Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 28
*Matur og drykkir Hægt er að útbúa súkkulaðiskálar með því að blása í blöðrur, þekja með súkkulaði og kæla »32 E inar Geirsson, matreiðslumeistari á veit- ingastaðnum Rub 23 á Akureyri, og annar eigenda staðarins, ákvað að setja sushi- pítsu á matseðilinn haustið 2008 – fljót- lega eftir að staðurinn var opnaður. „Ég sá svip- aða útfærslu í Ameríku skömmu áður en heimfærði réttinn á okkar vísu, þannig að upp- finningin er algjörlega mín,“ segir hann. Einar segir að rétturinn hafi ekki beinlínis ver- ið vinsæll fyrsta kastið! „Ég þreifaði mig áfram, hægt og rólega. Var aðallega í því að gefa fólki að smakka vegna þess að nánast enginn pantaði rétt- inn; menn voru dálítið smeykir við nafnið; ímynd- uðu sér flatböku með hráum fiski. Mörgum þótti það reyndar fáránlegt að bjóða upp á sushipítsu og mér var eindregið ráðlegt að skipta a.m.k. um nafn á réttinum. Mér fannst það hins vegar flott og var viss um að eftir því yrði tekið.“ Eftir að fólk komst upp á lagið hefur sala á sushipítsu aukist gríðarlega, jafnt og þétt á hverju ári og hún er vinsæl bæði sem forréttur og aðalréttur á Rub 23-stöðunum tveimur, á Akureyri og í Reykjavík. Einar segir þá Krist- ján Þóri Kristjánsson, hinn eiganda staðarins, ekki hafa stefnt að því í upphafi að sushi yrði í því öndvegi á staðnum sem raunin er, en vinsældir margskonar sushirétta aukist sífellt. Sushipítsan á Rub 23 er girnileg og gríðarlega vinsæl, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 2 Eftir að seinna noriblaðið er lagt ofan ágrjónin og þrýst saman er skorið í fernt. 1Hrísgrjón eru fyrst sett á þarablaðið (nori)þannig að blaðið sé alveg hulið. SUSHIPÍTSAN GRÍÐARLEGA VINSÆL Á RUB 23 Sumir voru hálf- smeykir í fyrstu Árni Þór Árnason matreiðslumaður t.v. og Einar Helgi Sigurðsson matreiðslunemi. 7 Pítsan er síðan skorin í átta bita. Sá fjöldihentar vel sem forréttur fyrir einn. 5 Bleikja, kryddjurtamauk, mangó-chilí-sultaog hvítlauksolía hrærð vel saman í skál. 4 Þá er pítsubotninn djúpsteiktur í 1-2 mín-útur, þar til hann er orðinn gullinbrúnn. 3 Því næst er sushiinu dýft ofan í tempuradeig. 8 Að síðustu er chilimajones, sojasósa, vor-laukur og rauð paprika sett ofan á pítsubitana. 6 Nokkuð þykku lagi af bleikjutartarnum erþví næst smurt ofan á ræmuna af pítsunni. ÞEGAR EINAR GEIRSSON BAUÐ FYRST UPP Á SUSHIPÍTSU ÞORÐU FÁIR AÐ PANTA HANA. HÚN HEFUR SÍÐAN RÆKILEGA SLEGIÐ Í GEGN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is SUSHIPÍTSUBOTN 2 noriblöð; nori er pressaður þari, sem fæst orðið í mörgum versl- unum 100 g sushigrjón (soðin) Tempuradeig; fæst líka víða sem duft sem vatni er blandað saman við Setjið grjónin á annað noriblaðið þann- ig að það sé alveg hulið, leggið síðan hitt noriblaðið ofan á grjónin og pressið létt með höndunum, skerið í fjóra hluta, dýfið síðan í tempuradeigið og djúpsteikið. BLEIKJUTARTAR Á SUSHIPÍTSU 100 g bleikja, fínt skorin 1 tsk kryddjurtamauk (steinselja, kóríander, basilíka) 1 tsk mangó-chilí-sulta ½ tsk hvítlauksolía Öllu blandað saman og sett ofan á djúpsteikta sushipítsubotninn. Svo er pítsan toppuð með chilimajo- nesi (hrærið saman majones og chili), sætri sojasósu, vorlauk og rauðri papr- iku. Sushipítsa í forrétt fyrir fjóra

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.