Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2013
„Við systkinin erum með nákvæmlega eins hár þessa
dagana, hér um bil alveg jafnsítt. Þetta er því búið að
vera svolítið grín undanfarið hjá fjölskyldunni að við
séum nær alveg eins. Við ákváðum því að taka þetta
alla leið á öskudaginn og leika hvort annað,“ segir
Brynhildur Bolladóttir laganemi.
Brynhildur og bróðir hennar, Atli, sem er einn af
skipuleggjendum RIFF, sneru bökum saman og sam-
einuðust á öskudag í búningum. Það er að segja; Atli
lék Brynhildi og Brynhildur Atla. Hugmyndin kviknaði
á sprengidag í kvöldverðarboði en það var mágkona
þeirra sem átti hugmyndina. Þau fengu lánuð föt hvort
af öðru, Brynhildur málaði á sig skegg og Atli setti á
sig glimmeraugnskugga sem systir hans notar jafnan.
„Þetta vakti mikla athyli og þetta ruglaði svolítið í
þeim sem hittu okkur. Við komumst líka að því að við
höfum sömu takta svo gervin voru mjög góð,“ segir
Atli.
UPPÁTÆKI Á ÖSKUDAG
Systkini léku hvort annað
Atli (efri
mynd) og
Brynhildur
Bollabörn –
þegar ekki er
öskudagur.Systkinin eru mjög
lík þannig að ekki er
skrýtið að fólk hafi
ruglast í ríminu þeg-
ar þau léku hvort
annað á öskudag.
Hundurinn Knúsi Engill Skallagrímsson og Gunnlaug
Þorvaldsdóttir söngkona urðu par í Róm. Þá var
Knúsi flækingshundur og þar sem Gunnlaug, eða
Gulla, beið á rauðu ljósi á hjólinu sínu kom hann
hlaupandi og horfði í augun á Gullu. „Ég hjólaði af
stað og hann elti og stökk á hjólið og reyndi að hanga
þar og síðan þá hefur hann fylgt mér eða í um fimm
ár,“ segir Gunnlaug. „Ég hef aldrei þurft að hafa fyrir
neinu, hann hefur aldrei pissað neins staðar eða gert
neitt af sér, hann hefur líklega átt gott heimili áður en
hann lenti á götunni. Fyrst var hann þannig að hann
borðaði tyggjó upp úr götunni, með flær um allan
kropp og hafði greinilega lítið haft að borða. En í dag
er hann prins og ferðast á milli landa og fer með mér á
opnanir og listasýningar, jafnvel í leikhús og í mát-
unarklefa í fataverslunum. Í leikhúsinu var hann ótrú-
lega góður og gelti aðeins á hárréttum stöðum, eins
og þegar vondi karlinn kom inn á sviðið. Svo þegar
leikararnir hneigðu sig gelti hann líka.“
GÆLUDÝRIÐ MITT
Fer í leikhús
með Gullu
Knúsi er orðinn þekktur í menningarlífi Rómarborgar
þar sem hann fer með eiganda sínum á listasýningar.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Dwight Schrute frá The Office
þáttunum er eins og þeir félagar
mikill senuþjófur. Svo eru þeir bara
alveg eins - svona nánast.
Jurgen Klopp þjálfari Dortmund
er eiginlega óþægilega líkur
Sveini og svo er hann að stela sen-
unni í evrópu fótboltanum.
Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari
er glæsilegur. Stelur senunni
allsstaðar þar sem hann stígur á
stokk.
Skyfall mætir í
Leiguna 19. febrúar
Þín ánægja er okkar markmið
Ein flottasta James Bond myndin til
þessa og ein stærsta mynd kvikmynda-
húsanna í fyrra. Bond klikkar ekki
í Leigunni í Vodafone Sjónvarpi.
5.1
SURROUND
FÁANLEG Í
vodafone.is/leigan
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
3
-0
3
4
4