Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 15
hann með bestu lyst hjá Maríu.“
Ég veit að þér finnst gaman að
borða góðan mat en þú eldar ekki
sjálfur.
„Nei, ég hef aldrei vanist því.
Satt að segja var ég nokkuð dekr-
aður af móður minni. Hún var
reyndar mikil kvenréttindakona og
vildi kenna mér að þvo upp og
strauja og annað slíkt en ég er
ekki mjög húslegur í mér. Hinu er
ekki að leyna að ég er mikill mat-
maður. Ég er svo heppinn að elsta
systurdóttir mín, Ásta Lilja Steins-
dóttir, eldar sérlega góðan mat og
einn nánasti fjölskylduvinur minn,
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
er meistarakokkur og það liggur
við að ég sé í mat hjá honum og
fjölskyldu hans einu sinni í viku.“
Lífið í Rio
Þú býrð nokkra mánuði á ári er-
lendis, í Brasilíu. Af hverju Bras-
ilía?
„Ég fór fyrst á ráðstefnu í Rio
de Janeiro árið 1993 og heillaðist
af borginni. Þar er ströndin en líka
iðandi líf stórborgar. Smám saman
kynntist ég fólki og hóf rannsókn-
arsamstarf við stofnanir í Rio og
myndaði vísi að rannsóknarsetri
þar árið 2007. Ég hef verið tals-
vert mikið þar í rannsóknarsam-
starfi en auðvitað hef ég ekki held-
ur slegið hendi á móti því að njóta
lífsins í Rio sem er einn skemmti-
legasti staður í heimi. Þar á ég
góðan vinahóp. Í honum eru að-
allega efnaðir Bretar og Banda-
ríkjamenn en líka menn frá öðrum
þjóðum, allir talsvert eldri en ég.
Þetta eru menn sem sumir myndu
kalla alkóhólista, en þeir hafa ekk-
ert annað að gera en að velja um
hvort þeir eigi að fara á ítalska
eða franska veitingastaði á kvöldin
eða hvort þeir eigi að drekka Man-
hattan eða Dry Martini á undan
matnum. Þessi hópur er kannski
ekki mjög andlega gefandi en það
getur verið þægilegt að umgangast
menn sem eru ekki að velta fyrir
sér öðru en því hvernig þeir eigi
að stunda lífsnautnir.“
Þegar fólk fer að eldast fer það
oft að velta fyrir sér tilgangi lífsins
og trúmálum. Ert þú trúaður?
„Ég myndi svara því svipað og
minn gamli lærimeistari Hayek, að
ég væri dálítill efahyggjumaður
sem veðjar samt á kristna trú. Ég
útiloka ekki að Guð sé til og því er
betra að vera hans megin.“
Hver er þá tilgangur lífsins?
„Ég tel að tilgangurinn með líf-
inu sé ekki sæla eða ánægja því að
betra er að vera óánægður Sókrat-
es en ánægt svín, eins og John
Stuart Mill benti á. Ef lífið á sér
einhvern tilgang þá er hann fólg-
inn í lífinu sjálfu. Auðvitað er ham-
ingja mjög mikilvæg en því harðar
sem við keppum að hamingjunni
því frekar mun hún hörfa undan.
Hamingjan er miklu frekar upp-
gjör okkar við lífið þegar við horf-
um um öxl og segjum: Ég lagði
upp á fjallið og komst ofarlega,
jafnvel á tindinn; ef ég hrasa, þá
stend ég alltaf upp aftur; ég get
skilið sáttur við. Í mínum bókum
heitir þetta að vera hamingju-
samur.“
Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson Þegar ég var yngri
var ég leitandi sál. Ég get þó
ekki sagt að ég sjái sér-
staklega eftir allri þeirri leit.
Morgunblaðið/Kristinn
17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 • Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
Halló, Vetur.
við bjuggum okkur undir komu þína
með skynvæddu fjórhjóladrifi.
*B
es
ti
4
x4
bí
ll
ár
si
ns
sa
m
kv
æ
m
tT
ot
al
4
x4
M
ag
az
in
e.
HALLÓ. MEIRA NÝTT.
www.honda.is/cr-v
Með CR-V erum við vel undirbúin þegar snjórinn kastar til okkar tækifærum.
Skynvætt stöðugt vaktandi fjórhjóladrif reiknar út þörfina á gripi og dreifir aflinu
aðeins í þau dekk sem þurfa þess. Á meðan brekku-hraðastjórnandinn hjálpar
þér að halda fullri stjórn og mýkt niður brekkuna, án þess að þú þurfir að bremsa.
Fjórða kynslóð Honda CR-V setur ný viðmið í ferðaþægindum, gæði innréttinga
og gagnsemi í akstri. Náðu taki á vetrinum. Lifðu meira nýtt, keyrðu Honda CR-V.
Besta 4x4 bíl ársins*.