Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013
Í Sunnudagsblaðinu í dag er rætt
við unga konu sem hefur alltaf
fundist hún eiga að bera nafn
ömmu sinnar, þrátt fyrir að vera
skírð öðru nafni. Í stað þess að
dvelja við þá hugsun ákvað hún,
komin á þrítugsaldur, að bæta
hreinlega nafni ömmu sinnar heit-
innar framan við sitt eigið skírn-
arnafn.
Hún ákvað semsagt að gera eitt-
hvað í málinu í stað þess að sitja
heima og væla yfir því að hafa ekki
verið skírð nafninu.
Svona framtakssemi er alltaf
skemmtileg, sérstaklega af því við
erum svo gjörn á að láta hlutina
eiga sig ef þeir eru of flóknir. Eða
bara ef þeir líta út fyrir að geta
orðið flóknir. En oft er einfaldara
en það virðist að hætta að væla og
hjóla í verkefnin. Taka lífinu – og
sjálfum sér – bara passlega alvar-
lega og velja sér það að sjá ekki
vandamál í einföldum verkefnum.
Lífið má líka alveg vera
skemmtilegt. Í blaðinu í dag leit-
um við álits fjölmargra á því hvert
sé besta íslenska sælgætið, skoð-
um hvernig fólki finnst best að
bæta sætindum í líf sitt. Allt er
gott í hófi er sagt ... en sumt er
gott í aðeins meira magni en hinu
alræmda hófi. Rúsínur og kexkúl-
ur hjúpaðar súkkulaði hljóta til
dæmis að falla í þann flokk. Í sam-
antekt blaðsins í dag skiptir engu
hvort rætt er við þingmann, tón-
listarmann, prest eða forseta-
frambjóðanda; allir hafa skoðun á
því hvaða sælgæti þeir/þær vilja
helst inn fyrir sínar varir.
Lífið getur verið sætt og súrt og
verkefnin sem okkur eru falin mis-
skemmtileg. En eins og marg-
tuggin klisja býður okkur ættum
við frekar að líta á vandamálin sem
á daga okkar drífur sem verkefni.
Hver svo sem verkefni helgar-
innar eru þá er engin ástæða til að
láta sér leiðast eða leyfa sér að
súrna yfir smámunum.
RABBIÐ
Hættum að væla
Eyrún Magnúsdóttir
Krakkar hér uppi á Íslandi velta líklega ekki mikið fyrir sér lönguföstu eða öðrum gömlum góðum venjum úr kaþólskum sið eða hvers konar brögðum
sem kennd eru við trúna. Eða hvað? Getur verið að langafasta yngstu kynslóðarinnar sé óvart staðreynd, a.m.k. í einhverjum tilfellum, sem nammibind-
indi? Ekki er loku fyrir það skotið að einhverjir í það minnsta dragi verulega úr sætindaneyslu að öskudeginum liðnum, einfaldlega vegna þess að þeir fái
upp í kok af slikkeríi þann dag! Dæmi eru um að börnin beri heim nokkur kíló sælgætis eftir söngferðalagið. Öskudagurinn hefur löngum verið í hávegum
hafður á Akureyri en siðurinn skemmtilegi hefur sem betur fer náð fótfestu um allt land ungum og flestum fullorðnum til ómældrar gleði. Þessar vösku
stúlkur þeystu um Akureyri á miðvikudaginn á heimatilbúnum fákum og sungu lagið skemmtilega, Ég sé um hestinn, með miklum tilþrifum. skapti@mbl.is
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
ÉG SÉ UM HESTINN
MIÐVIKUDAGURINN Í SJÖUNDU VIKU FYRIR LÖNGUFÖSTU – ÖSKUDAGURINN – ER SANNKÖLLUÐ HÁTÍÐ
BARNANNA. EITTHVAÐ ER UM AÐ FORELDRAR OG BÖRN LEGGI MIKIÐ Í BÚNINGAGERÐ OG SÖNGÆFINGAR.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Listamannsspjall með Ívari
Valgarðssyni. Sýningin Til spillis.
Hvar? Í Hafnarhúsinu.
Hvenær? Sunnudag kl. 15.
Listamannsspjall
Hvað? Hinir árlegu
Bergþórutónleikar.
Hvar? Í Hofi.
Hvenær? Laugardag
kl. 20:30.
Nánar: Eyjólfur
Kristjánsson, Stefán Hilmarsson og
Ellen Kristjánsdóttir í broddi fylkingar.
Bergþórutónleikar
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Úrslitaleikirnir í bikarkeppninni
í körfubolta. Keflavík – Valur (konur) og
Stjarnan – Grindavík (karlar).
Hvar? Laugardalshöllin.
Hvenær? Laugardagur kl. 13:30 og 16.
Báðir sýndir beint á RÚV.
Bikarúrslit í körfu
Hvar? Seyðtún,
Hveragerði.
Hvað? Opið hús. Að
því loknu munu Hildi-
gunnur Birgisdóttir og
Unnar Örn, sem bæði
eiga verk á sýningunni
TÓMINU, ræða við gesti í Listasafni Ár-
nesinga um verk sín og þátttökuna í
sýningunni.
Hvenær? Sunnudag kl. 14.
Opið hús í Seyðtúni
Hvar? Listasafn ASÍ.
Hvað? Sýning á nýjum verkum mynd-
listarkonunnar Eirúnar Sigurðardóttur.
Hvenær? Laugardaginn kl. 16.
Eirún sýnir í ASÍ
Hvað? Camerarctica á tónleikum
Kammermúsíkklúbbsins.
Hvar? Norðurljósasalur Hörpu.
Hvenær? Sunnudaginn kl. 19.30.
Camerarctica
* Forsíðumyndina tók Golli.