Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 18
Þ að var í febrúar árið 2012 sem mér bauðst af fara í vettvangsrannsókn á vegum Háskólans í Lundi til Víet- nams og Kína. Markmiðið var tví- þætt, annarsvegar að afla upplýsinga frá stofnunum og skólum varðandi aðgang heim- ila að lánsfé og hins vegar að fara út í sveit- ina og taka viðtöl við fólkið og sjá hvort það upplifði aðgang sinn að lánsfé á sama hátt og stofnanirnar telja það gera. Ferðin hófst í Hanoi, höfuðborg Víetnams. Við komuna þangað kom strax í ljós að um fjölmenna borg er að ræða. Af þeim 90 milljónum sem búa í Víetnam búa um 2,6 milljónir í Hanoi og er hún næstfjölmennasta borg landsins (Ho Chi Minh eða Saigon er stærst með 4,9 millj- ónir). Þrátt fyrir góðan undirbúning kom menn- ingarsjokkið strax fyrsta daginn, fólksfjöld- inn og mótorhjólafjöldinn var fullmikill fyrir litla Hafnfirðinginn. Það fyrsta sem ég þurfti að læra var að gleyma öllu sem ég hafði lært um umferðareglurnar því að í Hanoi virðist reglan vera sú að keyrt er af stað og ekki er stoppað fyrr en komið er á leiðarenda. Skiptir þá ekki máli hvort notast er við umferðargötur eða gangstéttir og sem gangandi vegfarandi þarft þú að passa upp á að vera ekki fyrir því ekki er dregið úr hraðanum þó svo að þú sért fyrir. Asísk borg undir evrópskum áhrifum Þrátt fyrir þessa byrjunarörðugleika er óhætt að segja að Hanoi sé gríðarlega áhugaverð borg með ríka sögu sem nær allt aftur til 7. aldar. Enn má sjá áhrif frá Frökkum sem gerðu borgina að franskri ný- lendu árið 1882 og hélst það allt fram til 1945. Franska er enn töluð sem annað tungumál hjá mörgum innfæddum og bygg- ingarstílnum á mörgum byggingum svipar til gotneska stílsins sem er áberandi í Evrópu. Þrátt fyrir frönsk áhrif er Hanoi samt sem áður asísk borg, að ganga um gamla bæinn og upplifa markaðina með viðeigandi prútti, framandi matseld og framúrskarandi kaffi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Í Hanoi er mikið af veitingastöðum sem kallast „Bia Hoi-bars“ sem eru litlir veit- ingastaðir staðsettir við götur borgarinnar. Þar er hægt að borða og drekka heima- bruggaðan bjór á vægu verði. Það var ein- mitt á einum slíkum sem ég fékk einn besta bjór sem ég hef smakkað og þann lang- ódýrasta, á þessum stöðum greiðir maður Davíð Ellertsson segir að þrátt fyrir undirbúning hafi mann- mergðin valdið menningarsjokki. LEYNDARDÓMAR VÍETNAMS Heppinn að kynnast heimafólki DAVÍÐ ELLERTSSON ALÞJÓÐAHAGFRÆÐINGUR LÆRÐI MARGT Á ÞRIGGJA VIKNA FERÐ UM VÍETNAM. HANN REKUR FERÐASÖGUNA FYRIR LESENDUM SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 Ferðalög og flakk H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k • s í m i 5 5 8 1 1 0 0 O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a rd . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 ASPEN La-z-boy stóll. Áklæði í mörgum litum. Einnig til í svörtu, vínrauðu, brúnu eða hvíttu leðri. B:80 D:85 H:102 cm. 87.990 VERÐ: 109.990 NORMAN La-z-boy stóll. Brúnt áklæði. B:74 D:70 H:103 cm. 99.990 VERÐ: 124.990 PINNACLE La-z-boy stóll. Vínrautt, svart, natur eða rúat- rautt leður. B:80 D:85 H:104 cm. 139.990 VERÐ: 179.990 RIALTO La-z-boy stóll. Grátt og ljóst áklæði. B:80 D:85 H:104 cm. 103.990 VERÐ: 129.990 HARBOR TOWN La-z-boy stóll. Ljós- grár, rauðbrúnn og grænn. Einnig svörtu og brúnu leðri. B:70 D:70 H:102 cm. 103.990 VERÐ: 129.990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.