Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 26
Garðar Eyjólfsson og Katrín Ólína hafa hannað marga skemmtilega víkinga. Hér er eitt dæmi. Álið kveikir hugmyndabál ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR HAFA EKKI MIKIÐ UNNIÐ MEÐ ÁL HINGAÐ TIL EN VERKEFNIÐ 13AL+ Á EF TIL VILL EFTIR AÐ BREYTA ÞVÍ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Borðið er hönn- un Þóru Birnu. SÆNSK-ÍSLENSKT SAMSTARFSVERKEFNI Í slenskir hönnuðir sýndu þróunarverkefni með ál sem efnivið á sýningunni 13Al+ á hönnunarviku í Stokkhólmi sem haldin var samhliða Stockholm Furniture and Light Fair um síðustu helgi. Hönnuðirnir Sigga Heimis, Snæbjörn Stefánsson, Þóra Birna, Garðar Eyjólfsson og Katrín Ólína taka þátt í verkefninu, sem er unnið í samstarfi við ís- lenska og sænska álframleiðendur. Til viðbótar voru Volki, Bryndís Bolladóttir og Á. Guðmundsson með bás á hönnunarsýningunni. Sigga Heimis segir verkefnið hafa byrjað í kring- um Hönnunarmars í fyrra og var sýningin í Stokk- hólmi forsmekkurinn af því sem hægt verður að sjá á Hönnunarmars í ár. Hún segir verkefnið skemmti- lega umfangsmikið og samvinnu við bæði ís- lensk og sænsk fyrirtæki hafa verið gef- andi. „Við fórum í leiðangur með hvað er hægt að gera með ál og við ál,“ segir hún bætir við að hönnuðirnir séu líka búnir að heim- sækja álver. Hún bendir á að hönnuðirnir í verkefn- inu séu með ólíkan bakgrunn, sem skapi frekari fjölbreytni. Sigga fór í samstarf við SAPA, stóran álprófílframleiðanda í Svíþjóð. „Minn útgangspunktur var að gera eitthvað úr álprófílum,“ segir hún en úr varð kassalaga kollur. Hugmyndin kom frá pappakössum. „Álið er létt og sterkt og það er auðvelt að brjóta kollinn saman. Kollurinn þolir veður og vind og getur staðið úti. Hugmyndin var sú að það væri hægt að nota kollinn í ráðstefnuherbergjum, nota 20-30 kassa bæði sem borð og stóla í stað hefð- bundinna þungra húsgagna,“ segir hún og bendir líka á að fólk geti snúið sér á alla kanta á svona stól. „Það er svo oft sem ég fæ svo þröngan ramma, eins og þegar ég teikna fyrir IKEA fæ ég að vita hvað hluturinn á að kosta, hvað á að nota hann í, hvernig hann á að vera og liggur við í hvaða lit hann á að vera. Það er minn veruleiki. Mér fannst því gaman að búa til hlut sem er opinn og getur gengið við ýmis tækifæri,“ segir Sigga og bætir við að hún hafi fengið mikla hjálp frá manninum sínum með tæknilegu hliðina en hann er verkfræðingur. Sigga stoppaði ekki þarna því hana langaði líka að vinna með íslensku fyr- irtæki. Málmsteypan Hella býr til pönnuköku- pönnur og Siggu datt í hug í „jólageggjuninni í desember“ að búa til eitt- hvað tengt þeim. „Ég var að baka smákökur og fékk þá hugmynd að búa til kökukefli sem myndi passa við pönnuna. Mig langaði að búa til nytja- hlut í eldhúsið sem þarf ekki alltaf að vera að troða ofan í skúffu,“ segir hún en kökukeflið er sér- lega fallegt og sómir sér vel á borði. Hún lét heldur ekki staðar numið þarna. „Mér finnst svo gaman að vinna úr þessu efni,“ segir Sigga sem datt í hug í kjölfar kökukeflisins að búa til æf- ingatæki úr áli, enda fylgir ræktin gjarnan í kjölfar kökuátsins. Æfingatæki sem stofustáss „Venjuleg lóð eru úr stáli en mér datt í hug að gera lóð úr áli,“ segir hún en állóðin eru auðvitað miklu stærri og hægt að taka sig mun betur út með þau en lítil stállóð en lóðin vöktu hvað mesta athygli af gripunum í Stokk- hólmi. Þau eru eru falleg á að líta og minna á skúlptúr og myndu jafnvel taka sig vel út í stofunni. Þau hafa líka getið af sér nýtt verk- efni hjá Siggu sem á eflaust eftir að fá góðar viðtökur en það er lína af heimaæfingatækjum fyrir stofuna. „Til dæmis sófaborð sem hægt er að nota sem bekk og mottu sem hægt er að snúa við og nota þá í jóga. Þetta eru hlutir sem blandast inn í stofuna án þess að hverfa,“ segir hún en þetta hljómar spennandi. Í framhaldi af Hönnunarmars verður haldin ráðstefna um álhönnunarvörurnar og ætla hönn- uðirnir sem taka þátt í þessu verkefni að senda þekkinguna áfram. „Ég held að það eigi eftir að geta komið skemmtileg flóra út úr þessu og að verkefnið verði yngri hönnuðum innblástur. Það er spennandi að leika með þetta hráefni. Ég sé fyrir mér að það væri gaman að taka þetta lengra og fara með í skólana til næstu kynslóðar. Þetta er byrjunin á skemmtilegu ævintýri.“ Iðnhönnuðurinn fjölhæfi Sigga Heimis. Ljósmyndir/ Eric Wolf 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 Heimili og hönnun 143.500 Borð og 4 stólar 79.900 Havanna, borð 15.900 Havanna, stóll havanna línan luktir Hvítar 400/0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.