Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 23
17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Hvað gerir kona sem er ein heima að næturlagi og liggur í fletisínu heldur klæðlítil þegar hún finnur svo ekki verður um villstað einhver fer um hana höndum? Lætur hún sem ekkert sé og nýtur þess að heimilisdraugurinn hafi fært sig svona líka upp á skaftið og þukli hana af áfergju? Eða sprettur hún upp eins og stálfjöður og hrópar út í myrkrið: „Hvur fer þar?“ Sparkar hún og lætur öllum illum látum og hættir ekki fyrr en hún hefur snúið niður ódáminn sem gramsar blygðunarlaust í henn- ar allra heilagasta jurtagarði? Kona spyr sig. Fátt er um svör. Hví eru ei til sjálfshjálparbækur sem leið- beina konum eða takast á við ásókn drauga með blússandi standpínu? Ein vinkona mín fjölkunnug og ramm- skyggn varð fyrir þeim ósköpum um daginn að fá á sig draug. Í orðsins fyllstu merkingu. Hún kallaði mig á fund daginn eftir og sagði farir sínar ekki sléttar og óttaðist jafnvel að hún yrði aldrei söm. „Ég hafði mök við draug í nótt,“ hvíslaði hún þegar við vorum nýsestar niður með heitan drykk í bolla á notalegu kaffihúsi. Mér svelgdist allsvakalega á sopanum sem ég var í þann mund að renna niður. Átti erfitt með að kyngja þessum óvæntu samfaratíðindum vinkonunnar. Læddust líka að mér efasemdir um geð- heilsu hennar, ekki á hvers manns færi að hafa samræði við handan- veru. En hún var sallaróleg og yfirveguð, reyndar vottaði fyrir girndar- bliki í auga og eitthvað var hún fjarræn en þó um uppnumin. Leit svo beint í augu mín og sagði glottandi: „Þetta var sannkölluð gandreið.“ Og í framhaldinu sagði hún mér í smáatriðum frá þessari mögnuðu næturheimsókn og það var sannarlega kjöt utan á beinum þeirrar frá- sagnar, þótt gesturinn hafi vissulega verið helst til loftkenndur, eins og títt er um þá sem koma að handan. En einu hafði hún áhyggjur af: Að hún gæti kannski aldrei framar sætt sig við mennska menn, slík hefði frammistaða draugsa verið í ból- inu. Nú voru góð ráð dýr. En við komumst að sameiginlegri niðurstöðu: Glórulaust væri að binda trúss sitt alfarið við vofu sem lítt væri hægt að reiða sig á. Því síður væri vit í því að snúa baki við okkar heims mönn- um. Allra best væri að kenna elskhugum af holdi og blóði öll trixin sem draugsi hafði skrautskrifað á líkama hennar með slíkri fingrafimi sem raun bar vitni. MÖKUNARFÚSIR DRAUGAR KRISTÍN HEIÐA Stigið í vænginn É g hef verið að æfa þetta sjálfur síðan ég kom heim og þetta er frábært. Ein- faldlega frábært. Ég er enn tæpur í hnjánum en það eru bara einhverjar aðrar æfingar fundnar fyrir mig að gera. Í metabolic ertu í hóp, það er hvati að mæta og það er hugsað um hvern og einn einstakling,“ segir Einar Hólmgeirsson, einka- þjálfari og þjálfari í metabolic í Kópavogi. Einar er landsmönnum kunnur fyrir ofsalegar neglur sínar í handbolta en meiðsli bundu enda á feril hans. Hann er nú kominn heim og kennir metabolic á milli þess sem hann æfir eftir þessu magnaða æf- ingakerfi. Snilldin spurðist út Metabolic varð til árið 2011 en Helgi Jónas Guðfinnsson á mestan heiðurinn af kerfinu. Helgi er sprenglærður í íþróttafræðum og þeir sem hafa fengið að njóta liðsinnis hans verða ekki fyrir von- brigðum. Fljótlega fór snilldin að spyrjast út og er metabolic komið út um allt land. Í Grindavík, þar sem metabolic byrjaði, hefur verið uppselt frá upphafi og þar er langur biðlisti. Boltinn byrjaði fljótt að rúlla. Haustið 2012 urðu metabolic- staðirnir ellefu talsins. Einar segir að metabolic sé hópþjálfun, stöðvaþjálfun og mjög vel skrifað æfingakerfi. „Þetta er fyrir alla. Æfingarnar eru mið- aðar við hvern og einn. Það eru mælingar, alls konar fyrirlestrar. Þetta er allur pakk- inn og frábært fyrir fólk sem nennir ekki að æfa eitt og jafn- vel fyrir þá sem tíma ekki að kaupa sér einkaþjálfun. Helgi Jónas er mjög fær í sínu fagi og skrifar allar æfingar fyrir allt landið. Það má treysta hon- um alveg 100% fyrir þessu. Þetta er mjög skemmtilegt æfingakerfi og það er miklu betra að æfa í hóp en einn,“ segir Einar. Handboltaskórnir komnir á hilluna Hann segist vera í góðu líkam- legu formi þótt hann sé ekki í neinu handboltaformi. Það form sé liðin tíð og skórnir nánast komnir upp í hillu þótt harpixið kitli alltaf aðeins. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Ég ætlaði að byrja eitthvað aftur og ég reyndi en hnéð bólgnaði um leið þannig að ég setti bara skóna aftur upp í hillu. Ég er einkaþjálfari frá ÍAK og stefnan er sett á íþróttafræðina í sumar. Við fórum nokkrir í einkaþjálfarann úr landsliðinu og við erum einhverjir fimm sem er- um með einkaþjálfunarréttindin.“ Morgunblaðið/Ómar EINAR HÓLMGEIRSSON HANDBOLTAKAPPI Þjálfari sem getur ekki gert allar æfingarnar FYRRVERANDI LANDSLIÐSMAÐURINN Í HANDBOLTA EINAR HÓLMGEIRSSON, HEFUR EKKI SAGT SKILIÐ VIÐ ÍÞRÓTTIR ÞVÍ HANN KENNIR HÁDEGISÞREKTÍMA Í SMÁRANUM Í KÓPAVOGI EFTIR METABOLIC-KERFINU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Einar með þrumu- skot í landsleik gegn Króatíu. Boltinn söng í netinu. Einar Hólmgeirsson er ekki laus við meiðsli en heldur sér áfram í formi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.