Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Síða 16
*Ferðalög og flakkVíetnam er heimur út af fyrir sig. Mannmergð og fjöldi mótorhjóla vekja athygli ferðalanga »18 Ferjan sem gengur frá Ystad á Skáni í Svíþjóð er um klukkustund til Rönne, höfuðstaðar Borgundarhólms. Á þessari dönsku Eystra- saltseyju búa um 40 þúsund manns. Þetta er gróðursæll staður og því er hér stundaður öflugur landbúnaður og margir bændur fást við heimavinnslu á matvælum. Þó má segja að ferðaþjónusta haldi þessum stað uppi. Hingað koma um það bil 650 þúsund ferða- menn á ári; mörgum Dönum er metnaðarmál að heimsækja þessa paradís sem áður var listamannanýlenda. Hér býðst ferðamönn- um margvísleg afþreying og fræðsla, t.d. um víkingatímann. Við hjónin búum hér í Gudhjem, 700 manna þorpi og rekum Hótel Klett, sem er nafn við hæfi á hömrum girtri eyju. Björn S. Lárusson Björn S. Lárusson og Eydís Stein- þórsdóttir, hjón og hótelfólk. Paradís í Eystrasaltinu Götumynd frá Gudhjem. PÓSTKORT F RÁ BORGUN DARHÓLMI Víða er fallegt á Borglundarhólmi og hér er horft yfir höfnina í Gudhjem. Hvað heillaði þig við Írland? „Upphaflega var það tónlistin sem heillaði mig. Amma mín var mjög hrifin af írskri tón- list og ég hlustaði á hana með henni. Seinna bar ég óttablandna virðingu fyrir þessari þjóð af því að þau unnu svo oft í Eurovision og eftir að ég fór til Írlands í fyrsta sinn og skoðaði mig um var það landslagið, þjóð- arsálin og margar hefðirnar sem ég áttaði mig á að höfða mjög sterkt til mín. Írar eru ákaflega skemmtilegt fólk, gott grín í þeim, ekki mikið að stressa sig og þó svo að efna- hagsástandið, veðrið og allt hitt þyki bagalegt er það ekkert sem ekki jafnar sig á pöbbnum. Þeir eru stoltir af sögunni og arfleifðinni sinni og mikið baráttufólk án þess þó að taka sig of hátíðlega. Munurinn á írska lýðveldinu og Norður-Írlandi er talsverður svo það er mjög athyglisvert að eyða tíma og skoða sig um á báðum stöðum. Mér hefur aldrei liðið jafn- notalega og þegar ég settist inn á funheitan pöbb í Derry eftir þriggja tíma langa Bloody Sunday-göngu á ísköldum janúardegi, allt fullt af fólki, Drisheen og Guinness og góð tónlist. Fullkomið.“ Lumarðu á góðum ráðum fyrir ferðalanga sem vilja skoða sig um á Írlandi? „Dublin er líklega algengasti áfangastaður þeirra sem heimsækja landið í nokkra daga en ég mæli eindregið með því að fara út fyrir borgina og í litlu bæina og þorpin. Svo er vin- sæl hefð að fara í nokkurra daga ferðalag um landið og fá sér að minnsta kosti einn Guin- ness í hverri sýslu (32 sýslur). Kerry-sýsla á suðurströndinni er ægifögur og í Cork má kyssa Blarney-steininn og öðlast gríðarlega mælsku fyrir vikið. Donegal í norðri er dásamlega fallegt svæði og ég mæli með því að eyða tíma í Derry, Omagh og nærsveitum á Norður-Írlandi auk þess sem Belfast er mjög skemmtileg borg. Á Norður-Írlandi þarf að muna að vera með bresk pund á sér og að vera ekki í bol með bresku konungsfjölskyld- unni framan á.“ Lentirðu í einhverjum hremmingum í ferðinni? Ég hef komið nokkuð oft til Írlands og yf- irleitt lent í einhverju skemmtilegu þó svo að það flokkist kannski ekki beint undir hremm- ingar. Ég þyki víst helst til glannaleg í vinstri umferð, reyndar ekki orðið vör við það sjálf. (Ég tel litla hringtorgs-dramað mitt í Tralee ekki með.) Einu sinni ákvað ég að hjóla heim af pöbbnum í smábænum Doolin en tók með- vitaða ákvörðun um að hjóla óvart aðeins ofan í skurð á leiðinni með smávægilegum meiðslum. Þar voru þrír asnar í nálægri girð- ingu sem komu og gáðu að mér þar sem ég klifraði upp úr skurðinum. Það var ánægju- legt. Írar nota líka mikið af gelískum orðum sem þeir hafa lagað að enskunni svo misskiln- ingur á tungumálagrundvelli var mjög algeng- ur til að byrja með. En allt gerir þetta ferð- irnar ennþá eftirminnilegri og skemmtilegri.“ FERÐASAGA FRÁ ÍRLANDI Ástandið jafnar sig á pöbbnum SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, RITHÖFUNDUR OG STARFSMAÐUR UNICEF Á ÍS- LANDI, ELSKAR ALLT VIÐ ÍRLAND. SÉRSTAKLEGA TÓNLISTINA EN HÚN BER VIRÐINGU FYRIR HVAÐ ÍRAR HAFA UNNIÐ EUROVISION OFT. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.