Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 4
Þingmál Þingmál Þingmál Þingmál Þingmál Þingmál Þingmál Verndun ósonlagsins Svíkjast íslensk stjórnvöld undan merkjum að vakti nokkra athygli í vetur þegar þrír þing- menn Alþýðubanda- lagsins lögðu fram á þingi tillögu til þingsályktunar um verndun ósonlagsins. Rétt þykir að rifja hér upp efni til- lögunnar þar sem um brýnt mál er að ræða. f tillögunni segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni: 1. að gera nú þegar ráðstafanir til að draga úr notkun ósoneyðandi efna hér á landi, 2. að hefja án tafar þátttöku í sam- eiginlegu átaki annarra Norður- landa sem hafa sett sér það tak- mark að minnka notkun óson- eyðandi efna um 25% fyrir árið 1991 og a.m.k. 50% fyrir árið 1999.“ Þingmennirnir, sem voru þau Álfheiður Ingadóttir, Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon, segja síðan í greinar- gerð sinni að nú þegar liggi fyrir vísindalegar sannanir um eyðing- armátt ákveðinna efna á óson- lagið. Efnin nefnast freon og hal- on og eru það lofttegundir sem eru m.a. í úðabrúsum, svampi, frauðplasti, slökkvitækjum og kælikerfum. Þegar Álfheiður Ingadóttir mælti fyrir tillögunni á þingi benti hún á að nú þegar hafa ýmsar þjóðir, þar á meðal Norðurlanda- þjóðirnar, hafist handa um sam- eiginlegt átak til verndunar óson- laginu, en ísland hefur ekki tekið þátt í neinum ráðstefnum eða samningum sem fjalla um þetta mál. Fyrir það gagnrýnir hún fyrr- verandi og núverandi ríkisstjórn harðlega. Hættan sem stafar af eyðingu ósonlagsins er geigvænleg og um hana sagði Álfheiður m.a.: „Ós- onlagið verndar jarðarbúa fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sem valda m.a. húðkrabbameini hjá mönnum og dýrum. Útfjólu- blá geislun er einnig skaðleg gróðri ísjó ogá landi... Úrkomu- belti og vindakerfi geta breyst og sjávarstaða getur hækkað með bráðnun jökla. Það er því ekki aðeins líkamleg heilsa manna sem er í veði, heldur lífsviðurværi þeirra og aðbúnaður allur.“ Tillögunni var vísað til síðari umræðu og til félagsmálanefndar sem hefur hana enn til umfjöllun- ar. Leitað hefur verið eftir um- sögnum ýmissa aðila og hefur Náttúruverndarráð þegar fagnað því að slík tillaga hefur verið lögð fram og hvetur Alþingi til að af- greiða hana og samþykkja sem fyrst. - vd Dagvistar- mál Ríkið taki þátt í kostnaði I* nóvember síðastliönum lagði Ásmundur Stefáns- son fram sitt fyrsta frum- varp, og fjallar það um rik- isframlag til sveitarfélaga vegna dagvistunar barna á for- skólaaldri. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ríkissjóður greiði sveitarfélögum 8000 krónur á mánuði vegna hvers barns á dagheimili og fasta krónutölu sem sé sama hlutfall kostnaðar vegna barna á vöggustofum og leikskólum. Greiðslurnar skulu vera því háðar að um fullnægjandi dag- vistarþjónustu sé að ræða og menntamálaráðuneytinu yrði heimilt að takmarka framlögin fari tekjur foreldra fram úr ákveðnu marki. Gert er ráð fyrir 4 ára aðlögunartíma, þannig að ríkisframlagið hækki jafnt og þétt úr 2000 í 8000 krónur. í greinargerð með frumvarp- inu bendir Ásmundur á hina brýnu þörf fyrir aukningu á dag- Tekjur.......... Skatlgreiðslur: Til sveitarfélags Til nkis........ Samtals: vistarþjónustu vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Hann segir m.a.: „Börnin verða fórnar- lömb ófullkominnar þjónustu og eru þannig á hættulegan hátt látin axla hluta af kostnaðinum við at- vinnuþátttöku beggja foreldra." Með einföldu reikningsdæmi sýnir hann síðan fram á að skatt- tekjur ríkis af tekjum foreldra eru mun hærri en sveitarfélag- anna og „það er fráleitt að sveitarfélögum skuli ætlað að axla allan kostnað hins opinbera af útivinnu beggja foreldra.“ Þá bendir hann einnig á að ef tekin yrði ákvörðun um að greiða for- eldrum fyrir að vera heima hjá börnum sínum yrði ríkið um leið af skatttekjum þeirra. Frumvarpið hefur verið tekið til fyrstu umræðu og við hana kom fram að Kvennalistinn styð- ur málið. Aðrir þingmenn sem tóku til máls lögðu til ýmsar aðrar leiðir til að auka dagvistarþjón- ustu, og síðan var málinu vísað til annarrar umræðu og til menntamálanefndar sem hefur það enn til umfjöllunar. Beðið er umsagnar ýmissa aðila og hefur einn þeirra, Alþýðusamband ís- lands, skilað inn jákvæðri um- sögn. -vd. 30.000 40.000 50.000 2.000 3.000 4.000 0 8.000 17.000 2.000 11.000 21.000 Hér er tekið tillit til beinna skatta og óbeinna. WONDER RAFHIÖÐUR örugg orka í námi Þessar tviefldu Alkaline rafhíööur fra Wonder gera útslagiö á árangurinn. Með Wonder Alkaline rafhlööum eru sýruskemmdlr óhugsandl WONDER ALKALINE RAFHLÖÐUR. Fást á bensínstöóvum ESSO og miklu víðar Forræðis- deilur Biðtíminn alltof langur Þær Álfheiður Ingadóttir og Margrét Frímanns- dóttir lögðu í vetur fram fyrirspum til dómsmála- ráðherra um deilur um forræði barna við hjónaskilnaði og sambúðarslit. Þau svör sem hægt var að fá voru afar at- hyglisverð, og sýna svo ekki verður um villst að biðtími eftir úrskurði getur dregist á annað ár. Ekki var hægt að svara hver afgreiðslutíminn væri að jafnaði en dómsmálaráðherra benti á að barnaverndarnefndir þyrftu vegna mannfæðar oft langan tíma til að kanna allar aðstæður. Fjöldi deilumála sem ráðu- neytið sendi til umsagnar barna- verndarráðs íslands voru 25 árið 1983, 17 árið 1984, 14 árið 1985 og 10 árið 1986. Þær Álfheiður og Margrét spurðu einnig um hvort áform væru uppi í dómsmálaráðuneyt- inu um að stytta afgreiðslutímann og svaraði Jón Sigurðsson ráð- herra því til að fullur skilningur væri á nauðsyn þess en kenndi barnaverndaryfirvöldum um tímalengdina, og þar méð sveitarstjórnum. Einnigvarspurt að því hversu algengt væri að börn gengjust undir sálfræði- rannsókn vegna deilu foreldra um forræði en svarað var að eng- ar úttektir um það hefðu verið gerðar. í umræðum sem spunnust um fyrirspurnina benti Álflieiður á að seinkun á afgreiðslu þessara mála væri mjög slæm fyrir alla aðila, og sérstaklega barnið. Seinkun þýddi í ofanálag við ann- að að mæðralaun væru ekki greidd fyrr en ákvörðun hefði verið tekin. Ef til vill væri rétt að líta til breytinga á almannatrygg- ingalögum í því skvni að úrskurða mæðraiaun aftur í tímann eða kveða upp bráðabirgðaúrskurð. Jón Sigurðsson svaraði þessu til með því að vísa á væntanlegt frumvarp sitt um sameiginlegt forræði foreldra yfir barni, og sagði hugsanlegt að það myndi auðvelda lausn forræðisdeilu- mála. Því mótmælti Álfheiður og kvaðst hrædd um að slík laga- breyting myndi ekki leysa þessi erfiðu mál, en e.t.v. létta þau mál sem auðveldari eru viðfangs þar sem fólk er ekki að takast á um börn. -vd. Dreifum valdi og ábyrgð Of mikil miðstýringar- hneigð í framhaldsskóla- frumvarpi Birgis Nokkur undanfarin ár hafa Alþýðubanda- lagsmenn barist fyrir setningu laga um fram- haldsskóla. Um skeið var frumvarp þeirra það eina sem fram kom á Alþingi um málefni framhaldsskólanna. En í fýrravor flutti Sverrir Her- mannsson þáv. menntamálaráð- herra framhaldsskólafrumvarp sem núv. ráðherra Birgir ísleifur hefur nú endurflutt lítt breytt. í umræðum um frumvarpið bar Ragnar Arnalds það saman við fyrrnefnt frumvarp Alþýðu- bandalagsmanna. Samkvæmt stjórnarfrumvarpinu greiðir ríkið 60% stofnkostnaðar en samkv. frumvarpi Alþýðubandalags- manna greiðir ríkið 80% stofn- kostnaðar og byggingakostnað heimavista að fullu. Ragnar taldi hæpið að reikna rekstrarkostnað skólanna út frá nemendafjölda með einföldum þríliðureikningi eins og gert er ráð fyrir í stjórn- arfrumvarpinu því að kostnaður á nemanda í minni skólum yrði óhjákvæmilega meiri en í þeim stærri þar sem auðveldara er að nýta kennslukrafta til fulls. „En mesti munurinn á þessum tveimur frumvörpum varðar yfir- stjórn og skipulag skólanna," sagði Ragnar Arnalds. { frum- varpi Alþýðubandalagsmanna er gert ráð fyrir miklu meiri vald- dreifingu til heimamanna. Fræðsluráð tæki við stjórnunar- hlutverkum ráðuneytis að stórum hluta, kennarar og annað starfs- lið skólanna kysi í skólastjórn ásamt nemendum en skólastjórn réði skólameistara til fjögurra ára svö og kennara. Samkvæmt stjórnarfrumvarp- inu eiga allir þræðir að liggja í höndum ráðherra varðandi fram- haldsskólana. Ráðherra á að skipa formann skólanefndar án tilnefningar og setja um það reglur hvernig aðrir skólanefndarmenn verði til- nefndir. Ráðherra á að skipa skólameistara en skólanefnd hef- ur aðeins tillögurétt. Ráðherra á einnig að skipa alla fasta kennara við skólana. Fræðsluráð í fræðsluumdæmum koma hvergi við sögu og lagafrumvarpið gefur hvorki nemendum né kennurum nokkurn rétt til áhrifa á skipan skólanefndar. Áhrif heimamanna á starf skólanna verða mjög undir hæl- inn lögð, samkvæmt stjórnar- frumvarpinu, bæði skólamanna í héraði og sveitarstjórnarmanna. „Ný löggjöf um framhalds- skólana verður fyrst og fremst rammi utan um skólastarfið," sagði Ragnar að lokum. Þessi rammi þarf að vera í takt við tím- ann. Hann má ekki vera of þröngur og stífur. Hann þarf að veita skólunum sjálfstæði og þró- unarmöguleika og ýta undir að valdi og ábyrgð sé dreift. Þingtíðindi - Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.