Þjóðviljinn - 15.03.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Page 1
ÞINGFLOKKUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS MARS 1988 Meðal efnis Fjöldi athyglisverðra þingmála kynnt Stælt og stiklað úr þinginu Viðtal við Svövu Jakobsdóttur rithöfund og fyrrverandi alþingismann Viðtal við nýliðann Margréti Frímannsdóttur „Saga mannkynsins er saga stéttabaráttu", segir þar. Mynd: Verkfallskonur úr Snót í Vestmannaeyjum. Þingflokkurinn sendir þeim baráttukveðjur með þessu blaði. Ljósm. Sig. Ný launastefna Þingsályktunartillaga um launajöfnun, lágmarkslaun og nýja launastefnu Þessa dagana standa yfir hörð átök um kaup og kjör í landinu. Kjarasamningar hafa verið felldir, verkföll eru hafin. Óánægjan með launamisréttið er gífurleg. Við þessar aðstæður flytur þingflokkur Al- þýðubandalagsins tillögu um nýja gjör- breytta launastefnu eða eins og það heitir á þingmáli: Tillaga til þingsályktunar um launajöfnun, lágmarkslaun og nýja launastefnu. Tillagan er birt í heild á 2. síðu blaðsins, en aðalatriði hennar eru: wmmmmmmammmmmmummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmauammBmmnmmmmamsm 1. Launajöfnun. 2. Lágmarkslaun samkvæmt nýrri vísitölu. 3. Jöfnuður í launum karla og kvenna. 4. Samræming launagreiðslna og kaup- taxta. 5. Félagsleg forgangsverkefni. Gert er ráð fyrir því að þingmannanefnd fjalli um málið í samráði við aðila vinnumark- aðarins. Allt um tillöguna - síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.