Morgunblaðið - 09.02.2013, Síða 52

Morgunblaðið - 09.02.2013, Síða 52
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 40. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vinningshafinn í dásamlegu losti 2. Geturðu ekki bara drepist? 3. Brúðkaup Önnu Mjallar 4. Kannastu við munina?  High Life, tímarit breska flug- félagsins British Airwaves, telur hina íslensku Lucky Records eina af sex bestu plötuverslunum heims, í sam- antekt sem finna má á vef þess, ba- highlife.com. Sex plötuverslanir eru nefndar, m.a. í borgunum Vín, Seúl og Jóhannesarborg. Verslunina rekur Ingvar Geirsson í Reykjavík. Morgunblaðið/Heiddi Lucky Records ein af þeim bestu í heimi  Hjónin Anna Mjöll Ólafsdóttir og Luca Ellis halda í kvöld tón- leika á Café Ros- enberg, Klappar- stíg 27 og hefjast þeir kl. 21. Anna Mjöll hefur komið fram sem djass- söngkona í Los Angeles um árabil og Ellis hefur starfað með þekktum tón- listarmönnum í sömu borg og einnig brugðið sér í hlutverk Franks Sinatra í söngleikjum. Anna Mjöll og Ellis syngja á Rosenberg  Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hóf DUST 514-orrustu í Norður- ljósasal Hörpu í gær og mun hún einnig standa yfir í dag. Gestir geta prófað nýjan tölvuleik fyrirtækisins, DUST 514 sem var fyrir skömmu gerður aðgengilegur almenningi í sk. Beta-prufuútgáfu. Viðburðurinn er hluti af UT-sýningunni sem hófst í gær í Hörpu en á henni kynna tölvu- og tækni- fyrirtæki starf- semi sína. DUST 514-orrusta í Norðurljósasal FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 talsverð rigning SA-lands, en annars væta með köflum. Hiti 3 til 8 stig. Á sunnudag Suðaustan 8-15 m/s og rigning SA-lands, hægari NV-læg eða breytileg átt og slydda eða rigning V-til og síðar él. Annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag og þriðjudag Austlæg átt, fremur hæg og sums staðar dálítil él, en bjart- viðri N-til. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Þór Þorlákshöfn fagnaði góðum sigri gegn Stjörnunni, 105:100, þegar liðin áttust við í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Þorlákshöfn í gær- kvöld. Þór komst með sigrinum upp að hlið Snæfells í annað sætið. Þá vann Tindastóll afar dýrmætan sigur í botnbaráttunni þegar liðið hafði betur á heimavelli sínum gegn Fjölnismönnum. »2 Stjörnumenn lágu fyrir Þór í Þorlákshöfn Handknattleiksmaðurinn Hannes Jón Jónsson er byrjaður að spila á ný með liði sínu í Þýskalandi eftir að hafa gengist undir að- gerð vegna krabbameins fyrr í vetur. Hann er á fullu í lyfjameðferð en æfir nú og spilar með Eisenach. „Ég hef verið mjög hepp- inn og hugsa vel um sjálf- an mig,“ segir Hannes. »1 Hannes í lyfja- meðferð en spilar Ísland er á hættusvæði þegar kemur að veðmálasvindlinu í fótboltanum. Hingað koma leikmenn sem fá ekki mikið borgað og eru fyrir vikið auð- veldustu fórnarlömb svindlaranna, sem leita þá uppi sem liggja best við höggi og reyna að freista þeirra með háum fjárhæðum á þeirra mælikvarða. Og hver segir að íslenskur íþróttamaður á samskonar róli sé ekki jafnauðveld bráð? »4 Ísland er á hættusvæði fyrir veðmálasvindlið Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Börn og unglingar í Breiðholtinu hafa einsett sér að bæta og breyta ímynd hverfisins með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Breiðholtið hefur lengi verið í hlutverki ljóta andarungans meðal úthverfa Reykjavíkur þrátt fyrir að þar sé að finna, líkt og í öðrum hverfum, fjöl- breytta byggð, nálægð við ein bestu útivistarsvæði höfuðborgarinnar og öflugt barna- og unglingastarf. Í samstarfi við félagsmiðstöðvar hverfisins, skóla og ungmennaráð Breiðholts hafa unglingar hverfisins skipulagt góðgerðarviku og rennur allur ágóði vikunnar til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Metnaðarfull söfnun Kári Sigurðsson, umsjónarmaður verkefnisins, segir metnaðinn mik- inn hjá unglingunum. „Þau hafa bakað kökur og snúða í frítíma sín- um og selt, unnið fyrir Vetrarhátíð Reykjavíkur og fengið styrki frá fyrirtækjum í Breiðholtinu í söfnun sinni fyrir Ljósið.“ Allur ágóði af rekstri skólasjoppunnar í Hóla- brekkuskóla rennur líka til söfn- unarinnar að sögn Kára. „Góðgerðarvikan endar svo með góðgerðarballi á laugardagskvöldið en fyrr um daginn býðst öllum ung- lingunum að taka þátt í smiðjum fé- lagsmiðstöðvanna þar sem þau geta lært að dansa, búa til sushi og margt fleira,“ segir Kári sem bendir á að búið sé að selja 250 miða á ballið og allur ágóði rennur auðvitað til Ljóssins. Þó að góðgerðar- ballið sé endapunktur viðburðaríkrar viku má segja að hápunkturinn hafi verið í gærkvöldi þegar keppnin Breiðholt’s Got Tal- ent var haldin. Þar sýndu ungmenn- in hæfileika sína í fjölbreyttum at- riðum og auðvitað fengu allir sinn skammt af uppbyggilegum ábend- ingum frá dómurum keppninnar. „Við látum neikvæðar athugasemdir og dóma alveg eiga sig. Þessu er fyrst og fremst ætlað að fá fjöl- breytt atriði, skemmta okkur og ýta undir það að unglingarnir láti ljós sitt skína. Auðvitað gerum við líka smá grín að atriðum og reynum að hafa stemninguna létta og skemmti- lega.“ Í fyrra var fullt út úr dyrum í Breiðholtsskóla þar sem keppnin er haldin og á því var engin breyting nú. Ellefu atriði tóku þátt í keppn- inni í ár. Bæta ímynd Breiðholtsins  Söfnuðu fyrir Ljósið í góðgerðar- viku í Breiðholti Hæfileikakeppni Keppnin Breiðholt’s Got Talent er orðin árlegur viðburður í Breiðholtinu og komast færri að en vilja. Ellefu atriði kepptu um hylli dómaranna og að venju var fullt út úr dyrum þar sem keppnin fer fram. Hluti af því að breyta ímynd Breiðholtsins er að geta gert grín að sögusögnum og umtali um hverfið. Þannig hafa leikmenn í Leikni sungið um uppruna sinn í gettóinu og unglingar í hverf- inu hafa snúið merkingunni upp í jákvæðari tón. „Stundum er best að gera grín að þessu öllu saman og fást við neikvæðni með jákvæðum viðbrögðum,“ segir Kári Sigurðsson, um- sjónarmaður góðgerðarviku Breiðholtsins. Að hans sögn leiðist börnum og unglingum hverfisins slæmt umtal um hverfið og það hafi verið hvatinn að góðgerðarvikunni, viku sem ætlað er að breyta og bæta ímynd Breiðholtsins sem að sögn unglinganna er frábær staður og enginn eftirbátur annarra hverfa borgarinnar. Gera grín að gömlum mýtum ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í BREIÐHOLTINU Kári Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.