Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013
Hofsjökulsþjóðgarður
Umhverfis- og auðlindaráðherra falið að vinna að því, í
samvinnu við skipulagsyfirvöld og hugsanlega rétthafa, að
stofna Hofsjökulsþjóðgarð sem hafi innan sinna marka
Hofsjökul og aðliggjandi svæði. Ráðherra kynni Alþingi stöðu
málsins fyrir lok vorþings 2013 og stefnt verði að formlegri
stofnun þjóðgarðsins árið 2014.
Þingsályktunartillaga. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ólína
Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Atli Gíslason, Mörður Árna-
son, Álfheiður Ingadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Birgitta
Jónsdóttir, Skúli Helgason, Jón Bjarnason, Þór Saari.
Ekki komið á dagskrá.
Tóbak í apótek
„Velferðarráðherra falið að vinna
10 ára aðgerðaáætlun um tóbaks-
varnir þar sem einn liðurinn verði
að sala á tóbaki verði takmörkuð
við apótek.“
Þingsályktunartillaga. Siv
Friðleifsdóttir, Þuríður Backman,
Ásta R. Jóhannesdóttir, Margrét
Tryggvadóttir, Álfheiður Ingadóttir,
Eygló Harðardóttir.
Ekki komið á dagskrá.
Fáninn á björtum
sumarkvöldum
Tíminn sem íslenski fáninn má
vera við hún verði rýmri yfir
björtustu sumarmánuðina. Enn
fremur verði notkun fánans við
markaðssetningu á íslenskri
framleiðslu aðgengilegri en áður.
Lagafrumvarp. Siv Friðleifsdóttir,
Lúðvík Geirsson, Árni Johnsen,
Álfheiður Ingadóttir.
Til umfjöllunar í stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd.
Orkufyrirtæki ekki
ljósmyndabanki
Fyrirtæki á orkusviði geti ekki
stundað eða tekið þátt í starfsemi
á sviðum sem ekkert eiga skylt
við kjarnastarfsemi fyrirtækjanna
og tilgang þeirra. Reynslan sýni
að ekki fari vel að orkufyrirtæki
taki þátt í starfsemi sem er óskyld
orkurekstri. Þó að mismunandi sé
hvernig þau hafi nýtt rúmar heim-
ildir laga til reksturs og fjárfest-
ingar hafi Orkuveita Reykjavíkur
gengið hættulega langt. Fyrirtækið
hafi farið út í alls óskyldan rekstur
og greitt það dýru verði. Dæmi
um það séu fjárfestingar í rekstri
net- og fjarskiptafyrirtækja, fiskeldi,
risarækjueldi, hörverksmiðju og
ljósmyndabanka.
Lagafrumvarp. Guðlaugur Þór
Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Ásbjörn
Óttarsson, Birgir Þórarinsson,
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Illugi
Gunnarsson, Pétur H. Blöndal, Árni
Johnsen.
Ekki komið á dagskrá.
Gæludýravegabréf
„Gæludýravegabréf: Skilríki sem staðfestir
að gæludýr hafi fengið allar nauðsynlegar
bólusetningar til að hægt sé að ferðast
með það innan landa Evrópusambandsins
og aftur til Íslands.” Tilgangurinn að liðka
fyrir því að fólk geti ferðast með gæludýr
sín til útlanda og aftur heim án þess að
þau séu einangruð í sóttvarnarstöð.
Lagafrumvarp. Helgi Hjörvar, Ólína
Þorvarðardóttir, Magnús Orri Schram.
Ekki komið á dagskrá.
Engin vegalömb
„Búfé skal aðeins beitt
innan girðingar.” Markmið
laganna er að efla land-
vernd og sjálfbæra búfjár-
beit. Lögin öðlist ekki gildi
fyrr en 1. janúar árið 2023.
Frumvarpið er tileinkað
Herdísi Þorvaldsdóttur.
Lagafrumvarp. Mörður
Árnason, Birgitta Jónsdóttir.
Bíður fyrstu umræðu.
Hægri beygja á móti rauðu ljósi
„Ökumanni sem hyggst beygja til hægri við
gatnamót á umferðarljósum er heimilt að beygja
á móti rauðu ljósi nema sérstaklega sé tekið
fram að það sé óheimilt. Hann skal þó ætíð
stöðva ökutæki sitt eins og við stöðvunarskyldu
og veita umferð sem kemur úr öðrum áttum
forgang.“
Lagafrumvarp. Árni Johnsen, Björgvin G.
Sigurðsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson,
Pétur H. Blöndal.
Ekki komið á dagskrá.
Búsáhaldabyltingin rannsökuð
Skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd á
vegum Alþingis sem rannsaki hvort athafnir
einstakra þingmanna á tímabilinu frá október
2008 til febrúar 2009, í tengslum við svokallaða
búsáhaldabyltingu, hafi brotið í bága við ákvæði
laga og leggi nefndin eftir atvikum mat á hvort
þeir hafi bakað sér refsiábyrgð. Nefndin verði
skipuð þremur sérfræðingum á sviði sakamála-
réttarfars, refsiréttar og stjórnskipunarréttar.
Þingsályktunartillaga. Gunnar Bragi Sveinsson,
Vigdís Hauksdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ekki komið á dagskrá.
Sjómannaafsláttur
Sjómönnum verði áfram tryggður sjómannaafsláttur. Í
rökstuðningi segir að helstu ástæður þess að sjómönnum
hafi verið veittur sérstakur afsláttur séu að þeir sinni
erfiðum störfum sem séu þjóðhagslega mikilvæg og þeir
dvelji langtímum saman frá heimili sínu og fjölskyldu
vegna vinnu sinnar. Sjómannaafslátturinn hafi verið hluti af
samfélagssáttmála stjórnvalda við sjómenn í áratugi, sem
núverandi ríkisstjórn hafi afturkallað einhliða án nokkurs
samráðs eða viðræðna við sjómenn.
Lagafrumvarp. Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór
Júlíusson, Ragnheiður E. Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson.
Ekki komið á dagskrá.
Þjóðhagsstofa
Þjóðhagsstofa starfar á vegum Al-
þingis. Hún skal fylgjast með árferði
og afkomu þjóðarbúsins, vinna að
hagrannsóknum og vera Alþingi
til ráðuneytis í efnahagsmálum.
Einnig skal hún vera sveitarfélögum,
aðilum vinnumarkaðarins, fræði-
mönnum, fag- og fræðistofnunum
og öðrum aðilum til aðstoðar, eftir
því sem efni standa til.
Lagafrumvarp. Eygló Harðardóttir.
Ekki komið á dagskrá.
Minni fái meira
Lagt er til að horfið verði frá því
fyrirkomulagi að stærri stjórn-
málasamtök fái hærri fjárframlög
en þau sem minni eru. Þá verði
framlög lögaðila til stjórnmála-
samtaka bönnuð og fjárframlög
einstaklinga takmörkuð við 200
þús. kr., þó þannig að framlög
hærri en 20 þús. kr. skuli gera
opinber innan þriggja daga frá því
að þau voru móttekin.
Lagafrumvarp. Þór Saari, Margrét
Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir.
Til umfjöllunar í stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd.
Húsmæðraorlof afnumið
Afnám laga um orlof húsmæðra á
þeim grundvelli að þau séu tíma-
skekkja.Tilgangur laganna var að
lögfesta viðurkenningu á þjóðfélags-
legu mikilvægi ólaunaðra starfa og
veita húsmæðrum orlofsréttindi líkt
og launþegum. Lögin gerðu því ráð
fyrir því að ríkissjóður og sveitar-
félög veittu fé til orlofsnefnda sem
skipulegðu orlof húsmæðra. Rétt til
orlofsins á sérhver kona sem veitir
eða hefur veitt heimili forstöðu án
launagreiðslu fyrir það starf.
Lagafrumvarp. Guðrún Erlingsdóttir,
Jónína Rós Guðmundsdóttir, Lúðvík
Geirsson, Magnús Orri Schram,
Ólína Þorvarðardóttir,Valgerður
Bjarnadóttir.
Ekki komið á dagskrá.
Griðasvæði hvala
Griðasvæði hvala í Faxaflóa verði
stækkað, frá Eldey í suðri að ysta odda
Snæfellsness í norðri, og enn fremur
tryggt griðasvæði hvala fyrir Norðurlandi
þar sem hvalaskoðun hefur verið vaxandi
atvinnugrein. Enn fremur setji atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðherra heildstæðar
reglur um framkvæmd og skipulag
hvalaskoðunar.
Þingsályktunartillaga. Mörður Árnason,
Birgitta Jónsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.
Ekki komið á dagskrá.
Handverksdeild í
Listaháskólanum
Mennta- og menningarmálaráð-
herra falið að koma upp íslenskri
handverksdeild í Listaháskóla Íslands.
Þingsályktunartillaga. Árni John-
sen, Björgvin G. Sigurðsson, Gunnar
Bragi Sveinsson, Jón Gunnarsson,
Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur
Ernir Rúnarsson, Sigurður Ingi
Jóhannsson,Tryggvi Þór Herberts-
son,Vigdís Hauksdóttir.
Ekki komið á dagskrá.
Þingmál í biðflokki
SKAMMT ER TIL LOKA KJÖRTÍMABILSINS OG FYRIRSÉÐ AÐ MÖRG ÞINGMÁL VERÐA EKKI AFGREIDD. EINS OG VENJULEGA ERU ÞAÐ EINKUM ÞING-
MANNAMÁLIN SEM SITJA Á HAKANUM. FRAMKVÆMDAVALDIÐ FÆR SÍNU FRAM. LÖGÐ HAFA VERIÐ FRAM 87 ÞINGMANNAFRUMVÖRP, EN EINUNGIS
TVÖ VERIÐ AFGREIDD SEM LÖG. ÞÁ HAFA VERIÐ LAGÐAR FRAM 124 TILLÖGUR TIL ÞINGSÁLYKTUNAR, EN EINUNGIS ÞRJÁR VERIÐ SAMÞYKKTAR. HÉR ER
VELT UPP NOKKRUM ÞINGMANNAMÁLUM SEM HÆPIÐ ER AÐ VERÐI AFGREIDD ÚR ÞVÍ SEM KOMIÐ ER. ÞAR KENNIR ÝMISSA GRASA.
* „Gott dæmi um afar snjallan listamann í handverki er Sigga á Grundí Árnessýslu. Hún er í röð fremstu listamanna þjóðarinnar með út-skurði sínum í tré, en listamenn á þessu sviði skipta hundruðum á Íslandi.“
Árni Johnsen í greinargerð með tillögu um handverksdeild í LHÍ
Þjóðmál
PÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is