Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Margrét Arnheiður Árnadóttir er níræð í dag.Gréta, eins og hún er jafnan kölluð, er Svarfdælingur,fædd að Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, næst elst sjö barna, hjónanna Árna Valdimarssonar og Steinunnar Jóhannesdóttur. Gréta ólst upp í Svarfaðardalnum en segist hafa flutt ung til Siglu- fjarðar þar sem leiðir hennar og eiginmannsins lágu saman. Hann hét Þórður Þórðarson frá Siglunesi en þau gengu í hjónaband árið 1946 og bjuggu á Siglufirði allan sinn búskap. Vinir og ættingjar Margrétar og Þórðar hafa verið samdóma um að þau hafi ætíð verið samhent og einhuga hjón og voru þau afar vel látin og virt af verkum sínum og viðmóti. Þórður lést árið 1992. Margrét og Þórður eignuðust sjö börn, glæsilegt og vel menntað dugnaðarfólk sem ber foreldrahúsum fagurt og gott vitni. Á þessum tímamótum eru afkomendur þeirra orðnir hálfur fimmti tugur talsins. Gréta dvelur nú á Heilbrigðisstofnum Fjallabyggðar á Siglufirði. Hún lætur vel af veru sinni þar enda meðal góðra vina og kunningja. Þá hrósar hún starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnuninni og segir það ein- staklega elskulegt og umhyggjusamt. Hár aldur er nú farinn að taka sinn toll af heilsu og þreki, en þó minnið sé farið að bregðast er lundin létt og ætíð stutt í kátínu og dill- andi hlátur hjá henni. Hún segir að hláturinn lengi lífið og það sé um að gera að vera þakklátur og ánægður með sitt hlutskipti. Gréta hefur verið vinnusöm kona í gegnum tíðina og sjaldan fallið verk úr hendi. Hún er félagslynd og hefur látið muna um sig í margs konar félagsstarfi. Gréta hefur ætíð verið söngelsk og hefur sungið í mörgum kórum á Siglufirði í gegnum tíðina. Hún er reglusöm og hef- ur aldrei notað vín eða tóbak. Gréta segist ekki vilja mikið tilstand í tilefni af þessum tímamótum en það verður glatt á hjalla í sal Skálahlíðar á morgun, sunnudag, á milli kl. 15.00 og 17.30, þar sem boðið er til afmælisfagnaðar Margrét A. Árnadóttir er 90 ára á morgun Úti í náttúrunni Margrét Arnheiður nýtur sumarblíðunnar. Siglu- fjörður í baksýn. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum. Söngelsk og vinnusöm alla tíð Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kópavogur Arnór Darri fæddist 23. apríl kl. 19.33. Hann vó 3.565 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Vig- dís Ylfa Hreinsdóttir og Hákon Jónas Gylfason. Nýir borgarar Grenivík Sóldís Lilja fæddist 23. maí. Hún vó 3.940 g og var 53 cm löng. For- eldrar hennar eru Hafdís Helgadóttir og Kjartan Pálmarsson. E gill fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann lærði ungur á cornet hjá Karli Ottó Runólfssyni. Strax ár- ið 1965 fór Egill að leika og syngja með skólahljómsveitum, fyrst með Jóhanni Kristinssyni (síðar bassa- leikara með Flowers og flugmanni hjá SAS), þá Glömpum í Álftamýr- arskóla og Scream í Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1967-69. Egill stundaði nám í Héraðsskól- anum á Núpi 1969-70, þar sem hann spilaði með skólahljómsveit- inni og söng með kirkjukórnum, stundaði nám við MH og söng með Hamrahlíðarkórnum öll árin. Þá var hann í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1970-76 en þar voru En- gel Lund, Þuríður Pálssdóttir, Jón Ásgeirsson, Þorkell Sigurbjörnsson og Martin Hunger meðal kennara hans. Egill hefur sótt fjölda námskeiða, bæði í söng, tónsmíðum og leiklist, erlendis og hér heima, m.a. hjá Peer Raben, Thorsten Föllinger, Oren Brown, Jukka Linkola o.fl. Hann stundaði nám í Háskólanum í Reykjavík og Stýrimannaskólanum 2001-2003 Spilverk, Stuðmenn og Þursar Egill lék og söng með Spilverki þjóðanna 1973-77, með hljómsveitinni Stuðmönnum 1975-76 og aftur frá 1982-2008 með hléum, og Þursaflokknum 1978-82, Tamlasveitinni 1993-97 og Tríói Björns Thoroddsen 1996-2000. Le Grand Tango 2002-2003, Ægir (norskri sveit 2003-2005) og Ice- landic Sound Company 2004-2007. Þá hefur hann unnið í áraraðir með Jónasi Þóri píanóleikara. Egill hefur leikið 70 hlutverk í íslenskum kvikmyndum, sjónvarps- Egill Ólafsson, tónlistarmaður og leikari – 60 ára Ljósmynd: Bent Marinósson. Á sviði Þjóðleikhússins Egill sem Javert fangelsisstjóri og lögreglustjóri í París, í Vesalingunum, árið 2012. Afburðamaður í söng og leik af guðs náð Egill Ólafsson Afmælisbarnið með alnafna sínum og sonarsyni. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is ELDBAKAÐIR VETRARRÉTTIR Borðapantanir í síma 519 9700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.