Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013
Menning
Í
fyrra var öld liðin frá fæðingu danska
myndlistarmannsins Sven Havsteen-
Mikkelsen (1912-1999) og er þess
minnst með myndarlegum sýningum á
verkum hans. Um þessar mundir er
sýning í Sophienholm-safninu í Lyngby í Dan-
mörku og í sumar verður hún sett upp í lista-
safninu í Færeyjum, en listamaðurinn dvaldi
löngum á eyjunum þar sem fósturfaðir hans,
landkönnuðurinn og ævintýramaðurinn Einar
Mikkelsen, rak hvalverkun um tíma. Hav-
steen-Mikkelsen tengdist Íslandi einnig á
áhugaverðan hátt. Annarsvegar með fjöl-
skylduböndum, því langafi hans Niels Havs-
ten var á sínum tíma kaupmaður í Reykjavík
og var listamaðurinn skyldur þeim Haf-
steinum. Kom Havsteen-Mikkelsen til Íslands
sumarið 1962 að gera teikningar í bók Jakobs
Hafstein frænda síns um Laxá í Aðaldal. En
hann hafði líka verið hér áratug fyrr, ásamt
landa sínum rithöfundinum kunna, Martin A.
Hansen. Þá ferðuðust þeir í sex vikur um
landið á rússajeppa og gistu í tjaldi; afrakst-
urinn var hin snilldarlega ferðasaga með texta
Hansens og teikningum Havsteen-Mikkelsens,
Á ferð um Ísland, sem Almenna bókafélagið
gaf út árið 1984 í þýðingu Hjartar Pálssonar.
Skissubækur málarans
Í tilefni aldarafmælis Havsteen-Mikkelsens
gaf Johannes Larsen-safnið danska út vand-
aða bók um list og ævi Havsteen-Mikkelsens.
Nordisk Længsel nefnist hún og þar er ferða-
lögum hans um Ísland gerð skil, með mörgum
myndum og tilvitnunum í bók Hansen og dag-
bækur teiknarans. Reyndar er það áhugaverð
staðreynd að það sé safnið sem helgað er list
Larsens sem gefi bókina út, því Larsen fór
um Ísland sumrin 1927 og 30 og gerði ein-
stakar teikningar fyrir þriggja binda útgáfu
Íslendingasagnanna.
Í bókinni Á ferð um Ísland, lýsir Martin A.
Hansen ferðalagi félaganna um Ísland í eins-
konar dagbók, afar frjálslegri í formi, með
forvitnilegum og litríkum vísunum í Íslend-
ingasögurnar, skáldskap og þjóðsögur. Hav-
steen-Mikkelsen er áberandi í frásögninni,
þar sem hann vinnur jafnt og þétt að list
sinni, eins og þegar þeir aka niður aurborinn
veginn niður í Öxnadal: Skissubækur mál-
arans liggja á víð og dreif í framsætinu, hann
hefur gert tilraunir með ýmsar stærðir. Er
búinn að dæma margar úr leik. Lætur ekki
hvassa tindana sleppa. Hraundrangi, og hann
vinnur saltvondur og einbeittur, þótt dautt sé
í pípunni, sem hann hefur í munninum.
Nordisk Længsel er áhugaverð lesning
þeim sem áhuga hafa á list og sögu Hav-
steen-Mikkelsens. Og áhugavert væri að sýn-
ingu á verkum þessa góða Íslandsvinar ræki
hér á fjörur.
Félagarnir Sveen Hafsteen-Mikkelsen og Martin A. Hansen á skips-
fjöl í Kaupmannahöfn í maí 1952, að leggja af stað til Íslands.
DANSKA MYNDLISTARMANNSINS HAVSTEEN-MIKKELSEN MINNST
„Lætur ekki hvassa
tindana sleppa“
Í BÓKINNI NORDISK LÆNGSEL, SEM GEFIN ER ÚT Í TILEFNI ALDARAFMÆLIS
LISTAMANNSINS HAVSTEEN-MIKKELSENS, ER FJALLAÐ UM VERK SEM HANN
VANN Á ÍSLANDI, MEÐAL ANNARS Í SAMSTARFI VIÐ MARTIN A. HANSEN.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Teikning eftir Havsteen-Mikkelsen frá ferðalaginu um Ísland vorið 1952. Síðar vann hann þekkt málverk eftir teikningunni og kall-
aði það Öxnadal eftir sögusviðinu. Hann þótti mikill meistari í einföldum en lifandi skynditeikningum.
Havsteen-Mikkelsen gægist inn í Glaumbæ, „gamla prestssetrið, þar sem allt er
með sínum forna brag,“ skrifaði Hansen um heimsókn þeirra félaga.
Hin gamla Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Teikning Havsteen-Mikkelsens af Bergþórshvoli. Í dagbók hans má lesa að þar þótti hon-
um skrýtið að standa, Njáluunnandanum, tæpum þúsund árum eftir Njálsbrennu.
Havsteen-Mikkelsen dró einnig upp mynd af Hlíðarenda, einfalda en lýsandi. Staðurinn „… hlaut að
vera svona – heim að líta“, skrifaði Hansen. Þar háttaði til eins og þeir höfðu gert sér í hugarlund.