Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 51
S íðustu ár hefur Tómas Tómasson baritónsöngvari verið á ferðalagi frá einu óperuhúsi til annars, í Bandaríkjunum og í Evrópu, og hefur vegur hans farið vaxandi með hverju misserinu. Í vetur söng hann í fyrsta skipti á La Scala í Mílanó, einu allra frægasta óperuhúsinu, í nýrri uppfærslu á Lohengrin eftir Richard Wagner. Þar var hann einn aðalsöngvaranna í hlutverki Telramunds og deildi meðal annars sviðsljósinu með Jonas Kaufmann og René Pape sem margir telja helstu tenór- og bassasöngvara stóru óperusviðanna í dag. Margir minnast stjörnutónleika Kaufmanns á Listahátíð hér fyrir tveimur ár- um. Uppfærslan á Lohengrin var í fréttum víða um heim, fyrst vegna mótmæla ítalskra óperuunnenda sem töldu það óhæfu að hefja nýtt sýningartímabil með verki eftir þýska risann Wagner en ekki þann ítalska, Verdi, en í ár eru 200 ár frá fæðingu beggja. Óánægjuöldurnar lægði þó eftir frumsýningu, því uppfærslan, sem sjálfur Daniel Barenboim, tónlistarstjóri hússins, stjórnaði, fékk frábæra dóma og Tómas alls staðar sinn skammt af lofinu. Í Financial Times fékk uppfærslan fimm stjörnur og var fullyrt að á sviðinu hefðu verið heimsklassasöngvarar í öllum hlut- verkum. Túlkun Tómasar var sögð heillandi og tilfinningarík. „Já, þetta gekk vel á Scala,“ segir Tómas þar sem hann situr á heimili sínu í Berl- ín og býr sig undir mörg ferðalög og ný hlutverk á árinu. „Það var mikil upplifun að syngja í þessu húsi. Salurinn er algjör draumur og hljómburðurinn frábær.“ Tómas segir það satt sem kom fram í fréttum, að ekki hafi allir verið sáttir við þá ákvörðun að byrja tímabilið með þýskri óperu, þegar þar að auki væri að hefjast af- mælisár hins ítalska Verdis „Það var svolítil fýla yfir þessu í Mílanó. Þeim Verdi og Wagner urðu á þau skelfi- legu mistök að fæðast sama árið,“ segir hann og hlær. „En bent var á að afmæl- isárið væri í raun ekki byrjað og að næsta tímabil hæfist með La traviata Verdis. Annars er svo til ekkert flutt af óperum á þessu ári nema eftir Verdi og Wagner þannig að menn ættu ekki að hafa stórkostlegar áhyggjur af þessu.“ Tómas bætir við að mótmælin sýni ástríðuhitann í ítölskum tónlistarunn- endum og að þeir séu skiljanlega stoltir af sínum manni. „Svo finnst ein- hverjum þeirra að Barenboim sé of valdamikill í húsinu, sem er bara della. En hann er skorinorður og snjall, mjög ákveðinn maður. Það var mjög gott að vinna með honum. Reynslan skín í gegnum hvert orð sem hann segir. Það var sérstök upplifun að fylgjast með því hvernig æfingar Barenboims með hljómsveitinni gengu fyrir sig, hann var ótrúlega nákvæmur; hann er fjölvitur og klár stjórnandi.“ – Gestir á Scala eru frægir fyrir að geta verið óvægnir og baula óspart ef þeim mislíkar. „Já og ég viðurkenni að þótt það hafi ekki valdið tauga- titringi, þá velti ég því fyrir mér á frumsýningunni hvort við fengjum einhver bú, eða ég sérstaklega þar sem þetta var nú mitt debút. Nei, áhorfendur voru mjög fínir, móttökurnar voru feiknafínar. Það var svolítið baulað á leikstjórann vegna uppfærslunnar, en það tilheyrir,“ segir hann og hlær. – Í skrifum um sýninguna er alls stað- ar sagt að eintómir stjörnusöngvarar hafi staðið á sviðinu. „Þetta var framúrskarandi hópur og æðislegt að vinna með þeim. Frá- bærlega gott fólk. Andrúmsloftið var líka mjög gott á æfingum og sýningatímabilinu.“ Þetta er Wagnerárið! Tómas hefur á undanförnum árum sungið allmörg hlutverk í óp- erum eftir Wagner enda segir hann það liggja vel fyrir sér. Þeg- ar hann er spurður hvað sé hans eftirlæti í verkum Wagners segist hann búast við því að þetta nýhafna ár eigi eftir að verða eftirminnilegt í heild sinni. „Þetta er Wagnerárið! Það er gott að vera Wagnersöngvari í ár, allir eru að setja upp Wagner og Verdi, þá prúðu drengi,“ segir hann og hlær djúpum hlátri. „Næsta Wagnerrulla verður í Hollendingnum fljúgandi, en hann hef ég sungið í uppfærslum í Brussel og Barcelona og náð góðum tökum á því. Ég á líka eftir að syngja Wotan í Rínargullinu í Oviedo á Spáni og Wanderer í Siegfried í Genf. Ég hef ekki sungið Wotan áður en hef verið að æfa rulluna og hún steinliggur finnst mér. Þetta eru orðnar nokkuð margar Wagner- rullur sem ég hef á takteinum.“ Eins og heyra má hefur Tómas verið fastagestur í mörgum og ólíkum óperuhúsum á liðnum árum og einhver ný bætast árlega á listann. Betri og betri rullur Fyrst þegar ég hitti Tómas sem blaðamaður var hann 24 ára gamall bassasöngv- ari að þreyta frumraun sína í Íslensku óperunni sem Sparafucile í Rigoletto um áramótin 1990-91. Hvers vegna skipti hann síðar „upp“ í baritón? „Röddin breyttist. Já, Sparafucile var mitt fyrsta hlutverk í Íslensku óperunni. Ég hafði aðeins verið í söngnámi í eitt ár en var kominn í kór Óperunnar og þegar æf- ingar voru að hefjast á Rigoletto kom í ljos að Guðjón Óskarsson, sem átti að syngja bassahlutverkið, átti erfitt með að losa sig þar sem hann var að syngja í Osló. Þá bað Garðar Cortes óperustjóri mig að læra hlutverkið til að syngja á æf- ingum. Þegar á leið æfingaferlið kom Garðar aftur til mín og sagði að til þess gæti komið að ég yrði að syngja eina sýningu. Væri það í lagi? Já, endilega, sagði ég. En svo endaði með því að ég söng 18 af 23 sýningum.“ Tómas líkir því við að láta henda sér í djúpu laugina að debútera aðeins 24 ára í þessu krefjandi hlutverki, nýbyrjaður í söngnámi. „Elísabet kennari minn hafði ekkert á móti því að ég reyndi mig í þessu, en sagði að ég ætti mögulega eftir að enda á að syngja hlutverk Rigolettos, sem er baritón, frekar en Sparafucile. Hún taldi alltaf að röddin færi upp.“ Eftir þetta söng Tómas Sarastro í Töfraflautunni í Íslensku óperunni áður en hann útskrifaðist árið 1993. „Það ýtti mér í bassagírinn. Sarastro er miklu dýpri en Sparafucile. Ég held það hafi verið þvermóðska í mér að vilja frekar vera bassi en baritón á þessum tíma og ég hélt mér við það,“ segir Tómas sem hélt til framhaldsnáms við Royal College í London og þaðan beint í atvinnumennsku sem bassasöngvari. „En smátt og smátt varð háa raddsviðið betra hjá mér og ég fór að voga mér að syngja hinar og þessar baritónaríur, áttaði mig á því að það var í raun þægilegra fyrir röddina en sumar bassarullurnar.“ Hann segist hafa sungið sína síðustu alvörubassarullu á sviði árið 2006. „Eitt af síðustu bassahlutverkunum var í Il trovatore í Covent Garden. Á markaðinum er dvd-diskur af sýningu sem margir þekkja. Það var sérkenileg upplifun því þar sem við Dimitri Hvorostovskí vorum saman á sviðinu, ég að syngja Fernando og hann greifann, heyrði ég svo vel að við vorum nokkurn veginn með sömu raddgerð. Það sannfærði mig endanlega um að það væri rétt að skipta. Síðan 2007 hef ég bara sungið bassbaritón- eða hetjubaritónrullur.“ – Ertu þá ekki alltaf að læra ný hlutverk? „Já, en það er nú eitthvað í mér sem gerir það að verkum að ég á auðvelt með að læra nú hlutverk. Það kemur sér vel.“ – Og má ekki segja að ferill þinn sé á sífelldri uppleið? „Það gengur vel, jú jú. Ég syng alltaf betri og betri rullur. Sem betur fer vill fólk ráða mig aftur og meðan það gengur er ég bjartsýnn.“ Hin hliðin á farsælum söngferli er að þetta er ferðatöskulíf. „Ég finn að eftir mikið flakk langar mig orðið að vera meira heima,“ segir hann. „Í tvö ár í byrjun ferilsins var ég á lausum-föstum samningi í Kaupmannahöfn en síðan hef ég ekki verið fastráðinn neins staðar. Ég er smátt og smátt að komast á þá skoðun að það væri ekki slæmt að festa mig að hluta til við eitt hús. Ég verð ekkert yngri og flakkið verður sífellt meira lýjandi. Þegar maður er lausráðinn söngvari er erfitt að eiga heimili. Það er afskaplega þægileg tilfinning að koma inn í íbúð þar sem eru manns eigin hlutir, blómin manns og bækurnar, og þurfa ekki að sofa í rúmfötum sem einhver annar hefur keypt.“ Eitt af kreppubörnunum Tómas hefur sterkar taugar til Íslensku óperunnar. Síðast söng hann hér haustið 2008 og í vetur stóð til að hann kæmi að syngja í Il trovatore en veikindi komu í veg fyrir það. „Ég vil endilega geta sungið í Hörpu. Allir sem ég tala við og hafa sungið þar segja salinn frábæran,“ segir hann. „Fyrsta óperusýning sem ég sá var í gömlu óperunni við Ingólfsstræti. Það var Aida og húsið var gjörsamlega fullt af söngvurum! Það var magnað að ráðast í að setja þetta svakalega stykki upp í þessu pínulitla húsi – það var eitt af því sem varð til þess að ég varð óperusöngvari. En það er ekki sjálfgefið að óperu sé haldið úti á Íslandi. Ópera þrífst að hluta á miðasölu en þetta er annars svo dýrt form að það er ekki möguleiki að miðasalan geti borgað allan reikninginn. Öll óperuhús byggja reksturinn á því að annaðhvort leggi einkaaðilar fé í uppsetningarnar, eins og í Bandaríkjunum, eða ríkið, eins og í Evrópu. Húsin lifa ekki nema þessi framlög séu góð. Ég er meira en til í að koma heim að syngja og ekki væri verra ef það væri ein af þessum góðu Wagnerrullum.“ Tómas segist síðast hafa sungið hér heima í hruninu, haustið 2008, og hann er brenndur af atburðum þess tíma eins og svo margir. „Ég var að syngja í Cavalleria Rusticana og I Pagliacci og á meðan hrundi allt. Á þessu tímabili þurfti ég að fljúga til Düsseldorf milli sýninganna vegna uppsetningar sem ég var í þar. Óperureikningurinn í Landsbankanum var frosinn og ég fékk ekk- ert greitt fyrr en löngu seinna; allt þetta vesen setti mig hressilega á hausinn. Ég er eitt af kreppubörnunum,“ segir söngvarinn. En gerir hann eitthvað af því að syngja á tónleikum þessi misserin; fer allur tím- inn í óperuna? „Ég hef ekkert náð að syngja á tónleikum en er farið að dauðlanga til þess. Vík- ingur Heiðar Ólafsson er fluttur hingað til Berlínar og við höfum hist nokkrum sinnum. Ég væri vel til í að setja saman fínt prógramm með honum, enda er hann eldklár og flinkur píanisti. Þegar ég er á flakki gengur það vitaskuld ekki en það kemur að því að við finnum okkur tíma og músiserum saman. Þá væri gaman að koma heim og halda tónleika,“ segir Tómas. „Ég verð ekkert yngri og flakkið verður sífellt meira lýjandi,“ segir Tómas og líkir tilveru sinni við líf í ferðatöskum, ferðir frá einu óperuhúsi til annars. Morgunblaðið/Einar Falur 17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.