 1991 og 1993. Hann starfaði við kennslu og skólastjórn víða um land 1949 til 1985 og vann verkamannavinnu á sumrin. Útför Auðuns Braga hefur farið fram. fimm börn. Elsti sonur þeirra hjóna er Sveinn Auð- unsson, fæddur 1949, eiginkona hans er Erika Steinman. Börn þeirra eru Ásta Kristín Sveins- dóttir og Elín Sveinsdóttir. Næst elst er Kristín Auð- unsdóttir, fædd 1950, eiginmaður hennar er Haukur Ágústsson. Börn þeirra eru Guðlaug Hauksdóttir; Ágúst Hauksson, Arnór Hauks- son, Haukur Snær Hauksson og Margrét Hauksdóttir. Þá er Arnór Auðunsson, fæddur 1952, en hann lést árið 1975. Næstyngstur var Emil Auð- unsson, fæddur 1954, en hann Fallin er frá kempa mikil og skáldjöfur, Auðunn Bragi Sveinsson, í hárri elli. Ern var hann til hinztu stundar þótt ljóst væri að hverju drægi síðustu dagana. Ég hafði kynnzt Auðuni lítillega á 10. áratug síðustu ald- ar í gegnum sameiginlegan vinahóp en það var ekki fyrr en eftir að ég flutti á Hjarðarhag- ann vorið 2003 að ég kynntist honum fyrir alvöru. Þá urðum við nágrannar, hann á 28 en ég á 29. Hann var framsóknarmaður af gamla skólanum, innblásinn af ungmennafélagsandanum og hugsjónum Jónasar frá Hriflu. Það vakti strax athygli mína hversu áhugasamur og vakandi hann var um ýmis málefni. Hann var skáld gott og afar hagmæltur enda oft fenginn til að yrkja tækifærisvísur og jafn- vel heilu kvæðabálkana. Þá var hann vinsæll upplesari enda átti hann auðvelt með að koma fram og gerði það sköruglega og gilti þá einu hvert umfjöllunarefnið var. Það gat verið fræðilegur fyrirlestur eða kímniblandað léttmeti. Hann hafði mætur á Danmörku, bjó þar um tíma og stundaði kennslu og þaðan var seinni eiginkona hans. Auðunn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðlaug Arnórsdóttir úr Hrunamanna- hreppi. Eignuðust þau fimm börn, þau Svein, Kristínu, Arn- ór, Emil og Ólaf Þóri. Guðlaug dó 1968. Seinni eiginkona Auð- uns var Ulla Jakobsen frá Dan- mörku. Dó hún 1988. Lífsfélagi Auðuns síðustu árin var Jósef- ína Björnsdóttir frá Galtanesi í Víðidal, nú búsett í Kópavogi. Má segja að það hafi verið tvennt sem Auðunn var hug- fanginn af umfram annað. Hann hafði mikið dálæti á ljóðum og hvers kyns kveðskap. Hitt var að hann var heillaður af köttum svo mjög að við lá að hann tár- aðist við það eitt að rekast á þær göfugu skepnur á förnum vegi og aldrei var hann reiðari en þegar hann heyrði fólk hallmæla þeim á einhvern hátt. Það var aldrei lognmolla í kringum hann Auðun. Hann var mjög lífsglaður maður og ekki fór hjá því að maður hrifist með í því sem hann gerði eða sagði. Slíkur var eldmóðurinn og áhuginn. Hvar sem Auðunn er núna þá er sú von mín að hann njóti samvista mikilla skálda á borð við Egil Skallagrímsson, Skáld-Rósu, hverri Auðunn var náskyldur, Sighvat Þórðarson, Kormák Ögmundarson sem svo fagurlega orti til hennar Steingerðar sinnar svo maður nefni einungis örfáa úr þeim góða hópi. Og það væri mjög við hæfi að hann nyti sam- vista þeirra í Fólkvangi, bæ Freyju, ástargyðjunnar miklu, því Auðunn var kvennamaður og ekki sízt vegna þess að köttur- inn var og er eignaður Freyju. Haf þú þökk fyrir allt, Auðunn. Hallgrímur Helgason. Harmur er kveðinn að þjóð- inni við fráfall Auðuns Braga Sveinssonar. Hann var kannski sá síðasti af rímþjóðinni gömlu, sem gat ort kvæði í háttbundn- um stíl sem gátu talist skáld- skapur fremur en haganlega gerðar vísur. Kynni okkar hófust upp úr 1996 er ég gekk í Rithöfunda- samband Íslands, en í það hafði hann gengið 1989 og er skráður í félagatali þess sem ljóðskáld, þýðandi og ævisagnaritari. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein í Morgunblaðið, þar sem ég taldi hann sem elstan af þeim rithöfundum sem skrifuðu hugleiðingar í blöðin og voru í senn háskólamenntaðir og skáld. Auðunn var hjartahlýr maður og góðgjarn og með ríka sann- girnistilfinningu. Þessa nutum við er hann sat í stjórn Vináttu- félags Íslands og Kanada um árabil, kringum 2008, og mætti þá einnig jafnan á árlega ljóð- skáldaupplestra Hellas-hópsins; sem telst einnig vera nefnd í því félagi. Einnig var hann þá tíður spjallfélagi minn í starfsmanna- mötuneytinu á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund; þangað sem hann var kominn til að lesa upp fyrir gamla fólkið. Mér þykir dæmigert um hann það sem hann sagði er hann hafði lesið ritdóminn í Morgun- blaðinu um níundu ljóðabók mína, Söguljóð og sögu (2005). En þar leyfði ritdómarinn sér að vanda um við mig fyrir að taka mér of mikið skáldaleyfi með háttbundnu ljóðin mín þar. En Auðunn hafði skilning á því að ég var fyrst og fremst módern- ískt skáld, sem taldi að ég mætti notast við gamla háttbundna arfinn sem framlengingu af mínu frjálsara formi; enda væri ég af yngri kynslóð en þær sem gætu dafnað í alvöru, alfarið, innan hins þrönga ramma rím- þjóðarinnar. Því bæri henni fyrst og fremst að þakka fyrir ef yngri skáldin gengju þó að ein- hverju leyti í hennar smiðju. Fyrirferðarmest af slíku efni í bókinni voru bálkarnir um Ódysseifskviðu Hómers og um spænska skáldið Garcia Lorca. Mig langar nú til að birta hér upphafserindið úr hvoru kvæði um sig; sem dæmi um víddir þeirra bókmennta er bundu okkur Auðun saman. Það fyrra er úr Ferðum Ódysseifs, og það síðara úr Huggunarþulu; til móður Federicos Garcia Lorca: Mér hjálpið nú, þið mætu mennta- gyðjur á vora tungu fornri sögu að snúa af Ódysseifi þeim er dyggðum gyrður freistaði við guðina að búa. Nú skal sagt frá góðum sveini. Er hann enn í þessum heimi? Það mjög vill hún Lorca vita, son sinn Garcia vill hitta. Tryggvi V. Líndal. Húmanista held ég telji, hvern þann mann. Er meta kann öll mannleg gildi og mönnum ann. Leiðir okkar Auðuns Braga Sveinssonar lágu fyrst saman árið 1994. Þá unnum við ásamt fleirum að útgáfu Granna, hverfisblaðs húmanista í Vest- urbænum. Ég var fimmtán ára en hann á sjötugsaldri en ald- ursmunurinn skipti engu. Auð- unn var mikill hagyrðingur og á einum fundi ritstjórnarinnar kvaddi hann sér hljóðs og fór með vísuna hér að ofan. Á þessum tíma eignaðist Auð- unn nýja tölvu og var ég einn þeirra sem hjálpuðu honum að læra á tölvupóst og netið. Með tíð og tíma þróuðust tölvuaðstoð og blaðaskrif í góðan vinskap á milli Auðuns og fjölskyldu minnar. Auðunn mætti í út- skriftir og brúðkaup í fjölskyld- unni og fór oftar en ekki með tækifærisvísu sem hann hafði ort af því tilefni. Þegar ég kom í heimsókn til Auðuns þá var fyrsta spurningin yfirleitt um það hvar við bræð- urnir stæðum í námi en Auðunn lagði mikið upp úr menntun. Að því loknu þá spurði hann mig hvernig mér litist á kettina á myndunum sem héngu upp um alla veggi en hann hafði mikið dálæti á því dýri. Síðasti fundur okkar Auðuns var tveimur dögum fyrir jól í til- efni af útkomu bókar um föður hans, Svein frá Elivogum. Auð- unn lét mig þá vita í framhjá- hlaupi að tölvupóstforritið hefði staðið á sér í nokkra daga. Við bræðurnir gátum leyst úr því og komið tölvupóstinum í lag á þessari sömu tölvu og Auðunn eignaðist átján árum áður. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég fjölskyldu og vinum Auðuns Braga Sveinssonar inni- legar samúðarkveðjur. Minn- ingin um hann lifir. Sverrir Guðmundsson. Við fráfall Auðuns Braga ná- granna míns kemur mér í hug: Að kynni okkar hófust fyrir rúmum þrjátíu árum þegar hann bað mig að skrifa um föður minn, Skúla Þorsteinsson, í bók- ina Faðir minn – Skólastjórinn sem hann bjó til prentunar fyrir Oliver Stein bókaútgefanda og út kom 1982. Þegar við fyrir tæpum þrem- ur áratugum hittumst á Heydöl- um í Breiðdal hjá föðursystur minni, Önnu Þorsteinsdóttur, og manni hennar, síra Kristni Hó- seassyni prófasti og sóknar- presti þar, og Auðunn Bragi tók að sér að vera meðhjálpari við hátíðarmessu á jólum eða nýjári. Að hann ritaði minningarorð um foreldra mína á aldarafmæli þeirra, um hann árið 2006 og um móður mína, dr. Önnu Sigurð- ardóttur rithöfund og stofnanda og forstöðumann Kvennasögu- safns Íslands, árið 2008. Ýmsir samfundir okkar á síð- ari árum, þar á meðal margar ökuferðir um Reykjavík og nær- sveitir og að minnsta kosti ein austur fyrir fjall til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þegar hann orti um mig sjö- tugan kvæði sem lesið var upp í afmælishófi á Hótel Holti af Sig- urði Karlssyni leikara. Að leiðarlokum þakka ég Auðuni Braga samfylgdina. Megi hann hvíla í friði. Þorsteinn Skúlason. Auðunn Bragi Sveinsson Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á eftirfarandi eignum á skrifstofu embættisins að Gránugötu 4-6, Siglufirði, miðvikudaginn 6. febrúar 2013 kl. 13:00: Eyrargata 18, Siglufirði, fnr. 213-0148, þingl. eig. Þorsteinn Magnús- son, gerðarbeiðendur Fjallabyggð, Íbúðalánasjóður og Vörður trygg- ingar hf. Hávegur 9, Siglufirði, fnr. 213-0333, þingl. eig. Margrét Valsdóttir, gerðarbeiðendur Fjallabyggð og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Hólavegur 4, Siglufirði, fnr. 213-0415, þingl. eig. Ómar Geirsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hólavegur 81, Siglufirði, fnr. 213-0473, þingl. eig. Hrefna Katrín Svav- arsdóttir, gerðarbeiðandi Fjallabyggð. Hverfisgata 8, Siglufirði, fnr. 213-0600, þingl. eig. Sigurgeir E. Jóhannsson, gerðarbeiðendur Afl-sparisjóður og Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 30. janúar 2013, Ásdís Ármannsdóttir. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Dvergabakki 2, 204-7232, Reykjavík, þingl. eig. Pétur Árnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 7. febrúar 2013 kl. 14:30. Heiðargerði 64, 203-3578, Reykjavík, þingl. eig. Helgi Njálsson og Ingibjörg S Benediktsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtu- daginn 7. febrúar 2013 kl. 10:00. Jörfabakki 18, 204-8297, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Guðmundsson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 7. febrúar 2013 kl.14:00. Krókháls 5, 222-4900, Reykjavík, þingl. eig. Davíð Atli Oddsson, gerð- arbeiðandi Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 7. febrúar 2013 kl. 13:30. Stóragerði 10, 203-3340, Reykjavík, þingl. eig. Miklós Endre Balázs og Katalin Lörincz Miklósné Balázs, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 7. febrúar 2013 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 1. febrúar 2013. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bakkastaðir 43, 224-6723, Reykjavík, þingl. eig. Bergþóra Valsdóttir og Björn Erlingsson, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 6. febrúar 2013 kl. 10:00. Berjarimi 14, 221-3142, Reykjavík, þingl. eig. Sara Sturludóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 6. febrúar 2013 kl. 10:30. Gerðhamrar 5, 203-9090, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Ágúst Ragnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. febrúar 2013 kl. 11:00. Hraunberg 4, 226-3336, Reykjavík, þingl. eig. Betri kynning ehf., gerðarbeiðendur Húsfélagið Hraunbergi 4, Reykjavíkurborg,Tollstjóri og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 6. febrúar 2013 kl. 13:30. Kríuhólar 2, 204-8940, Reykjavík, þingl. eig. Anna Lilja Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Kríuhólar 2, húsfélag, miðvikudaginn 6. febrúar 2013 kl. 11:30. Mosarimi 16, 222-0379, Reykjavík, þingl. eig.Theódór Sveinjónsson og Guðlaug Gísladóttir, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 6. febrúar 2013 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 1. febrúar 2013. Það eru nokkrar stundirnar sem ég hef eytt með Lindu frænku minni, síðastliðna mán- uði. Í gegnum veikindi hennar kynntist ég henni upp á nýtt, reyndi að gera henni lífið létt- ara, þetta tók á. Linda var alls ekki allra og það tók tíma að komast inn fyrir skelina og fá traust hennar en skelin opnað- ist samt alltaf smá á hverjum degi, opnaðist stundum alveg en lokaðist oft aftur. Við töluðum mikið saman þessa mánuði, sér- staklega eftir að hún fór á líkn- Linda Guðrún Lilja Guðbrandsdóttir ✝ Linda GuðrúnLilja Guð- brandsdóttir fædd- ist hinn 14. sept- ember 1959. Hún lést í faðmi dóttur sinnar 18. janúar á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Útför Lindu Guðrúnar Lilju fór fram 28. janúar 2013, frá Seltjarnarneskirkju. ardeildina og reykti ég ófáar retturnar með henni þó ég reyki ekki sjálf. Linda kveið því ekki að deyja, en hún var samt ekki sátt við að fá ekki að ferma drenginn sinn, það var hennar draum- ur. Stuttu áður en hún kvaddi þetta líf vorum við á spjalli og sagði hún allt í einu: Gunnar náði nú ekki að ferma Guðjón og ég held ég eigi ekki eftir að lifa heldur til að ferma drenginn minn. Svo sagði hún allt í einu: Það verður nú gaman að hitta Gunnar aft- ur. Já, heldurðu að þið getið ekki brallað eitthvað saman? Jú, örugglega, svaraði hún og glotti. Þá vissi ég að hún var að verða tilbúin. Linda tók veik- indum sínum með æðruleysi . Hún var dugnaðarforkur, í des- ember útskrifaðist hún sem fé- lagsliði frá Borgarholtsskóla og héldum við systur henni smá veislu í tilefni dagsins og fékk hún góðar gjafir en besta gjöfin var sjálfsagt að systur hennar komu. Þetta var dásamlegur dagur sagði hún. Það var líka gott að geta gert þetta fyrir hana. Elsku Berglind, Guð- brandur og Kolbrún Lilja, megi lífið reynast ykkur vel. Þið stóð- uð ykkur frábærlega í veikind- um mömmu ykkar og ömmu. Starfsfólk líknardeildar. Kærar þakkir, hjá ykkur fannst henni gott að vera. Ég kveð Lindu mína með von um að við hittumst á ný á nýjum stað, Guð geymi hana. Kveðja. Hanna. Kveðja frá Borgarholtsskóla. Haustið 2010 hóf Linda Guð- rún Guðbrandsdóttir félagslið- anám í skólanum. Við fyrstu kynni fann maður að þar fór einbeitt og dugleg kona. Hún bar með sér ró og einurð sem örugglega hefur fylgt henni í störfum hennar . Linda fór sín- ar leiðir í náminu, var ekki mjög tæknisinnuð en alltaf náði hún settu marki og stóð sig með miklum sóma. Í nýliðnum des- ember útskrifaðist hún sem fé- lagsliði frá Borgarholtsskóla. Hún var hetja þegar hún kom, þá mjög veik, og tók við út- skriftarskírteini sínu sem vissu- lega bar því vitni hvað hún hafði verið einörð, bjartsýn og sterk við að ljúka námi sínu. Það er sárt til þess að vita hvað hún var kölluð fljótt til annarra heimkynna, en ef til vill bíða hennar þar möguleikar til að hlúa að og sinna öðrum. Fjölskyldu Lindu Guðrúnar votta ég mína dýpstu samúð. Þórkatla Þórisdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.