Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Síða 42
M
aður sér fleiri og fleiri með
fjölnota poka,“ segir Ró-
bert A. Skúlason, versl-
unarstjóri Bónuss á
Smáratorgi. Hann telur að það færist í
aukana að fólk noti fjölnota inn-
kaupapoka. „Við merkjum það ekki á
minni sölu á plastpokunum en maður
sér sífellt fleiri með þessa fjölnota poka
í innkaupakerrunum. Ég held að það
sé meira um þá núna en fyrir nokkrum
árum.“ Hjörtur Fjeldsted, vaktstjóri hjá
Krónunni í Árbæ, tekur undir þetta og
segist verða var við að frekar margir
taki fjölnota poka með sér út í búð. „Það
kemst um það bil tvöfalt meira í fjölnota
pokana heldur en plastpokana. Þeir eru
líka betur byggðir svo þeir slitna síður,“
segir Hjörtur. Fjölnota pokar séu því
fljótir að borga sig upp og nokkuð ljóst
að það sé mun hagstæðara að nota fjöl-
nota poka heldur en kaupa plastpoka í
hverri ferð.
Kostir einfaldra breytinga
Spara má töluverða fjármuni og leggja
sitt af mörkum til umhverfisverndar með
því að gera einfaldar breytingar á dag-
legu lífi. Til dæmis felur plastpokanotkun
í sér gríðarlega sóun, bæði út frá um-
hverfislegu sjónarmiði og fjárhagslegu.
Samkvæmt bæklingi sem gefinn var út
af Landvernd og umhverfisráðuneyti árið
2008 og ber nafnið Skref fyrir skref,
telja sérfræðingar að Íslendingar noti
um 16 milljónir plastpoka á ári. Það ger-
ir um 125 poka á heimili, en gera má ráð
fyrir að talan hafi lækkað á liðnum árum
með aukinni notkun fjölnota poka.
Venjulegur plastpoki hefur langan nið-
urbrotstíma í náttúrunni að ógleymdum
kostnaðinum við að kaupa plastpoka í
hverri innkaupaferð.
Fjölnota innkaupapokar eru vafalítið
mun hentugri til þess að bera vörur
heim úr búðinni heldur en hinir hefð-
bundnu plastpokar sem seldir eru við
kassann í verslunum. Morgunblaðið/G.Rúnar
Fjölnota inn-
kaupapokar eða
innkaupanet geta
vel komið í stað
plastpokanna.
SPARAÐU MEÐ FJÖLNOTA POKUM
Fjölnota
pokar ódýrari
SÍFELLT FLEIRI VIRÐAST NOTA FJÖLNOTA
INNKAUPAPOKA ÞEGAR FARIÐ ER AÐ VERSLA.
SLÍKIR POKAR RÚMA MEIRA MAGN EN VENJU-
LEGIR PLASTPOKAR, ERU STERKARI OG SLITNA
SÍÐUR. AUK ÞESS ER ÓDÝRARA AÐ NOTA
FJÖLNOTA POKA EN PLASTPOKA.
Guðrún Óla Jónsdóttir goj9@hi.is
*Fjármál heimilannaMatur sem endar í ruslinu er ekki góð fjárfesting fyrir heimili sem vilja halda um budduna
Ein algengasta leiðin sem fjölskyldur nota til að ná fram
sparnaði er að fylgjast með verði matvöru og þannig
spara umtalsverðar upphæðir með því að kaupa rétt inn á
heimilið. En það er til önnur leið til að hagræða í mat-
arinnkaupum. Við skoðum ruslið. Samkvæmt nýlegri
breskri rannsókn er talið að allt að 30 prósent matvöru
fari í ruslið á hverju heimili og því gætu verið umtals-
verðar upphæðir til að spara í ruslinu.
Það er ekki nægjanlegt að horfa á verðmiðann ef þú
ætlar að spara því ef matvöru er síendurtekið hent áður
en hennar er neytt eða áður en hún klárast þá þarf að
endurskoða hvað verið er að kaupa.
Fyrsta skrefið er að spyrja sig í hvert sinn sem matur
endar í ruslinu af hverju við erum að henda honum. Al-
gengustu svörin við þeirri spurningu eru að við borðum
ekki þann mat sem við kaupum, hendum afgöngum eða
við kaupum of mikið í einu. Einnig að við verslum óund-
irbúið af handahófi og við kaupum mat sem endist ekki
þann tíma sem hann þarf að endast.
Einfaldar leiðir til að snúa vörn í sókn eru að útbúa
matseðil fyrir vikuna og kaupa inn eftir honum. Gera
magninnkaup og nýta frystinn til að geyma brauð, mjólk,
kjöt og fisk sem síðan er affryst daginn fyrir neyslu.
Áætla líftíma á mat og ekki kaupa of mikið af ferskum
vörum eins og ávöxtum því þeir eiga að klárast á örfáum
dögum. Miðaðu magn við dag-
setningar svo vörurnar klárist
áður en þær renna út. Frystu
afganga því þeir gætu nýst
sem skyndibiti beint í ör-
bylgjuofninn eða sem nesti í
vinnu eða skóla. Ef þú skráir
niður það sem hent er gætir þú
séð hvað þú kaupir of mikið af
eða geymir of lengi. Nýttu þér
það síðan næst þegar þú gerir
innkaupalista.
Matarinnkaup eru sá þáttur
sem hvað auðveldast er að ná góðum sparnaði í og með
því að fylgjast með neysluvenjum á þennan hátt gætu
sparast töluverðar upphæðir á ári.
Höfundur heldur úti vefnum www.skuldlaus.is
SPARAÐ MEÐ RUSLI
HAUKUR
HILMARSSON
Aurar &
krónur
Á netinu má leita uppi vandaðar
vefsíður þar sem sparnaðarráð fyr-
ir heimilið er að finna. Þá eru þar
líka uppskriftir að ódýrum heim-
ilismat sem gefa hugmyndir um
hvernig má nýta afganga og það
sem til er í ísskápnum í að gera
dýrindisrétti. Ein slík íslensk er Fa-
cebook-síðan Ódýrar mat-
aruppskriftir og sparnaðarráð
og þeir sem langar að æfa dönsk-
una ættu að skoða síðuna nojsom
- fra holdning til handling sem
einnig fyrirfinnst á Facebook og
inniheldur frábær sparnaðarráð.
Sniðugt er að nota alla afganga sem
finnast í ísskápnum – skella þeim í
eldfast mót; hræra egg og smá
mjólk saman og baka eggjaköku í
ofninum.
SPARNAÐARRÁÐ GEFINS Á NETINU
Facebook-sparnaður
Íslenskar, danskar og breskar sparn-
aðarsíður er að finna á Facebook.
AFP
Plastpokar sem seldir eru
við afgreiðslukassa í versl-
unum kosta jafnan 20 krón-
ur stykkið. Ef farið er í
stóra innkaupaferð má
gera ráð fyrir að þurfa
nokkra poka. Sé miðað
við tölur sem teknar
voru saman 2008 um að
hvert heimili noti að
meðaltali 125 plastpoka
á ári er kostnaðurinn
við pokakaupin 2.500
krónur árlega.
Fyrir fjölskyldu
sem gerir stór-
innkaup tvisvar í viku
og kaupir til þess
fimm poka í senn
fer kostnaðurinn
upp í 10.400 krón-
ur árlega.
Verð á fjöl-
nota pokum er
mismunandi,
allt eftir gæð-
um, þykkt og
vörumerki. Í
flestum mat-
vöruverslunum
má fá fjölnota
poka. Í Bónus
kostar slíkur poki
179 krónur, í Krón-
unni kostar pokinn 198
krónur og í Víði má fá fjöl-
nota poka á 250 krónur.
Margir verða uppiskroppa
með poka til að setja í rusla-
fötuna þegar skipt er yfir í
fjölnota poka. Það má leysa
með því að kaupa poka á
rúllum. Rúlla með 25 gráum
ruslapokum í sömu stærð og
innkaupapokar kostar 379
krónur (í Krónunni) eða um
15 krónur stykkið.
Tíu pokar
á viku kosta
10.400
á ári