Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 6
Silvio Berlusconi er kominn áskrið. Ekki er nema vika íkosningar á Ítalíu og Berl- usconi, sem hrökklaðist úr embætti við þannig aðstæður – Ítalía á barmi gjaldþrots og hann með rétt- arhöld yfir höfði sér vegna skatta- mála og kynlífshneykslis – að talið var að hann myndi aldrei eiga aft- urkvæmt í pólitík, saxar jafnt og þétt á forskot andstæðinganna. Um miðjan janúar munaði 12 pró- sentustigum á hægra bandalagi Ber- lusconis og vinstra bandalagi Piers Luigis Bersanis. Fyrir viku var for- skot Bersanis komið niður í fimm prósentustig. Vinstri menn höfðu tapað fjórum prósentustigum og hægri menn bætt þremur við sig. Lofar endurgreiðslu skatta Berlusconi, sem er 76 ára gamall, hefur stormað inn í kosningabarátt- una með loforðum. Hann byrjaði á að heita því að fasteignaskattur, sem Mario Monti forsætisráðherra lagði á íbúðir og einbýlishús, yrði lagður af. Auk þess myndi Berlusc- oni endurgreiða þann fasteigna- skatt, sem þegar hefði verið inn- heimtur. Sjöundi hver Ítali fengi peninga beint í vasann. Fleiri loforð hafa bæst við. Berl- usconi ætlar að leggja niður vöru- skatt og segir að þannig muni hann búa til fjórar milljónir starfa. Þá kveðst hann ætla að náða þá, sem hafa dregið undan skatti. Það mun koma í ljós þegar talið verður upp úr kjörkössunum á Ítal- íu hvort atlaga Berlusconis tekst. Skoðanakönnunin, sem áður var vitnað til, var sú síðasta fyrir kosn- ingar. Bannað er með lögum á Ítal- íu að gera skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar áður en gengið er að kjörborðinu. Endurkoma Berlusconis skýtur andstæðingum hans skelk í bringu. Monti, sem leitt hefur sérfræð- ingastjórn Ítalíu síðan síðla árs 2011, er nú í framboði. Hann segir að Evrópusambandið óttist að Berl- usconi snúi aftur til valda og telji að það myndi hafa neikvæð áhrif á evr- una. „Evrópusambandið óttast end- urkomu hans vegna þess að það hefur fengið nóg af skortinum á aga í fjármálum og getuleysi til að taka ákvarðanir, sem hvort tveggja stefnir evrusvæðinu í hættu,“ sagði Monti. Gianfranco Rotondi, sem var ráð- herra í stjórn Berlusconis, kom sín- um gamla yfirmanni til varnar: „Monti segir að ESB óttist end- urkomu Berlusconis. Ég get full- vissað hann um að Ítalía óttast end- urkomu Montis.“ Framboð Montis er í fjórða sæti með um 12% fylgi samkvæmt skoð- anakönnunum. Kannanirnar benda til að grínist- inn Beppe Grillo sé í þriðja sæti með um 16% fylgi. Grillo er ólík- indatól, sem dregur til sín mikinn fjölda á kosningafundum. Fimm stjörnu hreyfing hans höfðar sér- staklega til ungs fólks og tekur einkum fylgi frá vinstri vængnum, en gerir öllum hefðbundnu flokk- unum einhverja skráveifu. Óvænt áhrif páfa Tilkynning Benedikts XVI. páfa um að hann hygðist segja af sér um mánaðamótin hefur yfirskyggt kosn- ingabaráttuna. Segja greinendur að Berlusconi enn kominn á kreik SILVIO BERLUSCONI ER KOMINN AFTUR Í STJÓRNMÁLIN. ÓLÍKLEGT ER TALIÐ AÐ HANN VERÐI FORSÆTISRÁÐHERRA Á NÝ, EN ERFITT GÆTI ORÐIÐ AÐ MYNDA STERKA STJÓRN EFTIR KOSNINGARNAR Á ÍTALÍU EFTIR VIKU. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, flytur ræðu á kosningafundi flokks síns í Róm 7. febrúar. Hann hef- ur saxað verulega á forskot bandalags vinstri flokka frá því hann ákvað að gefa kost á sér. AFP afsögn páfa, sem í síðustu opinberu messu sinni gerði hræsnina að um- talsefni, gæti jafnvel haft áhrif á út- komu kosninganna og stöðvað sókn Berlusconis, sem eitt sinn var í uppáhaldi í Páfagarði en féll úr náð- inni vegna kynlífshneykslanna. „Við munum fá minni fjölmiðla- athygli,“ sagði Berlusconi í viðtali um ákvörðunina og var óánægður með að missa sviðsljósið. Sérfræðingar telja ólíklegt að Berlusconi sigri í kosningunum, en segja að fylgisaukning hans gæti torveldað myndun nógu öflugrar stjórnar til að knýja fram umbætur á krepputímum á Ítalíu. „Hin augljósa hætta er að Lýð- ræðisflokkurinn [sem Bersani leiðir] og Monti fari í sömu sæng og stjórnin falli eftir ár eða sex mán- uði,“ sagði James Walston, prófess- or við Ameríska háskólann í Róm, við fréttastofuna AFP. Sagan sýnir hins vegar að það er aldrei hægt að afskrifa Berlusconi. 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 HEIMURINN PÁFAGARÐUR Benedikt XVI. páfi lýsti yfir því að hann myndi láta af embætti 28. febrúar. Yfirlýsing Benedikts vakti mikil viðbrögð, enda eru sex aldir liðnar síðan páfi sagði síðast af sér. Benedikt, sem er 85 ára, las tilkynningu á latínu þar sem sagði að hann hefði ákveðið að segja af sér vegna aldurs og bætti við að styrkur til sálar og líkama væri nauðsyn- legur til að gegna starfi páfa. Benedikt stýrði sinni síðustu opinberu messu á öskudag. Kardinálar frá Austurríki, Brasilíu, Gana, Ítalíu og Filippseyjum þykja koma til greina sem eftirmenn hans. BANDARÍKIN WASHINGTON Barack Obama Bandaríkjaforseti greindi frá því í stefnuræðu sinni að Bandaríkin og Evrópusamband- ið hygðust hefja viðræður um myndun fríverslunarsvæðis, sem næði yfir Atlantsála. Hugmyndin er ekki ný af nálinni en hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum mánuðum. Búist er við að viðræðurnar taki í það minnsta tvö ár. SUÐUR-AFRÍKA PRETORÍA Fatlaði íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem gat sér frægð með sigrum á ólympíuleikum fatlaðra og þátt- töku í ólympíuleikum ófatlaðra, hefur verið kærður fyrir að skjóta kærustu sína, fyrirsætuna Reevu Steenkamp, til bana að heimili hans í Pretoríu. Pistorus fæddist án dálka í fótum og voru fæturnir teknir af honum þegar hann var 11 mánaða. Hann hefur hlaupið á fjöðrum frá Össuri. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og umræðu. NORÐUR-KÓREA PYONGYANG Norður-Kórea gerði sína þriðju kjarnorkutilraun og var hún fordæmd um allan heim. Norðurkóresk stjórnvöld kváðust vera að svara „glannalegum fjand- skap“ Bandaríkjamanna. Rúmt ár er síðan Kim Jong-Un kom til valda í landinu. Í upphafi veltu sérfræðingar fyrir sér hvort möguleiki væri á því að hann myndi innleiða umbætur í hrjáðu landi, en nú þykir ljóst að hann mun líkt og Kim Jong-Il faðir hans beita hernum til að tryggja sig í sessi heima fyrir og láta sig umheiminn einu gilda. Ítalskur dómstóll ákvað á mánudag í liðinni viku að fresta öllum vitnisburði í kynlífsmáli Silvios Berlusconis þar til eftir kosningarnar eftir viku til þess að forsætisráðherrann fyrrverandi gæti haldið áfram kosningabar- áttu sinni. Berlusconi er gefið að sök að hafa borgað fyrir kynlíf með stúlku undir lögaldri, Kar- imu El-Mahroug, sem einnig er kölluð hjartaþjófurinn Ruby. Í vikunni þar á undan var meðferð áfrýjunar Berlusconis á dómi fyrir skattsvik frestað fram yfir kosningar. Gagnrýnendur segja að Berlusconi sé eingöngu í framboði til að komast hjá fangelsi. Hjartaþjófurinn Ruby kemur fyrir rétt. MEÐFERÐ FRESTAÐ * Ég, hinn hugrakki og hetjulegi stríðs-maður, lifi aðeins í þágu lands míns.Silvio BerlusconiAlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.