Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 36
yrðu fáanlegir þegar árið 2019. Google hefur um skeið unnið að gerð bíls sem keyrir sig sjálfur, án aðstoðar bílstjóra. Fyrirtækið hefur þegar náð talsverðum ár- angri í þessar þróun, en prufubíl- ar Google hafa staðið sig ansi vel í umferðinni og hafa nú ekið um 500.000 km án óhappa, ef frá er talin aftanákeyrsla þar sem öku- mannslaus Google-bifreið stór kyrrstæð á rauðu ljósi. Tæknin byggist á skynjurum sem nema umhverfið og halda hæfilegri fjar- lægð frá næstu bílum miðað við ökuhraða. Upplýsingar um vegi og hámarkshraða fær ökutölvan frá GPS-gagnagrunni sem kortakerfi Google byggist á. Nú þegar hafa þrjú ríki Bandaríkjanna, Flórída, Nevada og Kalifornía, breytt lög- um sínum til þess að heimila öku- mannslausa bíla, þó einungis í til- raunaskyni og aðeins ef ökumaður Þ ótt tæknin sé handan við hornið eru enn ýmsar lög- fræðilegar og heimspeki- legar spurningar sem á eftir að svara áður en þessi tækni kemst á markað. Anthony Levan- dovski er einn fimmtán verkfræð- inga sem starfa hjá Google við að undirbúa framleiðslu bíls sem keyrir sig sjálfur. Hann var einn mælenda á ráðstefnu Samtaka verkfræðinga í bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum um síðastliðin mánaðamót. Í erindi hans kom fram að Google gerir ráð fyrir að sjálfkeyrandi bíll (það er freist- andi að tala um sjálfkeyrandi sjálfrennireið) sem Google hefur unnið að um skeið verði orðinn klár fyrir markað eftir þrjú til fimm ár. Þá segir í skýrslu sem KPMG vann fyrr Rannsókn- arstofnun umferðarmála í Banda- ríkjunum að ökumannslausir bílar er við stýrið til að grípa inn í ef eitthvað fer úrskeiðis. Fleiri að þróa ökumannslausa bíla Google er ekki eina fyrirtækið sem vinnur að þessari tækni. Volvo hefur náð þónokkrum ár- angri á þessu sviði, en auk þess hafa bæði Audi, Toyota og Nissan verið að prufa sig áfram með öku- mannslausa bíla. Þegar eru á Google, keyrðu mig heim EF FRAM HELDUR SEM HORFIR VERÐUR BÍLSTJÓRINN ORÐ- INN MEÐ ÖLLU ÓÞARFUR INNAN FÁRRA ÁRA. ÞAÐ MYNDI VÆNTANLEGA DRAGA VERULEGA ÚR UMFERÐ- ARSLYSUM, SEM FLEST ERU VEGNA MANNLEGRA MISTAKA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 Græjur og tækni Svissneska risafyrirtækið Nestlé hefur verið leiðandi í notkun á kaffivélum sem nota kaffi í lofttæmdum hylkjum sem stungið er í vélina og viðeigandi vatnsmagn valið. Það er þó ekki það eina við vélarnar heldur nota þær líka sjóðandi vatn undir þrýstingi sem skiptir miklu. Fyrirtækið selur tvær slíkar vélar, Nespresso og Dolce Gusto með nokkrum undirtegundum. Hylki í fyrrnefndu gerðina er aðeins hægt að kaupa á netinu og þar sem vélin er seld en hylki í þá síðarnefndu má fá víða í verslunum. Dolce Gusto-vélarnar eru fimm sem stendur; Piccolo Ge- nio, Melody 2, Circolo og Creativa. Þær eru mistækni- legar, sú síðastnefnda tölvustýrð, og líka misjafnar í útliti, sjá til að mynda meðfylgjandi mynd af þeirri vél sem ég fékk lánaða til að fjala um, Circolo. Ekki er bara að hylkin tryggi að kaffi haldi bragðgæðum, heldur gera þau það líka kleift að hafa til að mynda mjólk með í hylkinu eins og í cortado eða latte macchiato. Einnig er hægt að búa til kalda drykki í vélinni og kakó líka, án þess það komi kaffibragð af. Sumir drykkir eru svo gerðir með tveimur hylkjum, einu með kaffi og öðru með mjólk. Dæmi um það er cappuccino sem er gert þannig að fyrst er kaffihylki sett í og að því loknu mjólkurhylkið. Það eru ýmsar gerðir af kaffi, til að mynda uppáhellt bleksvartmeð olíubrák, pressukaffi með korgkryddi eða gæðadropi úrmilljónavél. Það eru líka til gæðavélar til heimilisbrúks, marg- ar framúrskarandi, en svo er líka hægt að fá sér kaffi á einfaldari hátt, kannski ekki jafn gott og úr meistaravélinni dýru en býsna nálægt því engu að síður. Allir þekkja væntanlega kaffivélar sem nota kaffigrisjur með möluðu kaffi, enda eru þær býsna algengar hér á landi. Kostur við það er meðal annars hve auð- velt er að fá sér einn bolla af kaffi og eins hve miklu þrifalegra það er en uppáhelling eða pres- sukanna. Ókostur er þó sá sami og með kaffi- pressur og uppáhellingu því kaffið fer að tapa bragði um leið og búið er að mala það. Víst get- ur maður komist hjá því með því að mala nánast ofan í könnuna, en það er líka önnur leið – pakka kaffinu inn í lofttæmdar umbúðir um leið og búið er að mala. FRAMÚRSTEFNULEG KAFFIVÉL KAFFIVÉLAR BYGGJAST ALLAR Á ÞVÍ SAMA; HEITT VATN + BRENNDAR OG MALAÐAR KAFFIBAUNIR. ÞEGAR KEMUR AÐ ÚTFÆRSLUNNI FER ÞÓ HVER FRAMLEIÐANDI EIGIN LEIÐIR EINS OG SJÁ MÁ Á DOLCE GUSTO-KAFFIVÉLUNUM. Græja vikunnar * Með vélinni fylgir sýnishornaf kaffihylkjum, en alls er hægt að fá tuttugu og átta tegundir af hylkjum, dæmi: Caffè Lungo, Cap- puccino, Chai Tea Latte, Chococ- ino, Espresso, Latte Macchiato, Mocha, heitt kakó, íste og svo má telja. Sumar tegundir er reyndar aðeins hægt að fá í stöku löndum. * Hylkin kosta sitt og eru dýr-ari en uppáhellt kaffi eða grisjur. Það er erfitt að gefa nákvæmt verð á hverjum bolla enda eru hylkin til sölu í ýmsum verslunum á mismunandi verði, en hver bolli kostar 60-70 krónur. Það bjóða reyndar fjölmörg fyrirtæki vélar sem nota kaffihylki núorðið og hver með sína gerð af hylkjum, nema hvað. ÁRNI MATTHÍASSON * Vélin er óneitanlega óvenju-leg í útliti, í það minnsta þegar kaffivélar eru annars vegar. Hún er nánast hringlaga, eins og sjá má, 19,6 sm á breidd, liðlega 34 á hæð og 31 sem á dýpt þar sem vatnstankurinn bungar út að aftan. TÖLVUSTÝRÐAR BÍLALESTIR Í Evrópu hafa verið gerðar tilraunir með akstur bílalesta þar sem öku- maður í fremsta bílnum stjórnar fleiri bifreiðum með aðstoð aksturs- tölvu. Þannig er hægt að láta marga bíla lúta einni stjórn og fylgja því sem hinn mannlegi bílstjóri gerir. Þetta gerir kleift að keyra bílana miklu nær hver öðrum, sem dregur verulega úr loftmótsstöðu og dragsúg bílanna. Með slíkri tækni mætti draga úr eldsneytisneyslu á hvern bíl um ein 20%. Síðastliðið sumar lauk Volvo 200 km tilrauna- leiðangri um hraðbrautir Spánar með aðstoð þessarar tækni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.