Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 59
17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Hálfur tugur skordýra fæst eftir því sem sagt er fyrir smápen- inga. (9) 5. Stór Baltverji sem er ekki einfaldur sýnir hávaða. (8) 9. Mölluðu raf í átt frá stað. (5,2) 10. Farfinn sem Darri blandar saman fyrir loftið. (12) 12. Með þokkalega öfugsnúinn einn enn út af meðaltals einingu. (9) 13. Sjá aðkomumann vakandi og veitulan. (10) 16. Ættfeður með róm stofnunar sem er haldgóð. (10) 17. Par og þú inn við Sund með seðil. (9) 18. Haft yrði tvisvar sinnum fimmtíu fyrir fugl. (10) 19. Ha, þrjár áttir bætir með áflogum. (10) 22. Logum kasti til að punkta. (8) 25. Skálum með Óla út af menntamálum. (8) 27. Sá sem bítur snemma fær máltíð. (7) 30. Sjá vinning tekinn á lit sem lífshættulegan atburð. (10) 31. Stefnan sem færir okkur bara hik er fylgdin. (8) 32. Eirði talað sér við hóp ættkvísla. (8) 33. Ekki drepinn á góðan hátt í hrjóstrugum. (10) 34. Ekki með Inga R. og erfðaefni í stoppunum. (10) LÓÐRÉTT 1. Af afli afskammtað og ákveðið. (8) 2. Mundið með tvöfaldan greini. (5) 3. Saltfiskur er alltaf einhvers konar grey. (11) 4. Brostinn slökkvari. (6) 5. Plaffaði að heimili á stað á jörðinni. (9) 6. Kostnaðarsöm slá við vinnu með við ryk af bolum. (12) 7. Stöng sem Kolbeinn kapteinn hefur. (5) 8. Fór Egla að fjalla um drykkjuskap. (6) 11. Spaði klífur rist þegar skaðaðist. (9) 14. Lendingarstaðurinn á líkama okkar. (5) 15. Víst happdrætti hjá svikara. (5) 18. Hörmungar án beygju taka þann fyrsta inn hjá kaupmann- inum. (12) 19. Viðkvæmur við áfengi eins og hálshöggvinn fugl. (8) 20. Gera einhvers konar vit úr dug. (7) 21. Tala illa um svefnstað og telja hann slæman stað. (9) 23. Og fleira á tungur merkikertis. (10) 24. Glær úrin eru ekki kindarleg hjá séðri. (6) 26. Viðvarandi missi haus út af haustsólinni. (8) 28. Lituð eiturlyf eru eitur. (7) 29. Ástaratlot án Lars byggja á poka utan utan um lim. (6) Þeir sem fást við þjálfun barna og unglinga eru stundum minntir á að fræðin sem haldið er að börnum eru ekki höggvin í stein og að „… krakk- ar hafa öðruvísi smekk,“ eins og Nansý Davíðsdóttir orðaði það þeg- ar við vorum að skoða stöðu, sem upp kom á Norðurlandamóti barna og unglinga á Bifröst í Borgarfirði, og einhverri uppástungu undirritaðs var svarað með þessum hætti. Á skákmótum sem þessum getur samspil ótal óvæntra þátta haft af- gerandi áhrif á lokaniðurstöðuna. Það sást best í einni af úrslitaviður- eignum mótsins þegar Hilmir Freyr Heimisson vann Færeyinginn Janus Skaale í lokaumferðinni og tryggði íslenska liðinu Norðurlandameist- aratitilinn. Fyrirfram áttum við kannski von a sigri Hilmis en þegar fram í sótti snerist taflið honum í óhag og þegar engar raunhæfar for- sendur voru fyrir vinnings- tilraunum, nema auðvitað einbeittur sigurvilji og óundirritað „sam- komulag“ keppenda um að Hilmir væri betri. Burtséð frá stöðunni á taflborðinu hlaut hann að tefla til vinnings! Hann hafði sigur að lokum og lokastaðan var þessi: 1. Ísland 36 ½ v. 2. Danmörk 35 ½ v. 3. Svíþjóð 33 ½ 4. Noregur 31 ½ v. 5. Finnland 29 ½ v. 6. Færeyjar 12 ½ v. Þetta var góður sigur fyrir íslenskt skáklíf en skákkennsla er þessa dagana á góðri siglingu hjá Dönum, Norðmönnum og Svíum. Skipulag þessa móts hvíldi á herðum Páls Sigurðssnar, Stefáns Bergssonar og Omars Sa- lama. Framkvæmdin öll var til fyr- irmyndar enda vanir menn þarna á ferð. Fyrir lokaumferðina var ljóst að gull og silfur var tryggt í yngsta flokknum, Vignir Vatnar Stefánsson vann lokaskák sína örugglega og fékk gullið því Nansý Davíðsdóttir tapaði og varð að gera sér silfur að góðu. Við fengum svo bronsverðlaun í þrem flokkum, Rimaskólastrák- arnir Dagur Ragnarsson, Oliver Ar- on Jóhannsson og Jón Trausti Harð- arson komu sterkir til leiks, hver þeirra hlaut 3 ½ vinning, en aðeins Oliver Aron vann til verðlauna. Jón Trausti hækkaði hinsvegar mest allra á stigum og tefldi margar afar athyglisverðar skakir. Í elsta aldurs- flokknum hlaut Mikael Jóhann bronsið og í þeim næstyngsta flokknum náði Dawid Kolka sér vel á strik og vann til bronsverðlauna þrátt fyrir tap í fyrstu umferð. Hon- um virtist aukast styrkur með hverri umferð: NM 2013; 3. umferð: Dawid Kolka – Anastasia Naz- arova ( Svíþjóð ) Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 Vinsæll leikur gegn Tartakower- afbrigðinu. 4. Rgf3 Rf6 5. Bd3 O-O 6. c3 c5 7. O-O Rc6 8. e5 Rd7 9. He1! Valdar d4-peðið óbeint og rýmir f1-reitinn. 9. … Db6 10. Rf1 cxd4 11. cxd4 Kh8 12. Bc2 f6 13. exf6 Rxf6 14. h3 Bd7 15. a3! Annar fyrirbyggjandi leikur. 15. … Hac8 16. Hb1 Ra5 17. Re3 Hc7 18. Bd2 Hfc8 19. Bc3 Bb5? 20. Rg5! Nazarova hefði betur sleppt 19. leik sínum. 20. … Bd7 Nær að verjast tveimur hótunum en ekki þeirri þriðju. ( Sjá stöðumynd. ) 21. Rxh7! Be8 Eftir 21. … Rxh7 kemur 22. Dh5 og vinnur. 22. Rxf6 Bxf6 23. Dd2 23. Rxd5! er beittara, t.d. 23. … exd5 24. Hxe8+! Hxe8 25. Dh5 og mát í næsta leik. 23. … Rc6 24. Hbd1 a6 25. Bb1 Da7 26. Rg4 Rd8 27. Rxf6 gxf6 28. Dh6+ Kg8 29. Hd3 Hg7 30. Hee3 Hcc7 31. Hg3 b5 32. Ba5 Hcf7 33. Bxd8 f5 34. Bf6 f4 35. Hxg7 Hxg7 36. Bxg7 - og Nazarova gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Krakkar hafa öðruvísi smekk Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegis- móum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 17. febrúar renn- ur út á hádegi 22. febrúar. Nafn vinningshafa er birt í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins 24. febrúar. Vinningshafi krossgátunnar 10. febrúar er Cecil Har- aldsson, Öldugötu 2, Seyðisfirði. Hann hlýtur í verðlaun bókina Boðskap Lúsifers eftir Tom Ege- land. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.