Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 ✝ Halldór Jó-hannesson fæddist á Sandá í Svarfaðardal 21. apríl 1922. Hann lést 2. febrúar 2013 í Dalbæ, Dalvík. Foreldrar hans voru Kristín Sigtryggs- dóttir, f. 10. júní 1877, d. 31. ágúst 1964, og Jóhannes Stefánsson, f. 14. október 1881, d. 24. október 1964. Systkini Halldórs voru Anna Steinunn, f. 26. júní 1908, Sigtryggur Stefán, f. 25. októ- ber 1909, Arnfríður Guðrún, f. 12. ágúst 1911, Kristín Margrét, f. 30. október 1913, Arngrímur, f. 12. mars 1916, og Kristján Hólm, f. 16. nóvember 1918. Halldór var yngstur systk- inanna en þau eru nú öll látin. eru Diljá María og Emil Nói. Halldór ólst upp á Sandá í Svarfaðardal. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laug- um í tvo vetur, frá 1941 til 1943 og lauk námi frá Íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni vor- ið 1944. Eftir útskrift starfaði Halldór einn vetur við kennslu í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp en fluttist síðan til Dalvíkur og bjó þar með eiginkonu sinni síðan. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Ey- firðinga á Dalvík í rúmlega 40 ár við verslunar- og skrifstofustörf. Halldór tók virkan þátt í fé- lagsstörfum, starfaði með Lions- klúbb Dalvíkur í áratugi og söng lengi með Karlakór Dalvíkur, Kirkjukór Dalvíkur og Kór aldr- aðara á Dalvík. Útför Halldórs fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 9. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. Halldór kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Steinunni Daní- elsdóttur frá Syðra-Garðshorni, f. 8. janúar 1919, hinn 20. nóvember 1948. Dóttir þeirra er Anna María, f. 23. júlí 1951. Hennar maður er Jó- hann Jóhannsson. Börn þeirra eru: 1) Halldór, f. 4. ágúst 1972, eiginkona hans er Erla Árnadóttir. Börn þeirra eru Kristinn Þeyr og Anna Þyrí. 2) Helga Magnea, f. 25. maí 1977, eiginmaður hennar er Sigurður Arnar Jónsson. Börn þeirra eru; Tómas Karl, Daníel Orri og Kar- ólína. 3) Jóhann Steinar Jó- hannsson, f. 5. september 1982, sambýliskona hans er Íris Björk Gunnlaugsdóttir. Börn þeirra Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þín dóttir, Anna María. „Það gera fimmtíu krónur“ var oft viðkvæðið hjá þér þegar við þökkuðum þér eitthvert viðvikið. Og vissulega höfum við haft þér nóg að þakka – ökukennslan aust- ur á Sandi, boltaleikirnir í Smára- veginum, ferðirnar inn í dal og aurarnir sem þú otaðir að okkur þegar amma sá ekki til, svo dæmi séu tekin. Umfram allt erum við þakklát fyrir þá einlægu og nærri áþreifanlegu hlýju og væntum- þykju sem þú sýndir okkur með athöfnum þínum og orðum alla tíð. Þér þótti auðsjáanlega ákaflega vænt um litlu fjölskylduna þína og það hefur verið okkur mikil hvatn- ing hversu stoltur þú varst ætíð af okkur. Það duldist engum að þú sóttir auð þinn í fjölskylduna og samskipti við þitt samferðafólk. Húmorinn og góðlátleg stríðnin var aldrei langt undan og verður áfram með okkur um ókomna tíð í þeim ótal ljóðum og limrum sem eftir þig liggja. Þú hafðir einstakt lag á því að beina athyglinni frá sjálfum þér. Þín eigin heilsa og hagur sat und- antekningarlaust á hakanum fyrir hag og heilsu annarra. Þannig varstu stoð og stytta ömmu í gegnum hennar veikindi allt fram í andlát þitt. Heilsubrest með þverrandi þrótti tókst þú á við af einstöku æðruleysi. Jafnvel undir það síðasta lýstir þú veikindum þínum sem „einhverri lumbru“ svo að amma hefði ekki áhyggjur af þér, vitandi vits í hvað stefndi. Hjartahlýja, trygglyndi og ein- lægni þín hefur verið okkur inn- blástur og mótað okkar persónu. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og við fáum þér aldrei nógsamlega þakkað fyrir allt sem þú kenndir okkur með því einfaldlega að vera þú sjálfur. Við þökkum þér, afi, fyrir samfylgdina og samveruna, þú hefur gert okk- ur að betri manneskjum. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Þýð. Á.Kr. Þorsteinsson) Afabörnin Halldór, Helga Magnea, Jóhann Steinar og fjölskyldur. Frændi bjó á Smáravegi 10 með frænku og þar vorum við systur tíðir gestir. Hann vann í Kaupfélaginu á Dalvík og fannst okkur það mjög merkilegt sér- staklega vegna þess að þar komu jólasveinarnir alltaf á svalirnar fyrir jólin. Þegar við vorum litlar keyrði hann um á bláum Moskvíts og var alltaf með hatt. Hann var okkur einstaklega góður og um- hyggjusamur og sýndi okkur allt- af áhuga og ræktarsemi. Þegar börnin okkar fæddust breiddi hann vængi sína yfir þau líka og fylgdist með þeim af áhuga. Þau fundu fljótt eins og við hversu gott var að vera í návist frænda. Við minnumst hans í Syðra-Garðs- horni hjá afa og ömmu, í útilegu með okkur, syngjandi með Garðs- hornsstrákunum og hinu Svarf- dælska söltunarfélagi þar sem hann fór á kostum í skáldskap og vísnagerð. Við munum skemmti- legu vísurnar hans sem alltaf prýddu jólakortin frá honum og frænku. Við minnumst hans á Smáraveginum að kveðja okkur í þvottahúsinu, við minnumst hans taka á móti okkur á Dalbæ með gleðisvip og glettni í augum. Við minnumst þessa hógværa og hjartahlýja manns sem við feng- um að kalla frænda með þakklæti og gleði og biðjum góðan Guð að geyma frænda okkar. Bryndís, Hrafnhildur og Sigríður Birna Björnsdætur. Halldór Jóhannesson  Fleiri minningargreinar um Halldór Jóhannesson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástríður Ást-mundsdóttir fæddist í Reykja- vík 25. júlí 1938. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands 1. febrúar 2013. For- eldrar hennar voru Ástmundur Sæmundsson, bóndi á Eystri- Grund, Stokkseyr- arhreppi, f. 23. október 1910, d. 28. júlí 1985, og Ingibjörg Magn- úsdóttir, húsfreyja á Eystri- Grund, Stokkseyrarhreppi, nú búsett á Eyrarbakka, f. 20. júlí 1923. Systkini Ástríðar eru: Magnea Ragnheiður Ástmunds- dóttir, f. 1945, Sæmundur Ást- mundsson, f. 1949, Sigríður Ást- mundsdóttir, f. 1954 og Sævar Ástmundsson, f. 1961. dóttir, f. 1969. Barn þeirra er Ragnheiður, f. 2009. Fyrir á Magnús Hönnu Karítas, f. 2003. Sesselja á fyrir Veroniku Sesselju Lárusdóttur, f. 2000. Ástríður ólst upp hjá foreldr- um sínum á Eystri-Grund og gekk í barnaskóla á Stokkseyri en fór síðar í Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Hún stofnaði heim- ili með Ársæli á Skálholtsbraut 1 í ágúst 1963 og bjó þar alla tíð. Ástríður gegndi ýmsum störf- um, meðal annars í þvottahúsi, mötuneyti, fiskvinnslu og við verslunarstörf. Hún var virk í fé- lagsstörfum, var í Kvenfélagi Þo- lákshafnar um tíma, Félagi eldri borgara og í söng- og tónlistar- hópnum Tónar og trix. Útförin fer fram frá Þorláks- kirkju í Þorlákshöfn í dag, 9. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. Ástríður giftist 21. desember 1963 Ársæli Guðmundssyni, f. 15. maí 1939. Börn þeirra eru: (1) Guðmundur Ragnar, f. 1962, maki hans er Sigrún Rún- arsdóttir, f. 1965. Börn þeirra eru: Rún- ar, f. 1985, Ársæll, f. 1987, og Ásta Björk, f. 1991, (2) Ingibjörg, f. 1964, sambýlismaður hennar er Zóphonías Már Jóns- son, f. 1959. Börn hennar eru: Nikulás Guðmundur Torfason, f. 2000, og Örvar Hugason, f. 1987, sambýliskona hans er Elín Dögg Haraldsdóttir, f. 1985. Barn þeirra er Haraldur Aron, f. 2011. (3) Jón Ásti, f. 1971, sambýliskona hans er Sarah Seelinger, f. 1979, (4) Magnús, f. 1975, sambýliskona hans er Sesselja Theodórs Ólafs- Elskuleg stóra systir, Ástríður. Þú kvaddir þessa jarðvist mjög snöggt. Ég er ánægð með að hafa átt góða stund ein með þér kvöldið áður en þú fórst. Það samtal var okkur báðum gott. Ásta systir, eins og ég kallaði þig alltaf, þú varst sextán árum eldri en ég og naut ég þess að eiga þig sem vinkonu eða bara eins og ég sagði stundum að þú værir eins og önnur mamma mín. Þú eins og þín kynslóð fórst ung að vinna, stofnaðir heimili, eignaðist yndis- legan eiginmann og börn. Allan þinn búskap ertu í Þor- lákshöfn og var oft gott að koma til þín í dekur, spjall og fá að kynn- ast börnunum þínum. Þú kenndir mér trúlega það litla sem fylgdi mér í minn búskap. Myndarlegri húsmóður er varla hægt að finna, allt gert upp á tíu. Handavinna var leikur einn í höndum þínum, út- saumur, prjón, hekl og svo má ekki gleyma leirmununum sem þú fórst að gera eftir að þú hafðir meiri tíma til. Afskaplega skapgóð varstu og umburðarlynd og fróm við alla. Það var gott að segja þér leyndó, ekkert fór lengra. Traust þitt var mikið. Með þér og þínum manni Ársæli áttum við hjónin ánægju- legar stundir við hlátur og gam- ansögur á skemmtunum í Þor- lákshöfn, í sumarbústað eða heimsóknum. Okkur finnst erfitt að kveðja svona snemma. Takk fyrir allar samverustund- ir, elsku systir. Vona ég að vel hafi verið tekið á móti þér í sumarland- inu. Þín systir, Sigríður, Sigmar og fjölskylda. Elsku amma mín. Mikið var gott að hafa þig hjá mér þegar mamma þurfti að vera í vinnunni og þú komst heim til okkar og passaðir mig. Þá keyptir þú mjög oft pitsu, en það er ekki pitsan sem ég sakna mest heldur þú af því að þú varst alltaf svo góð þó að ég væri ekki alltaf þægur og góður við þig. Svo finn ég núna hversu mikið mér þykir vænt um þig þegar ég get ekki lengur haft þig hjá mér. Þú varst svo góð og skammaðir mig aldrei þó ég kæmi of seint heim á kvöldin og þú leyfðir mér alltaf að æfa mig á gera tattú á fæturna á þér þegar þú sast og varst að prjóna. Elsku afi, mamma, Gummi, Jón Ásti og Maggi, ég get ekki ímyndað mér hvað ykkur þykir leiðinlegt að amma sé dáin. Góða nótt, elsku amma. Kveðja, Nikulás. Mér fannst sem stórt ský drægi fyrir sólu þegar fréttin af andláti Ástu barst mér. Traustur, sannur vinur dáinn, horfinn. Kynni okkar Ástu hófust fyrir rúmlega 50 árum er við unn- um saman í mötuneyti Meitilsins í Þorlákshöfn. Þar bundumst við þeim vináttuböndum sem aldrei slitnuðu. Margs er að minnast en á stundu trega og tómleika skortir orð til að túlka og tjá. Þá er gott að leita á náðir ljóða sem lýsa huga manns. Frá himnum svífa herskarar í nótt og hugga þá sem gráta ofurhljótt. Þau sýna okkur veröld þá sem var og vísa áfram veg til framtíðar. Við eigum þarna engla þú og ég sem áttu sporin ljúf um æviveg. Sem traustast ófu öll sín tryggðabönd og trúföst alltaf réttu hjálparhönd. Í draumum okkar staldra þau um stund og styrkja þannig von um endurfund. Frá brjóstum sindrar gullmolanna glit og glæðir allan regnbogann með lit. Er dagur rennur dögg er aftur ný og dögun eilífðar er mjúk og hlý. Í fangi sínu hefur frelsarinn nú fólkið okkar, - líka himininn. Svo demöntum er dreift um æviskeið og dásamleg er farin litrík leið. Frá himnum svífa herskarar í nótt og hugga þá sem gráta ofurhljótt. (Jóhanna H. Halldórsdóttir) Ég vil þakka elskulegri vinkonu minni samfylgdina alla. Elsku Sæli og fjölskyldan öll. Góður Guð verndi ykkur og styrki. Megi minningin um mæta og góða konu vera ykkur ljós og líf. Guðbjörg Björgvinsdóttir. Ástríður Ástmundsdóttir Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is ✝ Ástkær móðir okkar, UNNUR GUÐBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Smáratúni 8, Álftanesi, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Margrét Þóra Gylfadóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Unnur Kristbjörg Gylfadóttir, Freyja Gylfadóttir, Þorkell Snorri Gylfason. ✝ Systir mín, AUÐUR ERLA ÓLAFSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 22. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þakka auðsýnda samúð. Katla Ólafsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir, GUÐJÓN HELGASON húsasmíðameistari, Hlíðarvegi 11, Njarðvík, lést þriðjudaginn 5. febrúar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 13. febrúar kl. 14.00. Sveinborg Daníelsdóttir, Sunneva Guðjónsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA G. ALFONSDÓTTIR frá Hnífsdal, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést miðvikudaginn 6. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Gréta Jóakimsdóttir, Odd T. Marvel, Helga S. Jóakimsdóttir, Sigurður B. Þórðarson, J. Gunnar Jóakimsson, Sólveig Þórhallsdóttir, Kristján G. Jóakimsson, Sigrún Sigvaldadóttir, Aðalbjörg Jóakimsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, Klapparstíg 5 A, Reykjavík andaðist á Landspítala, Landakoti, fimmtu- daginn 7. febrúar. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Þórunn Ingólfsdóttir, Georg Heide Gunnarsson, Hilda G. Birgisdóttir, Hinrik Gunnarsson, Guðrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.