Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 ✝ Valsteinn ÞórirBjörnsson fæddist á Mjóeyri við Eskifjörð 30. júní 1941. Hann lést 1. febrúar 2013. Foreldrar Þóris voru Kristín Elsa- bet Ásmundsdóttir húsfreyja og Björn Ingimar Tómas Jónasson sjómaður. Þórir var næst- yngstur í hópi sjö systkina. Elst- ur var Ásmundur, f. 1924, d. 2007. Vigdís Júlíana, f. 1926, d. 2012. Jónas Guðgeir, f. 1929, d. 2012. Hólmgeir, f. 1934, d. 2006. Birna Ósk, f. 1938 og Olga Aðal- björg, f. 1946. Þórir kvæntist 7. nóvember 1964 eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristbjörgu Böðv- arsdóttur, f. 18.7. 1942. For- eldrar Kristbjargar voru Böðv- ar Rósinkrans Jónasson, f. 1910, d. 1993 og Helga Finn- bogadóttir, f. 1916, d. 1991. Börn þeirra eru: 1) Elsa, f. 12.11. 1963, gift Jóni Birni Hlöðverssyni, f. 12.3. 1962. Dætur: Kristín og Vala. 2) Dröfn, f. 21.8. 1965, gift Bjarka Unnars- syni, f. 1.11. 1966. Dætur: Kristbjörg og Ásta Sól. 3) Böðvar, f. 9.11. 1968, maki Petrína Freyja Sigurðardóttir, f. 27.1. 1963. Börn hennar eru Sigurður og Kristín. 4) Þórey Kristín, f. 14.12. 1980, gift Geir Ágústs- syni, f. 4.12. 1978. Synir: Rökkvi Þór og Reginn Þór. Þórir útskrifaðist með skip- stjóraréttindi árið 1964. Hann starfaði sem útgerðarmaður, stýrimaður og skipstjóri. Lengst af var hann skipstjóri á sínum eigin bátum. Útförin fer fram í dag, 9. febrúar 2013, frá Eskifjarð- arkirkju og hefst athöfnin kl. 14. Elsku besti pabbi minn, mikið finnst mér skrýtið að sitja hér og kveðja þig. Þú kvaddir mig snöggt eins og þér einum er lag- ið. Ég er ekki alveg tilbúin að segja bless við þig en verð víst að leyfa þér að ráða ferðinni í þetta sinn. Ég gæti skrifað heila bók um hvað þú varst góður maður og dásamlegur pabbi, alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda, ég ætla að eftirláta öðrum það og hafa þetta stutt. Ég verð samt að koma því að hversu ákveðinn og fylginn þú varst þér. Nýjasta dæmið er þegar þú sagð- ir mér að Böddi myndi flytja meistaravörnina sína í líffræði og þið mamma væruð að hugsa um að keyra suður, þá þurfti ég að- eins að skipta mér af og taldi þig af því að keyra. En þú hafðir þitt fram með einum eða öðrum hætti, aðra leiðina skyldir þú allavega fara akandi. Ég lít svo á að verkefnið sem við vorum í saman sé komið það vel á veg að þér hafi verið óhætt að eftirláta mér að klára það. Að sjálfsögðu klára ég það með stæl eins og okkar er von og vísa. Pabbi, ég kveð þig með söknuði í hjarta og þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman og vil ljúka þessu með æðruleysisbæninni: Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er, eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur. Amen. (Reinhold Niebuhr.) Ég elska þig, elsku pabbi, þín Elsa. Mig langar að minnast pabba míns í nokkrum orðum. Hann lést þann 1. febrúar sl. aðeins 71 árs. Pabbi var mikill Eskfirðing- ur og mjög svo heimakær, leið hvergi betur en heima hjá sér. Hann eirði sér aldrei lengi hér fyrir sunnan, ég held að ég hafi verið 15 ára þegar við fórum hringveginn á tveimur dögum og er þá meðtalinn einn dagur í stoppi í Reykjavík. Pabbi var sjómaður alla sína starfsævi. Hann fór fyrst á sjó fjórtán ára gamall og þar með voru örlög hans ráðin. Ég sá hann varla að ráði fyrr en ég var orðin tveggja ára gömul því hann var alltaf í Norðursjónum og voru útilegurnar langar. Sjó- mannslífið var ekki alltaf dans á rósum, það var gaman þegar vel gaf en ég passaði mig á að láta lítið fyrir mér fara ef það hafði verið bræla og lítið að hafa, að ég tala nú ekki um þegar veðurfrétt- irnar voru lesnar í útvarpinu á matmálstímum, þá hélt maður niðri í sér andanum, enda ekki lítill þáttur sem það átti í allri sjómennsku. Pabbi var mjög léttur á sér, kvikur í hreyfingum og snar í snúningum. Hann hefði örugg- lega verið greindur ofvirkur ef einhver hefði haft áhuga á því. Hann elskaði að snúast í kringum alla og fór ég og mín fjölskylda ekki varhluta af því þegar við komum austur. Stelpurnar mínar eiga líka skemmtilegar minning- ar um afa sinn sem gaf þeim tás- unudd milli þess sem hann at- aðist í þeim því hann gat líka verið stríðinn. Hann var barn- góður með eindæmum og naut þess að vera innan um æskuna. Ég sigldi einu sinni með pabba til Bretlands og þá kynntist ég karlinum í brúnni sem var annar maður en sá sem var heima. Þessi var fjarlægari en um leið var hann rólegri, enda kannnski ekki mikið hægt að þeytast um í bátnum. Pabbi var litríkur og skemmti- legur maður en hann var líka fastur fyrir með margt eða hrein- lega þverari en allt sem þvert er þegar svo bar við! En fyrst og fremst var hann góður pabbi og mikill fjölskyldumaður sem vildi allt fyrir alla gera. Hann og mamma voru miklir félagar og hann gat ekki verið lengi án hennar í einu. Mamma hefur misst mikið og við öll en minning um góðan dreng, pabba, afa og tengdaföður lifir. Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. (Jónas Hallgrímsson) Dröfn. Elsku pabbi minn, mér finnst svo sárt að þú sért farinn frá okk- ur. Ég hélt að við fengjum meiri tíma saman. Ég veit allar staðreyndir, þú fórst í friði, með alla vitsmuni í lagi og hefðir örugglega ekki ósk- að þér að fara öðruvísi. Ætti sjálfsagt að einblína á það en satt best að segja veitir það mér litla huggun eins og er. Tilfinningar eru nefnilega ekki alltaf rökrétt- ar og alls ekki í þessu tilviki. Ég vildi eiga meiri tíma með þér. Var búin að hlakka óendanlega mikið til þess að þið mamma kæmuð hingað aftur í sumar til að vera hjá mér og fjölskyldu minni. Ég er ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman síðasta sumar. Gat ekki hugsað mér neitt betra en að þú skyldir leiða mig upp að altarinu og vera með mér á brúðkaupsdeginum mínum. Það var mér ekki síður mikilvægt en blessun Guðs yfir hjónabandinu. Það voru þessir litlu hlutir sem gerðu þennan dag svo minnisstæðan fyrir mér og held ég mikið upp á myndina af okkur saman í kirkjunni. Að auki er ég virkilega fegin að ég ýtti á þig að koma að heimsækja mig til Danmerkur síðasta sumar. Það var ofsalega góður tími og við nutum öll félagsskapar hvert annars og tímans sem við áttum saman. Við gátum hlegið svo mikið saman og það yljaði mér um hjartaræturnar að heyra þig segja hvað þér liði vel hjá okkur. Fólk er oftast lofsungið þegar það fellur frá en ég hef lofsungið þennan tíma sem við áttum sam- an síðasta sumar, hann geymi ég ávallt í hjarta mínu. Fannst virki- lega erfitt og sárt að kveðja þig þar sem ég hafði ekki nóga góðu tilfinningu fyrir framhaldinu. Ég veit að þú hafðir hana ekki held- ur þar sem okkur hafði bæði dreymt illa aðfaranótt dagsins sem þú varst að fara heim til Ís- lands aftur. Það var ekki að ástæðulausu sem ég kvaddi þig svona vel og bað Geir að gera hið sama. Þegar ég lít aðeins lengra aft- ur þá hef ég alltaf getað leitað til þín og þú hefur stutt mig í öllu sem ég hef viljað taka mér fyrir hendur. Þið mamma hafið verið stoð mín og stytta á erfiðum tím- um og ég veit að ég væri ekki á jafngóðum stað í lífinu ef það væri ekki fyrir ykkur. Ég er stolt af því að vera dóttir þín og elska þig svo mikið pabbi minn. Sjáumst vonandi fljótt í draumum mínum. Þín Þórey Kristín. Valsteinn Þórir Björnsson  Fleiri minningargreinar um Valstein Þóri Björns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, DÍSA SIGFÚSDÓTTIR, Austurbyggð 17, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 1. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Öldrunarheimili Akureyrarbæjar. Hreinn Grétarsson, Margrét G. Magnúsdóttir, Heiða Grétarsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Líney Grétarsdóttir, Jóhanna Grétarsdóttir, Rósant Grétarsson, Sigmar Grétarsson, Edda J. Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Haraldur Sigfússon. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA ÓLAFSDÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnu- daginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Stefán Gunnar Stefánsson, Hafdís Hannesdóttir, Ella Stefánsdóttir, Gunnar Haukur Stefánsson, Arnþrúður Jónsdóttir, Berta Ósk Stefánsdóttir, Markús Þ. Þórhallsson, Stefán Örn Stefánsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Þórunn Snjólaug og Gyða Gunnarsdætur, Rebekka Rut Þorbjörnsdóttir, Þórunn Hafdís Stefánsdóttir. ✝ Okkar elskulegi MAGNÚS H. GÍSLASON, Frostastöðum, andaðist sunnudaginn 3. febrúar. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður að Flugumýri. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hins látna eru beðnir að láta Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki njóta þess. Jóhanna Þórarinsdóttir, Gísli Magnússon, Ólöf Arngrímsdóttir, Þórarinn Magnússon, Sara Regína Valdimarsdóttir, Ólafur Magnússon, Sigurlína Alexandersdóttir, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Gísli Salómonsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær vinur minn og sálufélagi, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR VICTORSSON, andaðist laugardaginn 2. febrúar á heimili sínu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Ragnheiður Anna Friðriksdóttir, Róbert Lagermann Harðarson, Jóhann Eysteinsson, Ragnheiður Elísabet Harðardóttir, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, HULDA MARÍA HRAFNSDÓTTIR, andaðist föstudaginn 1. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, styrktarstöð krabbameinsveikra. Björn H. Herbertsson, Viktor Hrafn Guðmundsson, Zophanías Björnsson, Fjölnir Þór Björnsson, Ester Hulda Tyrfingsdóttir, Agnes Huld Hrafnsdóttir, Berglind Hrönn Hrafnsdóttir, tengdafólk, fjölskyldur og vinir. ✝ Okkar elskulegi ÓTTAR EINARSSON, Klausturhvammi 13, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 7. febrúar. Steinunn Inga Óttarsdóttir, Brynjar Ágústsson, Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir, Haraldur Eiríksson, Þuríður Óttarsdóttir, Hannes Steinar Guðmundsson og barnabörn, Jóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir. ✝ JÓNAS HVANNBERG læknir lést fimmtudaginn 31. janúar. Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Sigurlaugar Margrétar Pétursdóttur, kt. 530511-0140, bankanúmer: 512-14-401370. Annika Wiel Hvannberg, Jónas Hvannberg, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Bjarki Hvannberg, Guðrún Eva Níelsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 40b, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum 31. janúar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, símar 543 3022 og 543 3025. Gísli Ólafsson, Elísabet Solveig Pétursdóttir, Viðar Ólafsson, Birna Björnsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Sveinn Ingi Ólafsson, Gyða Þórðardóttir og fjölskyldur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför ástkærrar móður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR ÞÓRÖNNU JÓHANNSDÓTTUR ljósmóður, Ljósheimum 6, Reykjavík. Þórhildur Hinriksdóttir, Þórður Sigurjónsson, Sigurjón Þórðarson, Jóhanna Jakobsdóttir, Ólöf Dís Þórðardóttir, Birgir Örn Björnsson, Harpa Rún Þórðardóttir, Romain Buchholtz, Þórður Ingi, Ari, Björn Hinrik, Daníel Snær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.