Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 19
Magnað útsýni yfir náttúruundrið Halong
Bay, en gömul víetnömsk þjóðsaga segir
að þessi staður hafi verið skapaður af
dreka sem bjó í fjöllunum í kring. Myndin
sýnir glöggt hversu stórt vandamál loft-
mengun er í Víetnam.
um 8.000 víetnömsk dong fyrir einn bjór
sem samsvarar 50 íslenskum krónur. Eitt
sem ekki margir vita er að Víetnam er eitt
stærsta útflutningsland á kaffi í heiminum
en aðeins Brasilía flytur út meira en þeir,
gæðin á kaffinu eru framúrskarandi og hvet
ég því alla að smakka víetnamskt kaffi.
Lífsgæðamunir augljós
þrátt fyrir uppgang síðustu ár
Þrátt fyrir mikinn uppgang í Víetnam síð-
ustu áratugi er landið frekar óþróað í sam-
anburði við okkar vestræna heim, lífs-
gæðamunur milli íbúa er augljós sem sást
vel þegar rölt var um borgina. Þeir sem eru
ríkir keyra um á Mercedes Bens, BMW og
öðrum dýrum bílum og búa í flottum ný-
tískulegum íbúðum á meðan aðrir hafa lítið
sem ekkert milli handanna, búa í hálfgerðum
hreysum úti um alla borg og vinna fyrir sér
með því að selja vörur á mörkuðum. Ég var
svo heppinn að kynnast heimafólki sem fór
með mig og ferðafélaga mína um Hanoi og
kynnti okkur fyrir stöðum, matarsiðum og
veitingahúsum sem við hefðum annars farið
á mis við.
Farið var í ferð út fyrir Hanoi til Halong
Bay sem er flói uppfullur af smáum eyjum
og klettum og er eitt af nýju sjö nátt-
úruundrum veraldar. Staðurinn er gríðarlega
fallegur, þar var siglt um í einn dag og nát-
úrunnar notið til hins ýtrasta. Það er áhuga-
vert að í þessum flóa eru víða svokölluð
vatnaþorp þar sem fólk býr í kofum sem eru
staðsettir úti í miðjum sjónum og vinnur við
að veiða og selja fisk.
Það kom berlega í ljós í þessari ferð að
mengun er vandamál í Víetnam, þrátt fyrir
að hafa keyrt í um fjóra klukkutíma út frá
Hanoi var stöðug reykjamóða sem ekki
hvarf allar þrjár vikurnar sem ég var í Víet-
nam.
Gerð var heið-
arleg tilraun til
að komast yfir
þessa götu en
það var enginn
dans á rósum.
Gavin Cochrane
og Davíð á Bia Hoi
bar í Hanoi. Um-
ferðargatan er að-
eins nokkra senti-
metra frá borðinu.
* Ég var svo heppinn aðkynnast heimafólkisem fór með mig og ferða-
félaga mína um Hanoi og
kynnti okkur fyrir stöðum,
matarsiðum og veitinga-
húsum sem við hefðum
annars farið á mis við.
17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða
ALLIR LA-Z-BOY STÓLAR ERU
NÚ Á FEBRÚARTILBOÐI
VERÐ FRÁ 71.992 KR.
HÚSGAGNAHÖLLIN – fyrir lifandi heimili!
AMERÍSKIR
DAGAR
Í FEBRÚAR
CARDNAL La-z-boy stóll.
Svart leður.
B:95 D:85 H:107 cm.
159.990
VERÐ: 199.990
FULL BÚÐAF
NÝJUM STÓLUM
FRÁ LAZBOY
«
«
LIFÐU LÍF INU ÞÆGILEGA!