Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013
Þegar fjórtán umferðir eru eftir á Ítalíu hef-
ur Juventus fimm stiga forskot á Napoli.
Önnur lið koma varla til með að blanda sér í
þá baráttu, Lazio er ellefu stigum á eftir
„gömlu frúnni“ og Mílanóliðin, Inter og AC,
tólf og fjórtán.
Hér er leik fráleitt lokið en stærstu tíð-
indin líklega þau að hvorugt Mílanóliðanna
hafi blandað sér í baráttuna. Flestir veðja á
Juventus, sem á titil að verja, en Napoli hef-
ur ekki unnið deildina síðan Diego Armando
Maradona lék með liðinu 1990.
Í Frakklandi munar sex stigum á tveimur
efstu liðunum og enda þótt það séu smámun-
ir samanborið við England, Spán og Þýska-
land þykir einsýnt í hvað stefnir. Milljarðalið
Paris St. Germain hefur verið að ná vopnum
sínum og sparkfræðingum þykja meiri líkur
en minni á því að bilið niður í Lyon eigi eftir
að breikka fram á vorið frekar en hitt.
Óttast einokun á næstu árum
Mögulega gæti Meistaradeild Evrópu sett
strik í reikninginn en eins og dæmin sanna
vinnur gott gengi þar alveg eins með liðum í
heimalandinu eins og hitt. Í ljósi fjármagns-
ins sem Parísingar hafa úr að spila óttast
ýmsir að langt geti orðið þangað til önnur
félög komist að titlinum í Frakklandi.
Sé horft til smærri deilda er mesta spenn-
an farin úr belgísku deildinni, Anderlecht
komið með átta stig umfram Zulte-
Waregem. Þeir síðarnefndu geta þó huggað
sig við það að nafnið er kjarnmikið og gott,
ég meina Sportvereniging Zulte-Waregem.
Skoska úrvalsdeildin var fyrirsjáanleg
meðan Rangers og Celtic voru þar bæði en
eftir að fyrrnefnda félagið spilaði fjárhags-
lega rassinn úr buxunum er hún auðvitað í
besta falli grín. Celtic hefur þó ekki „nema“
sautján stiga forystu á Inverness Caledonian
Thistle. Þar á bæ geta menn að sama skapi
yljað sér við nafnið.
Fyrir þá sem langar að fylgjast með
spennandi endaspretti í Evrópuboltanum er
Holland hálmstráið. Þar getur ennþá allt
gerst, alla vega fjögur lið orðið meistari.
PSV Eindhoven hefur að vísu þriggja stiga
forskot á Ajax og Feyenoord en það getur
verið fljótt að fara. Þar fyrir neðan lúrir FC
Twente, fjórum stigum á eftir toppliðunum.
Svona eiga deildir að vera!
Enn er verk að vinna hjá Andrea Pirlo á Ítalíu en
Gary Hooper gæti leikið í stígvélum í Skotlandi.
AFP
SAUTJÁN STIG MEST
VAKTASKIPTI GÆTU MÖGULEGA ÁTT EFTIR AÐ VERÐA Á TOPPNUM
Á ÍTALÍU OG Í FRAKKLANDI EN ALLS EKKI Í BELGÍU OG SKOTLANDI.
HOLLENSKA DEILDIN ER LJÓSIÐ Í MYRKRINU FYRIR SPENNUFÍKLANA.
Engin spenna, svolítil og mikil
Núna þegar febrúarmánuður er liðlega hálfn-aður má fullyrða að keppni um meistaratit-ilinn sé lokið í Englandi, Þýskalandi og á
Spáni og línur teknar að skýrast í Frakklandi og á
Ítalíu enda þótt ekki séu öll kurl komin til grafar.
Þetta er auðvitað ánægjulegt fyrir áhangendur félag-
anna sem eru að rölta í höfn með bikarinn í hverju
landi fyrir sig en drepleiðinlegt fyrir keppnisfólk sem
ann spennu og taugastríði.
Allra best er að úrslitin ráðist ekki fyrr en í uppbót-
artíma í lokaumferð mótsins, líkt og í Englandi í fyrra
þegar Manchester City rak nefbroddinn fram fyrir ná-
granna sína, United.
Allt útlit var fyrir annað einvígi á þessum vetri,
grannarnir hleyptu árla móts á æðisgengið skeið og
skildu önnur lið eftir í reykmekki. Nú eftir áramótin
mæddust City-menn hins vegar ógurlega og United er
nú aðeins fölur depill í fjarska. Tólf stiga forskot láta
þeir Fergusynir aldrei af hendi í síðustu tólf umferð-
unum. Fyrr gerir Framsóknarflokkurinn líklega aðild
að Evrópusambandinu að baráttumáli í alþingiskosn-
ingunum hér heima.
Það var þó mót framan af vetri í Englandi, annað en
á Spáni. Meistarar Real Madrid hóstuðu og hikstuðu
þegar á fyrstu metrunum með þeim afleiðingum að
mótið hefur verið lítil og sæt lautarferð í skógi fyrir
ofurmennin í Barcelona. Atletico Madrid spriklaði að
vísu aðeins framan af en allir vita að þeim ágætu
mönnum er ekki ætlað að vinna meistaratitilinn. Þeir
eru miklu frekar ígildi héra á frjálsíþróttamótum þeg-
ar setja á heimsmet í hlaupum í millivegalengd. Sumsé
aðeins með til að halda uppi hraðanum. Barcelona hef-
ur tólf stiga forskot á toppnum þegar fimmtán umferð-
um er ólokið.
Fimmtán stiga forskot Bæjara
Enn breiðari gjá hefur myndast í Þýskalandi, þar sem
Bayern München situr makindalega á toppi Búndeslíg-
unnar, fimmtán stigum ofar en Borussia Dortmund.
Þar eru þrettán umferðir óleiknar.
Það sem gerir þessa stöðu ennþá athyglisverðari er
að liðin sem helst hafa úr lestinni, Manchester City,
Real Madrid og Dortmund, eru öll ríkjandi meistarar í
sínum deildum. Það er eins og sú staðreynd hafi æst
meistaraefnin nú upp úr öllu valdi. Þau láta eins og
óþægir krakkar sem vilja fá dótið sitt til baka.
Barcelona hefur hlotið 90% mögulegra stiga til
þessa í vetur, Bayern München 86% og Manchester
United 83%.
Fyrir smekk sumra eru það of miklir yfirburðir!
David Alaba, Bastian Schweinsteiger, Dante og aðrir Bæjarar hafa hlaupið til þess að gera óáreittir um grundir í vetur.
AFP
Gerard Piqué, miðvörður Barcelona, gefur yfirstandandi tímabili einkunn.
AFP
Pakkað saman
ÓHÆTT ER AÐ SEGJA AÐ KEPPNI Í STÆRSTU SPARKDEILDUM EVRÓPU HAFI OFT VERIÐ
MEIRA SPENNANDI EN Í VETUR. VONT ÞEGAR KEPPNI ER LOKIÐ UM MIÐJAN FEBRÚAR.
„Við erum reyndir en maður má aldrei verða værukær. Við
verðum að leika vel áfram, maður veit aldrei hvað getur gerst.“
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United.
Boltinn
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is