Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 Í norðurhluta Sýrlands vex uppreisnarmönnum ásmegin. Í liðinni viku lögðu þeir und- ir sig herflugvöll skammt frá Aleppo. Sigrar uppreisnar- manna í Norður-Sýrlandi marka ef til vill ekki straumhvörf í átök- unum í landinu, en sýna að það fjarar undan stjórninni. Stjórn- arherinn beitir sér hins vegar af hörku í kringum Damaskus, höf- uðborg landsins. Hart hefur verið barist í útborgum hennar og hefur flugherinn meira að segja varpað sprengjum í úthverfum. Það hlýtur að teljast veikleikamerki þegar stjórnvöld varpa sprengjum á eigin höfuðborg. lokaði að sögn vitna leiðum inn í borgina. Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóð- anna og Arababandalagsins, er ekki bjartsýnn um að pólitísk lausn muni finnast í Sýrlandi. Þegar franska blaðið La Croix spurði Brahimi hvort endir blóðsúthelling- anna í Sýrlandi væri í sjónmáli var svarið stutt: „Ekki í augnablikinu.“ Tveggja ára átök Um miðjan mars verða tvö ár liðin frá því að uppreisnin í Sýrlandi hófst. Þegar Bashar al-Assad tók við af föður sínum, Hafez al-Assad, vöknuðu vonir um að hann myndi innleiða umbætur í landinu og feta í átt til lýðræðis. Þegar uppreisnin hófst varð hins vegar strax ljóst að hann var staðráðinn í að halda völdum og vílaði ekki fyrir sér að beita valdi. Alþjóðasamfélagið, sem hafði skorist í leikinn í þágu upp- reisnarmanna í Líbíu og hjálpaði þeim að steypa ógnarstjórn Moammars Gaddafis, var hins veg- ar ekki tilbúið að gera slíkt hið sama í Sýrlandi. Mótmælin í Sýrlandi hverfðust í upphafi um kröfu almennings um frelsi og að spilltur einræðisherra færi frá völdum. Þegar átök brut- ust út varð hins vegar breyting þar á og ýmis öfl bókstafstrúarmanna og íslamista skárust í leikinn. Næsta þjóðarmorð? Skömmu fyrir áramót spáði Peter Galbraith, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjamanna, sem bæði rann- sakaði fjöldamorð Saddams Huss- eins á Kúrdum í Írak og varð vitni að þjóðernishreinsunum í gömlu Júgóslavíu, því á fundi í helfarar- safninu í Washington að líkast til yrði „næsta þjóðarmorð í heim- inum framið gegn alavítum í Sýr- landi“. Alavítar ráða lögum og lofum í stjórnkerfi Assads, en eru hins vegar í minnihluta í Sýrlandi, um 12% íbúa landsins. Trúarbrögð þeirra eru af meiði trúarbragða sjíta og þeir sættu ofsóknum af hálfu súnníta þar til Hafez al- Assad komst til valda 1970. Hann barði niður andóf án miskunnar og sonur hans fór sömu leið. Í upphafi andófsins fyrir tveimur árum réðst Assad gegn mótmæl- endum. Því næst sigaði hann hern- um á þorp þar sem stjórnarand- stæðingar voru við stjórn. Í stað þess að reyna að hafa uppi á and- ófsmönnum var öllum refsað. Stór- skotalið létu sprengjum rigna yfir svæði súnníta og skriðdrekum var beitt gegn þeim. Þá hafa sveitir þjóðvarðliða, sem kallast shabiba og eru hliðhollar Assad, framið grimmileg fjöldamorð. Flest eru fórnarlömbin almennir borgarar úr röðum súnníta. Einnig hefur stjórnin látið vopn í hendur víga- liða þar sem búa drúsar, kristnir menn og sjítar. Réttlætingin fyrir þessu er að þessir hópar þurfi að verjast og vernda helga staði. Sha- biba-sveitirnar urðu til með svip- uðum hætti áður en þær urðu að drápssveitum. Í grein í The New York Times í nóvember bendir Simon Adams, framkvæmdastjóri mannréttindasamtaka, sem nefnast Global Center for the Responsibi- lity to Protect, á að með þessum hætti hafi Assad tryggt að súnnítar muni leita hefnda gegn þessum hópum falli stjórn hans. Íslamistum vex ásmegin Hann segir að eftir því sem borg- arastyrjöldin hafi dregist á langinn hafi hugmyndafræðileg samsetning stjórnarandstöðunnar breyst. „Við erum ein þjóð í einu landi,“ sé reyndar enn kjörorð hins Frjálsa hers Sýrlands, en vígorðið „kristna menn til Berút, alavíta í gröfina“ heyrist ekki lengur aðeins kyrjað á jaðri hreyfingarinnar. Uppreisnar- liðið hefur einnig framið óhæfuverk og þau hafa færst í vöxt eftir því sem stjórnarliðar hafa farið fram af meiri hörku. Human Rights Watch og fleiri mannréttinda- samtök hafa staðfest tilfelli þar sem uppreisnarmenn hafa tekið af lífi sýrlenska hermenn og alavíta fyrir meint samstarf við stjórnvöld. Öfgamenn í uppreisnarliðinu berjast ekki aðeins gegn Assad, heldur vilja gera trúarlegar hreins- anir í landinu. Kristnir Sýrlend- ingar eru þegar farnir að óttast um hlutskipti sitt og horfa til Íraks þar sem kristnir menn hafa flúið átök og hryðjuverk. Adams bendir á að fyrir átökin hafi verið 80 þúsund kristnir menn í borginni Homs. Nú séu að hermt er færri en 400 eftir. Ástandið í Sýrlandi er orðið hrikalegt. Í skýrslu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem lak til fjölmiðla, segir friðarerindrekinn Brahimi að sýrlenskar „borgir líti út eins og Berlín 1945“. Talið er að um 90 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum í Sýrlandi, tala flótta- manna er komin í 700 þúsund og gæti náð milljón innan nokkurra mánaða, innanlands eru um tvær milljónir manna á vergangi og tug- ir þúsunda í haldi. Brahimi óttast að grannríkin, þar á meðal Jórd- anía og Líbanon, muni sligast und- an flóttamannastraumnum. „Mér þykir miður ef ég hljóma eins og biluð plata,“ sagði Brahimi öryggisráðinu. „En í alvöru talað sé ég ekki hvernig ég á að hefja mál mitt eða ljúka því nema með því að segja að ástandið er slæmt og fer versnandi, landið er að leys- ast upp fyrir allra augum; það er engin hernaðarlausn á þessari deilu – að minnsta kosti ekki nema leggja eigi Sýrland algerlega í rúst og ganga milli bols og höfuðs á sýr- lensku þjóðinni; Sýrlendingar geta ekki hafið friðarferli af eigin ramm- leik, nágrannar þeirra geta ekki hjálpað þeim; aðeins alþjóða- samfélagið getur hjálpað.“ Uppreisnarmenn eru farnir að þrengja að höfuðborginni. Vígi hersins eru í borgunum, en á landsbyggðinni er stjórnin búin að missa tökin. Í grein í nýjasta tölu- blaði Der Spiegel segir að í strjál- býlinu sé löglaust land. Uppreisn- armenn hafi skorið á birgðaleiðir og víða líði stjórnarhermenn mat- arskort og þurfi að fara sparlega með skotfærin. Stjórnarherinn kosti hins vegar öllu til að verja höfuðborgina. Undanfarna sex mánuði hafa uppreisnarmenn látið að sér kveða í útborgum Damaskus á borð við Duma og Daraja. Bar- dagar fari fram 600 metra mið- borginni – gamla bænum. Susanne Koebl, blaðamaður Der Spiegel, ók frá Beirút til Damas- kus. Hún segir að margar götur í borginni séu draugalegar, útveggir eyðilagðra húsa teygi sig upp í Sýrland rústir einar LÍKIN HLAÐAST UPP Í SÝRLANDI, BORGIR LANDSINS HAFA VERIÐ LAGÐAR Í RÚST OG MILLJÓNIR MANNA ERU Á VER- GANGI. ENGIN LEIÐ ER AÐ SJÁ FYRIR ENDANN Á BORG- ARASTYRJÖLDINNI OG FULL ÁSTÆÐA ER TIL AÐ ÓTTAST AÐ FALLI STJÓRN ASSADS TAKI VIÐ BLÓÐUGT UPPGJÖR. Karl Blöndal kbl@mbl.is Andstæðingar sýrlenskra stjórnvalda veifa göml- um sýrlenskum fánum, sem liðsmenn uppreisnar- manna undir merkjum hins frjálsa hers Sýrlands nota, í mótmælaaðgerðum eftir föstudagsbænir í bænum Aleppo fyrr í mánuðinum. Damaskus Deraa Homs Hama Latakia Idlib Aleppo Tyrkland Írak Jórdanía Lí ba no n Ísr ae l Miðjarðar- haf Helstu þjóðfélagshópar Alavítar Súnnítar Drúsar Kúrdar Kristnir menn Kortið endurspeglar ekki skiptingu þjóðfélagshópa í helstu þéttbýliskjörnum landsins. Alþjóðamál

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.