Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar LÖG UNGA FÓLKSINS Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen, Jóhanna Kr. Sigurðardóttir, Marta María Jónsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ragnar Jónasson. 26. janúar – 10. mars Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Aðdráttarafl Björk Viggósdóttir Fjölskylduleiðsögn sunnudag 3. febrúar kl. 14 Teikningar Ingólfur Arnarsson þriðjudag 5. febrúar kl. 12 Hádegistónleikar Alina Dubik mezzósópran Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 3. febrúar kl. 14: Ókeypis barnaleiðsögn ætluð 5-8 ára börnum Ný sýning á 3. hæð: Bak við tjöldin - safn verður til Aðrar nýjar sýningar: Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 Nýjar myndir - gömul tækni Góðar gjafir - Sýning í tilefni 25 ára afmælis Minja og sögu Ratleikir, kaffihús og fjölbreytt úrval í safnbúð Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 GAMLAR GERSEMAR 9.2. - 5.5. 2013 ERLENDIR ÁHRIFAVALDAR 9.2. - 5.5. 2013 SÝNINGARNAR OPNA LAUGARDAGINN 9. FEB. KL. 11 FYRIR ALMENNING SAFNBÚÐ - Listaverkabækurm gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ dagl. kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is ÁFANGAR - LYKILVERK EFTIR SIGURJÓN ÓLAFSSON 2.2. - 14.4. 2013 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Söfn • Setur • Sýningar Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Gallerí Fold við Rauðarárstíg held- ur fyrsta myndlistaruppboð ársins á mánudagskvöldið kemur kl. 18. Boðin verða upp um níutíu lista- verk eftir marga kunnustu mynd- listarmenn þjóðarinnar. Þar á með- al eru þrjú verk eftir Alfreð Flóka, en verk hans rata ekki oft á upp- boð. Þá má nefna tvö málverk eftir Jóhannes S. Kjarval, auk nokkurra verka eftir hann á pappír, verk eft- ir Karl Kvaran, Hring Jóhann- esson, Jón Stefánsson, Þorvald Skúlason, Jóhannes Jóhannesson, Ásgrím Jónsson, Mugg, Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Kristínu Jónsdóttur. Af núlifandi listamönnum má nefna Braga Ás- geirsson, Hafstein Austmann, Tryggva Ólafsson og Karólínu Lár- usdóttur. Forsýning verkanna er í gall- eríinu alla helgina og má einnig sjá þau á vefnum myndlist.is. Í leikhús Verk eftir Karólínu Lár- usdóttur sem boðið verður upp. Um 90 verk boðin upp Ekki líta undan Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson. Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Flytjandi: Magni Ásgeirsson. Magni er fantagóður söngvari en hefði verið flottari á sviði með raf- magnsgítar í þessu lagi. Magni hefur verið tíður flytjandi í Söngvakeppninni en aldrei komist alla leið. Kannski kemst hann núna. Dramatíkin er keyrð í botn í byrjun, strengjasveit á inngangsstefið en síðan skiptir lagið skemmti- lega um gír og verður fínasta rokk af léttari sortinni. Útsetningin er góð, strengirnir fá að njóta sín og Magni að þenja rokkröddina undir lokin. Fullstrípuð sviðsetning hins vegar. Lífið snýst Lag: Hallgrímur Óskarsson. Texti: Hallgrímur Ósk- arsson og Svavar Knútur Kristinsson. Flytjendur: Svavar Knútur Kristinsson og Hreindís Ylva Garð- arsdóttir Hólm. Hér er krúttisminn alltumlykjandi. Raddir Svavars og Hreindísar passa vel saman og hljómsveitin er skemmtilega skrautleg. Lagið er grípandi en einhvern veginn efast maður um að krúttlegheitin fleyti okkur langt í Evró- visjón. Eins og sykurull þá er þetta aðeins of væmið. Ég á líf Lag og texti: Örlygur Smári og Pétur Örn Guð- mundsson. Flytjandi: Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Eyþór Ingi er, líkt og hann Magni, fantagóður söngvari og jafnvígur á mjúkar melódíur og krefj- andi rokklög. Lagið er ágætt og fallegt en það vantar einhvern kraft í það. Rokkarinn Eyþór Ingi fær ekki að njóta sín nógu vel. Írsku áhrifin skemma dálítið fyrir laginu og vekja hugrenn- ingatengsl við lagið „My Heart Will Go On“ með Celine Dion úr kvikmyndinni Titanic. „Ég á líf“ stendur og fellur með flutningi Eyþórs Inga. Það verður spennandi að sjá hvernig hann stendur sig í kvöld. Meðal andanna Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjars- dóttir og Jonas Gladnikoff. Texti: Birgitta og Sylvía Haukdal, Michael James Down, Primoz Poglajen. Flytjandi: Birgitta Haukdal. Þá er það hin evróvisjón- sjóaða Birgitta Haukdal. „Meðal andanna“ er afskap- lega evróvisjón-legt lag. Síður hvítur kjóll sem flaks- ast í vindi og farið upp í hæstu hæðir í söngnum. Lagið byrjar hægt, færist svo í aukana og fetar kunn- uglegar og fyrirsjáanlegar slóðir. Birgitta myndi áreiðanlega standa sig vel í Evróvisjón en lagið er heldur þreytandi. Til þín Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson. Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen. Flytjendur: Jógvan Hansen og Stefanía Svavarsdóttir. Jógvan og Stef- anía eru öflugur dú- ett, sönglega séð. „Til þín“ er ekki nógu grípandi lag, það vantar eitthvað upp á og það er nú einu sinni skilyrði í Evró- visjón að lög grípi við fyrstu eða aðra hlustun, tækifærin eru ekki mörg til að heilla áhorf- endur. „Til þín“ mun líklega ekki komast í lokaeinvígi Söngvakeppninnar. Vinátta Lag og texti: Haraldur Reynisson. Flytjandi: Har- aldur Reynisson. Haraldur er fínn laga- smiður og „Vinátta“ er nokkuð gott lag, útsetning- in einföld sem og flutning- ur. Fólk situr bara og syng- ur, höfundur lagsins og tvær bakraddir. Þetta er af- skaplega trúbadorslegt, ró- legt og huggulegt. En Evr- óvisjón er ekki bara lagakeppni heldur líka sýning, í raun meiri sýning en lagakeppni. Huggulegheit við arineld passa ekki í teitina. Ég syng! Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Ken Rose. Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Hulda G. Geirsdóttir. Flytjandi: Unnur Eggerts- dóttir. Hér gæti framlag Íslend- inga í Evróvisjón verið komið. Lagið er krúttlegt, nánast barnalegt og söng- konan geislar af gleði á sviðinu. Þetta er dillandi popp, kannski hefði mátt hafa lagið aðeins hraðara, það býður vissulega upp á það og þá hefðu dansararn- ir líka notið sín betur og fengið að hreyfa sig af meiri krafti. Viðlaginu ná allir við fyrstu hlustun: „Dúrú, dúrúdurúddudururuú, dúrú, yeah!“. Gæti ekki verið einfaldara. Þetta er ekki frábært lag og ekki lélegt, það er ein- hvers staðar þar á milli. En einfaldleikinn og líflegur flutningurinn munu eflaust koma því í lokaeinvígið og jafnvel alla leið. Hvort maður þolir að hlusta á það á hverjum degi fram að Evróvisjón er svo önnur saga. Krúttlegt eða dramatískt í Svíþjóð?  Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Hörpu í kvöld  Menningarblaðamenn tóku lögin til kostanna Krúttlegt Svavar Knútur Kristinsson og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm flytja „Lífið snýst“ í undanúrslitum ásamt hljómsveit. ruv.is/songvakeppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.