Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 Matur og drykkir B aldvin hefur komið víða við á fjörutíu ára kokkaferli en kann afar vel við sig á Akureyrarflugvelli. Hann stílar upp á gamaldags heimilismat, í bestu merk- ingu. „Meira að segja útlendingarnir borða svið, fiskbollur og þeir borða kjöt í karríi upp á gamla móðinn og finnst gott. Þeir spyrja gjarnan: Hvað er maðurinn þarna að borða? Ég ætla að fá svona, takk. Þegar erlendur ferðamað- ur fær svið tekur hann oft mynd af matnum, borðar hann svo og tekur beinin með sér sem minjagrip! Sérstaklega þeir sem eru að fljúga beint heim héðan frá Akureyri.“ Hann segist berjast fyrir tilveru þessara gömlu rétta. Kjúklingabringur og sushi megi ekki ýta öllu öðru burt. „Ef boðið er upp á lambalæri í hádeginu, kótelettur, fisk- bollur, kjötsúpu, saltkjöt og baunir; þennan gamla góða, heimilismat, selst hann betur en annar matur. Jafnvel á fín- ustu veitingahúsum sem þú finnur!“ Baldvin sat eitt kjörtímabil í bæjarstjórn fyrir VG og seg- ist nú á leið á þing, „með nýjum flokki sem líklega verður til um næstu helgi; flokki sem kemur til með að fá 30 til 40% fylgi vegna þess að hann verður öðruvísi en aðrir; mun sam- anstanda af hægrimönnum og vinstrimönnum og verður verkefnaflokkur sem ætlar að bæta lífskjör íslenskrar alþýðu með því að auka ráðstöfunartekjur meðelheimilis um 400 til 500 þúsund krónur á mánuði“. Ha? hváir blaðamaður. „Þessi ágæti flokkur mun ekki hafa mjög langa stefnuskrá en nokkur meginmarkmið; númer eitt er að leggja niður tekjuskattinn í heild sinni, sem verður m.a. til þess að svört atvinnustarfsemi leggst af, hækka virðisaukaskatt og setja á allar vörur og sameina lífeyrissjóðina í einn með einhverju móti. Tímarnir eru breyttir; kapítalisminn gengur ekki upp, kommúnisminn gengur ekki heldur upp, þjóðfélagið er að sigla í strand og ef svo heldur fram sem horfir verður ekkert eftir. Þess vegna verður að fitja upp á einhverju nýju sem getur komið íslenskri alþýðu vel. Um þetta hugsa ég á milli rétta hér á flugvellinum!“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson BALDVIN Í FLUGKAFFI Á AKUREYRI Á HÓP FASTAKÚNNA Gamaldags og gómsætt TÍU ÁR ERU SÍÐAN BALDVIN SIGURÐSSON TÓK VIÐ FLUGKAFFI Á AKUREYRARFLUGVELLI. ÞAR SEST EKKI BARA NIÐUR FÓLK Á FARALDSFÆTI HELDUR KOMA MARGIR Í MAT HJÁ BÆJARFULLTRÚANUM FYRRVERANDI Í HVERRI VIKU. HANN LEGGUR ÁHERSLU Á HEIMILISMAT UPP Á GAMLA MÁTANN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Baldvin H. Sigurðsson eldar fyrir hóp fólks á hverjum degi á flug- vellinum og laumar oft skemmtilegri sögu með sem lystauka. Baldvin H. Sigurðsson leiðir lesendur hér í allan sannleika hvernig útbúa skal „lambalærissneiðar að hætti íslenskra heimila um miðja síðustu öld,“ eins og hann tekur til orða. „Setjið lærissneiðarnar í kæli og geymið þar í þrjá daga. Lemjið létt fyrir mat- reiðslu og skerið í gegnum skinnið og að- eins innfyrir það, til þess að koma í veg fyrir að kjötið verpist á pönnunni. Pískið því næst saman egg og mjólk; fyr- ir meðalfjölskyldu: eitt egg og þrír bollar af mjólk. Einnig þarf rasp; annað hvort keypt úti í búð eða afgangsbrauð sem til fellur á heimilinu og búið er að þurrka, hita í ofni og hakka. Leggið sneiðarnar í eggja- og mjólk- urbaðið, raspið síðan hverja sneið og bankið létt. Hitið smjörlíki nokkuð vel á pönnu, transfitulaust að sjálfsögðu; leggið sneið- arnar á pönnuna og ef fitan er þokkalega heit lokast kjötið og fitan síast ekki öll inn í það. Brúnið kjötið beggja vegna þannig að það verði gullinbrúnt, setið síðan í eld- fast mót, hellið vatni ofan á, setið álpappír yfir og setið inn í 180 gráðu heitan ofn í hálftíma. Þá eru lambalærissneiðarnar hennar mömmu tilbúnar.“ Meðlætið var í þetta skipti eins og hjá mömmu og ömmu, segir kokkurinn; syk- urbrúnaðar kartöflur, rauðkál, grænar baunir frá Ora úr dós, og rabarbarasulta, gerð úr rabarbara úr garðinum heima. „Svo má hafa hrásalat til að þetta sýnist eilítið hollt! En maturinn er hreint ekki óhollur ef passað er að fitan sé nógu heit og síist því ekki inn í kjötið heldur lokist stykkið. Brauðraspið er líka bráðhollt; ég tala nú ekki um ef það er afgangsbrauð úr Bakaríinu við brúna …“ LAMBALÆRISSNEIÐAR EINS OG UM MIÐJA SÍÐUSTU ÖLD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.