Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 3
Ekkert mannlegt óviðkomandi Steingrímur J. Sigfusson þingflokksformaður Alþýðubandaiagsins í viðtali Hann var að spila blak- leik úti í Frankfurt í V- Þýskalandi snemma árs 1983 þegar honum var tilkynnt að hans biði að leiða lista Alþýðubandalags- ins á Norðurlandi eystra í næstu þingkosningum. Hann var innritaður í Há- skóla íslands og hefði farið til áframhaldandi náms að öllu óbreyttu. Hann sat í Stúdenta- ráði í tvö ár og var virkur í bar- áttu námsmanna fyrir bættum kjörum. Þeirri baráttu hefur hann haldið áfram á þingi. Hann hefur líka látið mikið til sín taka varðandi þjóðfrelsis- og utanríkismál, enda segist hann hafa gengið til liðs við flokkinn ekki síst fyrir stefnu hans í þeim málaflokki. Nú fimm árum síðar, á sínu öðru kjörtímabili, situr Steingrímur J. Sigfússon í sæti þingflokksformanns Al- þýðubandalagsins, yngstur í átta manna þingliði. I hverju er það starf fólgið? Legg metnað minn í að skipuleggja sem best málefnavinnu innan þingflokksins Starf mitt sem þingflokksfor- maður er fyrst og fremst fólgið í því að undirbúa og stjórna fund- um þingflokksins. Ég þarf svo auðvitað að sinna ýmsum skyldum innan þingsins, mæta á sameiginlegum fundum for- manna þingflokka og stundum eru fundir með forsetum þings- ins. Ýmislegt fleira mætti nefna, það þarf að taka á móti pósti og senda bréf. Aðalvinnan er síðan að reyna að halda utan um starfið og skipuleggja það. Stjórna með- ferð mála og fylgjast með því hvernig málum miðar í nefndum. Þegar mikið er um að vera í þing- inu skella svo á alls kyns skyndi- fundir við hina og þessa. Þannig fer talsvert af tímanum í snúninga og spjall sem að hvergi kemur fram á yfirborðinu. Ég vil gjarna leggja metnað minn í að skipuleggja sem best málefnavinnu innan þingflokks- ins þannig að hún verði markviss. Taka fyrir einstaka málaflokka og leggja þar upp viðameiri stefnu heldur en tengist kannski beint dægurmálunum á hverjum tíma. Þetta höfum við til dæmis gert í sjávarútvegs- og skattamál- um. Hvernig hefur samstarfið í stjórnarandstöðunni gengið í vet- ur? Samstarfið í stjórnarandstöð- unni hefur gengið vel þrátt fyrir hversu ólíkir þeir flokkar eru sem hana skipa. Alþýðubandalagið hefur þar nokkru forystuhlutverki að gegna sem stærsti og reyndasti flokkurinn. Samstarfsaðilar okk- ar hafa líka sína sérstöðu. Borg- araflokkurinn nýtilkominn og enn að fóta sig og Samtök um kvennalista skilgreina sig sjálf sem þverpólitísk eða kvennapól- itfsk samtök, ekki flokk. Stjórnarandstaðan það sem af er þinginu hefur verið snarpari en margir áttu von á. Ég held að það hafi verið óumdeilanleg þingleg og pólitísk nauðsyn og skylda að berjast gegn matarskattinum og afgreiða ekki málasúpu ríkis- stjórnarinnar óskoðaða á færi- bandi. Framkoma ríkisstjórnarinnar var í senn lítilsvirðing við þing- ræðið og þingið og mörg þau mál sem þarna voru á ferðinni um- deild svo ekki sé meira sagt. Sú stjórnarandstaða sem hefði lagst flöt niður frammi fyrir slíku hefði ekki verðskuldað merkileg eftir- mæli. Hvaða mál leggur þingflokkur Alþýðubandalagsins höfuð- áherslu á? Við göngum náttúrlega út frá grundvallarsjónarmiðum Al- þýðubandalagsins og leggjum fyrst og fremst áherslu á jöfnuð í lífskjörum og öflugt velferðar- þjóðfélag. Við erum sífellt að flytja þar um tillögur og flytja þann málstað inn á þingið. Við höfum beitt okkur mjög fyrir uppbyggingu og réttindum til fé- lagslegrar þjónustu. Þá finnst okkur brýnt að jafna aðstöðu fólks án tillits til búsetu, það tengist byggðamálunum sem við höfum lagt mikla rækt við. Það má einnig nefna sérstaklega utan- ríkismálin og sjálfstæðismálin sem eru öll tengd í okkar huga. Það er andstaðan gegn hernum og líka andstaðan við aukin er- lend umsvif í efnahags- og atvinnulífi. Það er augljóslega mikil þörf fyrir varðstöðu okkar í þeim efnum á þessum misserum núna þegar stjórnvöld eru með ýmsar hugmyndir um að hleypa hér inn erlendum auðfyrirtækj- um og bönkum. Þetta er það sem við köllum í stærra samhengi þjóðfrelsismál. Svo er það vitan- lega hin hefðbundna spurning um skiptingu þjóðarauðsins sem er ætíð verið að takast á um. Það kemur með ýmsum hætti inn á borð Alþingis þó að kjarasamn- ingar séu ekki leiddir til lykta þar inni þá er ýmsilegt annað sem snertir afkomu fólks sífellt til um- fjöllunar á Alþingi. Þar reynum við að beita okkar afli til þess að rétta hag þeirra sem minna mega sín. Stjórnmálabarátta er eilífðarverkefni Það er mjög mikilvægt fyrir stjórnmálaflokk að þingflokkur- inn sé sem skeleggastur og vinni sem best því að það er nú einu sinni þannig að þessi stjórnmálabarátta snýst um það að koma fulltrúum að, á þing í bæjarstjórnir eða annars staðar þar sem kjömir fulltrúar hafa áhrif. Það segir sig nokkuð sjálft að það er ekki eins spennandi að berjast fyrir því að fjölga í þannig hópum ef menn hafa ekki á til- finningunni að það breyti neinu hvort þar er einum fleira eða færra. Með öðrum orðum það þarf helst að reyna að sýna það með störfum og stefnumörkun í þingflokknum og annars staðar að það sé einhvers virði að eiga slíkan hóp og eiga slíka menn og það er auðvitaö það sem að þetta snýst um öðrum þræði, vegna þess að stjórnmálabarátta er ekki spurning um að ná endanlegum árangri, hún er eilífðarverkefni. Þess vegna vil ég gjarna leggja metnað minn í það að þingflokk- urinn vinni vel og málefnalega og sé með efnislega stefnu í málum. Við verðum að hafa inntak í því sem við erum að gera. Það kallar auðvitað á vinnu. Það kallar á efnislegar breytingartillögur við það sem stjórnarliðar eða and- stæðingar okkar eru að gera og það kallar á það að menn láti sér ekki bara nægja að gagnrýna það sem aðrir gera heldur séu líka með sínar eigin tillögur. Sína eigin útfærðu stefnu um það hvernig við vildum gera hlutina. Af þessu held ég að við mættum gjarna gera meira, en ég minni nú auðvitað á að það er erfitt fyrir fámennan þingflokk að vinna á móti öllu batteríinu, ef svo má að orði komast. Það sem menn átta sig ekki á í sambandi við þetta er að stjórnarflokkar hafa alit kerfið á bak við sig. Þeir láta vinna sín mál í ráðuneytum og stofnunum á sama tíma og þeir sem eru í stjórnarandstöðu á hverjum tíma hafa ekki á neitt að treysta nema sjálfa sig. Maður fann mjög greinilega fyrir þessu til dæmis í annríkinu í vetur þegar maður var að bregðast hér við miklum stjórnarfrumvörpum hverju á fætur öðru og hafði ekki neitt nema eigið vinnuafl og 24 tíma á sólarhring til þess að reyna að taka þar á móti. Þannig að að- stöðumunurinn er auðvitað mjög mikill hvað þetta varðar. Samt sem áður mega menn ekki gefast upp. Mikilvægt að halda tengslum við kjósendur Það sem gerist innan veggja þingsins er bara hluti af starfi hvers þingflokks og þingmanns. Ferðalög og starf í kjördæmunum og alls konar samtöl og samskipti við fólk eru auðvitað mjög mikil- væg fyrir okkur til að halda tengslum við kjósendur. Það má líka eiginlega segja að okkur sé ekkert mannlegt óviðkomandi. Hlutskipti þeirra sem eru í af- skekktustu og víðlendustu kjör- dæmunum er um margt erfiðara heldur en annarra í þessu sam- bandi. Þar koma til sögunnar miklar vegalengdir og heilmikið landflæmi sem þarf að fara yfir. Þess vegna er mikilvægt að þing- flokkurinn hjálpist að. Það er erf- itt að vera einyrki og fyrir flokk af okkar stærð sem er yfirleitt ekki ennþá með nema einn þingmann í hverju kjördæmi þá getur meira samstarf leyst ýmis mál. Við höf- um oft gripið til þess að menn ferðist þá saman, styðji þannig við bakið hver á öðrum. Ég held að þingflokkurinn og svo allur flokkurinn megi gera meira af því að starfa þannig saman og fara um í stærri hópum. Þingflokkurinn hefur svo sín tengsl út í flokkinn sem eðlilegt er. Þingmennirnireru í miðstjórn og eiga fulltrúa í framkvæmda- stjórn. Þannig er reynt að tengja saman starf þessara stofnana þó að þingflokkur eðli málsins sam- kvæmt sé alltaf dálítið sérstakt fyrirbæri í hverjum stjórnmála- flokki, bæði vegna þess hvernig hann er tilkominn og vegna þess að eðli þeirra starfa sem hér fara fram er dálítið sérstakt. Annríkið skellur á í gusum og þá er kannski ekki mikill tími til samráðs við aðra. Menn verða meira og minna á stundum að taka ákvarð- anir af fingrum fram og oft ekki hægt að kalla til aðrar stofnanir í flokknum til að ráðgast við ef þannig stendur á. Eg spyr Steingrím að lokum hvernig gangi að stjórna hinum eldri og reyndari pólitíkusum. Hann svarar glettinn á svip. Jú, bara ágætlega. Úr því að þeir treystu mér fyrir þessu fé- lagar mínir þá hef ég enga minni- máttarkennd. Þingeyska blóðið sakar e.t.v. ekki í þeim efnum. Við erum búin að sitja allt há- degið á skrifstofu Steingríms og spjalla. Á þingfundi er utanríkis- ráðherra að leggja fram skýrslu vegna umframkostnaðar við flug- stöðvarbygginguna og seinna um daginn er utandagskrárumræða um meðlagsmálið hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Klukkan er orðin tvö svo það er ekki seinna vænna fyrir Steingrím að hraða sér því hann hefur ýmislegt til málanna að leggja þennan dag- inn. -ahh Steingrímur J. Sigfússon Stjórnar- andstadan,það sem aferþinginu, hefur veríð snarpari en margir áttu von á Þingtíðindi - Síða 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.