Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 „Tölvupósturinn er ekki dauður, en hann er misnýttur.“ Þetta er nið- urstaða Snæbjörns Inga Ingólfsson- ar, lausnaráðgjafa hjá Nýherja, en í fyrirlestri á upplýsingatækniráð- stefnunni sem haldin er í Hörpu sagði hann að þrátt fyrir næstum hálfrar aldar sögu hefði lítil þróun orðið á þessu samskiptaformi. Í samtali við mbl.is segir hann að aðr- ir miðlar ættu að taka yfir hlutverk póstsins að miklu leyti, en einnig að fólk þurfi að læra að notast við póst- formið. 42 ára saga tölvupóstsins „Tölvupósturinn verður 42 ára á þessu ári. Þróunin hefur verið mjög lítil, nema að meiri virkni er komin í póstforritin“ segir Snæbjörn. Hann segir að í dag sé verið að senda 300 milljarða tölvupósta á hverjum sól- arhring um allan heim, af þessu séu um 80% ruslpóstur og vírusar. Það er því ljóst að póstinum fylgir mikil óskilvirkni, en meðaltölvunot- andi getur fengið ríflega 100 pósta á dag, segir Snæbjörn. Hann segir að mörg af þessum bréfum séu upplýs- ingar sem gætu legið annars staðar. Vegna magnsins sem berst hverjum einstaklingi týnast upplýsingar auð- veldlega og skilvirkni verður verri. Hann nefnir sem dæmi um bætta aðferðafræði að svara viðskiptavin- um á opnum svæðum þegar ekki sé um persónulegt eða viðkvæmt efni að ræða. Þannig megi spara tví- verknað þegar sömu spurningar berist oft. Nánar á mbl.is. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir Ekki dauður Snæbjörn Ingi Ingólfsson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja, segir að tölvupósturinn sé ekki alveg dauður, en hann sé misnýttur. Segir tölvupóstinn vera misnýttan  Upplýsingatækniráðstefna í Hörpu Veitingastaður / verslun Full búð af spriklandi nýjum fiski alla virka daga„Ekki skal éta hinn svartleita díl á innraroðinu í þorskhausnum því þar er fingrafar skolla, er hann fór höndum um þorskinn.“ Setningu þessa er að finna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Í Gallerý Fiski í Nethyl eru það mun vænni menn sem fara höndum um fiskinn og ekki þarf að slá fyrrnefndan varnagla, þegar fiskur þaðan er snæddur. Hjá okkur er ferskleikinn uppmálaður og hinir litríku og frumlegu tilbúnu fiskréttir í borðinu leggja sitt af mörkum til að skapa versluninni skemmtilegan blæ. Fjölbreytni ræður þar ríkjum í ferskum fiski, fiskréttum og frystivöru. Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is Bæjarlind 16 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 Hönnun: Jahn Aamodt Stóll + skemill kr. 381.400 Tímalaus skandinavísk hönnun þar sem hreinar línur, gæði og þægindi haldast í hendur. Stillanlegt bak og hnakkapúði sem tryggja hámarks þægindi. Fáanlegur í hnotu, eik eða svartbæsaður. Frábært úrval af leðri og áklæðum í boði. TIMEOUT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.