Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 D jarfar fyrir degi nýjum, dynur þrumurödd úr skýjum,“ var ein- hvers staðar ort. Og það hefði getað verið forspá fyrir það sem íbúar Chelyabinsk upplifðu, en borgin sú er sögð vera 1.500 kílómetra austur af Moskvu. Snertur af heimsendi Það var morgunn og það heyrðist þrumurödd af himnum, drunur miklar, logi, strókur, blossi og sprenging. Höggbylgja skall á, grjót og mylningur eins og haglél frá himni. „Heimurinn ferst,“ heyrðist hrópað. Rúður splundruðust. Þrjú þúsund byggingar skemmdust, að sögn borgaryfirvalda. En það var ekki skýjað. Þess vegna náðust myndir af fyrirbær- inu, einstæðar myndir. Því vísir menn og fróðir segja að ekki séu til skráðar heimildir um loftsteinafall af þessu tagi á borg eða þéttbýli. Vera má að þær upplýsingar sem stuðst er við þeg- ar þetta er skrifað séu ekki fullkomnar. En loftsteinn- inn sem kom án þess að gera boð á undan sér er sagð- ur hafa verið 15 metrar í þvermál og vegið um 10 tonn. Leikmanni þykja þær tölur ekki mjög ógnvæn- legar, en áttar sig á að fleira kemur til. Stjörnukíkj- arar með nákvæm tól hafa sagt frá öðrum loftsteini sem flaug framhjá jörðu um líkt leyti. Sá hafi verið um 50 metrar í þvermál. Virðast heldur ekki nein ósköp en sá stærðarmunur er mikill þegar loftsteinar eiga í hlut. Loftsteinninn sem rakst á jörðina komst þó ekki þangað í einu lagi. Hann er sagður hafa nálg- ast á 54 þúsund kílómetra hraða á klukkustund og hafa splundrast í 30-50 kílómetra hæð. (Við Íslend- ingar miðum flest við turn Hallgrímskirkju en nefn- um nágranna hans Esjuna til viðmiðunnar í þessu til- viki, en hún nær um kílómetra hæð). Höggbylgja myndaðist og sjálfsagt var það hún sem olli mestu tjóni á mannvirkjum og skaða á fólki. En sagt er að allt að eitt þúsund manneskjur hafi skaddast. Heimatilbúnar hættur og hinar Þeim, þar eystra, sem kom helst heimsendir í hug, var nokkur vorkunn. Fyrir hálfri öld eða svo hafði mannskepnan náð þeim þroska eftir árþúsunda basl að hún var loks orðin einfær um að standa fyrir heimsendi. Hinu kalda stríði er nú formlega lokið. En þjóðum, sem ekki höfðu þá aðgang að því að taka þátt í hugsanlegri alheimseyðileggingu, virðist enn kapps- mál að komast í slíkan klúbb. Frá kaldastríðslokum hafa Indland og Pakistan bæst í þann hóp og nú síð- ast hin bláfátæka Norður-Kórea, sem sprengdi ein- mitt enn einu sinni hjá sér skömmu áður en loft- steinninn hitti á gufuhvolf jarðar. Og Íran er talið komið vel á veg með að eignast sínar sprengjur þrátt fyrir andóf og einangrunartilburði frá viðurkenndum kjarnorkuveldum. En þrátt fyrir þessa óskemmtilegu þróun er það almennt álit að heimsendir með kjarn- orkuvopnum sé nú fjarlægur möguleiki. Sumir telja að loftslagsbreytingar, jafnvel þær sem mannfólkið ýti undir, hafi skotið kjarnorkuvánni langt aftur fyrir sig. En sjálfsagt eflist nú hópur þeirra sem trúa á eyðingamátt loftsteina. En svo skemmtilega vill til að sumir loftsteinamanna telja að einmitt kjarnorku- sprengjan geti varið jörðina fyrir loftsteinsheims- enda. Hún yrði þá send í veg fyrir hættulegan loft- stein og annaðhvort látin sprengja hann í nægjanlegar tætlur eða þá að ýta honum út af sinni vondu braut, svo hann flygi framhjá jörðinni okkar, eins og 50 metra loftsteinninn gerði hjálparlaust nú fyrir helgina. En geta fréttir um að hnullungur úr geimgrjóti, ekki stærri en sá sem hrelldi íbúa Chelyabinsk, geti gert slíkan óskunda, bent í þá átt að manneskjan sjálf sé ekki sá örlagavaldur tilveru sinnar eins og haldið er fram? Allt sem hún aðhefst sé smálegt við yf- Loftsteinar eru ekki úr lofti þótt þeir komi þaðan * En þegar framboðum fjölgarþessi ósköp, eins og sýnist getagerst í þeim kosningum sem í hönd fara, er ekki víst að hefðbundnar að- ferðir séu fengsælar. Kannski gæti flokkum gagnast best að ganga hressilegir til leiks og láta með öllu vera að breiða yfir nafn og númer. Reykjavíkurbréf 15.02.13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.